Tíminn - 04.10.1964, Page 9
hafði lækkað í áhni og fannst okk
ur það strax í rétta átt. Ekkert
gátum við kannað ána um kvöld-
ið, því að báturinn varð ekki til-
búinn og litli báturinn ekki fær
i stóra álinn. Nú voru þrír menn
með vöðlur til að geta kannað
botninn betur, en það varð að
bíða næsta dags, því að ekki þótti
ráðlegt að hafa ekki bát við hend-
ina, er farið yrði að vaða. Næsta
morgun var enn haldið áfram
bátasmíðinni og voru þeir fremst-
ir við það, Guðmundur Jónasson,
foringi fararinnar og Hallgrímur
Jónasson kennarí. Fyrst um klukk
an 10 var farið að kanna og þrír
menn sendir í ána á víð og dreif,
og var Egill Kristbjörnsson fyrir
þeim. Þeir óðu nú þarna fram og
aftur og líka nokkru neðar en
við Halldór höfðum áætlað bezta
vaðið, enda reyndist dýpið öllu
meita þar.
Stundum fengu þeir bátinn með
sér og héldu þá í borðstokkinn
þar sem dýpið var mest, því þar
var straumþunginn meiri.
Eftir hér um bil tveggja stunda
athugun var tekin ákvörðun um
að reyna að komast yfir á bílnum
og völdu þeir sama staðinn og við
höfðum talið líklegastan í fyrri
ferðinni var nú stóri bíllinn út-
búinn fyrir köfun, breitt eitthvað
utan með vélinní og púströrið leitt
upp með pallinum. Nú voru send-
ir tveir menn á undan á bátnum
til að reyna að ná myndum og
þá hófst ferðin yfir. Guðmundur
var seztur við stýrið, hin stóra
stund var upprunnin, skyldi þeim
heppnast að komast yfir? Það var
töluvert í húfi, tæki voru ekki við
hendina til að draga bílínn upp
úr, ef hann festi sig, eða ylti um
koll. Líka var mest af fólkinu á
palli bílsins og var þetta töluvert
áhrifa mikil sjón fyrir okkur sem
komnir vorum yfir og næstum of
áhrifamikil sjón fyrir okkur, sem
að ætlast til að víð næðum góðum
myndum, því við vildum helzt ekki
missa af einu augnabliki. Ekki var
hægt að aka neitt undan að ráði.
því að staðan var þannig. En er
út á klöppina kom var nauðsyn-
legt að halda dálítið í strauminn,
enda var þar nokkru grynnra
eins og áður er getið. Svo var
það állinn við norðurlandið, hann
varð að fara beínt og var hann
einna dýpstur. En þetta gekk allt
saman vel, bíllinn seig áfram hægt
og gætilega og þar sem dýpið var |
mest fór vélin næstum í kaf og
vatnið braut á pallbrúninni. En
nú vorum við komnir yfir og
draumurinn orðinn að veruleika.
Það var mögulegt að fara á bíl
yfir Tungnaá. Og nú var glatt á
hjalla þarna á eyrinni á meðan
verið var að færa bílinn úr og
setja á víftureimina.
Velkominn yfir Guðmundur og
til hamingju með sigurinn. Bíll- I
inn fékk líka sína viðurkenningu, :
hann hafði heldur ekki brugðizt!
vonum okkar. Var því næst ekið :
upp Hesttorfuna og tekin stefna !
inn á Búðarháls. Það væri gaman j
úr því að við vorum komin yfir
að bregða okkur inn á háháls og
litast um. Verst að skyggni
var ekki nærri gott. Þok-
an byrgði allt útsýni inn
eftir afréttinum. Það var
haft á orði að fara alla leið að
Dynk, innri fossinum í Þjórsá á
þessum slóðum. En bæði var það
að töluverður snjór var. er upp á
Höfundur þessarar
greinar er Guðlaug-
ur lárusson, sem
var með í fvrstu
ferðinni vfir
Tunenaá
Hálsinn kom og hafði hann dreg-
ið í skafla víða og skafið í gil og
skoru'-. Svo var hitt að þokan va
| svo dimm að lítið var að sjá.
Þó var allgott skyggni suður til
Heklufjalla og Loðmundar og
Kirkjufells og allt austur á Sveins
tind að við héldum.
Áður en við yfirgáfum hæðina,
sem við höfðum valið okkur til að
skyggnast ofurlítið út yfir öræfin,
þá birtust Hágöngur allt í einu
augnablik, gamlir kunningjar frá
fyrri tímum, þegar maður var að
leita kínda þar á nálægum slóð-
um. En nú var eftir að komast
aftur suður yfir. Ókum við nú
sömu leið niður Hálsinn. Það má
heita ágætur vegur mest af leið-
inni og víða brautir eftir bíla frá
árinu áður og líka allskírar götur
eftir fyrri tíma leitarmenn. Við
bjuggum nú bílinn út eins og áð-
ur og reyndum að þræða sömu
leíð yfir ána. Það gekk vel eins
og fyrra skiptið og náðum við
heilu og höldnu í tjaldstað.
Það fór nú að kvisast manna
á meðal þarna í tjöldunum á með-
an við vorum að borða, að mein-
ingin væri að bregða sér í Hrafn-
tinnuhraun austur undir Kalda-
klofsjökul. Það var nú kominn
það mikill snjór á öræfin, að ekki
var víst að fært væri þangað. Víða
á þeirri leið eru brattar brekkur
og djúpir skorningar, eins og þeir
vita sem farið hafa þar um og
sums staðar tæpur vegur líka.
Var nú báturinn fluttur á bíln
um upp í Hald að flutningnum og
gengið frá honum eins og áður
og haldið þaðan suður Fitina og
Leirdalinn á enda. Við Rigmar og
Halldór vorum í stóra bílnum eins
og í fyrrí ferðinni og var hann á
undan. Nú heyrðum við hljóð-
merki frá Vodsinum, sem hafði
stanzað nokkru innar. Við héld-
um nú að eitthvað væri að og fór-
um að ráðgera að snúa við til að-
stoðar. Þegar þeir allt í einu
beygðu til vinstri út af brautinni
''g tóku stefnu beint austur á ör-
æfin neðan Valafells.
Seinna fréttum við að þegar
Guðmundur nam staðgr hafði
hann orð á því að sér virtist sem
hann sæi menn við Áfangagil. Og
á meðan félagar hans voru að
rýna þangað til að reyna að koma
auga á þessa menn þá var Guð-
mundur efalaust að skima athugul
um augum austur yfir hraunið til
að finna nýja og styttri leið eins
og hans var von og vísa. Þetta
munaði okkur töluverðu á tíma,
því annars hefðum við orðið að
fara alla leið niður fyrir Rangár-
botna á fjallabaksleið. Okkur gekk
vel þessa nýju leið og var stóri
bíllinn ýmist á undan eða eftir
og stundum fóru þeir Guðmundur
og Halldór sitt hvora leið. Þeir
virtust þekkja veginn vel og geta
farið ýmsar leiðir ef þeim
sýndist svo.
Þegar víð komum austur á móts
við Rauðufossa var farið að bregða
birtu allverulega. Við höfðum orð
ið síðbúnir frá ánni, enda eytt um
fjórum stundum innan árinnar.
Heldur fannst mér óhugsanlega
bratt þarna á köflum og tæpur
vegurinn sums staðar. Svarta þoka
var á annað veifið og gerði það
leiðina töluvert ægilegri í augum
okkar sem ekki höfðum farið
þetta áður. Við urðum að aka upp
snarbrött fjöll og svo aftur nið-
ur hinum megin. Mér varð oft á
að hugsa, skyldu bílarnir draga
hér upp aftur, því töluverður i
snjór var víða og urðum við að
sniðskera upp bröttustu fjöllin,
þar sem brautin annars lá beint
upp.
Við vildum ekki fara að setja
á keðjur fyrr en í síðustu lög.
Sérstaklega fannst mér teflt í tví
sýnu er við stungum okkur niður
af Litla Höfðanum í 1000 m. hæð
í svarta þoku, því þá var líka orð-
ið fulldimmt. Annars var tungl í
fyllingu og dásamlega fagurt er
við komum niður úr þokunní, því
léttskýjað var og stafalogn.
Þetta fer nú að styttast svaraði
Halldór ætíð, er við vorum að
spyrja hvað langt væri eftir.
Þarna ókum við yfií Markárfljót
og var það furðu vatnslítið, enda
nálægt upptökum þess. Það eru
víst nokkra kvíslar, sem koma
þarna upp á hverasvæðinu norð-
an Hrafntinnuhrauns. Loks vorum
við komin á staðinn, þar
sem vænta mátti Hrafntinnu og
var þá kl. orðin um 9. Það fór
nú að glitta í stein hér og þar, og
lýstum við hrúgurnar upp með
bílaljósunum. Nú áttí að ganga
greiðlega að hlaða bílinn, því nóg-
ur mannafli var fyrir hendi og
höfðu þeir áldrei áður haft svo
marga menn í vinnu á þessum
slóðum. Það væri líka í
fyrsta sinn að stúlka hefði farið
með í slíkan leiðangur. Rigmor
var því fyrsta og eina stúlkan
sem hafði farið Tungnaá á bíl.
Það var ekkí svo lítið varið í að
bregða sér í Hrafntinnuhraun og
taka þátt í að hlaða bílinn í tungls
ljósi og ævintýraljóma, því tinnu-
hrúgurnar lýstu einkennilega í
mánaskininu og einnig þegar bíla-
ljósunum var beint á þær.
Rigmor hafði a.m.k. aldrei upp-
lifað neitt þessu líkt, því það var
eins og eitthvert ótrúlegt og heill-
andí ævintýri.
Um kl. 10. vorum við búin að
hlaða bílinn. Það varð líka að
velja steina. Það var ekki nóg að
þeir væru svartir og glampaði á
þá í tungsljósinu. Það þurfti helzt
að skoða innan í þá og heyra í
þeim hljóðið, þeir urðu að hafa
réttan hljóm, til þess að óhætt
væri að treysta því að þeir væru
90% gler. Þetta sagði mér Guðm.,
sem búinn er að fara margar ferð-
ir þarna Inn eftir og veit hvað
hann er að gera. Þessu næst var
fyrir honum 6 tíma ferð í nætur-
húminu til að komast heim. Ekki
settum við á keðjur, en treystum
á kraft bílanna. Aðalhættan var
við kvíslar Markarfljóts, þar var
dálítil bleyta og niðurgrafið á
köflum.
„Ég fer á undan," sagði Guðm.,
sem stýrði 10 manna Vodginum
og trukkurinn okkar skreið á eft-
ir, nú orðinn nokkuð þungur á
sér. En hann svamlaði yfir það án
þess að taka sýnílega nærri sér.
Nú var Vodginn aftur orðinn á
eftir og nú stopp í alvöru, því nú
hafði sprungið slanga og varð að
skipta um hjólbarða. Við notuð
um tímann á meðan til að horfa
út yfir öræfin böðuð í mánaskini
og stjörnuljóma. Það var ekki
margt sem truflaði hrifinú áhorf-
anda í þéssari snævi þöktu auðn.
Kyrrðin var eitthvað svo djúp og
heíllandi. Á vinstri hönd gnæfði
Hrafntinnuhraun dökkleitt og
dularfullt í tupglskininu, en á
hina sást óljóst til Hverasvæðis-
ins á Reykjadölum þar sem gufu-
strókar af ýmsum stærðum teygðu
sig upp í þessa hljóðu mánabjörtu
öræfanótt. Það vildi vera dálitlum
erfiðleikum bundið á köflum að
komast upp úr smá kvíslum og
lækjardrógum ef brekka tók við,
því blautur snjórinn gerði braut-
ina hála, en það tókst alltaf við
aðra og þriðju tilraun. Upp Höfð-
ann var reglulega gaman að sitja
í stóra bílnum, hann fór ekki sér-
lega hart, en hann færðist örugg-
lega upp á við. Halldór sagði mér
að í fyrra sumar, er hann var á
heimleið á þessum sömu slóðum 1
með hlass á bílnum, þá hafði hann
orðið að hjálpa þarna upp stórum
vörubíl, sem líka var hlaðinn, en
sem að vísu var í gangi, en dróg
ekki upp á eigin spýtur. Enda er
þetta einhver mesta brekka sem
um er að ræða á þessari leið.
Eftir að ég heyrði þetta, var
ég ekkert hræddur um það lengur
að við hefðum ekki upp. Bíllinn
virtist heldur ekki taka sérlega
nærri sér, jafnvel þó að snjórinn
hlyti að gera honum erfiðara fyr-
ir.
Svo fór þá bráðlega að halla
undan fæti og aðalerfiðið var í
., ■ .Gt-y'--:'
Halldór er hér í fylgd með danskri konu, sem var með í ferðinni, en
1 þau standa við bátinn, sem notaður var til þess að kanna ána.
..... ...____________________
Bíllinn á leið norður vfi»- Tunanaá.
Og hér er Hávarður kominn vfir, en það er nafn gamla Fordbílsins.
Á Brúarhálsi.
því fólgið að halda sér vakandi.
Ökumennirnir höfðu a.m.k.
ekki tíma til að sofa, það gerði
minna til með okkur hin.
Ferðin heim gekk eins og í sögu,
það var aldrei minnzt á að stanza
til að fá sér bita, það var víst
ekki tími til þess, aðeins í Rangár-
botnum var numið staðar andar
tak og ég vissi til þess að sumir
T í M I N N, sonnudagur 4. október 1964. —
fengu sér þar tært uppsprettuvatn
að drekka. í Skarði urðum við a?
vekja upp tíl að fá benzín, þvi
leiðin hafði orðið dálítið frek á
því eins og gefur að skilja. Um
kl. 4. síðla nætur náðum við heirs
furðu hress eftir aila þessa löngu
leið og auðvitað glöð og ánægð
með svona velheppnaða og sögu
lega ferð.
§