Tíminn - 23.09.1964, Síða 2
Þriðjudagur, 22. sept.
NTB-París — Franska stjórnin
afnam í dag innflutningstolla
á mjólk frá sammarkaðslönd-
unum og gerði þar með nýja
tilraun til að viima bug á mjólk
urverkfaliinu, sem stöðugt
breiðist út og hefur nú staðið
í fjóra daga. Fréttamenn kalla
þetta alvarlega mál, mjóikur-
stríðið í Evrópu.
NTB-Atlantic City — Johnson,
Bandankjaforseti, sagði í dag,
að hann hefði í hyggju að
lækka ríkisskatta næsta ár í
beinu framhaldi af lækkun
tekjuskattsins í ár. Sagði John
son, að stjórnin myndi halda
áfram aðgerðum til að auka
kaupmátt launa og færa hann
í rétt hlutfall við þjóðarfram-
leiðsluna.
NTB-Valetta — Hertoginn af
Edinborg setti í dag þjóðþing
Möltu í fyrsta sinn eftir að
Malta er orðið sjálfstætt ríki,
en orð hans köfnuðu næstum
í hrópum og köllum áhangenda
verkalýðsflokksins, sem héldu
mótmælafund uinhverfis þing-
húsið.
Lögreglan háði harða baráttu
við mótmælendur og reyndi að
(dreifa þeim í hliðargötur.
Verkamannaflokkurinn mótmæl
ir hinni nýju stjómarskrá, sem
færir kaþólsku kirkjunni mikil
völd. Einnig mótmælir hann
efnahags- og varnarsamningi
þeim, sem Maita hefur gert við
Bretland.
NTB-Saigon—Khanh, hershöfð-
ingi kom mjög til móts við
kröfur verkfallsmanna, sem
kvatt höfðu til allsherjarverk-
falls í gær, en búast má nú
við, að þessar aðgerðir sæti
mótmælum frá öðmm aðilum,
sem finnst stjórnin hafa látið
of mikið undan. Hefur allsherj
arverkfalli nú i erið aflýst, en H
þó er ástan-dið mjög alvarlegt I
og landið á þröm algers öng- H
þveitis. .
NTB-Parfs. — Frakkland hefur
boðizt til að selja Kínverjum
ei'na milljón smálesta af korni
næsta ár, og er það helmingi
meira magn en Frakkar hafa
seU þangað undanfarin ár.
Kornuippskera er óvenjulega
góð í Frakkland'i þetta ár, og
er búizt við, að uppskeran nemi
um 13,5 milljónum smáiesta.
NTB-La Paz. — Frá því var
skýrt í La Paz í Bolivíu í dag,
að fyrrverandi forseti laindsins,
Siles Zuazo og 34 aðrir stjórn-
málamenn hefðu flúið land, en
fullyrt er, að þeir hafi haft í
undirbúingi að steypa stjórn
Iandsins og mynda nýja undir
forsæti Silcs. Upp komst um
byltingarfýrirætlanirnar á
suiwiudag og hófust þá þegar
fjö’dahandtökur stjórnmála-
manna, sem taldir voru hafa
staðið að byltingartilrauninni.
Fréttir herma, að flóttamcnn-
irnir dvfelji nú í Paraguay.
NTB-Bcrlín. — Þúsumdir Aust-
ur Þjóðverja gengu í dag fram
hjá líki Otto Groewohls, for-
sætisráðherra, sem lézt í gær.
Lá líkið á viðhafnarbörum i
aðalstöðvum kommúnistaflokks
ins í Berlín, en útförin verður
gerð á miðvikudag.
KJÖRSÓKN
ER MIKIL I
DANMÖRK
NTB-Kaupmannahöfn, 22. sept.
f dag fóru fram þingkosn-
ingar í Danmörku og var ekki
búizt við, að úrslit yrðu kunn
fyrr en kl. 2 í nótt eftir íslenzk
um tíma. Yfir 3 milljónir
mamna eru á kjörskrá og þar
af eru um 400.000 sem ganga
að kjörborðinu í fyrsta sinn.
11 flokkar buðu fram í kosn-
ingunum, þar af einn, sem
aldrei hefur boðið fram áður
Fredspolitisk Folkeparti. Kosn
ingar þessar hafa verið kallað
ar einvígið milli Erik Eriksen,
sem Venstre og íhaldsmenn
standa á bak við og núverandi
forsætisráðherra, Jens Otto
Krag, foringja sósíaldemókrata.
Úrslita kosninganna er beðið
með mikilli eftirvæntingu, en
frá þeim verður ekki hægt að
skýra fyrr en á morgun.
Eínmunablíða var um allt
land, er kjörstaðir opnuðu kl.
8 í morgun, og var því kjör-
sókn fyrri hluta dagsins betri
en venjulegt er. Tæpri klukku-
stund eftir að kosningar hófust
bárust úrslit frá minnstu kjör
deildinni í Danmörku, Hírs-
holmen, þar sem aðeins sextán
eru á kjörskrá og var kosninga
þátttakan hundrað prósent.
Enda þótt ekki verði neitt af
þeim úrslitum ráðið um heild
arúrslitin geta fréttamenn
þess að gamni, að íhaldsmenn
juku þar atkvæðafjölda sinn
úr 3 í 9 atkvæði, en sósíaldpmó
kratar töpuðu þrem.
Mörg skemmtileg atvik urðu
í sambandi við kosningarnar,
luaa
ÞRIÐJA VÉLIN ÓFUNDIN ENNÞÁ
í dag var víðtæk leit að
týndu vélinni yfir Grænlandi
og einnig fyrir sunnan Græn-
land. Tóku 6 vélar þátt í leit-
inni, en ekkert hafði spurzt til
vélarinnar seint í kvöld. Óvíst
er hvort leit verður haldið á-
fram á morgun, þar sem ekkert
hefur komið fram, sem bendir
til þess að vélin sé nokkurs
staðar, þar sem hana mætti
finna.
Myndln er af bandarísku þyrl-
unnl, sem bjargaSi Moody flug
mannl úr gúmbátnum, sem hann
hafði komlzt í á sunnudaginn,
eftlr aS hafa nauSlent vél sinni
útl á rúmsjó. Vél Moodys er á
mlSri myndlnnl, en tll vlnstri
sézt gúmbáturinn, sem hann er
í og yflr svelmar þyrlan. Mynd
ina tóku menn úr varnarllSinu,
sem voru í annarl flugvél, og
fylgdust með bjötguninni.
ORGELTÓNLEIKAR
GB-Akranesi, 21. september.
Haukur Guðlaugsson, organleik-
ari á Akranesi, heldur orgelhljóm
leika í Dómkirkjunni í Reykja
í DÓMKIRKJUNNI
vik n. k. miðvikudag, 23. sep
ember, og hefjast þeir klukkan 2
Á efnisskránni eru verk eft:
Diedrich Buxtehude, Johan S'
bastian Bach og Pál ísólfsson.
sérstaklega í sveitum. í einu
sveitarfélagi fyrír sunnan Kold
ing, bauð kjörstjórnin konum
upp á súkkulaði og brjóstsyk
ur, en karlmennirnir fengu
smávindla og vindlinga.
Kjörsókn var mikil strax í
morgun og þá sérstaklega á
Suður-Jótlandí, þar sem þýzkur
minnihluti býr og var auðséð,
að kjósendur ætluðu að reyna
að koma í veg fyrir fall eina
þingmanns síns, sem er í mik
illi fallhættu.
f síðustu þingkosningum ár-
ið 1960 var kosningaþátttakan
85.5 af hundraði, en í þjóðarat
kvæðagreiðslunni í fyrra var
þátttakan aðeins 73 af hundr-
aði.
Á þingi eiga sæti 179 þing
Erlk Eriksen
menn og buðu 150 þeirra sig
fram til endurkjörs. Elzti þing
maðurinn er Julius Bomholt,
núverandi menntamálaráð-
herra, en næstir honum koma
Erik Eriksen og Axel Larsen.
Nýkjörið þing kemur saman
þann 10. október. Núverandi
stjórn gerir sér vonir um að
fá 98 þingmenn kjörna, því
að auk hinna 76 þingsæta sós-
íaldemókrata og 11 þingsæta
Radikale venstre, hafa þihg-
mennirnir, sem kjörnir eru í
Grænlandi og Færeyjum stutt
stjórnína. Sjónvarp, útvarp og
dagblöð hafa verið óvenjulega
mikið notuð fyrir þessar kosn
ingar, sem einkum snúast um
þrjú atriði, efnahagsmál, hús
næðismál og utanríkismál.
LÍTID VATN I
VATNSBÚLUNUM
HF-Reykjavík, 22. september.
í dag varð fólk vart við vatns-
skort víðast hvar í borginni og bfla
þvottastöðvar voru t. d. beðnar
um að skrúfa fyrir vatnið hjá
sér, og þeir, sem höfðu ætlað að
þvo bfla sína urðu að hverfa frá.
Samkvæmt upplýsingum vatns-
veitustjóra er nú óvenju lágt í
vatnsbólum borgarinnar, vegna
langvarandi þurrka og svo snjó
ieysis i vor. Fólk er því áminnt
um að fara sparlega með vatnið
og láta ekki sírenna hjá sér.
Það vill stundum brenna við, að
vatnsskortur gerir vart við sig
á haustin. Er það þá venjulega
að loknu miklu þurrkasumri. Eitt
NÝ PRENT-
SMIDJA A
AKRANESI
Nýlega tók til starfa á Akranesi
ný prentsmiðja, er nefnist AKRA
PRENT og er til húsa að Vestur-
götu 72. Hin nýja prentsmiðja,
sem er eign samnefnds hlutafé-
lags, er vel búin að tækjum og
vélum til prentunar, leysir af
hendi hvers konar smáprentun.
Einar Einarsson, prentari, sem
um árabil hefur starfað sem
prentari á Akranesi, er prent-
smiðjustjóri AKRAPRENTS, en
auk hans mun Helgi Daníelsson,
prentari, starfa þar.
hvað varð vart við þetta í fyrra
og hitteðfyrra, en þá var skortur
ínn ekki eins mikill og núna.
Vatnsleysið hefur verið að ágerast
undanfarnar vikur og er nokkuð
langt síðan hætta varð að dæla
vatni nokkurn hluta næturinnar.
Samkvæmt upplýsingum vatns-
veitustjóra þarf mikla úrkomu
núna, ef bæta á úr skortinum. Ef
vatnsskorturinn ágerist enn, verð
ur reynt að sækja vatn í uppsprett
ur, sem eru í 300 metra fjarlægð
frá brunnum borgarinnar.
Myndakvöld Kaup
mannahafnarfara
Myndakvöld Kaupmannahafn
arfara FUF verður föstudag-
inn 25. september í innri súlna
sal Hótel Sögu kl. 21.00. Þeir
sem hafa myndir úr ferðalag-
inu (slides eða kvikmyndir) til
þess að sýna, hafi samband við
skrifstofuna, sími 15564.
StjórnFUF.
Búlandstindur, Félag ungra
Framsóknarmanna, heldur skemmt
un, laugardaginn 26. september
í samkomuhúsinu Hamraborg,
Berufjarðarströnd, og hefst hún
klukkan 21. Ræðu flytur Jónas
Jónsson, sérfræðingur í landbún-
aðarvísindum. Jón Gunnlaugsson
skemmtir. Dansað til klukkan tvö.
Stjórnin.
2
T f M I N N, mlðvlkudagur 23. sepfember 1964.