Tíminn - 15.09.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.09.1964, Blaðsíða 8
Dóra Þórhallsdóttir Dóra Þórhallsdóttir, forsetafrú, sem verður til grafar borin í dag, fæddist í Reykjavík 23. febrúar 1893 og var bvi á sjötugasta og Öðru aldursári. er hún andaðist. Foreldrar hennar vom ’órhallur Bjarnason, biskup, sonur Björns Halldórssonar í Laufási í Þingeyjarsvslu, en móðir Þórhalts kona séra Björns var Sigríður Einarsdóttir nónda > Saltvík á Tjörnesi. Móðir Dóru forsetafrúar og kona Þórhalls biskups var Valgerður dóttir Jóns hreppstjóra Halldórssonar á Bjarnastöðum í Bárðardal. Börn Þórhalls biskups voru þrjú. auk Dóru, séra Tryggvi, ritstjóri og forsætis- ráðherra, sem kvæntur var önnu Guðrúnu dóttur Klemensar Jónssonar, ráð herra, Svava gift Halldóri Vilhjálmssyni skólastjóra á Hvanneyri og Björn, sem lézt í Noregi 191 fi. Frú Dóra var yngst systkina sinna. Dóra forsetafrú ólst upp i foreldrahúsum í Laufási í Reykjavík á frábæru heim- ili þeirra. Móður sina missti frú Dóra 1913 og varð þá tvítug að aldri að taka að sér húsmóðurskyldur á þessu stóra heimili og stýrði því í fjögur ár. Komu þá þegar fram miklir mannkostír hennar. Hún naut ágætis menntunar Árið 1917 giftist hún Ásgeiri Asgeirssy »i, og bjuggu þau tyrst í Laufási eða þangað til maður hennar varð forsætisráðherra 1932. Frú Dóra starfaði í ungmennafélögunum á ungum aldri og sigldi tH mennta á Norðurlöndum. Síðar á ævi tók hún töluverðan þátt i félagsmálum kvenna, átti sæti í stjórn Lestrarfélags kvenna skólanefnd Kvennaskólans í Reykjavik og sóknarnefnd Dnmkirkjunnar, og hún bar mjög fyrir hrjósti fagrar handíð- ir og var sjálf snillingur á því sviði. Frú Dóra var íslenzk húsmóðir i bezta skilningi þess orðs en um leið óvenju- lega glæsileg og gáfuð kona sem hvarvetna vakti athygli og virðingu á opin- berum vettvangi. Börn Dóru Þórhallsdóttur og Ásgeirs forseta eru Þórhallur ráðuneytisstjóri kvæntur Lily Ásgeirsson, Vala gifl G mnari Thoroddsen fjármálaráðherra og Björg, gift Páli Ásgeiri rryggvasyni sendiráðsfulltrúa, og barnabörn þeirra eru orðin þrettán. Ritstjórn Tímans hefir mælzt til að ég segi frá æskuárum frú Dóru Þórhallsdóttur. Svo bar við, að mitt fyrsta heim- ili í Reykjavík var Gróðrarstöðin, en með fólkinu þar og Laufás- fólki var náin frændsemi og vin- átta. Enda var það í Gróðrarstöð- inni, sem fundum okkar frú Dóru bar fyrst saman. Frétti ég síðar að hún hefði spurt hvort þetta væri einn af frændunum, sem hún ætti að þúa. Ekki var sú raun- in á. Allt um það tókust áður langt um leið kynni og vinátta við Laufássystkinin, innan ungmenna- félaganna — vinátta, sem haldizt hefir síðan, þótt lífið hafi skákað mönnum til og frá á sínu mikla taflborði Þessi ungmennafélagskynni urðu m.a. til þess að Tryggvi Þór- hallsson varð ritstjóri Tímans, Ásgeir Ásgeirsson bauð sig fram til þings í Vestur-ísafjarðarsýslu, en síðan hafa þá ýmsir leikir á lífsins taflborði orðið sögulegir og með þeim hætti, sem alþjóð er kunnugt. En áður höfðu leikirnir í lífi frú Dóru verið sögulegir. Foreldr- ar hennar rækta sér herragarð í sjálfum höfuðstaðnum. Faðir henn- ar er hvort tveggja, lektor Presta- skólans og einn helzti nýsköpunar- bóndi samhliða því að stjórna Bún aðarfélagi íslands. Og enn skiptir lífið um tjöld. Æskuheimilið er orðið bisk- upssetur, og þegar stundir líða færist frú Dóru þungi lífsins fyr í fang sakir heilsuleysis og fráfalls móður hennar, en hún lézt hinn 28. janúar 1913, en biskupssetur var í Laufási frá 1908 til ársloka 1916. Og lífið sér fyrir sjálfu sér! Þetta uppeldi og erfður mann- dómur frú Dóru Þórhallsdóttur, ætlar henni stærra hlut. Árið 1917, hinn 3. október giftist Dóra Ás- geiri Ásgeirssyni. Mun það síðan hafa verið að frumkvæði Tryggva Þórhallssonar, að Ásgeir Ásgeirs- son gefur kost á sér til þing- mennsku fyrir Vestur-ísafjarðar- sýslu. Þar nær hann kosningu 1923, og fer með þingmennskuum- boð fyrir þetta kjördæmi, allt þar til hann er kjörinn forseti íslands. Og taka nú aðrir við frásögn, er varpar ljósi á líf og ævistarf þeirr- ar góðu konu, er nú kveður, en um langt skeið hefir sett svip á hið gestkvæma heimili að Bessastöð- um samhliða hinu, að koma fram fyrir þjóðarinnar hönd við hlið bónda síns, forseta íslands, utan lands og innan, og jafnan með þeim ljúfa glæsibrag, sem öll þjóðin minnist og þakkar. Guðbrandur Magnússon. „Fótmál dauðans fljótt er stigið fram að myrkum grafar reit. Mitt er hold til moldar hnigið, máske fyr en af ég veit. Heilsa, máttur, fegurð fjör, flýgur burt sem elding snör. Hvað er lífið? Logi veikur, lítil bóla, hverfull reykur. Dóra Þórhallsdóttir. fermingar árið 1908 Þessi mynd er tekin af fjölskyldunni árið 1933, þegar Þórhallur sonur forsetahjónanna var fermd- ur. Talið frá vinstri, Dóra Þórhallsdóttir, Vala Ásgeirsdóttir. Björg Á‘ <'eirsdóttir, Ásgeir Ásgeirs- son og Þórhallur Ásgeirsson. 8 TÍMINN, þriðjudagur 15. september 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.