Tíminn - 30.09.1964, Blaðsíða 15
KANDRITAMÁLIÐ
ans, K. B. Andersen, þar sem hann
segir:
„Eg býzt við að geta lagt hand
rit'afrumvarpið óbreytt fyrir þ'.ng
ið hinn 7. nóvember. Er áherzla
lögð á að frumvarpið verði lagt
fyrir óbreytt, því að ein einasta
breyting gæti leitt til þess að einn
þriðji hluti þingmanna krcfðist
þess, að framkvæmd laganna yrði
enn frestað um eitt kosningaiíma
bil ,eins og gert var árið 1961.
Blaðið bætir hins vegar við: Breyt
ingar á frumvarpinu eru afeins
hugsanlegar í sambandi ;ið víð-
tækt pólitiskt samkomulag, sem
nú virðist hins vegar ekkert útlit
fyrir. Sannleikurinn er sá. að
samþykkt frumvarpsms mun efa
lítið leiða af sér mikinn lagaleg
an eftirmála, dómsmál, sem iPkið
yrði allt frá Landsrétti til Hæsta
réttar. í framkvæmdaneínd Árna
safnsins er mikill meirihluti
manna andstæður afliendingu
handritanna. Andstæður meiri
hluti er einnig fyrir hendi ' hásk.r.
Kaupmannahafnarháskóla einnig
hinu nýja ráði. Árnasafns-nefndin
hefur undir höndum töluvírða
fjárhæð, sem hún er reiðúbúin að
verja til dómsmáls og ef til slíks
máls kæmi, eru líkur fyrir, að
aukið fé fengist í málareksturinn
eftir öðrum leiðum.
Hægt er að slá því föstu, að ef
lögin hefðu komið til fram
kvæmda árið 1961, heíði komið
til dómsmáls.
Tíminn, sem síðan er liðinu hef
ur hins vegar verið notaður til
rækilegrar athugunar é hinum
lagalega grundvelli og hefur unn
ið að þeirri rannsókn m.a. nefnd
seip til þessa hefur ekki verið
kunn opinberlega, skipuð hópi
vísindamanna, sem ?kki ciga sæti
í Árnasafnsnefndinni. Því næst
rekur blaðið rækilega gang nand
ritamálsins og sögu og segir að
lokum: Meðal vísindamanna hefur
gætt mikils uggs um, að har’.dritin
yrðu fyrir tjóni og vísindastarf
tæki afturkipp, ef þau yrðu af-
hent. Er m.a. bent á skorpnun og
þar með eyðileggingu nokkurra
handrita, sem þegar hafa verið
afhent, Þá er það ennfremur
mikilsverð röksemd að á íslandi
er ekki til að dreifa jafn færum
viðgerðar- og gæzlumönnum og
t.d. hinni heimsþekktu Birgitte
Dall, sem vinnur við safnið. Af
hálfu íslendinga hafa og komið
fram efasemdir byggðar á vísinda
BILALEIGAN BILLINN
RENT-AN-ICECAR
Sími L8833
Consu.1 Cortina
Yl^crcurtj Comel
/Ca-jcppar
ZcpLjr V’
BÍLALEIGAN BILLINN
HÖFÐATÍJN í
Sími (8833
|Trúlotunarhringar
atgrelddli samdægurt
SENDUM UW ALLT LAND
HALLDÖR
|Skólav6rðustig t
legum rökum, t.d. hélt Halldór
Laxnes ræðu í sumar, þar sem
hann lét í ljós áhyggjur um að
útkoma handritanna í bókaformi
myndi dragast á langinn yrðu þau
afhent. Því fer þó fjarri að þetta
síðast talda mál sé komið í höfn
en hins er rétt að geta, að á hverju
ári senda vísindamenn frá - örg
um löndum, sem vinna við hand-
ritin og rannsókn á beim. M sé<-
mikið efni, segir blaðið.
Norska fréttastofan NTB skýrii
og rækilega frá handritamálinu í
dag og segir, að nú muni blossa
upp á nýjan leik deilurnar mil].i
danskra vísindamanna og stjórn
málamanna, sem legið haíi að
mestu niðri síðan árið 1961, er
mest skarst í odda milli íslendinga
og Dana um þetta mál. Þá geti og
ekki farið hjá því, að Noregur
blandist inn í deilurnar.
Síðan segir NTB: í Danmörkii
eru margir þeirrar skoðunar að
Norðmenn muni bera fram kröf
ur varðandi handritin, ef Tslend
ingar fá sinn hluta þeirra.
Síðasta danska þing samþykkti
að afhenda fslendingum handritin
með 110 atkvæðum gegn 39 en
einn þriðji hluti þingsins kra’ðist
þess þá, með tilvísun í eignarnáms
ákvæði dönsku stjórnarskrásánn
ar að lögin kæmu ekki til fram-
kvæmda fyrr en næsta þing befði
einnig samþykkt fruinvarpið. Að
vísu féllst rikisstjórnin ekki á. að
hér væri um eignarnámsmál að
ræða, en lét samt að vilja þessa
hluta þingsins.
Eins og kunnugt er varð mikill
hiti út af þessu máli og voru m.a.
mótmælagöngur farnar að stjórn-
arráðsbyggingum í Kaupmanna-
höfn. Nú er hið nýja þing að koma
saman og hefur kennslumálaráð-
herrann ákveðið, að frumvarpið
verði lagt óbreytt fyrir þingið, því
áð ef breyting væri gerð á því
gæti einn þriðji hluti þingmanna
krafizt þess á nýjan leik, að lögin
kæcnu ekki til framkvæmda fyrr
en eftir nýjar kosningar.
Þá segir NTB, að danska stjórn-
in sé nú undir nokkurri pressu,
þar sem Norðurlandaráð komi
næst saman í Reykjavík í febrúar.
Eru þv.í miklar líkur til, að frum-
varpið verði samþykkt á nýjan
leik, en þá megi líka búast við því,
að andstæðingar afhendingarinn-
ar krefjist þess að málið verði lagt
fyrir dómstól, þar sem þeir halda
því fram, að samþykkt laganna
brjóti í bága við stjórnarskrá
Dana.
Samkvæmt frumvarpinu nær af-
hendingin bæði til handrita í Árna
safni og Konunglegu bókhlöðunni.
Ef handritin væru boðin til sölu
á heimsmarkaðnum myndu sjálf-
sagt fást fyrir þau um 600 milljón-
ir íslenzkra króna. En til slíks
boðs mun sjálfsagt aldrei koma.
Samkvæmt frumvarpinu eiga Dan-
ir að halda eftir 8 af þeim 15
skinnhandritum, sem eru í Kon-
unglegu bókhlöðunni, en fslending
ar fá 7, þar á meðal Njálssögu,
sem er reiknuð sem tvö bindi, Grá-
gás, eldri Eddu og Flateyjarbók.
Alls tekur afhendingin til 1700
rita. ^
f Árnasafni eru 2.800 handrit,
3.500 fornbréf og 10.000 uppskrift
ir.
HÁSETI RÉÐST . . i. .
tTramhalö af 16 siðu.
ið um lögreglu- og læknisaðstoð,
þar sem óður maður væri um
borð og einn maður slasaður. Tog-
arinn hafði lagt upp frá Hafnar-
firði einum og hálfum klukkutíma,
áður en þetta gerðist. Þegar tog-
arinii var kominn á ytri höfnina,
fóru læknir og lögregla út á móti
honum í Lóðsinum.
Málavextii voru þeir, að áður-
nefndur háseti sat fullur aftur í
borðsal og lét öllum illum látum,
meðal annars ónáðaði hann mat- j
siæininn. Matsveinninn lét gera
skipstjóra aðvart og kom stýrimað
ur þá á vettvang. Hann fékk mann
inn til að ganga úr borðsalnum, en
þegar út er komið, hrasar hásetinn ,
og við það brotnar vínflaska, sem '
hann hafði innan á sér. Þreif há-
setinn þá stærsta brotið og þeytti
því í andlit stýrimannsins. Hann
slasaðist mikið og gerði læknir-
inn að sárum hans, en áður hafði
skipstjórinn saumað eitt spor. —
Stýrimaður hélt áfram með skip-
inu, en hásetinn var settur í land
í Vestmannaeyjum og fór þaðan
til Reykjavíkur í dag
FISKVEIÐILÖGSAGA
Framhald af 2 síðu.
væri samningur sá, sem náðist á
ifundinum í Lundúnum í marz um
j víðáttu fiskveiðilögsögu, en sam-
jkvæmt þeim samningi hafa Bret-
I ar nýverið fært fiskveiðilögsögu
sína út í 12 sjómílur.
' Það voru okkur vissulega von-
brigði eigi ■ að síður, að stjórnar-
fulltrúarnir á þeim fundi náðu
ekki samkomulagi um lausn
margra annarra fiskveiðivanda-
mála.
Ráðstefna þessi heldur áfram
á morgun.
VATNSSKORTURINN
Framhald af 1 síðu
vatns, hefur vatnsveitan lokað
fyrir þvottavatn á bílastæðum.
Um síðustu helgi var bíla-
stæðunum þó skammtað þvotta-
vatn og svo verður aftur gert
um næstu helgi og • jafnvel
lengur, ef ástandið batnar ekki.
urjónsson, Einar Steindórsson,'
Hörður Guðmundsson, Torfi Mark-
ússon, Páll Valmundsson, Páll Eyj- ^
ólfsson, Jens Pálsson.
Einn listi kom fram í Verka-
mannafélagi Keflavíkur og Njarð-
víkur, og voru þessar konur sjálf-
kjörnar: — Aðalfulltrúar: Vilborg
Auðunsdóttir, Eva Yngvadóttir,
Guðrún Eiríksdóttir, Ásta Kristj-
ánsdóttir. — Varafulltrúar: Jóna
Þorfinnsdóttir, Olga Jónsdóttir,
Ásta Þórðardóttir, Anna Péturs-
dóttir.
Einnig var sjálfkjörið í Verka-
lýðsfélagi Akraness, en fulltrúar
félagsins eru þessir: Guðmundur
Kr. Ólafsson, Herdís Ólafsdóttir,
Einar Magnússon og Skúli Þórð-
arson. — Varafulltrúar: Hálfdán
Sveinsson, Bjamheiður Leósdótt-
ir, Þorsteinn Þorvaldsson og Jón
Guðjónsson.
f blaðinu í gær misritaðist nafn
aðalfulltrúa Verkalýðsfélags Ólafs
víkur, en hann átti að vera Guð-
brandur Guðbjartsson.
SENDILL
piltur eða stúlka, óskast strax.
Upplýsingar á skrifstofu Rafmagnsveitunnar,
Hafnarhúsinu, 4. hæð, herbergi nr. 6.
Rafmagnsveita Reykjavíkur.
Starfsstúlka
óskast að Samvinnuskólanum Bifröst. Upplýsing-
ar í símstöðinni Bifröst.
Samvinnuskólinn. " Í::3píf ’ -í J
SJÁLFKJÖRIÐ
í DAGSBRÚN
Framholo a* 16. stðu.
urbjörnsson, Jörgen Hólm og
Sveinn P. Björnsson.
Aðalfulltrúi Nótar, sveinafélags
netagerðarmanna í Rvík, á Alþýðu
.sambandsþing var kjörin Halldóra
Guðmundsdóttir, varafulltrúi var
kjörinn Þórður V. Þorfinnsson.
Síðastliðið föstudagskvöld fór
fram kjör fulltrúa til ASÍ-þings á
fundi í Launafélagi járniðnaðar-
manna á Akureyri og hlaut kosn-
ingu, Björn Kristinsson með 20
atkvæðum.
Einn listi kom fram í Verkakv.-
félaginu Framsókn, og voru þess-
ar konur þvf sjálfkjömar: Aðal-
fulltrúar: Jóhanna Egilsdóttir, |
Jóna Guðjónsdóttir, Guðbjörg Þor \
steinsdóttir, Ingibjörg Bjarnadótt j
ir, Ingibjörg Ömólfsdóttir, Þórann j
Valdimarsdóttir, Pálína Þorfinns-
dóttir, Guðrún Þorgeirsdóttir,
Hulda Ottesen, Guðbjörg Brynjólfs
dóttir, Guðrún Björnsdóttir, Guð-
björg Guðmundsdóttir, Lfnbjörg
Árnadóttir, Kristín Símonardóttir,
Jenný Þorsteinsdóttii-, Inga Jenný
Þorsteinsdóttir, Helga Guðmunds-
dóttir. — Varafulltrúar: Helga
Guðnadóttir, Kristbjörg Jóhannes-
dóttir, Anna Guðnadóttir, Guð-
munda Ólafsdóttir, Agnes Gísla-
dóttir Elín Guðlaugsdóttir, Guð-
rún Stephensen, Sveinborg Lárus-
dóttir, Guðrún Ingvarsdóttir, Krist
ín Andrésdóttir, Bergþóra Steins-
dóttir, Guðbjörg Einarsdóttir, Ás-
laug Jónsdóttir, Sigurrós Rósin-
kransdóttir, Ingibjörg Stefánsdótt-
ir, Sigfríður Sigurðardóttir, Sigríð
ur Sigurðardóttir.
í Bifeiðastjórafclaginu Frama
kom fram einn listi og urðu þess-
ir menn sjálfkjörnir: Aðalmenn:
Bergsteinn Guðjónsson, Pétur
Jónsson. — Varamenn: Gestur Sig
ÞAKKARÁVÖRP
Vandamönnum og vinum sem á áttræðis aímæli mínu
glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum, færi
ég hugheilar þakkir, árna þeim öllum árs og friðar á
lífsleið þeirra.
Stefán í Hlíð.
Ykkur öllum, kæru vinir nær og fjær, sem minntust min
og sýnduð mér vinsemd 1. sept. s. 1., sendi ég hjartan-
lega kveðju mína og þakkir.
Guðmundur Böðvarsson.
Austurslræti 20 . Sfmi 19545
Faðir minn,
Helgi Jörgensson , ií
fyrrverandi tollvörður,
verður jarðsunginn frá 'Fossvogskirkju fimmtudaglnn 1. október
kl. 13,30. — Fyrir hönd systur mlnnar, tengdasona og barnabarna.
Dýrfinna Helgadóttir.
Hjartanlega þökkum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og
vináttu vlð andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa,
Sigurjóns Gíslasonar
Hanna Sigurjónsdóttir,
Halldór Sigurjónsson, Haildóra Elfasdóttir,
Ólafur Sigurjónsson, Kristín Magnúsdóttir,
Gísli Sigurjónsson, Wennie Schubert,
Gunnar Sigurjónsson, Hlldigunnur Gunnarsdóttir,
og barnabörn.
Innilegar þakkir til alira fiær og nær fyrir auðsýnda samúð og vin-
arhug við andlát og jarðarför
Sighvats Einarssonar
pípulagningameistara.
Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarkonum handlækn.
ingadeildar Landspítalans fyrlr kærleiksríka umönnun i veikindum
hans.
Sigrfður Vigfúsdóttir,
Sigurbjörg Sighvatsdóttir, Óskar Þorkeisson.
Eiginmaður minn,
Haraldur Lárusson jj
rafvirkjamelstari,
verður jarðsunginn fró Fossvogskirkju fimmtudaginn I. október kl.
10,30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað. Blóm vlnsamlegast af-
þökkuð.
Fyrlr hönd sona mlnna.
Guðný Sæmundsdóttlr.
t jf M~l N N , miðvikudaglnn 30. september 1964
15