Tíminn - 04.10.1964, Síða 6

Tíminn - 04.10.1964, Síða 6
/ För viðskiptamála Ríkisútvarpið minntist 15 ára afmælis kínverska kommúnista ríkisins með því að birta ítar- legt viðtal við Gylfa Þ. Gísla- son viðskiptamálaráðherra um för hans til Kína. Þetta ferða lag viðskiptamálaráðherra hef- ur að vonum vakið verulega at- hygli, því að hingað til hafa stjórnarblöðin harðlega átalið flesta þá, sem hafa dirfzt að ferðast til kommúnistaríkjanna. Nú fer einn aðalráðherrann í veglega reisu til eins þessara ríkja og gerir það vitanlega með vitund og vilja allrar ríkis stjórnarinnar. Þegar ráðherra fer í heimsókn til ríkis, sem ekki hefur áður verið viður- kennt, er það venjulega tekið sem merki þess, að viðurkenn- ingin sé skammt undan. Af Kinaferð viðskiptamálaráð- herrans virðist því mega ráða, að viðurkenning fslands á stjórninni í Peking sé alveg á næstu grösum og því muni fylgja, að ísland greiði hér eft- ir atkvæði með því á þingi Sam- einuðu þjóðanna, að hún taki sæt.i Kína í S.Þ. Kínaför viðskiptamálaráðherr *ns ber þess merki, að ríkis stjórnin er nú óðum að breyta um afstöðu til kommúnismans, bæði utanlands og innan. Kína ferð ráðherrans ber t. d. merki um nokkuð aðra afstöðu en þá. sem Sjálfstæðisflokkurinn tók í tíð vinstri stjórnarinnar, þegar hann bannaði þingmönn- um sínum að taka þátt i þing mannaför til Sovétríkjanna. Það er ekki nema gott um það að segja, að slíkt ofstæki sé úr sög unni. En umskiptin eru nokkuð snögg. Þau sýna, að stjórnar- flokkarnir geta ekki verið síð ur fljótir að venda um í utan- ríkismálum en innanríkismál- um. Togliatti-sk’/rslan Talsvert hefur verið rætt und anfarið um hina svonefndu Togliattiskýrslu, eða greinar- j gerð þá, sem hinn ítalski leið- togi samdi rétt áður en hann féll frá um afstöðu kommúnista flokka til deilu Rússa og Kín- veria. f skýrslu þessari er hald ið fram, að kommúnistaflokk- arnir eigi að vera sjálfstæðir, þótt þeir séu í alþjóðasamtök- um, en ekki lúta drottinvaldi í Moskvu eða Peking. Ýmsir hafa talið, að þetta bæri vott um hálfgerða uppreisn gegn Rússum. Hið rétta mun þó, að skýrslan hafi verið gerð i góðri samvinnu við Rússa. Ósigrar j kommúnista í Vestur-Evrópu hafa gert þeim Ijóst. að þeim j er nauðsynlegt að reyna að j sýna. að þeir séu ekki undir j erlendu húsbóndavaldi. En hætt er við. að tengslin hald- ist eftir sem áður. þótt reynt sé að gera þau ósýnilegri. Kommúnistar þurfa áreiðan- lega að breyta meiru, ef þeir ætla að efla fylgi sitt að nýju. Þjóðir Vestur-Evrópu hafa hafn að kommúnismanum ekki að- eins vegna tengsla hans við ei> lent ríki, heldur engu síður vegna þess, að hann er ófrels- is- og einræðisstefna. Því er ólík legt, að Togliattiskýrslan bæti nokkuð jarðveginn fyrir komm únismann í Vestur-Evrópu. Fordæmi Norður- landa Víða um heim er nú vitnað til Norðurianda sem einnar hinn ar beztu fyrirmyndar í stjórnar háttum. Þangað koma sendi- nefndir frá hinum nýju ríkj- um Afríku og Asíu til að kynnast starfsemi verkalýðsfé- laga, samvinnufélaga og bænda samtaka þar Það hefur vafa- lítið styrkt stöðu Norðurlanda, hvað mest, að frjálslyndir og umbótasinnaðir menn hafa eflt sterka flokka þar. en klofnings flokkar eins og kommúnistar eða öfgamenn til hægri ekki náð verulegri fótfestu. Norð- urlönd hafa sýnt, að það er samstaðan. en ekki sundrungin. sem gildir. Afturhaldi og öfg- um hefur verið haldið í skefj- um vegna þess, að frjálslyndu öflin hafa haldið saman. óonuf bróun. Ef borin er saman efnahags- þróunin hér og annars staðar á Norðurlöndum seinustu árin, verður sá samanburður okkur harla óhagstæður. Þó hefur ár- ferði verið öllu hagstæðara hér en þar. Hveradalir f Kerlingafjöllum. Hér á landi hefur t. d. kaup- máttur venjulegra daglauna rýrnað verulega seinustu sex árin og gert mikla eftirvinnu óhjákvæmilega. Á hinum Norð urlöndunum hefur kaupmáttur daglaunanna aukizt og þar geta menn haft sæmilega afkomu án eftirvinnu. Þar hefur hagur bænda batn- að, en hér hefur. hann tvímæla- laust versnað. Þar þrengja ekki lánfjárhöft að atvinnurekendum og verzlun arfyrirtækjum og vaxtakjör eru þar hagstæðari en hér. Þannig má lengi rekja mun- inn á stjórnarháttunum þar ög hér. Hvað veldur? Hvað veldur því, að þróunin hefur orðið önnur hér en á Norðurlöndum seinustu árin? Svarið er einfalt. Þar hefur ríkt frjálslynd umbótastefna. Hér öfgafull íhaldsstefna. Þar hefur verið reynt að vinna að því, að kaupgjald hækkaði heldur meira en verð lag. Hér hefur verið stefnt að því gagnstæða, því að valdhaf- arnir hafa trúað á skerðingu kaupmáttarins sem allæknandi undrameðal. Þar hafa atvinnurekendur yf- irleitt verið efldir til framtaks með því að veita þeim aðgang að lánsfé með sæmilegum kjör- um. Hér hafa verið sett á ströngustu lánsfjárhöft til þess m. a. að tryggja forgangsrétt hinna útvöldu. Þar hefur með hóflegum að- gerðum verið reynt að tryggja forgangsrétt hinna nauðsvnleg- ustu framkvæmda. Hér hefur ekkert slíkt verið gert af ótta við að það gæti skert olnboga rými forréttindamanna. Þar hefur verið stjórnað með almannahag fyrir augum. Hér hefur verið stjórnað fyrir hina útvöldu. „Usedvanlig koali- sjon 66 Á Norðurlöndum er hörðust barátta á stjórnmálasviðinu milli Sósíaldemókrata annars vegar og íhaldsflokkanna hins- vegar. Þar er samvinna þess- ara flokka ekki talin hugsanleg, nema ef vera skyldi á sty#aldar tímum. Hér á landi hefur Al- þýðuflokkurinn gengið til sam starfs við íhaldsflokkinn á þeim grundvelli, að stefnu hans skuli fylgt í einu og öllu. Það er ekki að furða, þótt Aftenposten í Osló kalli þetta samstarf hina „usedvanlige koalisjon“. Það er þetía, sem gerir stjórnmálin hér frábrugðn ust stjórnmálunum annnars staðar á Norðurlöndum og veldur því, að þróunin hér er allt önnur en þar. r Astæðulausf hól að hælast yfir því, að núv. ríkisstjórn hafi aukið mjög fram lag til almannatrygginga. Almannatryggingar hafa auk- izt aðallega af tveimur ástæðum síðari árin, þegar venjulegar hækkanir vegna dýrtíðarinnar eru frátaldar. Önnur ástæðan er afnám hins svonefnda skerðingará- kvæðis. Ákvörðunina um afnám þess var búið að taka áður en núv. stjóm kom til valda, svo að það er ekki neitt henni að þakka. Hin ástæðan er sameining landsins í eitt verðlagssvæði. Á- hugirm fyrir því var ekki meiri en svo hjá stjónarflokk- unum, að þeir feiMu taiögu, sem Hannibal Valdimarsson fhitti um þetta fyrir þremur árum. Gerðu það meira að segja með nafnakalli, svo að þetta sézt skýrt í þingtíðindunum. Það var ekki fyrr en seinustu kosningar nálguðust, að þeir féH ust á þetta. Hér eins og á mörgum öðrum sviðum, látið undan sókn stjómarahd- stæðinga. En þess vegna er Hka ástæðu laust fyrir stjómarflokkana að státa mikið af þessu. Drögumst við aftur úr? Þótt margt og mikið megi að stjórnarháttunum finna, er það tvímælalaust alvarlegast af öllu, að ekki er fylgzt nægilega með á sviði kennslumála, rann sókna og vísinda. Á þessum sviðum eru nú að gerast hinar stórfelldustu breyt- ingar í þeim löndum, sem við keppum helzt við. Óhemjulega miklu fjármagni er varið til að auka skólana, breyta kennsl- unni, auka hvers konar rann- sóknir og efla margvísleg vís- indi. f þessum efnum höfum við hins vegar að mestu staðið í stað, enda framþróunin hjá okkur orðið miklu minni en í þeim löndum, sem við keppum við eða viljum vera samflota. Hér er stórkostlega mikil hætta á ferðum, ef ekki verð- ur brugðizt við strax og ger- breytt um stefnu. Það dugir ekki fyrir stjórnina að segja, að minna hafi verið gert í þessum efnum fyrir 6 árum, 10 árum eða 15 árum. Þá voru aðstæðurnar aðrar en nú og getan líka minni. Hér dugir ekki að miða neitt við liðinn tíma, heldur þann tíma* sem fram- undan er. Beðið eftir verkunum. S j álf stæðisf lokkurinn þyk- ist nú allt í einu hafa fyllzt mikl um áhuga fyrir málefnum hinna afskekktari héraða. Því til sönn unar boðar hann margar ráð- stefnur á Vestfjörðum og Aust , fjörðum. Það er vissulega góðra ISÞWa vert. « haldnar Séu UM MENN OG MÁLEFNi ráðstefnur um þessi mál. En verkin sjálf eru ólíkt betri. Og þau hefur ekki aðeins skort hjá núv. stjórnarflokkum, heldur hefur verið þrengt að hinum afskekktari byggðalögum á ýms an hátt. Annars mun gefast tæki færi til að sannreyna það á næsta þingi, hvaða hugarfar hefur knúið Sjálfstæðisflokkinn til að halda þessar ráðstefnur. Það mun sjást þar, hvort þær eru sprottnar af heilindum eða eiga aðeins að villa um fyrir mönnum. T í M I N N, sunnuf^-iawr 4. nktnber 1964 __ 6

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.