Tíminn - 23.09.1964, Qupperneq 9
Aunie Sullivan (Kristbjörg Kjeld) og Helen Keller (Gunnvör Braga Björnsdóttir).
Þjóðleikhúsið:
KRAFTAVERKIÐ
eftir William Gibson, leikstjóri Klemenz Jónsson
Keller höfuSsmaður (Valur Gíslason), Annie Sullivan kennslukona
(Kristbjörg Kjeld) og Kate Keller (Helga Valtýsdóttir).
„KRAFTAVERKIГ (The Mir-
acle Worker) er annað leikritið,
sem Þjóðleikhúsið flytur eftir
ameríska höfundinn William Gib-
son, hefur að vísu vakið meira um-
tal en hið fyrra, „IVö á saltinu“
bæði hérlendis og erlendis, en
það er ekki að sama skapi betra
leikrit þótt efniviöurinn sé stór-
fenglegur. Það verðskuldar sann-
arlega að skírast í eldi meira
skálds en þessi maður virðist vera.
Samt er engum a’is vamað, og
Kraftaverkið hefur þó altént upp
á að bjóða nokkur ærleg hlutverk
fyrir leikstjóra og leikara til að
giíma við, þar á meðal barnshlut-
verkið fræga, Helen Keller í
bernsku og æsku, sem kostað hef-
ur mikla leit til að finna leikanda
í en hefur þó tekizt ótrúlega vel
á endanum, bæði erlendis og hér-
leridis, og þetta atriði er það, sem
helzt er til tíðinda af þessari sýn-
i»gu Þjóðleifchússins.
Leikritið ber enn mikinn svip
«f ’því, að það var upphaflega sam-
ið fyrir sjónvarp, en það er enn
sú stofnun, þar seni ríkir annað
lögmál um sjónleiki en í leikhúsi.
Ég kann ekki að meta öll þau ýtn-
iskonar leiksviðsbrögðogljósa sem
beitt er í þessari sýningu og sjálf-
sagt svo fyrir lagt af höfundi, þótt
sumt stafi af því, að mikið til
sami sviðsbúnaður og tjöld eru not-
uð í flestum atriðum sýningar-
innar, en ljósum oeitt þeim mun
meira. Annars var Ijósabeiting
nokkuð á reiki og tilviljunar-
kennd framan af frumsýningu. —
Ég held Klemenz Jónsson hefði
átt að ganga lengra i því að sníða
agnúa af þessu leikriti, og er þó
margt gott um leikstjórn hans að
segja. Hann gengur með alvöru að
verki sínu og alúð, og sýningar
þær, sem hann hefur stjórnað hin
síðustu leikár. sýna að hann er
vaxandi leifcstjóri, og á ég þar við
barnaleiksýningarnar, sem verið
hafa háns sérgrein. Og allt bend-
ir til þess, að hann sé nú maður
öfundsverður, þótt ekki væri fyrir
annað en finna nýtt „undrabarn”.
Gunnvör Braga Bjömsdóttir er
reyndar ekki sú yngsta, sem leikið
hefur þetta hlutverk og er nokkr-
um árum eldri en sú, sem hún leik
ur. En Gunnvör er heldur lág eft-
ir aldri og smáfríð, svo þetta kem-
ur efcki að sök. En skilningur henn
ar, innlifun og örugg tök á hlut-
verkinu, sem er óslitinn látbragðs-
leikur nálega allan sýningartím-
ann, er trúlega með mestu fádæm-
um á leiksviði hér um slóðir, og
á Klemens miklar þakkir skildar
fyrir þá rækt, sem fcann hefur lagt
við frumraun þessarar kornungu
leikkonu. En samt er það svo
um Gunnvöru eins og önnur undra
börn, að í rauninni er ógerningur
að spá um framtíðina. En fyrir
leikhúsmenn sýnist það ekki á-
horfsmál að gefa þessari. .stúlku
gaum á ókomnum árum.
Önnur hlutverk eru prýðilega af
af hendi leyst, fyrst og fremst
annað aðalhlutverkið kennslukon-
unnar Annie Sullivan, sem Krist-
björg Kjeld túlkar af ótilgerðri
tilfinningu og reisn á köflum, að
ég efcki tali um öll handalögmálin,
sem höfundur gerir ekki minna
úr en efni standa til og verða
nokkuð á kostnað annars og meira
í þessari ótrúlegu sögu.
Móðir Helenar leikur Helga Val-
týsdóttir af hárfínni nærfærni og
sannast enn, að engin okkar yngri
leikkvenna býr yfir jafn blæbrigða
ríkum leik og gervi og Helga. Al-
veg er takmarkalaus dýrkun henn
ar á eiginmanninum, þessum sjálf-
birgingsfulla hrokagikk, þykir
alltaf vissara „að sjá í gegnum
fingur við“ þetta fólk úr öðrum
landshlutum, og þar er vissulega
meira djúp staðfest á milli en
milli Reykjavíkur og Akureyrar.
Vali Gíslasyni bregzt ekki bogalist-
in að sýna stórbokkaskapinn í
Keller. Um frammistöðu annarra
leikenda er mér hreint ekkert
minnisstætt. Hlutverk þeirra eru
smá, en mér er þó nær að halda,
að þau hafi jafnvel smækkað í
höndum þeirra, og blöskrar manni
að sjá hvað jafnvei Ámi Tryggva-
son getur gert lítið úr sér, eða
leikstjórinn úr honum.
Ekki má svo skiljast við þessar
linur, að gengið sé fram hjá Gunn-
ari Bjarnasyni, það er maður, sem
vinnur stöðugt á með leiktjöldum
sínum og sviðbúnaði, fer sér hægt,
beitir ekki æpandi brellum, hann
er samt útsjónarsamur og vand-
virknin hans aðal.
Gunnar Bergmann.
NÝJAR ERLENDAR BÆKUR
Troublemakers. Rebellious
Youth in an Affluent Society.
Höfundur: T.R. Fyvel. Út-
gefandi: Schocken Books 1964.
Verð $1.95.
Þessi bók fjallar um hin
svonefndu vandamál æskunn-
ar og vandræðaæskufólk. Þessi
bók er af mörgum talin ein
sú bezta, sem birzt hefur um
slík mál. .
Höf. hefur rannsakað ýmiss
mál unglinga, sem komið hafa
® fyrir dómstóla, niður í kjöl-
inn og rakið ástæðurnar fyrir
hegðun þeirra til þjóðfélags
legra ástæðna. Upphlaup og
skrílslæti unglinga eru ekki
lundin Bandaríkjunum eða
Vestur-Evrópu, þetta á sér
einnig stað í sósíölsku ríkjun
um. Það er allstaðar kvartað
um uppivöðslu, agaleysi og
frekju vissra unglingahópa.
Með bættum efnahag virðist
bessara einkenna gæta rmeir.
Ein aðalástæðan fyrir þessari
hegðun virðist vera aðhalds-
leysi, uppflosnunar gætir meir
hjá þeim unglíngum, sem ald-
ir eru upp á götunni og hafa
ekki aðhald heima fyrir. For-
eldrar og uppalendur eiga hér
sökina. Það er eftirtektarvert,
að hingað til hefur ekkert bor
ið á upplausn og uppivöðslu
meðal kínverskra unglinga
Bandaríkjunum. Það er þakk
að hinum ströngu erfðavenj
um Kínverja og mikla aðhaldi
sem þar tíðkast á heimilum
svo og mikilli sómakennd. Ung
lingar vilja aga, en allt fram
til þessa hefur vesturevrópsk
sálfræði prédikað sjállræði. Til
allrar hamingju eru nú þær
skoðanir dæmdar hringa-
vitleysa, en vitleysan var við
urkennd sem vísindi af uppai
endum til skamms tíma. Þjóð
félög eru víða á breytingar
skeiði. fornar srfðaverijur
upplausn og tengslin við for-
tíðina að rofna hjá stórum
hópum. Við þetta glatast menn
ingararfleifðin og fólk stendur
uppi án vitundar um eígið
gildi og rúið öllum andlegum
heimanmund. Rótlaus skríll.
sem veltir sér í peningum, slak
ar á öllum kröfum við sjálft
sig og aðra og elur svo upp
börn sín í slíku andrúmslofti.
Það er ekki von að vel fari.
Þessi upplausn á sér stað bæði
í andlegum málum og efnaleg
um. Gangsterísmi i efnahags-
málum veðui uppi, verzlunar
rónar ganga svo langt að hætta
bústofni landsmanna með
smygluðum innflutningi á er-
lendum búsafurðum og er .át-
ið gott heita. Gansterismi í
efnahagsmálum er á hærra
stigi hérlendis en á Vestur-
löndum, og minnir óþægilega
á ástandíð í bróunarlöndunum.
Þvi er vafasamt að ásaka ung
linga fyrir skrílmennsku, þeg-
ar þeir eru ~ldir upp í anda
skrílmennsku og með virðingu
fyrir gangsterisma. Rússar
dæma þá á hæli g uppeldis-
stofnanir og eina leiðin til
að hamla gegn þessu er sam-
kvæmt kenníngum höfundar.
lengra skólahald og strangur
agi. Þetta vandamál herlendis
er erfiðara viðfangs, vegna
spillingar i opinberu lífi og
vináttu' og frændsemistengsla
og menntunarskorts. aðhald
og vinná eru hér meðulin, sem
þarf og svo mætti reyna að
takmarka ofurlítið uppivöðslu
gangsteranna í þjóðfélagínu,
það er aðeins hérlendis (að
undanskildum þróunarlöndun
um) að slíkir fá að vaða uppi.
Picasso: His Life and Work.
Höíundur: Roland Penrose
Útgefandi Schocken Books.
2 útgáfa. 1962. Verð: $2.45,
Þjóðsögur skapast um sum
ar manngerðir í lifanda lífi.
einn slíkra er Picasso. Frum
leiki hans. hirðuleysi um við
urkennda hegðun og snilligáf
an hefur orðið mönnum um-
ræðu og hneykslunarefni. Höf-
undur lýsir barnæsku málar-
ans, hann var mjög bráðþroska
síðan rekur hann æviferil hans
baráttu hans og allsleysi fyrstu
árin og frægð hans. Picassó
var byltingamaður, hann mót-
aði nútíma málaralist, það er
enginn sem hefur haft önnur
eins áhrif á því sviði og hann
Höfundur segir frá vinum
hans, Matisse, Braque. Appol-
linaire, Derain, Elouard og
fleirum. Konurnar koma einn-
ig við sögu. Bókin er um 400
blaðsíður og áuk þess er bóka-
skrá og 24 nyndasíður. Þetta
er bæði ýtarleg og vel rituð
ævisaga og heimlldir eiga að
vera öruggar.
Art for Arts sake. Höfund-
ur: Albert L. Guerard. Útgef-
andi: Schocken Books 1963
Verð: $1.95.
Albert Guérard (1880-1959)
var mikilvirkur rithöfundur
t'Tamnald =i tðu 13
T í M I N N, miðvikudagor 23. september 1964.
I