Alþýðublaðið - 04.12.1953, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐID
Föstuáagtf/: :4."'ðésÖitíb'fer >-í-19S3sfiÍ
Útgefandi: Alþýðuflokkurima. Ritstióri og ábyrgðarmaSur:
Hanttibai ValdimarSsoa ' Meðritstjóri: Helgi Sæinundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. BlaðameiKi: Loftur Guð-
mtmdsson og Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri:
Emma Möller. Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. Auglýsinga-
sími; 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan,
Hvg. 8—10. Ásbriftarverð 15,00 á mán. I lausasölu: 1,00.
Ljóshringurinn kring um ísland
ÞANN 1. desember síðastlið-
itin voru liðin rétt 75 ár síðan
kveikt var á fyrsta vitanum
bér á Iandi.
Þegar þessa mexka atburðar
var minnzt, skýr’ði Emil Jóns-
son vitamálastjóri í'rá því, að
um þessar mundir væri þeim
áfanga náð í vitatnálunum, að
hægt væri í góðu veðri að sigla
í samfelldu vitaljósi kringum
alit landið. Þessi áfangi héfði
náðst, þegar búið væri að
kveikja á þeim þremur vitum,
sem byggðir voru í sumar. Með
þeim atburði lokaðist Ijóshring
urinn kringum ísland, sagði
vitamálastjórinn.
Það er ekki aðeins íslenzk
sjómannastétt, sem fagnar þess
um atburði og minnist þess sem
mikils merkisatburðar, þegar
fýrssíi vitinn var byggður á
Reykjanesi. Þess atburðar
minnist þjóðin öll, og þróun
seinustu 75 ára er tákn ein-
béitts þjóðarvilja. Eyþjóðin
skildi, að hún átti allt sitt und-
ir sjósókn og siglingum. Henni
var því ekkert ljúfara en að
leggja fram fé til að lýsa upp
ströndina og vísa þannig far-
skipi og fiskibát leiðina að
larnli.
Islendingar skildu nauðsyn
vitabygginga frá öndverðu og
hreyfðu málínu sírax, er al-
þingi hafði ver’ð endurreist.
Eft þá var íslenzka þióðin ekki
fjár síns rá'ðandi. Þá var tími
háenaskrá,nna. Þá utðu fulltrú-
ar íslendinga að hiðja dcnsk
stjórnarvöld um fé tií allra
framkvæmda. Þetta var auð-
vitað fyrsta skrefið, ér hug-
myndin um vitahyggingu á
Eeykjanesi hafði verið rædd
hér heima. A.lþingi samhykkti
vitabygginguna bg sendi beiðni
um fjárveitingu úr ríkissjóði
Dána. Svo var beðið eftir svari
f Ivö ár. Og þegar svarið kom,
vár það á bessa letð:
A Islaridi þarf enga vita.
Þar <er samfelld- birta um
sumaríímann, en á vetrum
er engin sigling íi! landsins.
Enn leið nokkur tími. Islend
I ingar héldu áfram að hamra á
; málinu, og þar kom, að dönsk
stjórnarvöld létu sannfærast
og veittu fé til vitans. Reykja-
nesvitinn var byggður, og á
honum var kveikt fyrsta vita-
ljósfð á íslandi þann 1. desem-
her árið 1878.
| Síðan höfum við átt örum
; framförum að fagna í vitamál-
1 unum undir forustu vitaniála-
stjóranna Th. Krabbe og Emils
Jónssonar. Þar hafa verið réttir
■■ menn á réttum stað. Og þeim
er það ekki sízt að þakka, að
ljósbaugar vitanna ná nú sam-
an, þrátt fyrir óralanga strand-
lengju okkar vogskorna lands.
En þrátt fyrir þann glæsi-
lega árangur, sem náðst hefur,
skyldi enginn láta sér detta í
hug, að lokatakmarki sé náð, og
( nú megi leggja árar í bát í vita
j málunum. Það væri hinn mesti
j misskilningur.
j Nei, verkefnin framundan
! eru bæði niörg og stór. Næst
kallar að að auka ljósmagn
flestra vitanna. Ýmsum þeirra
þarf að breyta og suma að end-
urbyggja algerlega. Þessu fylg
ir nauðsyn aukinnar vita-
vörzlu, og eykur það reksturs-
í kostnað vitanna stórlega. Hjá
því verður ekki komizt. Þá er
líka þörf á að byggja marga
! radíóvita í viðbót við þá, sem
; þegar hafa verið byggðir.
j Sjómenn okkar, sem stundað
, hafa fiskveiðar við Grænland
(seinustu árin, hafa fengið að
kynnast því, hversu dauflegt er
■ að vera í námunda við myrka
í strönd, þar sem enginn viti lýs-
! ir á annesjum og útskerjum.
Þeir hafa því fengið aukinn
j skilning á gihli þess vitakerfis,
sem íslenzkur þjóðarvilji og
i þjóðmálaforusta hefur byggt
upp i sameiningu á seinustu 75
árum.
Og það er víst, að þjó'ðin vill,
að áfram sé haldið, unz Islend-
ingar standa þjóða fremst í
vitamálum: Eiga samfellt kerfi
sterkra ljósvita og fullkominna
radíóvita, sem vísa sjóm.örjnum
okkar heim til hafnar. \
„Frjálsa verzlunin” í framkvæmd:
„FRJÁLSA VERZLUN-
IN“, sem íhalclíblöðin eru
alltaf að lofsyngja af því
að hún er • vafn á myllu
heildsalanna og braskar-
anna, leiðir til þess í sívax-
andi mæli, að j:in eru flutt-
ar útlendar vörutegundir, er
keppa við íslenzka fram-
leiðslu. Útlendu vörurnar
eru iðulega mun dýrari en
íslenzka framleiðslan og oft
og tíðum gæðaminni. En
íhaldið er ekki að hugsa neitt
um slííkt. Aukinn gróði skjól
stæðinganna er því auðv.tað
aðalatriðið.
ENSKI SMJÖROSTURINN
Nú er kominn á markað-
inn enskur smjörostur.
Hundrað grömm af honum
kosta í búðum 9,15, en jafn
mikið af óniðurgreiddu ís-
lenzku smjöri kostar 4,85 og
agætum íslenzkum osti 2,50.
Innflutningurirm á osti þess
um á engan rétt á sér. ís-
lenzk landbúnaðarfraxn-
leiðsla hefur hlaðizt upp
undanfarið og þyrfti aðstoð-
ar við en ekki samkeppni.
Auk þess mun enginn dóm-
bær aðili halda því fram, að
þessi enski smjörostur sé
betri en íslenzkt smjör eða
ostur. En viðkomandi heild
sali er ekki að hugsa um
slíkt. Hann telur líkur á því,
að broddborgurunum þyki
fínna að snæða enskan smjör
ost en íslenzkt smjör og ís-
lenzkan ost og lifir sjálfsagt
í þeirri trú, að hægt sé að
fá fólk með auglýsingaher-
ferð til að kaupa smjörost-
inn, þar eð mjög ber á því,
að íslendingar séu ginn-
keyptir fyrir útlendum vör
um.
GLEYMNIR BÆNDAVINIR
Núverandi viðskiptamála-
ráðherra er úr bændadeild
íhaldsins. Ingólfur Jónsson
þykist vera einlægur bænda
vinur, þegar hann falast eft-
ir fylgi kjósenda sinna
austur í Rangárþingi. Hins
vegar horfir hann upp á það
aðgerðarlaus, að stofnað sé
til samkeppni við íslenzkar
landbúnaðarafurðir eins og
hér á sér stað. Það er engu
líkara en hann gleymi bænda
vináttunni á Hellisheiði,
þegar hann fer til Reykja-
víkur að þjóna hagsmunum
hinna raunverulegu hús-
bænda sinna í Sjálfstæðis-
flokknum. Og enn hefur þess
ekki orðið vart, að bænda-
vinirnir í Framsóknarflokkn
um gefi því gætur. að þessi
enski smjörostur sé kominn
á markaðinn og eigi að þjóna
því hlutverki að draga úr
kaupum 'á íslenzkum land-
búnaðarafurðum.
HYORT LÓÐIÐ ÞYNGRA?
í þessu máli fara saman
hagsmunir bænda og neyt-
endanna í bæjunum, enda
eru þessar stéttir nátengdar
í lífsbaráttunni. þó að mjög
sé reynt af pólitískum æv-
intýramönnum að auka á
sundrung með þeim. Almenn
kaup á enska smjörostinum
yrðu auðvitað úi ■ þess, að
sala á íslenzku smjöri og
íslenzkum osti minnkaði
stórlega. Auk þess er enski
smjörosturinn rándýr og með
öllu ástæðulaust að láta
harni koma í . staðinn fyrir
íslenzkt smjör og íslenzkan
ost. Hér er verkefni fyrir
viðskiptamálaráðherrann, ef
hann vill heldur vinna fyrir
bændur en þjóna hagsmun-
um eins íhaldsheildsala. Auð
vitað ber honum að stöðva
innflutning á enska mjólk-
urostinum. Honum ætti að
vera það í lófa lagið, svo
margir sem hinir sjálf-
kjörnu bændavinir eru á al-
þingi. En hlutaðeigandi heild
sali myndi sjálfsagt reiðast
þeirri ráðsmennsku, og er
ekki velþóknun eins heild-.
sala meira virði en hags-
munir íslenzku bændastétt-
arinnar? Ingólfur Jónsson
kemst ekki hjá því að velta
þeirri spur.ninyu fvrir sér
næstu daga. Við bíðum og
sjáum, að ihvaða niður-
stöðu viðskiptamálaráðherr-
ann kemst.
Herjólfur.
Bœkur og höfundar:
Hetja f slrfði vinnandi stétfa
Merkar ræður fyrsfa desember
HÁTÍÐAHÖLDIN fyrsta tles
ember fóru vel í'ram og voru
stúdentum til sóma. Þeir höfðu
sýn-t víðsýni um efnisval Stúd-
entablaðsins, enda var það
þróttmikið og vel skrifað. Rit-
skoðuð verk hafa sjalaan gagn
legan e'ða kraftmikinn boðskap
að flytja.
Ræður voru fluf.tar þennan
dag, sem vöktu þjóðarathygli.
Sérstaklega hefur hin gagn-
merka ræða prófessors Jó-
hanns Sæmundssonar verið um
ræðuefni manna um allt íand,
síðan hún var flutt.
Prófessor Jóhann Sæmunds-
son hafnaði eindregið haturs-
kenningum kommúnista og
sýndi fram á fánýti hlutlevsis-
draumóra, eins og ísland væri
sett og ásíaít væri í heiminum.
En hann flutti þunga og magn-
þrungna ádeilu á framkvæntd
vainarmálanna og ýms samn-
ingsákvæði. Hvatti hann til
endurskoðunar á varnarsamn-
ingnum og krafðisí ráðstafana
til að draga úr hættu, sem her-
stöðvarnar gætu leiít yfir ca.
80 000 íslendinga, ef til ófrið-
ar kæmi. Benti hann á að
Reykjavík væri í miðpunkti
hættusvæðisins, ef baugur
væri dreginn um Keflávík og
Hvalfjör’ð. Taldi prófessorinn
mikillar fræðslu þörf til að
draga úr manntjóni, ef landið
drægist inn í atómstyrjöld.
Upplýsti hann, að þann tlag
hefði verið stofnaður féiags-
skapur í því skyni. — Ræða
Jóhanns Sæntundssonar var
öfgalaus áminning til þjóðar-
innar um að vera vakandi og
gera skyldu sína hæðí við
sjólfa sig og aðrar þjóðir.
Vilhjálmur S. Vilhjálnts-
son: Kaldur á köflum.
Endurminningar Eyjólfs
frá Dröngum. Ævisagna-
útgáfan. Alþýðuprentsmiðj
an. Hafnarfirði 1953.
UNDIRRITAÐUR fékk auga
stað á bók þessari, meðan hún
var enn í íhandriti, því að Eyj-
ólfur frá Dröngum er tvímæla
laust táknrænn fulltrúi hetj-
anna í stríði vinnandi stétta
á íslandi, — þeirra, sem skap
að hafa þjóðarauðinn með fram
leiðslu og starfi til lands og
sjávar, komið verkalýðshreyf-
ingunni til þroska og áhrifa og
tengt forna menningu alþýðu-
fræðslu og menntun nút’ímans.
Á.rns11 beirra er þjóðarsagan,
begar brotin hafa mvr J*,ð heild
og horfið er frá því að láta ein
staklingana skyggja á fjöldann.
Eyjólfur Stefánsson fæddist
á Skarðsströnd, en ólst upp í
Rauðseyjum og bjó í Geitar-
eyjum og síðar að Dröngum á
Skógarströnd. Hann fluttist til
Hafnarfjarðar skömmu eftir
fyrri beimsstyrjöldina og lifir
þar en í hárri og íagurri elli.
Eyjólfur rataði í marga mann
raun strax í æsku, og lífsbar-
átta han,s vestra var löngurn
síorrnasöm og viðburðarík, þó
að oft sæjust sólskinsblettir í
heiði. í Hafnarfirði skipaði
þessi breiðfirzki bóndi og sæ-
garpur sér svo í fylkingarbrjóst
alþýðusamtakanna og barátt-
unnar fyrir hugsjónum jafnað
arstefnunnar. Saga Eyjólfs
speglar þannig óvenjulega
glöggt þjóðarreynslu Islend-
inga síðari hiuta fyrri aldar og
þeirrar, sem nú er hálfnuð. Efni
bókarinnar er sannarlega girni
legt til fróðleiks.
Vafalaust hafa margir íslend
ingar lifað meira en.Eyjólfur
frá Ðröngum. En hann er í
ríkum mæli gæddur kostum
góðra sögumanna, glöggur á
fólk og atburðj, sjóðfróður,
einarður og umburðarlyndur í
senn og slyngur í beirri íþrótt
að segja vel frá. Bókin ber ó-
rækt vitni alls þessa. Hún er
efnism'ikil og ágætlegaj' gerð.
Lesandanum finnst hann orð-
inn nákunnugur fóikinu og at-
burðunum, sem um er fjallað,
þó að hann hafi aldrei komizt
lengra vestur á bóg:nn en að
Fróðá. „Kaldur á köflum“ sýn-
ir og sannar, að íslenzka al-
þýðumenntunin hefur verið
staðreynd en ekki aðeins hug-
tak.
Minnisstæðast þess, sem ber
á góma í ævisögu Eyjóifs frá
Dröngum, er mannlýsingarn-
ar. Þetta á jafnt við um ein-
staklingana og haúdina. Jón
Rauðseyingur, kona háns og'
heimilisfólk gæðast í frásögn-
inni lífi og fjöri raunveruleik-
ans. Sama gildir um Björn
bróður Eyjólfs, en hann er sér-
stætt og skemmtiiegt marm-
tröll, Jón Mjirdal og Ilannes
stutta, svo að nokkur dæmi.séu
nefnd. Eyjólfur er ekki orð-
margur í frásögn sinni af þessu
fólki, ,en bregður upp glöggum
myndum og hefur aöalatriðin
kunnáttulega á valdi sínu.
Sömu sögu er að segja, þegar
til Hafnarfiarðar kemur. Lýs-
ingin á Nisbe.t lækni, Fimri
i Gíslasyni, Ágústi Flygenring,
' Einari Þorgilssyni, Ásgeiri G.
i Stefánssyni, Birni Jóhannes-
1 syni og Kjartani Ólafssyni leið
I ir skýrt í Ijós, hvað Eyjólfur
! er glöggur á sérkenni eldri og
1 yngri samferðamanna á lífsleið,
■ inni. Lesandinn gæti haldið. að
hér gengi þjálfaður rithöfund
ur til verks, en ekki slitinr.
öldungur, sem er sáttur við allt
og alla og mælir fram hinztu
kveðju að bókarlokum.
Samvinna Eyjólfs og Vil-
hjálms S. Vdlhjálmssonar hef-
ur tekizt með ágætum. Helzt
mætti það að bókinni finna. að
(Frh. á 7. síðu.y •