Alþýðublaðið - 24.01.1954, Side 4

Alþýðublaðið - 24.01.1954, Side 4
4 ASJÞYÐUB L ABIÐ Sunnutlaginn 24. janúar 1954 Útgefandi: AlþýJSuflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaSur: Hantsibal Valdimarsson Meðritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamensi: Loftur Guð- mundsson og Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsinga- eími: 4906. Aígreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hvg. 8—10. Áskriftarverð 15,00 á mán, í lausasölu: 1,00. Bæjarufgerð togara BÆJARUTGERÐ REYKJA- VÍKUR er stærsta togaraút- gerðarfélag, sem nokkru sinni hefur starfað hér á landi. Og það er ríkt í vituncl almenn- ings, a'ð þúsundir manna hér í bæ mxmdu verða fyrir miklu atvinnu- og afkomutjóni ef bæjarútgerðin yrði lögð niður. Þetta atvinnufyrirtæki nýtur því mikilla og almennra vin- sælda í borginni. Hún er að verða óskabarn Reykvíkinga. Ekki ráðlegt, þess .vegna bœjar- rekstur. Menn verða að gera sér það Ijóst, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gert bæjarrekstur togara að stefnumáli sínu. Heldur sætti flokkurinn sig við þetta rekstrarform algerlega til neyddur. Þegar nýsköpunartogararnir voru keyptir, höfðu einstakir íhaldsmenn enga trú á, að svona dýr skip gætu borið sig. Þeir sáu a. m. k. í bili ekki fram á neina gróðavon í sambandi vi'ð útger’ð togara. — Hins vegar var atvinnulífi borgarinnar. þá sem oftar þann veg farið, að íhaldið þorði ekki að eiga það á hættu, að bæjarútgerðir tog- ara risu upp um allt land, en Reykjavík kysi heldur skort og atvinnuleysi, Þá lýsti bæjarstjórnarmeiri hlutinn því yfir, að nokkrir togarar yrðu gerðir út af bæn- um, ef það kæmi í Ijós, að eng ir einstaklzngar fengjust til að kaupa þá og gera þá hér út. Ef gróSavænlegt, þá einstaklSngs- reksfur. Síðan hefur íhaldið hvað eft ir annað lýst því yfir, að ef einstaldingar fengjust ti! að taka við rekstri bæjartogár- anna, þá værj það vilji þess, að þeir yrðu seldir einstaklingum. Ef sá tími kæmi, að einstakl- ingar teldu gróðavænlegt að eiga og gera út togara, er því nokkurnveginn víst, að íhald- inu væri ekki óljúft að afhenda þá einstaklingum. — En til þess að hafa sem bezta aðstöðu til að leggja bæjarútgerðina niður, væri íhaldinu ekki ónýtt að hafa mann eins og Jóhann Hafstein r oddaaðstöðu í bæjar stjórn Reykjavíkur og jafn- framt sem bankastjóra í Úí- vegsbanka íslands, til þess að veita ríkum íhaldsmönnum lán til togarakaupanna. Hvort skipulagið veifir meira afvinnu öryggi. Nú mætti segja sem svo: Sömu atvinnu veita nú þessir togarar, hvort sem þeir eru í bæjarrekstri eða einstaklings- rekstri, og vissulega er það rétt að nokkru Ieyti. Þó verða menn að játa það, að ef harð- æri bæri að höndum og at- vinnutregða yrði, þá mundi engri bæjarútgerð haldast þaðj uppi áð halda ekki togurum i bæjarins úti samfellt árið um ] kring. En enginn getur neitt við því sagt, þótt einkacigandi j togara bindi skip sitt, hvenær sem hann telur ekki útlit fyr- ir gróða af úthaldinu. Þá er þess a'ð minnast, að á seinasta kjörtímabili hafa tveir togárar einkstaklinga í Reykja vík verið seldir úr bænum. Þannig er að öllu Ieyti minna atvinnuöryggi fyrir verkalýð- inn í einstakling^-tgerð togara en í bæjarútgerð Jeirra. FJöregg sitt skyldi enginn feia íbaldinu Ef verkafólk og sjómenn í Reykjavík vilja ekki eiga neitt á liættu með framtíð og efl- ingu bæjarútgerðarinnar, eiga hinar vinnandi stéttir að gera þá öryggisráðstöfur þann 31. janúar, að svipta íhaldið meiri hluía í Bæjarstjórn Reykjavík ur. Láta Jóhann Hafstein nægja það að vera áróðurs- stjóri íhaldsins, bankastjóri þess og íhaldsþingmaður, en ekki þay að auki oddamaður íhaldsmeirihluta í bæjarstjórn Iiöfuðborgarinnar. ' Alþýða manna á ckki að efla harðsvíraða íhaldsmenn eins og Jóhann Hafíitein til á- hrifa og valda, svo að þeir geti ein^ig ráðið miklvægustu Iífs- bjargartækjum bjóðarinnaj;. — Þeim tækjum á aiþýðan sjálf að ráða. Athyglisverð deila stjórnarblaðanna um UPP ER RISTN harla at- hyglisverð deila milli stjórnarblaðanna um óhæíu verk stjórnarfloiikanna. Tím inn benti nýlega á þá aug- ljósu staðreynd, að útsvör- ,in í Rleykjavík séu orðin drápsklyfjar á almenningi. Morgunblaðið viðurkennir þetta í gær, þó að hófsam- lega sé til orða tekið, en bend ir jafnframt á, að ríkisskatt arnir hvíli þrisvar til fjór- um sinnum þyngra á Reyk- víkiingum en bæjargjöldin og bætir því síðan við að Framsóknarflokknrinn hafi neitað því að Reykjavík fái nokkra hlutdeild í söluskatt inum. Bæði blöðin birta töl ur í þessu sambandi, og svo ganga brigzlin á víxl rétt eins og fyrir alþingiskosn- ingarnar í sumar sællar minningar. HVERRA ER SÖKIN? Það er vel farið, að stjórn arblöðin skuli hafa v’kið að þessu rnáti. Auðvitáð er það satt og rétt, að rikisskattarn ir eru orðnir gexpilegir. En hverjir hafa mótað þessa ó- heyrilegu skattastefnu rík- isins? Framsóknarflokkurinn hefur haft forustu um skatt' píninguna, en fyrst og fremst er hún aíleiðing af óheillastefnu ríkisstjórnar- innar í heild, gengislækkun inni og svikunum. á loforð- unum um. „hliðarráðstafan- irnar“ margumtöluðu: ,,Hlið arráðstafanirnar eru ókomn ar enn. Skattarnir hafa hald izt óbreyttir og hækkað sem dýrtíðinni nemur og vel það. Stjórnarflokkarnir bera því sameiginlega ábyrgð á þess- um ósköpum. GUNNAR OG JOHANN. Morgunblaðið í gær virð- ist gefa í skyn, að Framsókn arflokkurinn beri hér einn sökina. En Framsóknarflokk urinn hefur ekki meirih’.uta á alþingi, Hann þarf lið- veizlu með til að koma mái um sínum fram. góðum og vondum. Og hvar fékk hann liðveizluna til að knýja fram skattana, sem Morgunblaðið fordæmir í gær og réttilega? Frá Sjálfstæðisflokknum og þar á meðal efsta mannin- um á bæjarstjórnarlista hans, Gunnari Thoroddsen, og manninum í „baráttusæt inu“, Jóhanni Hafstein. Eða hafa ekki Gunnar og Jó- hann verið dyggir og trygg- ir stuðningsmenn núverandi ríkisstjórrur og fyrstir manna að rétta upp hend;- urnar, þegar Eysteinn hefur heimtað fleiri skattpeninga? GÖGNIN Á BORÐIÐ. Það er rétt, að Eysteinn Jónsson og Steingrímur Steinþórsson lýstu yfir því á haustþinginu 1951, að þeir færu úr ríkisstjórn, ef bæj- ar- og sveitaríélög fengju fjórðung söluskattsins til sinna þarfa eins og Morg- unblaðið bendir á í gær. En hvert var viðnám Sjálfstæð isflokksins, þegar Framsókn arráð'herrarnir beittu þessu óheyrilega ofríki? Hvers vegna náði ekki þetta mál fram að ganga, þrátt fyrir andstöðu Fra:nsóknarráðí- herranna? Ekki hefur Fram sóknarflokkurinn meirihluta á alþdngi. Bæjarfélögunum hefði verið tryggður þessi tekjustofn, þrátt fyrir hótun Eysteins og Steingríms, ef íhaldir.u væri alvara með að berjast gegn þeirri óheilla- stefnu, sem Morgunblaðið fordæmir í gser. Greiddu ekki Alþýðuflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn atkvæði með því, að bæjarfélögi-n fengju þennan tekjustofn? En hvað gerði Sjálfstæðis- flokkurinn? Hann lét Fram- sóknarflokkinn kúga sig til að greiða atkvæði gegn því réttlætismáli. sem Morgun- blaðið er að tala um í rammagrein sinni í gær. Vill ekki Morgunblaðið gora svo vel og birta nöfn þingmanna Sjálfstæðisflokksir.s, sem greiddu atkvæði með og móti því, að bæjarfélögi.n fengju fjórðung söluskatts- ins sem tekjustofn? Þá fæst úr því skorið, hvernig Fram sóknarflokkurinn fékk fram vilja sinn í þessu málí. LAUT í AUÐMÝKT. Sannleikurinn er sá, a.ð þegar Sjálfstæðisflokkurinn varð að velja mdli stjórnar samvinnunnar við Framsókn arflokkinn og réttlætismáls bæjarfélaganna, þá laut hann maddömu Framsókn í auðmýkt. Sj áílfstæð/sflokkr- urinn lét Eystein Jónsson og Steingrím Steinþórsson svín beygja sig á haustþinginu , 1951. Og hverra hagsmunir voru það, sem hann mat meira en kröfuna um nauð- synlegan tekjustofn handa Reykjavík og öðrum kaup- stöðum og kauptúnum lands ins? Vill ekki Morgunblað- ið gera svo vel og svara þeirri spurningu skýrt og af dráttarlaust í stað þess að vera með sýndarlæt:’ HERJÓLFUR. Benedikt Gröndal: Framtíð Reykjavíkur tasti a AMiblaðii Fæst á flestum veitingastöðum bæjarins. — Kaupið blaðið um íeið og þér fáið yður kaffi. HIN margvíslega gagnrýni, sem, fram hefur komið í kosn- ingabaráttunni á stjórn Reykja- víkur undanfarin ár, hefur að sjálfsögðu snúizt fyrst og fremst um aðbúnað fólksins, sem byggir þessa borg. Von- andi verður það þó ekki talin hjáróma rödd, þótt örfá orð séu sögð um nokkra dauða hluti, sem öðrum fremur setja svip á bæj-v'líTð og koma við dag- lega tilveru bæjarbúa. Þessir dauðu hlutir eru hvorki meira né minna en einhver verðmæt- asta, en þó að ýmsu leyti van- ræktasta eign bæiarbúa: um 5500 bifreið'ir af öllum stærð- um og gerðum. Bifreiðamál eru að rnjög miklu leyti komin undir bæjar- stjórn, eins og hverjum manni má vera Ijóst. Göturnár, sem ekið er um og ráða miklu um slit bifreiðanna, eru bæjarmál. Fyrir þær hlýtur íhaldsstjórnin í Reykjavík að fá lága einkunn, því að ástand gatnanna er höfuðorsök þess, að bifreiðar slitna hér og eyðileggjast fyrir aldur fram. Bifreiðastæðin eru bæjarmél. Þau eru hreint vandræða- viðfangsefni, vegna þess hve skipulag og uppbygging mestu umferðarhverfanna eru í hörmulegum ólestri. Einu lausnir bæjaryfirvaldanna á því máli virðast vera ógæfa i annarra, sem sagt þegar hús 1 brenna af lóðum, sem eru svo dýrar að enginn treystir sér til að ’byggja á þeim. Þá bætast við bílastæði. Tillögum um at- hugun um byggingu bif- reiðastæða-húsa á nokkrum hæðum (í einföldum, veggja- lausum byggingum) hefur ekki verið sinnt, tillögum um stöðu- mæla fyrir bifreiðastæði hefur heldur ekki verið sdnnt, að því er bezt er vitað. HÚSNÆÐISLEYSI BIF- REIÐANNA. Þá eru húsnæðisvandræði eitt jnesta vandamál bifreið- anna í Reykjavík og stuðla nrjög að því, að þær skemm- ast snemma og viðhald á þeim verðnr mikið og dýrt. Athugun, sem gerð var fyrir skömmu, leiddi í Ijós, að í Reykjavík voru 5365 bif- reiðir, en aðeins 1524 bif- reiðaskúrar: Tæplega 4000 bifreiðir standa úti í hinu mislynda veourfari okkar.. Að vísu má ekki kenna bæjaryfirvöídunum um þetta mál nem að anokkru leyti. Fjárfestlngaryfirvö.ldin hafa lagt þær hömlur á byggingu bifreiðaskúra, sem mestu valda um þetta ástand, og er mjög vafasamt að þær takmarkanir hafi í raun og veru rsynzt gjaldeyrisparnaður fyrir þjóð- ina. Viðhald og varahlutir og ör endurnýjun bifreiða vegur þar á móti. En bæjarstjórnendur eiga hér nokkurn hlut að máli. Það er ómögulegt að segja, að nógu mörgum bifreiðaskúrum sé ætlað rúm í bænum, jafnvel ekki í nýrri hverfunum. Til þess að sannfærast um þetta geta menn gengið eftir hvaða götu sem er í íbúðahverfum að kvöldlagi, talið bifreiðar, sem standa úti fyrir húsum og talið sómasamlega stæði fyrir bif- reiðaskúra við húsin. Það kem- ur í ljós, að þótt byggt væri á hverri slíkri lóð, er langt frá því að vandinn sé leystur. Þð aer augljóst, að bæjar- yfirvöldin liafa alls ekki gert sér Ijóst, að R-eykjavík er isennilega mesta bifreiðaborg í Evrópu, og þótt víftar væri leitað, með bifreið fyrir hverja 10—12 íbúa. Þessi Framháíd á 6. síðu. ,

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.