Alþýðublaðið - 24.01.1954, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.01.1954, Blaðsíða 5
Sunnudaginn 24. janúar 1954 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 TIMINN skýrði frá því á sunnudaginn var, að áburðar- verksmiðjan í Gufunesi verði væntanlega tilbúin um mán- aðamótin febr-úar og marz. Vissulega er gleðilegt, hve vel hefur gengið að koma þessu íyrirtæki á stokkana ,en þó má það ekki verða til þess, að menn loki algerlega augunum fyrir þeim vanköntum, sem kunna að vera á þessu mikla ! fyrirtæki. 'Er það í sjálfu sér j harla einkennilegt hve lítið hefur verið rætt og ritað opin- berlega um áburðarverksmiðj- una, þegar frá eru taidar lof- gerðarrollur stjórnarflokkanna, sem aldrei þreytast á að veg- sama sig fyrir-afskiptin af máli þessu . Hér skal aðeins minnzt á nokkur atriði varðandi þetta mikla mannvirki. Ef rangt er ályktað; er til þess mælzt, að þeir, sem betur vita, láti til sín heyra. því að jafnan er skylt að hafa það heldUr, er sannara reynist. KOSTNAÐUK OG FRAM- UEIÐSLA. Kunnugir telja, að kostn- aðurinn við sjálfa verksmiðjuna Verð ivarla undir 150 miljón- um króna. Þar við bætast svo 100 milljónir, sem telja verður Varlega áætlaðan hluta áburð- arverksmiðjunnar í nýja ork.u- verinu við Sog. Samanlagður stofnkostnaður verður þannig um 250 miljónir króna. Eins og nú er háttað til hér á landi, er naumast hægt að gera ráð fyrir minna en 10ú í vexti og afskriftir af stofn- kostnaði. Sú upphæð nemur því 25 milljónum á ári. Framleiðslan er áætluð 18000 tonn af saltpétri á árí og mun ’i-art hægt að notfæra sér það magn allt hérlendis. En sé reiknað með því að öll fram leiðslan seljist á innanlands- markaði, mun láta nærri, að fyrir hana fáist 25 milljónir liróna. Oll framleiðslan fer þá með oðrum orðum í vexti og afborg anir, en ekkert verður eftir til viðhalds eða í vinnulaun og annan kostnað. Viðbald hlýtur þó að nema álitlegri fjárhæð ár lega, og í vinnulaun og annan kostnað verður að vc-rja stórfé S í GREIN ÞESSARI er rættv, um stofnkostnað og reksturs S skilyrði áburðarverksmiðj-S unnar og þá iisettu, að tiI-S finnanlegur ,rafmagnsskortr S ur verði á orkusvæði Sogs-'í ins strax og hún tekur tii - starfr,. R'endir greinarhöf- • undur í þessu sambandi á ^ stórathygiisverð atriði, semý fróðlegt væri, að hlutaðeig-^ eudur gerðu grein fyrir op-í, inbérlega. Stjórnarflokkarn S ir hafa lofsungið sjálfa sigS fyrxr áburðarverksmiðjuna, S og sannarlega er ástæða tilS að fagna þessu fyrirtæki,^ en jafnframt skiptir miklu^ máli, að það verði ekki nýr- baggi á herðar almenningi^ og tilfinnanlegur rafmagns-^ skortur afleiðing þess, að á-^ burðarverksmiðjan tekur til s starfa. s eins og öllum högum er hátt- að. Ár hvert mun því vanta margar milljónir upp á það, að fyrirtækið standi, undir sér, og þær milljónir verða teknar úr vasa skattgreiðenda á einn eða annan hátt. RAGMAGNSNOTK UNIN. Eitt af því, sem íbúarnir á orkusvæði Sogsins óttast, er það, að þegar ábimðarverk- smiðjan tekur til st?rfa sæki aftur í sama horf eða jafnvel verra í raímagnsmálunum, og máUi þó verH bæts á það ó- rrc’.v.'l i "ar-tand, -em ríkt hefur í því tfr.i undar.farin ár. Reyndar er því haldið fram, að áburðarverksmiðjan noti að- eins örlítið rafmagn á beim tíma, sem almenningur befur þess mesta þörf. Aðalnotkunin verði afgangsrafmagn eða raf- magn, sem að öðrum kosti myndi ekki nýtast. Hlutföllin eru sögð 3—4000 kw. á álags- tímum, en 18000 kw utan álags tímanna. Yonandi er þetta rétt, en heyrzt hafa þær radd- ir, að þessu sé þó ekki þannig farið heldur verði verksmiðjan að ganga með fullu álagi þann tíma, sem hún er í gangi, en það myndi, ef rétt reynist, þýða stórfelldan skort á rafmagni til almenningsnota strax og verk- smiðjan tekur til starfa. Árleg notkun áburðarverksmíiðjunn- ar er talin muni nsrna 130 milljónum kílówattsstunda. Er haft fyrir satt, að þegar hafi verið samíð við Sogsvirkjunina um það, að fyrir þessa notkun skuli áburðarverksmiðjan greiða 3,5 milljónir króna á ári, en það þýðir 2,7 aura fyrir hverja kílówattstund að meðal tali. Þetta verð er iangt undir kostnaðarverði og þýðir auðvit að ekki annað en að aðrir raf- magnsnotendur á orkusvæði Sogsins verði látnir greiða þeim mun meira fyrir sína rafmagns notkun, og er þó verðið nú þeg ar ærið hátt. SKYLDA STJÓRNARFLOKK ANNA. Að þessu sinni verður ekki farið lengra út í þessi mál. Að eins skal á það bent, að eina leiðin. til þess að forða almenn ingi í landinu frá óþolandi fjár hagslegri byrði um langa fram tíð, er að stjórnarflokkarnir, sem lofsungið hafa sjálfa sig fyrir þetta risafyrirtæki, leggi því nú í eitt skipti fyrir öll 150 milljónir af fjárgjöfum Banda ríkjamanna. Þá eru vonir til þess, að verksmið]an fái með framleiðslu sinni standið und- ir öðrum stofnkostnaði. Samtímis verður svo að sjálf sögðu að breyta aftur lögunum um áburðarverksmiðjuna í það form, sem þau voru upphaí- lega, og afhenda hana að öllu leyti í hendur ríkisstjórnarinn ar. Iðnaðarmaður. Hver er fjórði r háfur Framsóknar! FYRIR NOKKRUM DÖGUM kom út Framsóknar- blað handa fólkinu á Hálsinum, Kópavogs-Tíminn hét það. í blaðmu var stór mynd, til þess að auka Framsókn fylgi, og voru flokkarnir sýndir þar sem skip, og voru þau öll óveruleg, nema Framsóknarskipið, sem var eitt gambanskip, með fjórum gínandi strompum. Eitt minnsta skipið var það, sem átti að tákna Alþýðuflo'kkinn. og var það bundið aftan í Sjálfstæðisskipið. Á Hálsinum hitti ég Framsóknarmann. og spurði hann, hvort þeir þarna milli voganna myndu álíta skipið rétt merkt, sem héngi aftan í Sjálfstæðishærrngnum? ,.0-nei, góði minn“, svaraði hann, ,,svona myndir eru til einskis gagns. Fólkið hérna er eins vel að sér um stjóm- mál eins og það, sem er inni í Reykjavík sjálfri. Það vita allir, að eftirbáturinn, sem hangir aftan í Sjálfstæðinu, og er búinti að gera það' í fimm ár, heitir Framsókn. Þetta þykir okkur mörgum yngri mönnunum í Framsókn gremjulegt, og höfum viliað skera á kaðalinn. En við það er ekki komandi. Þeir segja, að Framsókn geti ekki staðizt, nema hún sé í stjórn, og við þetta situr.“ Svona mælti hann nú þessi. En svo við víkjum aftur að Framsóknarskipinu mikla, þá er auðvitað að reykháfarnir fjórir tákna fjóra helztu foringja Framsóknar. Fremsti reykháfurinn heitir því Hermann, annar reykháfur Eysteinn, og hinn þriðji Vil- hjálmur, eftir þeim, sem er með báðar hendur fullar af spottum, sem kippa má í eftir vild. En spottamir eru nú orðnir svo margir, að hann getur ekki kippt í neinn ein- stakan. Það er verk deildarstjóranna. Almenni'ngi er ekki kunnugt um, að Framsókn hafi nema þrjá foringja, þá, sem taldir hafa verið. Reykháf- arnir eru fjórir, þessi ágætu reykþyrlingaráhöld til þess að auka með pólitíska Framsóknarmoldviðrið í sveitum landsins. Hver er fjórði reykháfur, eða fjórði eldstólpinn, á hinu glæsta fleyi Framsóknar, sem Kópavogs-Tíminn flytur myndina af? v Á. Ó. Alfreð Gíslason: eilsuvernd á vinnu Sjómannafélag Reykjavíkur. áðalfuncSur Sjómannafélag Reykjavíkur verður haldinn í dag, sunnu daginn 24. janúar kl. 1,30 e. h. í Iðnó, niðri. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Fundurinn er aðeins fyrir félagsmenn. Stjórnin. Munið Sólarkaffi ISFIRÐINGA í kvöld að Hótel Borg kl. 8,30. FYRIR um það bil 15 árum sá ég fyrsta alvarlega tilfellið af blýeitrun í Reykjavík. Var það miðaldra verkarnaður, sem um langt skeið hafði unnið í skipaviðgerðastöð hér í bæn- um. Ekki hafði hann haft hug mynd um neina hættu í sam- bandi við starf sitt, sem að mestu var fólgið í bví að berja' gamla menju utan af skips-j skrokkum, en menjan er blý- ‘ samband. Hvorki fvrirtækið né , aðrir höfðu bent honum á hætt una, og sama mun hafa gilt um | aðra verkamenn á þeim stað. j ENGINN AHUGI. i Forstöðumenn þessa fyrir tækis voru strax látnir vita um sjúkdómstilfellið, en ekki sýndu þeir nokkurn áhuga og hvorki hreyfðu jieir hönd né fót til varnar verkamönnurn sínum eftirleiðis. Vár þá leitað til! slysavarnafélagsins með til-1 mæli um, að það sæi um upp- setningu aðvörunarspjalda á þeim vinnustöðvum, þar sem blý eða blýsambönd væru höfð um hönd. Tók félagið vel í það mál og tjáði sig reiðubúið, en fyrir siðasakir var leitað um i sagnar heilbrigðisyfirvalda. Undirtektir þeirra voru heldur ekki afleitar, þau tóku málið að sér, svæfðu það og hafa lát ið það sofa til þessa dags. MARGAR IIÆTTUR. Heilsuvernd marma í starfi er býsna veigamikill liður heil brigðismálanna og greinist í marga þætti. Má þar fyrst telja slysavarnir. Vinnustaðurinn sjálfur, með stigum, pöllum og gólfum, getur boðið upp á ýms ar hættur, röng staðsetning véla og annarra tækja sömuleiðis. Þröngt athafnasvið eykur mjög á alla slysahættu og hið sama gerir hirðuleysi í umgengni. Reglubundið eftirlit þarf að hafa með vélum og öðrum vinnutækjum svo og öllum raf lögnum. Þá er það mikilsvert, að viðvaningum sé vandlega leiðjbeint um alla slysahættu þar sem þeir starfa. SÉRSTAKAR RÁÐSTAFANIR. Sjúkdómahætta er margvíst leg í sambandi við störfin. Sé unnið innanhúss, verður að krefjast þess að húsakynni séu íveruhæf. Þröng salarkynni, illa loftræstuð eða rök og ó- þétt verka að sjálfsögðu heilsu spillandi á starfsfóikið. Þegar um útivinnu er að ræða, þarf eftir föngum að sjá starfsmönn um fyrir skýli, á meðan þeir matast og hvíla sig. Hverri einstakri starfsgrein fylgir gjarna sérstök sjúkdómahætta, Oft er um að ræða ýmiskonar ryk eða eitraðar gastegundir í andrúmslofti vinnustaðarins eða sérstök efni, sem verið er með. Er þá komið að hinum eig inlegu atvinnusjúkdómum. Eru þeir sérstaklega algengir í sam bandi við iðnað og verksmiðju rekstur, en geta komið fyrir á flestum vinnustöðvum. Þegar um slíka hættu er að ræða, þarf að gera sérstakar varnað arráðstafanir á vinnustaðnum með útbúnaði, sem hæfir hverj um stað. Starfsfólkinu verður að benda á hættuna. kenna því að varast hana, og eru nám- skeið til þess nauðsynleg. • EKKERT SKIPULAG. Mörg fagfélög og verka- mannafélög hér á landi hafa árum saman barizt fyrir auk- CFramh. á 3. síðu.) Bréfakassimi: randurí úfvarpinu Hr. ritstjóri. ÉG ER EKKI SAMMÁLA þeim, sem létu í Ijós við Alþýðu blaðið óánægju yfir því, að snilldarverk Ibsens Brandur jværi tvíflutt í úivarpið með jlitlu millibii. Á arman í jólum gátu ýmsir ekki hlustað, sem alls ekki vildu mlssa af flutn- ingnum. Hér var og mjög til vandað og inngangserindi próf. Steingríms J. Þorsteinssonar óvenjulega snjallt. Vildi ég óska þess, að úivarpið leitaði sem oftast til bókmenntafræð- inga og þá ekki hvað sízt til prófessors Steingríms um und irbúning að flutnhxgi snilld- arverka heimsbókmenntanna. Útvarpshlustandi. j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.