Alþýðublaðið - 04.02.1954, Side 6

Alþýðublaðið - 04.02.1954, Side 6
8 ALÞYBUBLAÐIÐ Fimmtudaginn 4. febi'úav 195 í Arfhur Qrnre Arthur Onire: Framhald af 4. síSu. Smásagnasöfn hans heita „Det hender i blant“ (1941) og „Stort sett pent vær“ (1948), en leik- ritin ,,Linedansere“ og „Det fremte bud“. Loks hefur. Omre jþýtt á norsku skáldsöguna „Þrúgur reiðinnar“ eftir John Steinbeck. Nokkrar smásögur hans hafa verið þýddar á ís- lenzku. Þeirra meðal er snilld- arsagan Flótti, sem birtist í safnriti menningarsjóðs „Sög- | um frá Noregi“ í þýðingu Hall dórs Stefánssonar rithöfundar. JEVINTÝRAMAÐUK Um ævi Arfchurs Omre er ó- trúlega fátt vitað, en haft fyrir satt, að hann sé mvkill ævin- týramaður. Omre fæddist í Brunlanes á Vestfold 1887 og stundaði nám í gagnfræðaskóla og iðnskóla í Horten. Ungur sigldi hann til Amgríku og stundaði þar iðnfræðinám, en ferðaðist einnig víða um -Banda ríkin og sá sér farborða með ýmsum hætti að +a';ð er. Eftir lieimkomuna gerðist hann íkyndari og farmaður, en síðar Verksmiðjuverkamaður, teikn- ari og iðnfræðingur, unz hann tók að helga sig rítstörfum. Sjálfur dregur hann enga dul á það, að sitthvað misjafnt hafi á daga hans drifið, en er ann- ars fáorður um hagi sína í út- legð og ævintýrum. Bókmennta íræðingum finnst bann rskyggi lega kunnugur fangelsunum innanverðum og viðhorfum og hugsunarhætti þeirra, sem þar dveljast. Omre er mikill að tvallarsýn og fær orð fvrir að vera lifimaður í rikum mæli. Er hann sagður tíður gestur á gleðistöðum Oslóborgar og stundum vandfundiim. Síðustu árin hefur hann lítið látið að iþér kveða við skrifborð’ð. FRAMH ALDSSAG AN Efni framhaldssögannar, sem jhefst hér í blaðinu í dag ojt er tilefni þessarar fátækiegu grein argerðar um Arthur Omre og skáldskap hans, verður auðvit- að ekki rakið. Slíkt væri fá- jsínna, þegar um er að ræða framhaldssögu og auk þess saka jnálasögu! Lesendurnir geta jhins vegar treyst því, að þeim tauni eklci leiðast lesturinn. Árthur Omre ætti skilið virðu- legri kyrmingu en hér er. hlut- jazt til um. En lesendurnir una járeiðanlega vel sínum hlut. jSagan ber höfundi sínum glöggt vitni að þvx leyti, að hún fieynir á sér um bókmennta- jgildi, og hún mun reynast skemmtileg dægrastytting. — „Verður fróðlegt að vita, hvort þetta söguval Alþýðublaðsins ikemur ekkj til með að hafa þau ahrif, að einhver samherji Omre á íslandi taki hann sér •til fyrirmyndar og semji ís- lenzka sakamálasögu. Það væri ,vel farið, fyrst sakamálasögurn ar eru á annað borð aufúsugest- ir á íslenzk heimili, því að sum ir útlendingarnar í hópi þeirra eru óneitanlega helzt til fram-1 andlegir. En hvað um það. Nýja framhaldssagan veldur áreiðan ilega ekki vonbrigðum neinum heirra, sem sætta sig við þessa1 'tegund. bókmennta. — Góða skemmtun! Helgi Særrumdsson. Augiýsið í Aiþýðublaðinu LFSEYJARMALI Sakamálasaga frá Noregi ÞAÐ VAR einn góðan veður dag um haustið, að íbúar litla þorpsins fengu mikla sorgar- frétt um leið og þeir vökn- uðu: Holmgren forstjóri hafði fundizt látinn í rúmi sínu fyrir skammri stundu. Hann hafði sjálfsagt tekið of stóran skammt af svefnmeðali. Menn brutu heilann um það hvernig á því stæði að einmitt Holmgren skyldi hafa farið að kveðja þemxan heim svona skyndilega og fyrirvaralaust; þennan heim, þar sem svo oft hafði farið vel um hann. Holm- gren sálugi var nefnilega í lif- anda lífi álitinn vel efnaður maðui’, hafði hestaheilsu og rnikinn áhuga á daglegum störfum sínum við fyrirtækið. Á venjulegum tíma síðari hluta miðvikudagsins . hafði fólkið séð hann halda heim lil sín af skrifstofunni. Hann var glaður og kátur að vanda og kastaði kveðjum á kunningj- ana. Meðal annars gaf harm sér tíma til þess að skiptast á spaugsyrðum við Jakobseo, verkstjórann, sem hann mætti í portinu. fyrir framan skrif- stofurnar. Jakobsen hafði orð á því við marga, að Holmgren hafi hlakkað mjög til þess að koma heim þetta kvöld, því að hann v.issi, að hanin átti að fá glænýja smálúðu, steikta í smjöri, til kvöldverðar. Og fari bölvað, að sá, sem hlakkar til að fá góðan kvöldverð, hefur í byggju að drepa sig. — Nei, hitt væri sanni nær að hann hafi gleymt sér eitt augnablik og í ógáti dengt einhverju eitri út í vínglasið sitt, sagði Jakobsen. Það voru svo marg'.r, sem féllust á þessa skoöun J'akob- sens verkstjóra til þess að byrja með. Og lögreglan gaf ekkerí í skyn, sem benti til þess að hún væri á öðru máli. Eftir að hafa neytt hins ríku lega kvöldverðar, bað Holm- gren um að sér yrði fært kaífi fram í bókaherbergið. Þar sat hann í hlýja sloppnum sínum og var í þann veginn að bíta bláendan'n. af góðum vindli, þegar ráðskonan kom með kaff ið. Þakka, sagði hann hlýlega eins og hans var vandi. Og svo skuluð þér flýta yður að kom- ast út, ungfrú Harm. Kærast- inn bíður. Fröken Harm varð ekki vör við neitt óveTijulegt í fari Holm grens forstjóra þetta kvöld, þvert á móti. Framkoma hans var í alla staði nákvæmlega eins og venjulega. Hún fyigdi ráðleggingu hans, hi-aðaði sér að ná í vagninn og ók með honum * til Fredriksstad. Iíún myndi hafa svarið að hann hefði ekki haft í huga að fremja sjálfsmorð. Til dæmis hafði hann haft orð á því við kvöldverðarborðíð, að hann ætlaði að kaupa svo sem tutt- ugu unga hana, og svo ætti 1. DAGUR hún að gef sér hænsnasteik aii'nað slagið fram eftir vetrin- um. Hann sagði auk þess ýmis- legt, sem mjög mælti því í gegn að hann hefði í hyggju að fremja sjálfsmorð; þar á meðal sagði hann, að hann ætl- aði að láta skipta um mið- stöðvarofna hingað og þangað í húsinu. FrÖken Harm kom til baka snemma á fimmtudagsmorgun- inn. Klukkan átta fór hún upp og lét renna í baðkerið. Þegar klukkan var stundarfjórðung gengin í níu hringdi hún bjöllu eins og venjulega til merkis um að morgunverður- inn væri til reiðu. Þegar Holm- gren kom samt sem áður ekki, hringdi hún bjöllunni á ný. Það bar stumdum við, að Holmgren var lengi að koma sér á fætur á morgnana. Iiún var því farin að halda að hann hefði sofnað aftur. Hún hljóp upp og drap fast á svefnher- bergisdyrnar hans. Hún fékk ekkert svar. Hún barði afhxr og nú hálfu harkalegar. Ekkert svar. Þá ■ hratt hún hurðinni upp á gátt. Fröken Harm sá strax, að hann var látinn. Hann lá á bak ið í breiðu rúminu. Yfir hann var breitt teppi. Augun voru opin, sömuleiðis munnurinn. Það var ekkert um að villast. Augnablik var hún sem negld við gólfið. Svo hljóðaði hún. Fröken Harm var af þeirri tegund kvenna, sem hljóðar, sem skrækir. Hún þaut niður stigann án þess að vita af sér. Það var fyrst þegar hún stóö með símatólið í hendinni, að .hún kom til sjálfrar sín. Póstmeistarinn í þorpinu, hár, dökkhærður, laglegur mað ur, stóð allt f einiu í dyrunum. Hann stóð á öndinni. Varst þú að hljóða, spurði hann og tók andköf. Ho-—Ho—Holmgren er — er dáinn, stamaði hún, starði fyrst tryllingslega framaTi í póstmeistarann og hneig svo á gólfið. Póstmeistarinn tók hana í fang sér og bar hana inn í stof- una. Hann lagði hana varlega á legubekk. Þvínæst sótti hann vatn fram í eldhúsið og stökkti á hana. Hún vaknaði innan skamms, settist upp, hallaði sér að honum og grét aumkunar- k)ja. Svona, svona, sagði hann vin gjarnlega, klappaði henni á ’kinnina og strauk á hemii hár- ið. Sú var tíðin, að fröken Harm bar í brjósti ást til póstmeist- arans, en nú var hann kvænt- ur maður og fröken Harm var hætt að elska hann. Guði sé lof, eftir þvf sem hún sagði. Dauður? Póstmeistarinn var vantrúaður. Eftir skamma urn- hugsun hljóp hann og dvaldi skamma stund inni hjá líkinu. Holmgren er látinn, sagði hann stutt og laggott og mjög alvarlegur á svipinn, Hefurðu hringt eftir lækni? Eg ætlaði að fara að gera það, þegar þú komst og trufl-. aðir mig, sagði hún. Fröken Harm hallaði sér enn upp að honum og grét og grét. Eg ætlaði aö fara til herra Gunnarsson. sagði póstmeistar- inn. Hann svarar ekki í símann svona snemma dags. En ég veit að hann er heima hjá sér. Innan fár-ra mínútna kom læknirin'n. Hann sannfærði sig urn að Holmgren var lát- inn, kom bvínæst frarn, læsti dyrunum og hringdi. á lögregl- una. Þetta lá allt opið fyrir. A náttborðinu stóð flaska með Bo.rdeauxvíni, mxlls hálís og fulls. Við hliðina á hen>ni stóð lítil meðalflaska, tóm, og glas þar hjá. Bæði í glasinu og meðalaflöskunni fundust gremi legar leifar af mjög sterku svefnmeðali. Á botninum á meðalaflöskunni var franskur stimpiil, en það var ekki á he'nni neinn miði. Nákvæm rannsókn leiddi í ljós, að það vom ekki fingraför annarra á flöskunní og glasinu en Holmgrens sjálfs. Það var ekkert, sem benti til þess að nokkur hefði heimsótt hann kvöldið áður eða um nóttina, í lyfjabúð þorpsins fékkst það ekki, þetta eitur, og hvergú í nágrenninu svo vitað væri. — Menn álitu sennilegast að Holmgren hefði keypt það vorið áður, 'þegar hann var á ferð í París. Hins vegar vissi enginn til þes's að Holmgren heföi þjáðst af svefnleysi. Hafið þér séð þessa flösku fyrí, spurði lögreglust.jórinn. Nei, sagði fröken Harm. Þekktuð þér kannske til allra hluta í húsinu? Ja, ekki þeirra, sem hann geymdi í pe'ningaskápnum. En ég vissi ekki til að hann geyrndi 'þftr nein meðöl. Það sem til er af meðulum í húsinu, er geymt . í slitlum skáp á baðinu. Þekkið þér nokkurn hér í ná- grenninu, sem neitir svefn- lyfja? spurði 1 ögreglustjórinn. Bara hann Stefánsson, gjald- kéránn. Hann kaupir svefn- meðal vikulega hjá herra Gunn arsson. Það vita allir. Hér virðast allir vita allt um alla, tautaði lögreglustjórinn. Já, allt, bergmálaði fröken Harm. Þér getið sem sagt ekki vísað á neinn, sem gæti gefið upplýs- ingar um þetta sorglega atvik? Eða bent á neitt, sem gæti upp- Jýst málið. Nei, ekkert, sagði fi’öken Harm. -— Iiann Jakobsen verk- stjóri segir, að það sé bara slys. Já, ég veit það, sagðí lög- reglustjórinn. En ég er ekki hingað kominn til þess að hlusta á ágizkanii’, heldur til þess að safna staðreyndum. Hverja um- V s s s s s s s s.. s s s S s s s s s s s s s ? s V \ s s V s s s s V s s IS Ora-viðgerSír. Fljót og góð afgreiðsia. S S GUÐI. GÍSLASON S Laugavegi 63, S sínú 81218. S S ------------• Samúðarkort \ Slysavamaíé.'ags Islands^ kaupa flestir. Fást hjá v, slysavarnadeildum um s Iand allt. í Rvík í hann- S yrðaverzluninni, Banks,- S stræti 6, Verzl. Gunnþ6r-S unnar Halldórsd. og skrif- i1 stofu fálagsins, Grófm 1Á Afgreidd í sírna 4897. —■ • Heitið á slysavarnafélagið ^ Það bregst ekki. x Ný|a sertdf- - bífastöðín h.f. ^s S s s s hefur afgreiðslu í Bæjar- í bílastöðinni í Aðalsfcræti^ 16. Opið 7.50—22. Ás, sunnudogum 10—18. — S Sími 1395. s S S S s s s s s s ^ Minningarsplölc! s S Barnaspítalasjóðs HringsIn*S S eru afgreidd í Hannyrða-S S verzl. Refill, Aðalstræti 12? ? (áður verzl. Aug. Svend- • ? sen), 1 Verzluninni Vjctor,) ? Laugavegi 33, Holfcs-Apó-^ ? teki, Langholtwegi 84,^ ^ Verzl. Álfabrekku við Suð- s ( urlandsbraut, og Þorstein*-S búð, Snorrabraut 61. S S s Hús og íbúðir s s s s ai ýmsum stærðum ís bænum, útverfum 1- ej- S arins og fyrir utan bæ-S ínn til sölu. — Höfum? einnig til sölu jarðir, S vélbáta, verðbréf. bifrsiðir og S Nýja fastefgnasalaæ. Bankastræti 7. Símí 1518. fssst&vt&ass: Smurt brauð ög snittur. Néstispakkar. s s s s s ? s s s s ? s s Gdýrast og bezt. Vin-^ samlegaat pantið meðj fyrirvétra. MATBARINN Lækjargötu 6. Sími 80340. DVALARHEIMILI ALDRAÐRA SJÓÓMANNA. Minningarspjöld fást hjá: ? Veiðarfæraverzl. Verðandi,? • sími 3786; Sjómannafélagi • ^ Reykjavíkur, simi 1915; Tó- • ^baksverzl Boston, Laugav. 8,^ ^sími 3383; Bókaverzl. Fróði, ^ ^Leifsg. 4, sími 2037; Yerzl. ^ ( Laugateigur,^ Laugateig 24, ^ V sími 81666; Ólafur Jóhanns-s Vson, Sogabletti 15, sími S S3096; Nesbúð, Nesveg 39. S Sí HAFNARFIRÐI: Bóka-S Sverzl. V. Long, sfmi 9288. S

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.