Alþýðublaðið - 09.12.1953, Side 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Miðviliudagur 9. cfes. 1953.
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Hanitibal Valdimarsson Meðritstjóri: Helgi Sæmundsson.
Fréttasíjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenin: Loftur Guð-
mundsson og Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri:
Emma Möller. Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. Auglýsinga-
símí: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aiþýðuprentsmiðjan,
Hvg. 8—10. Áskriftarverð 15,00 á mán. í lausasölu: 1,00.
Umbófatillögur Álþýðufiokksins
ÖNNUR UMRÆÐA um fjár
lögin liöfst á alþingi í gær og
mun henni liafa loki'ð í nótt.
Alþýðuflokkurinn hefur lagt
fram margar og merkar breyt-
• ingartillögur við frumvarpið.
Mörg undanfarin ár hefur
fulltrúi Alþýðuflokksins í fjár-
veitinganefnd sýnt fram á það,
að áætlunin um tekjurnar
væri allt of iág. Þetta hefur
reynslan staðfest jafn oft, og
liggur það nú fyrir á borðinu,
að tekjuáætlun Alþýðuflokks-
ins hefur reynzt varleg og
staðizt í öllum atriðum. -
Eins og undanfarin ár, hef-
ur Alþýðuflokkurinn rannsak-
að vandlega, hvað hver tekju-
liður fjáriaga faefur orðjð hár
nokkur seinustu árin, og einn-
ig hva'ð innkomnar tekjur yfir
standandi árs væru orðnar há-
ar fram að þeim tíma, er geng
ið er frá fjárlögum, og með
fullri hliðsjón jaf þessu hafa
svo tekjuliðirnir verið áætlað-
ir á næsta ári.
Þessi vinnubrögð hafa auð-
vitað einnig verið viðhöfð nú.
Kemur þá í Ijós, að variegt
er a'ð áætla tekjuraar á næsta
ári 30—35 milijónum hærri en
fjármálaráðherra hefur gert,
þegar hann Iagði frumvarpið
fram. Nú hefur meirihluti fjár
veitinganefndar Ííka í fullu
samráði við ráðherrann viður-
kennt, að óhætt sé að áætla
tekjurnar 16—17 milljónum
hærra, og hefur meirihluti
nefndarinanr íbor.ið fram til-
lögur um það.
Fullviss þess, að áætlanir
Alþýðuflokksíns sfandast að
þessu sinni, eins og undanfar-
in ár, hefur flokkurinn borið
fram tillögur um fjárveitingar
til ýmiss konar nauðsynlegra
framkvæmda, og eru þessar
þær helztu.
Ríkissjóður Ieggi fram til al-
mannatrygglnganna 6,3 snillj.
króna viýibótarframlag til þess
áð gera tryggingunum fært að
standa í skilum um bótagreiðsl
ur.
Fiskveiðasjóði ’/erði séð fyr-
ir 5 milljónum króna, svo að
hann geti annast lánastarfsemi
fyrir vélbátaútveginn, þar á
meðal vegna bátasmíði innan
lands, en sjóðurinn er nú mjög
aðþrengdur vegna fjárskorts.
Þá Ieggur Alþýðuflokkurinn
til, að 750 000 krónum verði
varið til að koma upp verka-
mannaskýlum í hafnarbæjum
gegn tvöföldu framlagi annars
staðar að. Er hér um nýmæli
að ræ’ða, enda er nauðsynin
brýn.
Til þess að steypa og mal-
bika götur I kaupstöðum og
kauptúnum vfill Alþýðúflokk-
urinn að varið verði einni millj
ón króna, í stað 100 þúsund
króna, sem til þessa hafa verið
ætlaðar í mörg ár á fjáriögum.
Bœkur og höfimdar:
Hefur enginn kaupstaður
treyst sér til að géra neitt með
slíkri smáupphæð, en með 900
000 króna hækkun, gaeti fjár
veitingin komi'ð að gagni.
Stærsta vandamál kaupstað
anna nú er húsnæðisskortur-
inn. Þess vegna leggur AI-
þýðuflokkurinn áherzlu á það,
að byggingasjóði verkamanna
verði séð fyrir 5 milljón króna
tekjum á næsta ári, í stað 1,6
milljón, sem sjóðnum er nú
ætlað á frumvarpinu. Ef þessi
tillaga fengizt samþykkt, gæti
komizt nokkur skriður á bygg
ingu verkamannabústaða, og er
nú þess vert að fólk fylgist með
því af gaumgæfni, hvaða und-
irtektir þessi tillaga fær hjá
hinum flokkunum.
Byrjað er á mikilli viðbygg-
ingu vi‘ð Landsspítalann, og
mun sú stækkun kosta milljóna
tugi.
Nokkurt fé er fyrir hendi
frá barnaspítalasjóði, en samt
er ekki annað sjáanlegt, en að
byggingin taki mörg ár, nema
hún fái ríflegar fjárveitingar.
Alþýðuflokkurinn leggur til, að
veittar verði 2,8 milljónir til
stækkunar Landsspítalans á
næsta ári, og er honum þó
ljóst, að þetta er í rauninni
allt of lág upphæð.
Enn fremur leggur Alþýðu-
flokkurinn til, að framlag til
Slysavarnafélags íslands hækki
um 125 000 krónur, þar af 100
þús. kr. til almennra slysa-
varna og 25 000 til umferðar-
slysavarna.
Þá vill Alþýðuflokkurinn, að
styrkur til Alþýðusaníbands
fslands bæfcki úr 50 þúsund
krónum í 100 þúsund krónur.
Og að Lánasjóður stúdenta
verði efldur með 600 þúsund
króna fjárveitingu.
Enn fremur hefur Alþýðu-
flokkurinn lagt til, a'ð allt að
helmingnum af tekjuafgangi
ríkissjóðs á yfirstandandi ári
verði varið tíl greiðslu á skuld
um ríkissjóðs vegna skólabygg
inga, sjúkrahúsa og hafnar-!
mannvirkja, en nú mun vanta
um 20 milljónir króna til að
rík ssjóður hafi getað staðið í
ski'nm að sínum hluta Jö'nxm
samkvæmt móti sveitafélögun
um.
Því miður skortir Alþýðu-f
flokkinn afl atkvæða á alþingi
til að tryggja þessum góðu mál
um framgang. — En hann mun
beita sér eins og hann getur
fyrir framgangi þeirra, og
hann hefur sannað, að það er
hægt a'ð gera þetta allt á næsta
ári, án þess að lagðir séu nein'
ir nýir tollar eða skattar á ís-
Ienzka skattborgara. Aðeins ef
tekjur ríkisr/óðs eru áætlaðar
nærri lagi — og vilji er fyrir
hendi til að láta þessi verk-
efni ganga fyrir öðrum.
Útbreiðið Alþýðublaðið
MANNI finnst furðuieg:. að
Guðmundur Gíslason Hagalín
skuli ekki fyrir löngu hafa
skrifað barnabók. Hann hefur
lýst börnum og unglingum af
jmnileik og hugkvæmni í mörg
um bókum sínum, og þau
vinnubrögð hans eru að ýmsu
leyti aðalatriðið í skáldsögunni
,,Blítt lætur veröld!.n“, sem er
úrvalssaga. Þó er það ekki fyrr
en nú, að hann skrifar bók
handa þroskuðum börnum, ung
lingum og foreldrum, eins og
hann kemst sjálfur að orði.
Hún heitir „Útiiegubörnin í
Fannadal“ og er gefin út af
Æskunni, en það eru út af fyrir
sig ærin meðmæli.
Sagan er skemmtf.eg og jafn
frarnt athyglisverð, enda fjall-
ar hún um einn þátt þess vanda
máls, sem höfundurinn telur
mesta vandamál íslenzku bjóð-
arinnar eins og nú standa sak-
ir. Bókin er ekki aðeins til
dægrastyttingar, heldur vekur
hún lesandann til umhugsunar
og afstöðu. Sagan er prýðilega
gerð og sannar glöggt fjölhæfni
Hagalíns. Stíllinn er hófsamleg
ur, en meitlaður, og myndir frá
sagnarinnar reynast hver ann-
arri skýrari. Hagalín hefur hér
enn fært út ríki sitt með ágæt-
um árangri. Vonandi á hann
eftir að skrifa fleiri bækur
handa börnum, unglingum og
foreldrum. Barnabókmenntum
okkar er það mikil nauðsyn, að
snjöllustu rithöfundarnir á
hverjum tíma rækti akur
þeirra. Og sannarlega geta
barnabækur einnig veríð á-
hrifamikill og listrænn skáld-
skapur, þó að íslendingar hafi
enn ekki gert sér þá grein fyrir
því, sem skyldi.
Bókin er ágætlega gefin út
af Æskunni og Alþýðuprent-
smiðjunni og álitleg sameign
barnanna os foreldranna.
Þá víkur sögunni að „Þreki í
þrautum“, sem i'lytur sannar
sögur og þætti og getur með
sanni kallast alþýðubók. Þætt-
irnir eru þrír og heita Missæl
er þjóðin, Útilegumaður á Vest
fjörðum og' Undir grænum hlíð
um. Raunverulega eru þetta
ævisöguþættir Guðlaugar nokk
urrar Árnadóttur, Guðmundar
Einarssonar refaskyttu og Guð
mundar Guðmundssonar skó-
smiðs í Vík í Mýrdal. — Þætt-
irnir eru hver öðrum betri.
Missæl er þjóðin fjallar um
þrjár hrakningsferðir skaft-
fellskrar unglingsstúlku og lýs-
ir á óglevmanlegaii hátt kjör-
um og baráttu íslenzkrar al-
þýðu fyrir þremur aldarfjórð-
ungum. Gerð þáttarins er svo
listileg, að helzt minr.ir á smá-
sögu. Þátturinn af Guðmundi
refaskyttu er miklu ýtarlegri
og efnismeiri, enda hefur Haga
lín lengi haft augastað á þess-
um veiðigarpi og útilegumanni
vorra tíma til fróðleiks og frá-
sagnar. Hann leikur sér að því
að rekja ferðir og afrek Guð-
mundar, og refa’skyttan stend-
ur lesandanum Ijóslifandi fyrir
hugskotssjónum að lestrinum
loknum. Þetta er ein af
gleggstu mannlýsingum Haga-
1‘íns. og frásögnin skemmti-
leg eins og spennandi skáld-
skapur. Þó er undirrituðum
næst að halda, að Haga-
lín hafi lagt mesta rækt
við þáttinn af Guðmundi
Guomundssyni í Vík í Mýrdal.
Atburðirnir eru m.argir og -um
ir stórbrotnir, en mestu skiptir,
að Guðmundur hefur 1 if a.ð
fögru en harmi slungnu lí'i og
er táknrænn fulltrúi sunn-
lenzkrar alþýðu og orlaga henn
breytir.g héfúr orði'ð' á íslandi
síðustu þrjá aldarfiórðunga. En
lífið yrkir nýjar harmsögur.
Efnið er breytt. en bragarhátt-
urinn samur. Enn höfum við
fátækt, öryggi.sléysi og kúgun.
Gegn þeim ófreskjum er háð
hörð og tvisýn barátta. Bók eíns
og „Þrek í þrautum“ er s'am-
tíðinni eggjun að muna fortío-
plÍ! ina og hyggja að íramtíðinni.
Til þess eru vítin að vatast
þau, þó að mynd ytra borðsins
sé breytt.
Bókaútgáfan Norðri og
prentsmiðjan Edda hafa búið
bókinni látlausah en snotiran
búning. Hún fer upp í skápinn
við hliðina á „Virkum dögum:‘,
„Sögu Eldeyjar-Hjalta“ ogI„Á
torgi lífsins", og það er
skemmtilegur félagsskapur.
Ilelgi Sæmundsson.
Guðm. Gíslason Hagalín.
ar í sambýli lands og hafs. Und
irritaður vissi fyrir iöngu, að af
Guðmundi Guðmundssyni var'
mikil saga. Þó kemur þáttur
Hagalíns á óvart. Hann rekur
dyggilega feril Guðmundar, en
lyftir frásögninni öðru hvoru
eins og í æðra veldi. Kostir
þáttarins minna heizt á snjöll-
ustu kaflana í „Virkum dög-
um“ og „Sögu Eldeyjar-
Hjalta“, -— hvorki meira né
minna.
„Þrek í þrautum" leiðir í
Ijós, að mikil og heillavænleg
Hrðkninpr og heiða-
vegfr, fíl. bindír kotttii.
ÚT ‘ER KOMIÐ þriðja bínd
ið af safnritinu Hrakningar
og heiðavegir, sem þeir taka
saman og rita Pálmi Hannes-
son rektor og Jón Eyþórsson
veðurfræðingur.
Þetta bindi er 253 blaðsíður
aðstærð. í því eru íerðasagnir
af öræfum, frásagnir um svað-
ilfarir og þættir úr landfræði-
sögu íslands.
Bókaútgáfan Norðri gefur
bókina út, en hún er prentuð
í Prentverki Odds Björnsson-
ar á Akureyri.
Samsöngur JFostbrœðra*
KARLAKÓRINN „Fóstbræð
ur“ hélt þrjá samsöngva í síð-
astliðinni viku í Austurbæjar-
bíói, undir stjórn Jóns Þórarins
sonar, söngstjóra kórsins.
Einsöngvarar voru Ásgeir
Hallsson, Gunnar Kristinsson
og Sigurður Björnsson, en
Ernst Normann lék með á
flautu í laginu „Næturgalinn“
eftir Fr. Pacius, og Carl Billich
annaðist píanóundirleik í „Báts
för í Feneyjum11 eftir Franz
Schubert.
Á söngskránni voru lög og
karlakórs útsetningar eftir þrjá
íslenzka höfunda. og sjö er-
lenda. Hið hressjlega lag Páls
ísólfssonar „Söngbræður" naut
sín mjög vel í meðferð kórsins.
Sama má segja um hið fíngerða
og seiðandi lag Sigfúsar Einars
sonar, „Af himninum háa" og
„Bára blá“ í útsetningu hans,
nxeð látlausum en axar geðþekk
um einsöng Sigurðar Björns-
sonar. Fjórða íslenzka lagið var
„Blástjarnan“ í tilfinningarík-
um og hugðnæmum karlakórs-
búningi Emils Thoroddsen.
Erlendu lögin voru „Pehr
svina'herde", sænskt þjóðlag
með áhrifamiklum einsöngs-
bassa Ásgeirs Hallssonar. Væri
óskandi að þessi ágæti söngvari
Iegði meiri „leik" í túlkun sína.
í laginu .,,Vorsól“ eftir E. Kre-
mser gætti um of þvingunar í
fyrstu tenórum, en yfirleitt
virtust tenórarnir standa allmik
að að baki hinum glæsi-legu
bassaröddum kórsins. Mun hér
eflaust vera um þjálfunarat-
riði að ræða, því það leyndisér
ekki að kórinn býr yfir dæma-
fárri mýkt, og hlutfallslega á-
gætri hljómfyllingu ef svo ber
undir. „Bátsför í Feneyjum“
eftir Schubert naut sín einna
bezt af útlendu löguaum. „Næt
urgala söngurinn“ eftir Fr. Pa-
cius var í flutningnum meir og
minna misheppnuð nýjungar-
tilraun, sem sízt skyldi þurfa
að henda í sambandi við hið
snjalla finnska tónskáld. „Móð-
urmálið" éftir E. S. Engelsberg
naut sín ekki með einsöng
Gunnars Kristinssonar, en laga
flokkur Augusts Söderman:
,,Et bondbröllop" (í fjórum
köflum) var flutt af lífi og sál.
Þar komu fyrst hinir miklu og
góðu eiginleikar þessa ágæta
karlakórs í ljós.
En enn eru þeir góðu söng-
svanir í sárum eftir foringja-
missinn, og bíða hans víst seint
bætur.
Þórarinn Jónsson.
Kvenfélag Hallgrímskirkju
efnir til jólasamkomu, fimmtudagskvöldið 10. "des kl.
8,30 í Hallgrímskirkju.
Efnisskrá: Kórsöngur. Jólahugleiðing. Einsöngur,
Allir velkomnir. Takið sálmabækur með.
Stjórnin.