Tíminn - 04.10.1964, Page 14

Tíminn - 04.10.1964, Page 14
EG VAR CICERO söngvarinn skuldaði peninga, og í fylgd með honum var fógetinn, sem tók fjárnámi allt, sem inn hafði komið fyrir söng skemmtun ina í lokin. Ég hafði haldið sýningu á sjálf- um mér, orðið til athlægis. Þeg- ay 4í-i??ddíst bakdyramegin út úr húsinu og gekk heim á leið í myrkrinu í kvöldfötunum og Veitti fólkinu í kringum mig enga eftirtekt, fannst mér ég vera mjög tinmana. Það var ekkert eftir, sem ég gat reynt nema þá að betla. Ég fór til þýzka aðalræðismanns ins, sem nú gekk undir nafninu aðalræðismaður Sambandslýðveld- isins Þýzkalands. Þjóðverjar voru langt komnir með að koma undir sig fótunum að nýju. — Mig langa til þess að tala við aðalræðismannihn. — f hvaða sambandi? — Um peningamál. Hús aðalræðismannsins var fall- eg byggipg, vel búið húsgögnum og starfsmennirnir báru sig vel líka. Þeir litu á mig með vantrausti. Útlit mítt vakti ekki mikið traust lengur. Fötin mín voru sóðaleg, ®g ana!it mitt innfallið. Ungur starfsmaður kom og hlustaði á sögu mína. — Ég veit ekkert um þetta mál, sagði hann. — Við vitum opin- berjega ekkert um Cicero-aðgerð- irnar. Við hverju öðru gat ég búizt? Hefði Moyzisch gefið mér vottorð: — Bazna, Elyesa, engin sérstök líkamseinkenni, njósnaði fyrir okkur. Við förum fram á það við alla viðkomandi, sérstaklega Breta, að þeir veiti honum alla mögulega aðstoð í hinu mikla starfi hans? Ég hafði engin skjöl, sem ég gat sýnt ræðismanninum, og skjöl voru það eina, sem þeir tóku nokkuð mark á.' — Þýzka ríkið sveik mig illi- lega. Sambandslýðveldið er lög- legur erfingi ríkisins, og þess vegna hef ég kröfur- á heridur stjórn yðar. Ég talaði lágum rómi, þar var engin sannfæring í röddinni, og ég skammaðist riiín fyrir sjálfan mig, vegna þess að maðurinn, sem ég var að tala við, leit á mig sem frekan betlara. — Ég er hræddur um, að það sé ekki mikið, sem ég get gert í þessu máli. Mér þykir mjög fyrir því. j ’ Það var augljóst, að harin vor- kenndi mér. Hann fitlaði órólegur við skjalabunkann fyrir fram an sig, og sýndi mér með lát- bragði sínu, að ég var aðeins til óþæginda. Verkið, sem hann vildi halda áfram að vinna, var vissu- lega þýðingarmeira en ég, svo ég fór. Það var engin ástæða til þess að ég gerði ekki enn minna úr sjálfum mér. Ég fór og þitti Herr Jenke, mág Ribbentrops.' Hann, eins og aðrir starfsmenn þýzka sendiráðsins, hafði orðið að yfirgefa Tyrkland með Drotning- holm. Um tíma hafði hann búið í Baden-Baden, og síðar flutzt aftur til Tyrklands í lok ársins 1949 eða fyrst á 1950. Hann sneri sér aftur að byggingaiðnaðinum, sem hann hafði starfað við áður en mágur hans, þýzki utanríkisráðherrann, fékk hann til þess að ganga í þýzku utanríkisþjónustuna. Ég vildi fá aðstoð hans. Ég beið í lengri tíma á strætinu, og velti því fyrir mér, hvað ég ætti að segja við hann. Hann vissi, að ég hafði unnið fyrir Þjóðverjana, og að þeir höfðu svikið mig, hann kynni jafnvel að geta hjálpað mér með smálán. Ég hringdi bjöllunni og sagði til mín. Eg var beðinn um að bíða utan dyra. Ég varð að bíða lengi. Svo kom þjónustustúlkan og sagði mér, að Herr Jenke væri mjög leiður, en hann gæti ekki tekið á móti mér. Tveimur dögum síðar dó hann. I-Iann fór í siglingu með ein- hverjum vinum sínum á Marmora vatninu og bátnum hvolfdi. Það var aðeins slys. Öllum var bjarg- að nema I-Ierr Jenke, sem var lát- inn, þegar hann að lokum náðist upp úr vatninu. Dagblöðin sögðu að þetta væri — dularfullur dauði, en líkskoðun sýndi, að hann hafði látizt af hjarlaslagi, sem orsakaðist af áfall inu. Svo það var ekki iengur hægt að snúa sér til hans um hjálp. Kvöld eitt, þegar ég var mjög langt niðri, settist ég í hæginda- stólinn og gerði uppkast að bréfi. Ég skrifaði það til hans hátignar dr. Konrad Adenauers, Kanslara í Bonn í Þýzkalandi. Ég hugsaði mig mjög vel um þegar ég skrifaði það, og gerði annað uppkast eftir því fyrsta. — Yðar hátign, skrifaði ég, — undirritaður, Elyesa Bazna, leyfir sér hér með að skýra yður frá eftirfarandi staðreyndum í von um að yðar hátign geri það sem í yðar valdi stendur til þess að minnsta kosti að rétta hluta af þeim rangindum, sem ég hefi ver- ið beittur. Ég var i þjónustu þýzka sendiráðsins i Ankara, og á stríðsárunum réðst ég í brezlca sendiráðið í Ankara af cintómu fylgi við Þjóðverja til þess að geta veitt þeim aðstoð mína síðar. Þjónusta mín, sem ég veittí með því að hætta lífinu, frelsinu, mann orðinu var endurgoldið með fölsk- um brezkum peningaseðlum . . . Þetta var langt bréf, með öll- um smáatriðum, undirgefið bréf, sem aðeins var skrifað út úr brýnustu nauðsyn. Það endaði: — Af þessum ástæðum leyfi ég mér að vonast eftir fljótu og hlið- hollu svari við því, sem ég fer fram í, og að lokum vil ég færa yðar hátign innílega þakkir mín- ar. i Ilafði ég ekki á minn hátt átt 53 viðræður við stórmenni heimsins? Hafði ég ekki fengið smáinnsýn inn í áætlanir Churchills, Stalins og Roosevelts? Bréf mitt til dr. Adenauers í síðasta sinn lét mér finnast ég standa í sambandi við einn af stórmennunum í stjórn- málum heimsins. Mörgum mánuðum síðar fékk ég bréf frá utanríkisráðuneytinu í Bonn. Þar stóð: — Sem svar við bréfi yðar frá 16. apríl, 1959, sent til kanslar- ans, viljum við skýra yður frá því, að utanríkisráðuneytið er að rannsaka málið, sem nefnt var. Utanrikisráðuneytið mun ekki láta undir höfuð leggjast að hafa samband við yður aftur í þessu sambandi. Undirskriftin var ólæsileg. Fjórir mánuðir liðu áður en en nokkuð gerðist. Bréfið, sem þá kom frá Bonn var stutt. Það hljóðaði á þessa leið: — Kröfur vegna þýzka ríkisins. Utanríkisráðuneytinu þykir fyrir því, að geta ekki gert neitt í sambandi við þetta mál. Ég er enn lifandi. Ég kaupi og sel. Það er ekki að ástæðulausu, að ég er fæddur undir Krabbamerkinu. Krabbar koma alltaf niður á fæturna, enda þótt gólfið, sem þeir koma niður á sé ekki allftaf klætt dýrmætum gólfteppum. Síðasta sumar fór ég til Bursa með Duriet, konu minní. Við fór- um þangað með áætlunarbíl eftir ósléttum vegum. — Hér er dásamlegt, sagði Dur iet á sinn hægláta hátt. Ég sýndi henni plómugarðana, Uludag fjallið og heitu laugarn- ar. Við fórum ínn í Celik Palace Hotel. Það er sannarlega stór'- köstlegt hótel. Tveir sendisveinar í ljósbláum einkennisbúningum stóðu við dyrnar og opnuðu þær 11 fræðingsins. Síðan óku þeir af stað í léttvagni borgarstjóra. Um'leið varð allt í einu skyndi- leg þögn í hópi slúðurkvenna kirkjugestanna. Ekkert heyrðist nema rödd föður Gichards. — Ég sé, að þér hafið látíð kerti loga, barnið mitt., Eg ska! biðja þess með yður, að bæn y'ðar i;erði heyrð. — Þökk, faðir. Það var dóttir Palmýru Delamare. Móðir henn- ar og Fauvette stóðu að baki henn ar. Þögnin var rofin við það, að margar kvennanna supu hveljur. Frú Larouche greip fyrir hjartað. Olympe tók glas með ilmsalti úr tösku sinni og hélt því að vitum frúarinnar. Svipur Nanaine harðn aði, hún klemmdi saman varirnar og augun skutu eldingum. Júlían stóð við hlið hennar og virtist hafa gaman af. — I-Iverjar eru þetta eiginlega? spurði Kóletta forvitin. — Það er betra fyrir ungar og heiðvirðar stúlkur að vita það ekki, svaraði Olj'mpe. Þau urðu samferða heim, öll þrjú, í léttvagni Fauvette. Svarti ekillinn smellti með svipuólinni, og vagninn rann af stað. — Jæja, sagði Olympe og veif- aði kring um sig í ákafa. — Nú er uinsókn Fauvette d‘Eaubonne sem fylgdarkonu imgra stúlkna úr sögunni, fyrir mitt leyti. Viktor var öldungis út á þekju. Hvað gat það verið í fari hinnar ungu stúlku með stuttklippta hár- ið og hinnar fögru móður .hennar, sem vakið hafði svo mikla andúð hjá Nanaine og vinkonum henn- ar? Ulysse frændi neytti morgun- verðar síns undir beru lofti við borð, er stóð í forsælu undir val- •hnotutré. Sólin skein gegnum trjá laufið og myndaði rósir úr ljósi EFTIR ARTHEMISE GOERTZ og skuggum á hvíta dúknum og silfurborðbúnaðinum Páfagaukur hafði setzt að á stólbaki gamla mannsins. Svo grannholda var Ulysse fræpdi, að kalla mátti hann því nær horgrind við fyrstu sýn. Hann var prýddur sams konar yfirskeggi og Napóleon þrið.ii, þunnt og silfurgrátt hár hans féll í tjásum n}ður á tígulegt ennið, og ævin- lega var hann klæddur svörtum sjðfrakka og ljósgráum buxum. Ekki var Ulysse frændi svo grannur af lystarleysi, því að liann hámaði í sig steikina með því, sem henni tilheyrði, og fat með steiktum fasönnum beið við hlið hans. Ilann var að tæma vín- glas, þegar Viktor kom til hans. Karl reis úr sæti, faðmaði frænda sinn og kyssti hann á báðar kinn- ar og síðast munninn. — Nei, þakka þé.- fyrir, ég er búinn að borða morgunverð, svar- aði Viktor, þegai hinn bauð hon- um að setjast að snæðingi með sér. Ulysse frændi klappaði þá saman Iófunum, og þegar Núnún, þerna hans, birtist bað karl hana að koma með tvo bolla, svo að þeir mættu po minnsla kosti drekka kaffi saman. — Meðan ég man, hóf Viktoi máls, þá hefur faðir Guichard fal- ið mér það hlutverk að frelsa sál þína. — Því mættír þú gjarnan hafa gleymt anzaði frændi hans og bætti enn við sig einni sneið af steik. — Ég stefni beinustu leið til helvítis. Þar er nefnilega Butl er hershöfðingi vistaður, og ég þarf að segja nokkur orð við hann einsléga. Er það ekki satt, Briggs? Hann rétti páfagauknum kjötbita á gaffli yfir öxl sér. — Nú, já, fyrst þú átt þangað erindum að gegna — þá skal ég segja föður Guichard frá því. Við skipti ganga fyrir vellíðan. — Þakka þér fyrir, ef þú vilt gera svo vel. — Hvernig gengur með stríð- ið? — Dásamlega. Ánægjan skein úr augum hans. j — Við sigrum. Hann tók landa- bréf, er lá á stól við hlið hans. \ Það var fullt af mislitum títuprjón j um, spm voru stungnir í það um allar jarðir. Það vav vandi hans að athuga landabréf sín, meðan hann var að borða, og yfirvega næstu leiki sína, líkt og hann sæti við skákborðið. — Sjáðu — hér erum við hjá Korintu og þar er Johnston hershöfðingi fyrirliðí. Ef Suðurríkin gætu yfirbugað Grant, áður en Buell næði að sameinast honum, og sigrast síðan á Buell, væri hægt að vinna aftur það landsvæði, er tapaðist við fall Don elsons...... Þannig hélt gamli maðurinn áfram að útskýra og yfirvega, dró prjóna sína út hér og stakk þeim inn þar. Andlit hans var eldrautt af ákafa og víninu, sem hann var búinn að drekka. Um tuttugu ára skeið hafði Ulysse frændi unnið að sögulegu ritverki um þræla- stríðið í Bandarikjunum, eða rétt- ara ságt útskýringu á því, hvað gerzt hefði, ef þetta hefði farið öðruvísi og hitt orðið svona. Hið fjarstæðukennda og vita gagnslausa starf ffænda hans fyllti Viktor ömurleika. Hugsa sér, að hafa eytt tuttugu árum ævi sinnar til þess að rannsaka, hvern ig hægt hefði verið að breyta rás, styrjaldar, sem þegar var fyrir löngu á enda kljáð. Þannig leit og Nanaine á þetta mál. Að vísu hafði hún ekki tal- að við bróður sinn í fjörutíu ár. Hún hafði aldrei getað fyrirgefið honum að hætta við lögfræðina til þess að leggja fyrir sig hrís- grjónaverzlun, og ata með því hendur de Rocher æltmanns á svo auvirðilegu sem viðskiptamálum. Með árunum hafði Ulysse frændi safnað sér miklum eign- um, og innan við sextugt gat hann setzt í helgan stein og lifað í ró og næði sem ríkur lánardrottinn. Fulltrúar hans klipptu arðmiða og sáu um ínnheimtu vaxta, svo að gamli maðurinn hafði takmarka- lausan tíma til að sinna sínum „styrjöldum*' n-s njóta áhyggju- leysisins. „Nanaine og Ankonui hennar eru náltúrulega gengnar af göflun um, er það ekki? spurði hann með illgirnislegum glampa í augna króknum. — Ég heyri sagt, að Palmýra Delamare sé komin aft- ur. Og með óvenju fríða dóttur, svei mér þá. — Já, en Ullysse frændi, hvérj- ar eru þær eiginlega? Hvers vegna hafa þær vakíð slíka ólgu? — Það er satt — þú manst það auðvitað ekki. Þú varst barn, þeg- ar Palmýra fór héðan. Hann laut í áttina til læknisins. — Ég veit hvað dóttir hennar heitir. Núnún heyrði það hjá Dúdús, sem vinnur hjá Ólympe, og Dúdús hefur það frá stofuþernu hjá frú Duforu, konu bakarans. En henni sagði frú Naquin, kona póstmeistarans, er sá nafn hennar á bréfi, sem stúlkan fékk frá New York í gær. Almáttugur, hugsaði Viktor. Nú og hvað heitir telpan þá? spurði hann. — Mirjam Mendel. Segir það nafn þér ekki neitt? —- Nafn ungrar stúlku lýsir því venjulega, hver faðir hennar var. — Það er langt frá því að vera allt og sumt í þessu tilfelli. En drengur minn .... Ulysse frændi skaut stól sínum aftur. — Ég hef ekki tíma til að segja þér meira núna. Það er allt of löng saga. Langi þig til að heyra meira, þá spyr þú Alcide Larouche frænda þinn. Ég verð að taka aftur til við mitt starf. Hann stóð upp og greip landabréf sitt. Læknirinn stóð drykklanga stund og starði á gamla manninn, sem grúfði sig yfir kortið. Alcide Larouche frændi hans — Larouche læknir hinn auðugi í New Orleans, sem Nanaine vildi að hann gengí í félag með. Doktor Larouche og Palmýra Delamare. T í M I N N, sunnudagur 4. október 1964. — 14

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.