Tíminn - 15.09.1964, Blaðsíða 14
hlutverk í leiknum, sem hún gerði,
og hvað hafði komið fyrir hana.
En mór fannst hún enn vera lít-
ið annað en skuggi, og stundum
trúði ég því meira að segja ekki,
að hún hefði í raun og veru ver-
ið til. Hvað hafði hún hugsað,
hverjar höfðu tilfinningar hennar
verið, á meðan við vorum það
mikilvægasta í lífi hvors annars,
en þekktumst þó ekki? Enda þótt
uppSýsingarnar, sem ég hafði vilj-
að fá væru ekki að neinu leyti
hagnýtar lengur, byrjaði ég samt
að frýnast í líf Cornelíu, eins og
ég hafðí eitt sinn farið að gægj-
ast í bréf mágs Ribbentrops sjálfs,
og enn síðar inn í skáp Sir Hughe
og svörtu töskuna við rúmið hans.
Það lá í augum uppi, að auð-
veldasta leiðin til þess að afla
upplýsinga um hana var hjá fólk-
inu, sem unnið hafði með henni
í þýzka sendiráðinu í Ankara:
Moyzisch og félögum hans. Eg
hafði ekki ráð á að fara til þýzka-
lands, til þess að heimsækja þá,
og þar að auki kunni ég ekki
nógu mikið í þýzku til þess að
slík viðtöl yrðu til nægilega mik-
ils gagns. Herr Nogly kom mér
í samband við blaðamann, Hans
Schwarz, og það var hann, sem
komst að því fyrir mig, livernig
Cornelia hafði komið félögum sín-
um fyrir sjónir, félögunum, sem
hún var að svíkja.
Aðal uppspretta upplýsinganna
var maður að nafni Seiler, sem
hafði verið blaðafulltrúi Herr von
Papen og þekkti Moyzisch vel.
Við Moyzisch höfðum eitt sinn
hitzt í íbúð hans, þar hafði ég
afhent filmuna, sem sýndi að
fallið hafði verið frá brezku áætl-
uninni um ínnrás í Grikkland og
töku Saloniki. Seiler var hár vexti
og herðabreiður með dökkbrúnt
hár, og þetta var ekki einn af okk-
ar mest spennandi fundum, ekki
líkur sumum þeim, sem við áttum
saman í bíl Moyzisch: þetta var
miklu líkara heímboði. Við drukk-
um whisky og urðum mjög kátir.
Moyzisch sagði, vegna þess að í
herberginu var píanó: — Þér sögð-
ust hafa sungið við undirleik Sir
Hughe. Getið bér raunverulega
sungið?
— Þið Þjóðverjar eruð aldrei
ánægðlr, sagði ég. — Þið þurfið
alltaf að fá sannanir fyrir öllu.
Svo söng ég nokkrar aríur við
undirleik klingjandi glasa ekki
síður en píanósins.
Það var Seiler, sem hafði í
reyndinni komið Corneliu tíl Ank-
ara. Hann býr í Nurnberg, og
hann á ekki lengur píanó, en er
farinn að rækta kjúklinga. Eitt af
stykkjunum, sem fór í að gera
mynd mína af Cornelíu var segul-
bandsupptak af viðtali Herr
Schwarz og hans.
Ég sat í íbúð minni í Istanbul,
uppgjafanjósnari, sem var að seiða
fram hið líðna. Á veggjunum voru
myndir af mér, Bazna, í fjölmörg-
um hlutverkum, sem ég hafði far-
ið með. Þarna var meðal annars
mynd af mér sem konsertsöngv-
ara, í kvöldfötum. Hún bar vitni
um hégómagirnd mína. Ég lét fara
vel um mig i hægindastóln-
um, dauðleiður á virðingarverðu
liferni mínj nú og hlustaði á upp-
lýsingar, sem höfðu mjög mikla
þýðingu fyrir fortíð mína, fullar
af spurningum, sem nú var hægt
að svara, en hafði ekki verið í
þá daga. Ég hlustaði líka á hugs-
anir mínar, sem vöknuðu við það
að heyra í segulbandinu. Róleg
þægindi litla herbergisins míns,
virtust hverfa. Þegar þagnir komu,
fór hávaðinn í bandinu sjálfu í
taugarnar á mér. Það var eins og
þetta væri allt enn að gerast og
hefði geysilega þýðingu og væri
mikilvægt fyrir mig.
— Hvert var starf yðar í þýzka
sendiráðinu í Ankara árið 1944?
— Ég var blaðafulltrúí.
— Ilvert var samband yðar við
Moyzisch?
— Við vorum vinir.
— Unnuð þér með honum?
— Þegar ástæða var til.
— Hvernig gerðist það, að
Cornelia varð einkritari Moyzisch?
— Það var af eintómri tilviljun.
Voruð það ekki þér, sem komuð
með hana til Ankara?
— Moyzisch þurfti mjög mikið
á fleira fólki að halda. Hann hafði
einn ritara, og var að svipast um
eftir öðrum.
— Vegna þess að skýrslur Cic-
ero juku mjög á starf hans?
— Já.
— Svo hann sendi yður til Sofiu
til þess að svipast þar um eftir
heppilegum ritara, og þér rákust
á Corneliu. Ég geri ráð fyrir, að
þér vitið, að hún var farin að
vinna fyrir Ameríkanana í Sofíu?
— Hvernig átti ég að vita það?
Þér hafið misskilið þetta algjör-
lega. Moyzisch sendi mig ekki til
Sofiu til þess eins að útvega sér
ritara. Þetta gerðist allt af ein-
tómri tilvíljun, þegar ég fór til
Solíu fyrir blaðaskrifstofu mína.
— Að gera hvað?
— Til þess að kaupa hitt og
þetta — fjarrita, eftirtökuefni og
svo framvegis, en allt slíkt var
orðið mjög erfitt að fá í Berlín
en kostaði lítið í Sofiu..........
— Kom Cornelía til yðar?
— Ég dvaldist á Bulgari Hotel-
inu, sem var fyrir Þjóðverja.
Starfsmenn úr sendiráðinu bjuggu
þar, fulltrúar úr verzlunarsendi-
nefndum, og alls konar aðrir starfs
menn þýzkir.
— Og þarna var það, sem Corne
lia Kapp dvaldist?
— Já.
— Og enn af hreinni tilviljun?
— Hún bjó þarna með foreldr-
um sínum. Faðir hennar var aðal-
ræðismaður í þýzka sendiraðinu.
— Og?
— Hún vann sem ritari í sendi-
ráðinu.
— Fyrir tilstilli föður hennar?
— Hún var mjög fær. Allir
staðfestu það.
— Elyesa Bazna, öðru nafni
Cicero komst að raun um það, á
dýrkeyptan hátt, hve fær hún var.
— Ég hitti foreldra hennar í
setustofu hótelsins. Skemmtilegt,
35
heiðarlegt og þægilegt fólk. Kapp
var diplómati af gamla skólanum.
Hann hafði verið aðalræðismaður
í Bombay og síðar í Cleveland,
Ohío og . . . .
— Já, ég veit það. Hve gamall
var hann?
— Hann var á sextugs aldri.
Heiðarlegur og mjög hjartagóður
maður....
— Sérstaklega þegar dóttir
hans var annars vegar.
— Það er rétt. Ég fékk það á
tilfinninguna, að hann væri fús
til þess að uppfylla allar óskir
hennar.
SKÓLAFÖT
Drengj aj akkaföt, frá 6—
14 ára
Drengjajakkar, stakir,
margir litir
Drengjabuxur, 3—13 ára.
Kuldaúlpur — Vattúlpur
Matrosföt frá 2—7 ára.
Matroskjólar frá 3—7 ára
Kragasett — Flautubönd.
ÆSardúnsængur
Vöggusængur, koddar
Æðardúnn — Hálfdúnn.
Sængurver — Damask
Patons ullargarnið 4 grl.
50 litir
Póstsendum.
Vesturgötu 12 SímJ 13570
36
hvíslaði hann. — Hvernig komst
þú þangað?
— Ég vai; stödd á sjúkradeild
Trúboðsspítalans í Kyongju. Ég
kom með dr. Burney til að líta
á þig, John. Þér er óhætt að
treysta honum.
— Guð sé lof, hvíslaði hann.
— Ég hef svo voðalegar kvalir.
Davíð rannsakaði hann vand-
lega.
— Bráð botnlangabólga, sagði
hann að lokum. — Ég óttast að
botnlanginn geti sprungíð á
hverri stundu. Við verðum að gera
uppskurð samstundis. Rakel
Ég efast um að það sé hyggilegt
að reyna að flytja hann til spítal-
ans.
Hún hafði komizt í mikla geðs-
hræringu þegar hún sá John og
hversu miklar kvalir hann leið.
En nú hugsaði hún ekki um John
sem eiginmann sinn, heldur sem
sjúkling sinn, sem hún þurfti að
hjálpa í sárri nauð hans.
— Hvar getum við gert upp-
skurðinn? spurði hún kóreumann
inn. — Hafið þið sterkt boð í
eldhúsinu? Og við þurfum mikið
af sjóðandi vatni og mun fleiri
ljós.
Kóreumaðurinn leiddi hana nið
ur í eldhúsið. Þar sauð vatn í
stórum potti á eldínum og sterk-
legt langborð var fyrir á miðju
gólfinu. Hún bað hann að hafa
til reiðu meira vatn og koma með
nokkur hrein lök. Bóndinn hrað-
aði sér að framkvæma skipanir
hennar.
Hún undirbjó allt eins vel og
kostur var á í þessari frumstæöu
skurðstofu. Þegar allt var tilbúið
var John baðaður og borinn niður
í eldhúsið.
Davíð fór úr jakkanum
og bretti upp skyrtuermarn-
ÖRLÖG I AUSTURLONDUM
EFTIR MAYSIE GREIG
ar. Hann hafði hvorki með sér
hvítan slopp né grímu. Hún var
klædd hjúkrunarbúningi sínum og
fann grímu í vasa sínum og setti
á hann.
Hún hafði alltaf álitið hann
framúrskarandi skurðlækni, en
þessa nótt jókst enn aðdáun henn
ar og virðing á honum. Við þessar^
erfiðu aðstæður framkvæmdi
hann frábæra skurðaðgerð.
Loks var þetta um garð gengið.
Hún fann til máttleysis í hnján-
um eftir eftirvæntinguna.
— Ég held hann lifi af, sagði
hann.
S— Og það er þér að þakka,
sagði hún og tárin komu fram í
augu hennar. — Ég get ekki með
oröum_ lýst, hversu þakklát ég er.
— Ég gerði það sem ég gat,
sagði hann stirðmæltur. — En þú
verður að útskýra fyrir fólkinu
hér að hann þarfnast nákvæmrar
hjúkrunar og undir engum kring-
umstæðum má færa hann næstu
dagana.
Konan á bænum reyndist hafa
nokkra þjálfun, þar eð hún hafði
unnið á litlu þorpssjúkrahúsi. Rak
el sagði henni það sem hún þurfti
að gera. Nú var liðíð nærri mið-
nætti og þau höfðu að baki erfiða
ökuferð allan daginn og síðan
flókna skurðaðgerð. Hún var sljó
af þreytu og Davíð virtist einnig
þreytulegur.
Hann sagði. — Við verðum að
fara aftur til Trúboðsspítalans.
Við eigum að gera uppskurði í
nokkra hvíld. Þú virðist að niður-
lotum komin Rakel, en þú stóðst
þig eins og hetja meðan á upp-
skurðinum stóð.
— Ég gerði bara það sem ég
gat, muldraði hún — þú átt all-
an heiðurinn.
— Við erum ósköp hæversk,
sagði hann brosandi. — En það
er vissulega kaldhæðní örlaganna,
að ég skyldi veljast til þess að
bjarga lífi unnusta þíns. Við skul-
um aka hingað annað kvöld til
að sjá hvernig honum líður, áður
en við leggjum aftur af stað til
Seoul.
— Þakka þér fyrir, Davíð. Það
er mjög hugulsamt af þér.
Þegar þau voru lögð af stað
heimleiðis sagði hann:
i — Ég býst víð þú hefðir viljað
vera eftir og hjúkra honum sjálf.
En ég er hræddur um að ógern-
ingur sé að koma því við. Við
þurfum að bjarga ekki aðeins
einu lífi heldur mörgum.
— Ég skil. Og John mundi ekki
kæra sig um að ég vanrækti skyld
ur mínar.
— Hann var vægast sagt illa
haldinn. Botnlanginn hefði getað
sprungið á hverri augnabliki. Vesl
ings maðurinn hlýtur að hafa
þjáðst mikið.
— Ég efast ekki um það. Ég
vildi óska að við hefðum getað
|tekið hann með okkur á sjúkra-
! húsið.
— En þú telur það útilokað.
I Hún kinkaði kolli. — Ef þeir
finna hann verður hann skotinn.
fyrramálíð og verðum að fá
Hann hefur þegar verið dæmdur
til dauða. Það er aðeins vegna
hjálpar vina hans, að hann er enn
lífs.
— Hann hlýtur að eiga nokkra
valdamikla vini.
Hún kinkaði kolli. — Það held
ég. Og stuðningsmenn lians líta
óskaplega upp til hans. Ég vildi
óska þið hefðuð kynnzt á annan
hátt, Davíð. Ég er sannfærð um
að þú hefðir kunnað meta, hversu
góður og traustur maður hann er.
— Þú ert honum alltaf jafn
trygg. Það gætti beizkju í rómn-
um.
Hún sagði ekkert, en spennti
greipar fast í kjöltu sér. Hún ósk-
að að hún gæti sagt honum sann-
leikann um sig og John, um gift-
ingarathöfnina sem hafði farið
fram, og efasemdir hennar sjálfr-
ar um hvort vígslan hefði verið
lögleg eða ekki. Hana langaði
ákaft að trúa honum fyrir öllum
vandamálum sínum, og vinna þó
ekki væri annað en samúð hans.
Ef þau gætu aðeins verið vinir
eins og þau höfðu verið.
Þegar þau komu til sjúkrahúss-
ins kvöddust þau stuttlega og
fóru hvort upp til sín. Hún bjóst
ekki við að festa blund, en hún
var svo uppgefin að hún svaf fast
þar til henni var fært morgun-
teið klukkan sex. Hún mundi
þurfa góðan tíma til að klæða sig
og snyrta og koma síðan öllu í
lag í skurðstofunni.
Hún hafðí tvær kóreanskar
hjúkrunarsystur sér til aðstoðar
og fannst þær bæði viljugar og
mjög duglegar.
Þegar Davíð birtist kinkaði hann
kolli til hennar og gekk síðan að
vaskinum til að þvo sér um hend-
urnar.
Hana langaði mjög til að heyra
fréttir af John. Kóreanski bónd-
inn sem var viðstaddur hafði
sagzt mundi kom til hennar, ef
nauðsyn krefði. En hvernig gæti
hún fengið frí úr skruðstofunni
hérna. Þau fengu aðeins stutt
matarhlé og uppskurðir voru gerð
ir látlaust allan daginn. Þau voru
bæði úrvinda af þreytu, þegar síð
asta sjúklingnum var ekið út.
— Við skulum fá okkur
eitthvað að borða, sagði Davíð við
hana, — og síðan skal ég aka
þér út á bóndabæinn, ef þú hefur
áhuga á, til að sjá hvernig sjúkl-
ingi okkar líður.
— Það er voðalega fallegt
af þér. Ég skal játa að ég er
kvíðafull.
— Já, ég vildi sjálfur fá að líta
á hann. Þótt hann sé unnusti
þinn þá er hann fyrst og fremst
sjúklingur minn. Og ég finn til
ábyrgðar gagnvart honum.
— Þakka þér fyrir, Davíð, hvísl
aði hún.
Hinar hjúkrunarsysturnar tvær
voru farnar, þau voru ein í skurð-
stofunni. Hann lagði höndina á
öxl henni og neyddi hana til að
14
TÍMINN, þriðjudagur 15. sepfember 1964 —