Tíminn - 04.10.1964, Page 3

Tíminn - 04.10.1964, Page 3
 ISPEGLITIMANS Myndiin er af forsíðuteikningu á nýrri bók eftir hinn vinsæla danska skáldsagnahöfund Ib Henrik Cavling og kallast hún „Júdasarkossinin“, en forstjóri nokkur, John Andersen að nafni, reynir nú hvað han getur til þess að fá prentun kápunnar stöð- vaða. Hainn er nefnilega síður en svo hrifin af því, að nakta konan á myndinni er ongin önnur en konan hans! Forsaga þessa máls er sú, að konan hans, Inge LeVin, sem er bæði sýningarstúlka og Ijósmyndafyrirsæta, var beðin um að láta taka mynd'ir af sér fyrir aulýsigafyrirtæki eitt, og skyldu þær myndir hafðar til hliðsjónar þegar káputeikningin á nýjustu bók Cavlings yrði gcrð. Myndirnar voru síðan tckmar bæði í létt- um sumarkjól og bikini. Síðan gerði teiknarinn sér lítið fyrir og teiknaði þessa mynd, sem líkist henni það mikið, að enginn vafi er á því hver fyrirmyndin er. Þetta vill hvorki Inge né mað ur hennar sætta sig við, og munu nú fara lagaleiðina til þess að fá útgáfu káputnnar stöðvaða. Scotland Yard og aðrar lög- regludeildir í Brctlandi fá til meðferðar á hverju ári um 800 morð og drápsmál. Þetta þykir vafalaust meira en nóg, en hvað segja menn þá, þegar margir lialda því fram að raun verulega séu framin árlega sex sinnum fleiri morð og dráp í Bretlandi, eða um 5000 og að aðcins um 800 af þeim komist í hcndur lögrcglunnar? Glæpasérfræðingar í Bret- landi héldu þessu fram nýlega, og flestir telja, að þeir hafi rétt fyrir sér, m.a. hefur brezki innanríkismálaráðh. Henry Brooke, þegar skipað nefnd. sem gera á tillögur eins fljótt og mögulegt er um, á hvern hátt hægt sé að afhjúpa þenn an mikla fjölda „fullkominna glæpa.“ Það mun aðallega vera ' æg- ast sagt lélegt eftirlit með dauðaorsökum, sem veldur því, að svona mikill fjöldi morða kemst aldrci í hendur yfirvald anna. Samkvæmt upplýsingum brezka Iæknasambandsins. eru árlega gefin út rúmlega 100.000 dauðavottorð án þess ?ð hinn látni sé rannsakaður Brezku yfirvöldin munu nú grípa til ýmissa aðgerða til þess að bæta úr þessu ástandi, m.a. herða mjög reglurnar um rannsókn og krufn/ngu líka Rómversk-katólska kirkjan hefur mú fcngið sína fyrstu afrísku dýrlinga. Þessir dýr- lingar eru 22 að tölu og áttu hcima í Uganda. Þeir voru drepnir af höfðingja nokkrum árin 1885—1887 eftir að þeir höfðu tekið kristni. Þau tvö kraftaverk, sem róm- verzk-katólska kirkjan krefst til þess að menui séu gerðið að dýrlingum, áttu sér stað árið 1941, þegar tvær evrópskar nunnur lifðu af farsótt eina á sjúkrahúsi í Rubaga, en Iækn- un þeirra er talið verk himna 22 látnu Ugandamanna. SIR EDMUND IIILLARY, sá sem fyrstur sigraði Mont Ev- erest, er cnn á ný að klifra í Everest-fjallgarðinum. Að þcssu sinni er hann með 21 manns Iciðangur og ætlar að sigrast á Mount Tamaserku, sem er 6512 mctrar á hæð og hefur aldrei verið klifið áður Nýlega fór fram í Tokyo brúðkaup Yoshi prins og Hanako Tsugaru, en prinsinn er yngri bróð- ir japanska kcisaraus. Brúðkaupið fór fram eftir ströngustu reglum, sem urn keisaraleg brúð- kaup gilda þar í landi, og á myndinni sjáum við brúðhjónin í brúðarklæðum sínum, sem virð ast nokkuð þung í vöfum. r'jnnnl if 'IJMÍ !L . . •:.! Á myndiumi sjáum við nýjustu stjörnuna í Bandaríkjunum, Elizabeth Ashley, 24 ára gamla. Hún hefur verið leikkona í fimm ár, en fyrst á þessu ári sló hún í gegn. Fyrst lék hún aukahlut- verk í The Carpetbaggers, en svo fékk hún stórt hlutverk i „Ship of Fools“, og myndiin hér að ofan er einmitt tekin af einu villtu dansatriði í þeirri mynd. Elizabeth hafði skrifað undir samning um að halda áfram að leika í „Barefoot in the Park“, sem nú er sýnt á Broadway og náð hefur geysimiklum vinsældum. En þá kom ástin inn í spilið. Hennar heittelskaði þessa r-tundina dvelur við kvikmyndatöku i London og hún gat ekki hugsað sér að dvelja lengi fjarri honum. Þess vegna keypti hún sig út úr samningnum og varð í því sambandj að greiða 35.000 $. En það fiiwiast henni vera smápeningar þegar um ástina er að ræða! Það er mjög vinsælt i hverj um kosniingum, að birta myndir af flokksforingjum og ráð- herrum þegar þeir greiða at kvæði sitt En brezkir íhalds- mcnn geta þó ekki gert það að þessu sinni, vegna þess, að Sir Alec Douglas-Home, for- sætisráðherra, gleymdi að Iáta 'krá sig á kjörskrá! Eins og kumiugt er, afsalaði Sir Alec sér jarlstign sinni, en sem slíkur hafði hann þá ekki atkvæðisrétt við kosningar til ueðri deildar. Og hann hrein lega gleymdi að láta skrá sig þegar hann varð venjulegur borgari. Þetta hefur þó engin áhrif á rétt hans til þess að bjóða sig fram til þingsins. því samkvæmt brezkum lög- um þarf þingmaður ekki að hafa atkvæðisrétt. M I N tinnudagur 4. október 1964. 3

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.