Tíminn - 23.09.1964, Síða 1
I
^ELEKTROUJX OMBOÐIÐ
'lAUGAVEGÍ íysmil 21800
216. tbl. — Miðvikudagur 23. september —48. árg.
GÖNGURÍILL VIÐRIOGSNJÓ
Oft eru kröggur í vetrarferð
nm. — Það gæti átt við urr
þessa mynd þóít hún sé raunai
tekin í fyrstu göngum. Þistii
firðingar, þeir sem ganga
Hvammsheiði héJdu úr byggð r
miðvikudaginn i fyrri viku og
fréttamaður Tímans með þeim
þeir lentu i byl strax á fyrsts
degi, og á öðrum degi hrepptv
þeir bleytukafald og snjó svc
Iiestar lágu á kvið i sköflunum
Innst í heiðinm norðanundi)
Heljardal, gérðist atburðurinr
sem myndin sýnir Ljótur -
átján vetra fciðhestur Ólr
Halldórssonar á Gunnarsstöð
um sökk í kíl við Hafralónsá
Þar var snjór yfir, og hestur
inn sökk þegar svo hausinn
einn stóð upp úi Við umbrot
in sökk hann æ dýpra, og eftii
fáein andartök var hausinn sig
inn um tvö fet niður fyrir snjó
skörina. Ekki botnaði hestur
inn en hvíldi ‘endina við kíl
vegginn, hálfur t vatni Gangna
menn rótuðu snjó frá honum
og reyndu að hjálpa honum
upp úr, en það bar engan árang
ur fyrst í stað Að lokum.- þeg
ar hann sá auðan bakkann fram
undan, reif hann sig upp úi
svo að segja i einu vetfangi
Myndin er tekin. þegar hestur
inn var að byrja að sökkva
Óli á Gunnarsstöðum heldur i
tauminn Viðstöddum bar sam
an um, að fáir hestar mundu
hafa rifið sig úi þessari hvítu
og votu gröf nema Ljótur, enda
á hann fáa sína líka. Gangna
rnenn töldu veður og færð með
lakasta móti í þetta sinn, meira
að segja þeir. sem höfðu leitað
Hvammsheiði áratugum saman
hófðu ekki af verra að segja
nema einu sinni eða tvisvar
Smalamennskan stóð einum
degi lengur en venja er til, aí
þesssum sökum Nánar verður
skýrt frá göngum á Hvamms
heiði síðar.
(Ljósimynd Tíminn, BÓt
ÁGÆTRI LAXVEIÐIVERTÍÐ LOKIÐ:
ÞRJÁR ÁR
YFIR 1500
FB—Reykjavík, 22. sept.
Laxveiðinni lauk á sunnudagirm, og hefur veiði í sumum ám verið
ágæt, en annars staðar hefur veiðzt vel, þótt ekki hafi verið sett
nein met. Sumarið hefur verið ánægjulegt fyrir laxveiðimenn, að
sögn veiðimálastjóra, sumir hafa kannski fengið lítið eins .og gengur,
en þess er skemmst að minnast, að á þremur dögum var mokað upp
um 200 iöxum í Norðurá í Borgarfirði, ein og blaðið skýrði frá.
Þrjár stangveiðiár eru komnar með yfir 1500 laxa í sumar og marg-
ar með eitt þúsund.
Þrjár stangveiðiár Þverá, Norð
urá og Miðfjarðará voru komnar
með yfir 1500 laxa, þegar síðast
fréttist, samkvæmt upplýsingum
Þórs Guðjónssonar, veiðimála-
stjóra. Þetta eru ekki ný veiði-
met, en samt ágæt veiði. Mið-
fjarðará var með um 1800 laxa
í fyrra, og hefui veiðin verið svip
uð síðustu árín, það er að segja
eftir 1957, en á tímabilinu 1948
til 1967 var veiði miklu minni í
ánni, þetta um og innan við 700
laxa að meðaltali á sumri
hverju.
Veiði lauk í Elliðaánum 4. sept-
ember, og höfðu þá veiðzt þar um
1000 laxar. Þetta er talin góð
veiði, en meðalveiði er um 1200
laxar, þó eitt sumarið hafi borizt
á land 1600. Aftur á móti er gert
ráð fyrir að um 5000 laxar séu
i Elliðaánum og hefur veiðin þá
ekki verið mikil í samanburði við
Rússar vakta
NATO - æfingar
NTB-Lundúnum 22. september.
Fjöldi sovézkra flugvéla, skipa
og kafbáta fylgjast nákvæmlega
með æfingum herskipa frá sjö
NATO-löndum, sem taka þátt í
hinum miklu Teamwork-flotaæfing
um, sem hófust í gær á Norður-
Atlantshafi. Tvær herþotur af
gerðinni Crusader, frá bandaríska
flugmóðurskipinu Independence,
hafa þegar mætt tveim sovézkum
sprengiflugvélum af Bison-gerð og
skipað þeim brott frá æfingasvæð
inu suð-austur af íslandi, þar sem
hluti æfinganna fer fram.
Yfirmaður NATO-flota Banda
ríkjanna. Kleber S. Masterson, að-
míráll, sagði á blaðamannafundi
um borð í bandaríska flugmóðui
skipinu Wasp i dag, að áhugi
Sovétríkjanna á þessum, æfingum
væri ósköp eðlilegur og svo virtist,
sem Rússar hefðu búizt við þeiro
á þessum tíma. Masterson sagði
ennfremur, að sjö sinnum hefði
náðst samband við sovézkar flug
vélar. skip og kafbáta meðan á
æfingum stóð og hefði verið mikið
að gera í því sambandi Sagði
hann. að þegar hefði orðið vart
við nokkra kafbáta og værí vel
fylgzt með þeim. Sagðist hann
búast við að sovézk skip yrðu
allt í kringum þá, meðan á æfing
stærð laxastofnsins i ánum. í
gegnum laxateljarann hafa farið
um 400 laxar í sumar, en þar
fyrir utan er óhemju mikið af
laxi fyrir neðan teljarann og er
áætlað að heildartalan sé ekkí
innan við 5000 laxa í öllum án-
um. í sumar hafa ekki verið lögð
net í Grafarvoginn, og mátti því
búast við að laxagengd færi vax
andi í Elliðaárnar sjálfar, en
venjulega hefur verið ein fleyg
nót í voginum.
Um aðrar laxveíðiár er það að
segja, að í Laxá í Leirársveit
höfðu veiðzt nálægt 700 laxar, þeg
ar síðast var vitað. í Leirvogsá
voru komnir á fjórða hundrað í
lokin, í Víðidalsá um 1000 og
500 í Svartá. þverá Blöndu og
600 í Blöndu sjálfri, svo ekki er
ólíklegt, að á Blöndusvæðinu
verði laxarnir á mílli 1100 og 1200
þegar heildartölur liggja fyrir.
urri stæði og væri ekki annað að
gera en fylgjast vel með þeim,
svo og flugvélum, sem kæmu inn
yfir æfingasvæðlð.
Við reynum ekki að forðast
þennan herafla Sovétríkjanna,
þvert á móti reynum við að hafa
gagn af honum við æfingamar,
sagði Masterson. í flotaæfingum
Framh á 15 síðu
Kosningar Dana
Síðustu fréttii af dönsku
þingkosningunum. þegai blaðið
var að fara í prentun, voru á
þessa leið- íhaldsmenn unnu
verulega á þar sem talning
hafði farið fram eftir lokun
kjörstaða. Sósíaldemókratar
höfðu einnig bætt við sig, en
vinstn Radikalir og Réttar-
sambandið höfðu minnkandi
atkvæðamagn Talning hafði
aðeins farið fraro í nokkrum
sveitakjördæmum. Gert er ráð
fyrii svipaðri útkomu i öðrum
sveitakjördæmum, og að íhalds-
menn geti bætt við sig allt að
11 þingsætum. en staðan getur
þó breytzt. þegar farið er að
telja i kaupstöðunum.