Tíminn - 30.09.1964, Page 14
ÉG VAR CICERO
49
EFTIR ELYESA BAZNA
auki unnið einhvers staðar ann-
ars staðar í sendiráðinu, áður en
hann kom til hans. Eftir þetta
hafðí maðurinn verið rekinn eða
sendur burtu í frí. Hann hafði j
horfið, og enginn vissi hvað af
honum varð.
Þetta er ekki alveg rétt. Ég
hvarf ekki, þegar hann yfirgaf
sendiráðið hefði hann getað séð
mig standa fyrir utan á götunni.
Bílinn hans ók upp að húsinu, og
hann birtist í dyrunum, diplómati,
cem hafði lært að láta ekkert hafa
áhrif á sig.
Var brottför hans meiri en
mín? Ég gekk út um þjónustu-
fólksdyrnar, og hann gekk út um
framdyrnar. Ég bar sjálfur tösk-
una mína, á meðan hann þurftí
ekkert að vera að hugsa um slíkt.
Ég gekk niður brekkuna og nið-
ur í bæ, en hann ók hljóðlega á
brott í stóra bilnum sínum.
Hann sat beinn í sætinu. Ég
lyfti hattinum, en hann sá mig
ekki.
Ég varð fljótlega þreyttur á
mínu nýja lífi og lifnaðarháttum.
Hvaða þýðingu höfðu kossar Aiku
fyrir mig, eða ánægjuupphrópanir
þegar ég keypti eitthvað handa
henni? Hvað fékk ég út úr kurteis-
inni, sem mér var sýnd í Ankara
Palace, vegna þjórpeninganna,
sem ég’gaf þeim?
Ég var einskis virði, ég hafðí
ekkert lært, og allt sem ég átti
▼oru peningar. Ég kallaði sjálfan
mig kaupsýslumann, og fór að
verzla með gamla bíia. Eg gat
ekki losnað frá bílunum.
Ég framkvæmdi viðskiptí mín
í Ankara Palace, þar sem ég les
blöðin og klippti út auglýsingar
um bíla, sem voru til sölu.
Dag nokkurn tók ég eftir aug-
lýsingu, þar sem auglýsandinn gaf
upp símanúmer sitt. Ég þekkti
það, það var á heimili hr. Busk,
fyrsta sendiráðsritarans í brezka
sendiráðinu.
Ég hafði ómótstæðilega löngun
til þess að komast að því, hvort
hann vissi, að ég hafði verið Cic-
ero. Eða hafði leyniþjónustan og
Sir Hughe dregið hringinn svo
þröngan, að sem allra fæstir
fengju að vita sannleikann, og
þeim mun minna yrði gert úr
þessu óþægrlega máli?
Ég hringdí til hr. Busk og til-
kynnti, að ég hefði áhuga á bíln-
um, sem auglýstur var til sölu.
Hr. Busk tók á móti mér í dag-
stofunni. Hann starði á mig, og
ég naut þeirrar tilfinningar að
finna til mikilvægis sjálfs mín.
— Svo það ert þá þú, eða hvað?
sagði hann að lokum.
Ég hneigði mig.
— Já, herra. Ég verzla með
garnla bíla núna, herra, og verzl-
unin gengur mjög vel, sem betur
fer.
Hann spurði kurteislega um
heilsu mína, og ég sagði honum,
að mér liði vel.
Vissi hann raunverulega ekkí
neitt, eða var hannn aðeins að
sýnast?
Ég spurði, hvort bíllinn, sem |
í boði var, væri sá hinn sami, sem '
ég myndi eftir. Hann kvað svo j
vera, og ég bauð honum 300 sterl-
ingspund fyrír hann.
Hann gekk að því. Fallegu föt-j
in mín virtust fara í taugarnar á
honum.
— Má ég lita sem snöggvast aft- j
ur á bílinn, herra?
— Við fórum niður í bílskúr-
inn, og ég rannsakaði bílinn. Ég
athugaði hjólbarðana vandlega,
hraðamælinn og sætin.
— Það hefur verið hugsað vel
um hann, sagði ég.
Svipur hr. Busk breyttist ekki.
Það var undarlega þægieg tilfinn
ing, að eiga nú viðskipti við þenn-
an mann.
— Hvernig hefur barnfóstran
það, herra, sem þér höfðuð eínu
sinni í þjónustu yðar? spurði ég,!
og á meðan hann svaraði lyfti ég j
vélarhlífinni. i
— Hún hitti Bandarikjamann :
í London, og býr nú í Bandaríkj-
unum.
Ég beygði mig yfir vélina, og
fann til vissra vonbrigða yfir því,
að Mara, stúlkan með hásu rökk- i
ina, skyldi auðheyrilega ekki;
sakna mín lengur.
— Er hún gift? spurði ég og
skellti vélarhlífinni niður.
— Gift og á eitt barn, svaraði ;
hr. Busk. Það var greínilegt, að
hann hafði enga ánægju af því
að tala um fyrrverandi þjónustu-
stúlku sína við fyrrverandi kavass.
— Ég tek bílinn, sagði ég og
borgaði honum 300 pund.
Ég hafði enga löngun til að
svikja hann. Ég borgaði honum
með peningum, sem ég hafði feng-
ið hjá Þjóðverjunum. Ég trúði og
treysti, að þeir væru ófalsaðir.
Hvernig áttum við hr. Busk að
vita, að 5 punda seðlarnir, sem ég
rétti honum væru falsaðir.
Ellefti kafli.
Ég hafði talið mig vera eiganda
að geysilegum auðæfum, sem ég
nú eyddi og sóaði, vegna þess að
ég hafði verið fátækur maður of
lengi til þess að geta farið hóflega
og viturlega með peningana.
Saga allra þessara seðla frá
Englandsbanka var furðuleg, og
rætur hennar lágu í Tyrklandi.
Á fyrstu dögum slyrjaídarinnar
höfðu Þjóðverjar keypt mikið
magn af tyrknesku líni, vegna
þess að þeir gátu ekki framleitt
lín í sama gæðaflokki heimafyrir.
Tuskurnar voru síðan notaðar í
pappírsframleiðslu og búinn til úr
þeim sams konar pappír og hafð-
ur var í enska seðla. Það var
fyrsta skrefið.
Svo var leitað með logandi ljósi
fangabúðunum eftir færum
prenturum, myndgröfurum og
öðrum séfræðingum af hvaða
þjóðerni sem var. Þetta fólk var
látið í hinn hluta fangabúðanna
í Oranieburg, þar sem það fékk
sérstaka meðferð og var lát-
i ið breyta pappímum, sem fram-
leiddur hafði verið úr tyrknesku
; tuskunum í eftirlíkingar af ensk-
I um peningaseðlum.
Þjóðverjar höfðu hugsað sér að
veikja, ef ekki grafa alveg und-
an, enska pundinu með því að
dreifa þessum fölsuðu peningum
í hlutlausum löndum. Deild VI í
Reichssicherheitshauptamt, sem
Moyzisch tilheyrði fann aðra leið
til þess að notfæra sér þá. Þar
sem deildín hafði mjög lítið af
ófölsuðum peningum sem hún gat
notað til að borga njósnurum með
erlendis, þá endurgalt hún hin
hættulegu störf þeirra með sviknu
fé.
Þjóðverjar prófuðu peningana
mjög nákvæmlega, áður en þeir
fóru að dreifa þeim. Þeir sendu
njósnara til Svíss, og þar afhenti
hann banka nokkrum allstóra
fjárupphæð, og bað um að seðlam
ir yrðu athugaðir mjög ná-
kvæmlega, þar eð hann hefði
ástæðu til þess að halda, að þeir
kynnu að vera sviknir.
Svissneski bankinn eyddi þren»*
ur dögum í að rannsaka þá og
notaði tíl þess allar venjulegar að
ferðir, og endaði svo með því að
lýsa því yfir, að þeir væru ósvikn-
ir. Til þess nú að láta ekkert ógert
hafði bankinn meira að segja sent
Englandsbanka númer og útgáfu-
dagsetningar seðlanna, og bank-
inn svaraði því til, að seðlar með
þessum númerum og dagsetning-
um væru í umferð. Þannig stóð-
ust þessir fölsuðu peningaseðlar
prófið með glæsibrag.
í febrúarlok, árið 1945, þegar
Tyrkir skárust í leikinn, við hlið
Bandámanna, voru línsendingam
ar til Þýzkalands löngu hættar, en
þær voru búnar að gera sitt gagn.
I maí 1945 kom aðvörunarmerk
ið frá bandarísku leyniþjónust-
unni í Austuríki. Hún hefði feng
Viktor íhugaði, hvort það væru
stúlkurnar tvær, er lánað höfðu
honum sjónaukann, sem verið
væri að tala um. Hann hafði hald-
íð, að þær væru systur. Og gat
svo ungleg kona verið móðir yngri
stúlkunnar?
— En þegar við förum að tala
um skipið, minnist ég þess, að
hafa heyrt, að atvik hafi komið
fyrir þig á skipsfjöl. Júlíen sneri
sér að Viktor. — Chambert gamli
dómari?
— Chambert dómari! hrópaði
Nanaine óttaslegin. — Hvað hefur
komið fyrir hann?
— Ó, veiztu það ekki? Hann
hneig niður á efsta stigaþrepinu
og var þegar látinn.
— Hvað segirðu! Og hvað . . .
— Slag, mælti Viktor. — Ég
var alveg við, en þar var allt ár-
angurslaust.
— Hvers vegna hefur þú ekki
sagt mér frá þessu? Nanaine sneri
sér við og leit reiðilega til Vikt-
ors. — Við þekktum dómarann
svo vel!
— Ó, mér varð svo mikið um
að hitta þig aftur . . . . Og eftir
það höfðum við um annað að tala,
eins og þú veizt sjálf.
— Já, já, mælti frænka hans.
— Olympe, hvar er Kóletta?
Ólympe tók í bjöllustreng, og
blökkustúlkan Doudouche kom
inn. Hún hafði stækkað mikið síð-
an Viktor sá hana síðast.
— Náðu í ungfrú Kólettu.
Segðu henni að koma hingað.
— Slag? tók Nanaine upp fyrir
munni sér, hún gat ekki gleymt
fréttinni um lát dómarans. — En
hver var orsök til þessa aðsvifs?
— Ég heyrði, að hann hefði
verið sokkínn niður í spennandi
pókerspil. Og að hann hefði
drukMð nokkuð þéttan að venju,
svaraði Júlíen.
— Uss, það hefur ekki verið
14
NYR HIMINN - NY JÖRÐ
EFTIR ARTHEMISE GOERTZ
það. Ég veit betur — Palmrýa
Delamare. Að tuttugu árum liðn-
um. Og á sama skipi og dómar
inn ...
í þessu gekk Kóletta inn í
fylgd með León bróður sínum, og
ungum, íturvöxnum manní með
rauðbrúnt hár og blá augu, er
benti til þess, að hann væri út-
lendingur. Kóletta var frábærlega
fögur þetta kvöld, í Ijósgulum
organdíkjól með stuttum ermum,
svo að undurfagrir armleggir
hennar og axlir komu greinilega
í ljós. Féll hann þétt að grönnu
mitti hennar. Hún bar hálsmen
og armbönd úr jaði, svo að fíla-
beinslltt hörund hennar varð enn
meira áberandi, auk þess hafði
hún stungið gulleitri rós í blásvart
og hrokkið hár sitt.
Leon kynnti unga manninn fyr
ir þeim. — Harry Lockwood, son-
ur. . . .
— Ó. Júlíen neri saman lófun-
um og var bersýnilega glaður.
— Ég hef skrifað föður yðar á
St. Charles-hótelinu.
— Já, við komum hingað í gær-
kvöldi með vöruskipinu og höfð-
um bílinn okkar meðferðis.
— Ég hittí hann við vínborðið
á Mugnier hóteli, sagði Leon tíl
skýringar. — Hann var að drekka
sér til óbóta út af dökkhærðri
stúlku.
Leon á hótelbarnum og talaði
um stúlkur .... Nú, jæja, hann
var víst orðinn tuttugu og eins.
Hann hafði tekið próf við Loyola
Academy í júní og leit út fyrir
að vera orðinn vanur og vinsæll
samkvæmismaður. Hann var afar
glæsilega klæddur með ofurlítið,
snyrtilegt yfirskegg.
— Jæja, eitt glas getur nú varla
líflátið mig. Harry hló. „Og eig-
inlega þekki ég þessa ungu stúlku
aðeins í sjón. Hún ....
— Kóletta, þú kannast þó við
Viktor, frænda þinn? tók Nanaine
fram í fyrir honum formálalaust.
Olympe hafði gleymt þeim. Þeg-
ar Leon sonur hennar var við-
staddur, sá hún engan nema hann.
— Gott kvöld, frændi. Kóletta
brosti. Hún var brúneygð, augun
dökk og djúp. Hún hafði staðið
þarna og starað á hann nákvæm-
lcga eins og þegar hún var barn.
— Hvernig líður þér, Kóletta?
— Hvað er þetta, kyssizt þið
sagði Nanaine. Það væri hægt að
halda, að þið væruð bæði úr tré.
Viktor lagði hendur á axlir Kól-
ettu og kyssti hana á kinnina.
Hörund hennar var brennheitt, og
hann veitti því athygli, að hún
skalf.
Danskort hennar var útskrifað
og milli dansanna var hún svo um
setin af ungum mönnum, að
ómögulegt var að segja orð víð
hana. Viktor dansaði við Féfé
Larouche, frænku sína, er hafði
nú kastað skólabúningi sínum og
klæðzt smekklegum sumarkjól,
sem að vísu var nokkuð fullorð-
inslegur miðað við fimmtán ára
aldur hennar. Hún var alltaf
meira gefin fyrir að tala en horfa,
enda hefði hún annars borið
kennsl á skeggjaða farþegann frá
Kamelíu, sem nú var rækilega rak
aður. Eftir að Viktor hafði selt
Féfé í hendur næsta herra, gekk
hann þangað inn, sem glæsilegar
veitingar biðu gestanna. Fauvette
í d‘Eabonne var að hella í kaffi
bollana, en aðrar fylgdarkonur
sátu þar umhverfis og reyndu að
verjast mývarginum með pálma
veifum sínum.
Voru samræðurnar svo fjörug-
ar, að Viktor kom ósjálfrátt til
hugar franski markaðurinn í borg
inni á laugardagsmorgnum. Þegar
hann kom í ljós, þagnaði spjall
þeirra í áberandi skyndingu, en
ískur og hvískur mátti heyra að
baki blævængjanna. Hann gekk til
Harry Lockwood, er stóð þarna
,við borðið í lítlum hópi vina
Leons.
— Ég kem einnig til þess að
leita dauðans í áfenginu. Dans-
kort Kólettu er þegar útskrifað.
— Hún er þó unnusta yðar, er
ekki svo? spuði Harry. Svo að
Leon hafði þá verið lausmáll.
— Jú, það lítur út fyrir það.
— Hún hefur sýnt mér þann
heíður að sæma mig tveim döns-
um. Ég skal skipta þeim á milli
okkar. Hann aðgætti danskort
sitt. — Númer fimmtán?
— Þetta hlýtur að vera mis-
skilningur. Kóletta leit á kort sitt.
— Ég hótaði að skera mig á
háls, ef Lockwood léti mér ekki
eftir þennari dans við þig.
Tónlistin hófst, og danspörin
snerust hringinn í kringum þau.
Hann tók hönd hennar og þau
urðu samstiga.
Hann ræddí við hana um veizl-
una og hún svaraði honum eins-
atkvæðisorðum, en sneri sér und-
an. Loks leit hún framan í hann
brosandi augum.
— Jæja, þá ert þú loksins kom-
ínn út úr frumskóginum.
— Já, mér finnst tími hafa ver-
ið til þess komínn, úr því, að mín
eigin frænka þekkti mig ekki einu
sinni úti á skipinu.
— Ég þekkti þig vel, svaracSi
hún næstum hátíðlega. Ég
mundi vel eftir svarta hárinu þinu
og dökkbrúnu augunum, ekki síð-
ur en vextinum........Hún þagn-
aði við og varð allt í einu vand-
ræðaleg.
— Hvers vegna varstu þá svona
vond? Þú hefðir átt að koma
mér í skilning um, að þú þekktir
mig. Hann þrýsti hönd hennar
létt.
— Hvers vegna heldur þú, að
ég hafi komið með þessa hlægi-
legu athugasemd um þig? Hún
lcit framan í hann og svaraði sér
sjálf: — Það var til þess að
vekja eftirtekt þína á mér.
— Ég var bjáni . ..
— Nei. En þú varst sjálfur svo
önnum kafinn við að daðra.
— Hvað segir þú?
— Uss, víð sáum þig svo vel,
allar saman, mælti hún og hló.
„Við ungu stúlkuna, sem hefur
haft svo mikil áhrif á herra Lock-
wood.
TÍMINN, þriðiudaglnn 29. september 1964 —