Tíminn - 15.09.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.09.1964, Blaðsíða 5
RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON Liverpool sigraði 6-1 KR-ingar léku sinn bezta leik í sumar. 2-1 í hálfleik. Gunnar Felixson skoraði mark KR á 23. mínútu. Alf. Liverpool, 14. september. Síðari leikur Liverpool og KR hófst héc á Anfield Road leikvelli Liverpool kl. 6.30 í dag að viðstöddum 32.597 áhorfendum, sem fögnuðu íslenzku leikmönnunum mjög, þeg- ar þeir birtust á vellinum. Þó KR tapaði með nokkrum mun — eða 6-1 — sýndi liðið í heild þann bezta leik, sem ég hef séð til þess í sumar og tókst að halda í horfinu í fyrri hálfleik, sem lauk 2-1. Sýndi KR liðið þá oft góða samleikskafla og Gunnar Felixson skor aði mark KR eftir góðan samleik við nafna sinn Guðmannsson og oft á tíðum var Liver- pool vörnin sundurleikinn, þótt fleiri KR-mörk væru ekki skoruð. í síðari hál'leik haliaði hins vegar á KR og skoruðu leikmenn Liverpool þá fjögur mörk, án þess KR-ingum tæk- ist að svara fyrir sig. í upphafi leik bauð þulur íslenzku leikmennina velkomna til Anfield Road og síðan voru þjóðsöngvar landanna leiknir. Var mjög sérkenilegt að heyra hámrúða Liverpool-bítla syngja „God save the Qneen“. Síðan hófst leikurinn og þótt tapið væri nokkuð stórt get ég ekki annað sagt, en það sé mjög æskilegt að við höldum áfram þátttöku í Evrópukeppninni. Tapið var stórt en okkar menn börðust hetjulega þar til yfir lauk. Land- kynningarstarfsemin hefur fengið STUTTAR FRÉTTIR • Litla bikarkeppnin hélt á- fram á laugardag og léku þá Keflavík og Hafnarfjörður. Úr- slit urðu þau, að Keflavík sigr aði með 6:2 og er í efsta sæti í keppninni með 5 stig, Akra nes hefur 4 og Hafnaiffjörður 1. Einn leikur er eftir, milli Keflvíkinga og Akurnesinga I Keflavík. Þetta er í fjórða skipti, sem keppnin fer fram. Fyrst vann Akranes, í annað skiptið urðu öll liðin jöfn, en í fyrra vann Kefiavík. byr undir báða vængi hér á Eng- landi síðustu dagana. f Liverpool hafa blöðin undanfarið skrifað mjög mikið um fsland, um leik- menn Reykjavíkurliðsins, eins og það er kallað sér, um eiginkonur þeirra, en þær eru mjög vinsælar í blöðunum, og birtast myndir af þeim hvað eftir annað, já yfir höf- uð hefur ekkert íslenzkt verið blöð unum óviðkomandi. Nú kann ein hv,er að spyrja hvort það sé góð landkynning að tapa með þetta miklum mun, en það er alveg greinilegt að fólkið hérna gerir mikinn greinarmun á atvinnu- mennsku og áhugamennsku. Mörkin í leiknum féllu þannig. Á 11. mín. skoraði bakvörðurinn Byrne fyrsta mark Liverpool með mjög fallegu skoti af 25 metra færi. Á 22. mín. var staðan orðin 2-0 fyrir Liverpool. Þá átti miðherj inn St. John mjög fast skot frá vítateig, sem Heimi Guðjónssyni tókst ekki að verja. Aðeins mínútu síðar skoruðu KR-ingar. Þeir náðu snöggu upp- hlaupi og Gunnar Guðmannsson og Gunnar Felixson léku frábær lega vel saman og rak Gunnar Fel ixson endahnútinn á upphlaupið með ágætu marki. Þetta kom mjög á óvart og klöppuðu áhorfendur KR-ingum Iof í lófa. Þannig var staðan í hálfleik. Fyrri hálfleikur inn var mjög vel leikinn hjá KR- ingum, og það bezta, sem ég hef séð til liðsins í sumar. Liðið lék sterka vörn, án þess þó að leika varnarleik og liðið náði oft góð- um upphlaupum, sem kom áhorf- endum oft til þess að klappa. f síðari hálfleik skorar Hunt þriðja mark Liverpool liðsins Þetta skot hefði Heimir átt að verja, en spyrna Hunt var frá vítateig og ekki mjög föst. 4-1 kom á 21. minútu, það var Graham, sem skallaði inn eftir sendingu frá vinstri. Tveim mín. síðar stóð 5-1 og var það framvörðurinn Steven- son, sem skoraði með afar föstu skoti af 30 metra færi, stór- kostlegt mark. Síðasta mark leiksins skoraði miðherjinn St. John af stuttu færi. Leikmenn KR náðu flestir sínu bezta. Heimir var alveg stórkost- legur í marki, nema þetta eina mark (þriðja markið), og hann fékk mikið lof áhorfenda — sér lega mikið klappað fyrir honum. Annars var vörnin sterk með Hörð Felixson sem aðalmann, og Bjarni Felixson var einnig ágætur. Fram verðirnir Þórður Jónsson og Ár- sæll Kjartansson léku nokkuð vel. í framlínunni bar mest á Ellert Schram, hann átti ágætan leik. Gunnar Guðmannsson gerði margt gott og sömuleiðis Gunnar Fel- ixson. Yfirleitt má segja, að KR- liðið hafi náð vel saman í leíkn um. Liverpool liðið lék ekki síður í þessum leik heldur en heima í Reykjavík á dögunum, að vísu vantaði Thomson, en nú lék skozki landsliðsmiðherjinn St. John með og yfírleitt sýndi lið ið glæsilega knattspymu. Eftir leikinn hrópuðu áhorfend ur Reykj avík-Reykj avík-Reykjavík og það var greinilegt, að þeim lík aði vel spilamennskan hjá KR — þetta var ekki varnarleikur. Leik menn Liverpool mynduðu boga Framh. á 15. sfðu ArmannJ. Lárusson Afreksmanninn Ármann, hér enginn, held ég vinni, — glímukappi íslands er orðinn tólfta sinni. Afarmennið, eins og ber, afreksmetin setur. Hérna drengur enginn er enn, sem betur getur. Ármann treysta afli má, — engin tapast glíma. Glöggt þar mega garpar sjá Gretti vorra tíma. Mjög er hnellinn halurinn, honum skellir enginn, þar til ellj eitthvert sinn, ítra fellir drenginn. Með beztu kveðju til Ár- manns frá Daníel Benedikts- syni. Reykjavíkurmeistarar Fram nú í alvarlegri fallhættu Þróttur vann Fram 2:1 á laugardag og liðin verða að leika aukleik um fall- sætið í 1. deild íslandsmótsins. Baldur Scheving, Fram reynir aö brjótast gegnum vörn tveggja sróttara. Það ntrúlega heíur skeð, að Þróttur, sem fyrir skömmu síðan var talinn nær voniaus um að halda sæti sínu í 1. deild er nú á góðum vegi að vinna það afrek að öðlast á- framhaldandi setu í deildinni og það á kostnað Re\ kjavíkur meistaranna Fram. Þróttur sigraði Fram með 2 1 í barátt nnni um fallsætið -í iaugar- dag og liefur eins oe Fram lilotið sjö stig. Verða félögin því að leika aukaleik um tall ið niður í 2. deild. Og eftir leik liðanna á iaugardaginn virðist Þróttur hafa meiri möguleika til sigurs, þvi leik menn iiðsins hafa þann oar- áttuvilja, sem duga má í úr- slitaleik, en slíkt verður vart sagt um ieikmenn Fram. Leikurinn bar öll merki þeirrar taugaspennu, sem hlýtur að eín kenna leikmenn í jafn þýðingar miklum leik og þarna átti sér stað. Knattspyrnan var aldrei upp á marga fiska, en spenna mikil. Þróttur lék mun betur framan af og er hálftími var af leik mátti sjá 2-0 á markatöflunni, Þrótti í hag. Haukur Þorvaldsson skoraðí bæði mörkin, hið fyrra með skalla, en hitt úr vítaspyrnu, sem var mjög laglega tekin. Fram skoraði eina mark sitt úr vítaspyrnu, sem Guðjón Jónsson tók á 32. mín. og skoraði örugg- lega og mínútu siðar munaði litlu að Fram tækist að jafna. f síðari hálfleik var mikil barátta og skapaðist þá oft mikil spenna við mörkin, en hvorugu liðinu tókst að skora, þrátt fyrir sæmileg til- þrif — en markmenn beggja liða áttu góðan dag. Ralph Boston náði aftur helmsmet inu í langstökki, þegar hann stökk 8.34 metra á laugardag á úrtöku- móti USA fyrir 01. i Tokíó. Rússinn Ter Ovenesian áttl fyrra metið 8.31 metra, sett í fyrra, en áður hafði Boston átt metið um nokkurt ára- bll. BREZK knattspyrna Urslit í ensku knattspyrnunni á laugardag urðu þessi. 1. deild. Arsenal-Sunderland Birminghatn-Burnley Blackburn-Wolves Blackpool-Aston Villa Shelsea-Fulham Everton-Sheff.Utd. Leeds Utd.-Leicester Manoh. Utd. -Nottm. For. Sheff.Wed.-Liverpool WBA-Stoke City West Ham-Tottenham 2. deild. Bolton-Preston Derby County-Charlton Middlesbro-Cardiff N ewcastle-Conventry Northamton-Huddersf. Norwich-Crystal Pal. Portsmouth-Soutbhamton Rotherham-Bury Swansea-Leyton Orient Swindon-Manch. City Dave McKay lék með vara- liði Tottenham og fótbrotnaði aftur, nákvæmlega á sama stað á vinstra fæti og hann brotnaði Framhald á 15. slðu. 3:1 2:1 4:1 3:1 1:0 1:1 3:2 3:0 1:0 5-3 3:2 5:1 4:4 0:0 2:0 1:2 1:1 0:3 3:0 2:5 0:1 rÍMINN, þriðjudagur 15. september 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.