Tíminn - 11.10.1964, Blaðsíða 3
ÍÓN H. MAGNÚSSON SKRIFAR FRÁ AMERÍKU
Martröðinni afiétt
JHM-Boston.
Loksins veit bandaríska þjóð
in fyrir víst, að það var eng-
inn annar en Lee Harvey Os-
wald, sem myrti John F. Kenn-
edy, forseta, í Dallas. Eins er
búið að staðfesta, að Oswald
framdi þennan glæp einn síns
liðs. Hvorki kommúnistar eða
aðrir öfgahópar til hægri stóðu
á bak við hann. Þessar og
aðrar staðreyndir má finna í
hinni nýútkomnu skýrslu
Warren-nefndarinnar, sem skip
uð var af Lyndon B. Johnson,
forseta, til að rannsaka morð-
ið á Kennedy.
Rit þetta var gert opinbert
klukkan 5,30 e. h. sunnudag-
inn 27. september í Washing-
ton D. C. Hálftíma seinna voru
þrjú stærstu sjónvarpsfýrir-
tæki landsins (NBC, CBS og
ABC) komin með eins til
tveggja tíma prógrömm, sem
rifjuðu upp í smáatriðum allt
það, sem gerzt hafði 22. nóv.
s. 1. og dagana þar á eftir.
Auk þess sem þeir ræddu það,
sem fram kom í Warren-skýrsl-
unni og þær tillögur, sem þar
eru fram færðar. Þar með hef
ur vofan, sem hvílt hefur yfir
bandarísku þjóðínni allt síðan
í nóvember 1963 verið vakin
á ný. \
Dagblöðin á mánudag sögðu
frá útkomu Warren-skýrslunn-
ar og ræddu hana í smáatrið-
um. Fyrirsagnir blaðanna voru
flestar þvert yfir forsíðurnar
og eins svartar og þær geta
orðið. Ekkert blað endurprent
aði skýrsluna alla, nema New
York Times, sem gerði sér lít
ið fyrir og Ijósprentaði ritið
og prentaði það síðan sem
fylgirit. Fjórar bókaútgáfur
hafa unnið nótt sem dag síð-
ustu vikuna við að prenta rit-
ið og fyrstu bækurnar eru að
koma í bókabúðir. Gert er ráð
fyrir, að ekki verði hægt að
svara eftirspurn fyrst í stað,
ef marka má af öðrum bókum
um JFK, sem komið hafa út á
síðustu mánuðum. Ríkisprent-
smiðjan í Washington var þeg-
ar búin að prenta stórt upplag
og seldi fyrsta daginn um 15
þúsund eintök í Washington,
fyrir utan allt það, sem gefið
var stjórnmálamönnum, sendi-
herrum og sent til annarra
landa.
Viðbrögð almennings hér í
Bandaríkjunum við útkomu
skýrslunnar voru á engan hátt
öfgakennd eða æsingarmikil,
einfaldlega vegna þess, að al-
þjóð hafði lengi búizt við þess-
ari útkomu. Flestir voru löngu
búnír að gera það upp við sig,
að Oswald hafði verið hér einn
að verki. Það má ganga út frá
þvi að flestir landsmenn hafi
sætt sig við útkomu nefndar-
innar í því formi, sem hún er
núna.
Það eina, sem gerzt hefur
við útkomu Warren-skýrslunn-
ar er það, að líf hefur aftur
færzt í þennan óhugnanlega
atburð, sem flestir hafa reynt
að hugsa sem minnst um. John
F. Kennedy lifir enn með þjóð
inni og á eflaust aldreí eftir
að hverfa, en samt sem áður
voru flestir að reyna að
gleyma atburðinum sjálfum,
sem hreif forsetann svo skyndi
lega úr sviðsljósi lífsins. Menn
gerðu sér almennt grein fyrir
því að fyrr eða síðar yrði um-
rædd skýrsla gerð opinber og
allflestir vissu, að það, sem
þar myndi standa, væri sann-
leikurinn í málinu, því að
menn höfðu almennt traust á
Warren-nefndinni sjálfri.
Einn af blaðamönnunum,
sem voru með Kennedy í Dall-
as, sem heitir Marriman Smith
og fékk Pulitzer-verðlaunin
fyrir skrif sín um morðið, seg
ir nýlega í grein:1 „Að lesa
skýrslu Warren-nefndarinnar
um morðið á John F. Kennedy
er eíns og að hafa rifið plást-
urinn af opnu sári, eða eins og
að horfa á martröð, sem er
endurtekin í lengdu formi“.
Merriman heldur áfram að
lýsa sársauka sínum við að
lesa þetta 888 síðna rit á þrem-
ur dögum: „Þar sem ég lá yfir
skýrslunni upplifði ég á nýjan
leik áfallið af morðinu, flug-
ferðina til baka (til Washing-
ton) í forsetaflugvélinni með
hinum nýja forseta . . . og
hinum látna forseta í líkkistu,
og siðan kom jarðarförin".
Blaðamaðurinn heldur áfram
að lýsa atburðunum eins og
þeir komu fyrir og hvernig
hann lá nótt eftir nótt and-
vaka eða hvernig hann vakn-
aði upp við martröð, þá sjald-
an, sem hann sofnaðí. „Þetta
langa tímabil martraða hef-
ur liðið hjá nK> mestu, en kem-
ur samt aftnr öðru hvoru. Og
nú þessi Warren-skýrsla. Góði
guð, láttu mig aldrei dreyma
aftur, að minnsta kosti ekki
þennan draum“. Þéssi lýsing
fréttamannsins gefur góða
hugmynd um viðhorf almenn-
ings hér í landi gagnvart þessu
öllu. Menn vilja gleyma þess-
ari martröð. Þjóðin mun aldrei
gleyma John F. Kennedy sjálf-
LEE HARVEY OSWALD
um, en Jöngunin er sterk til
að losna við atburðinn úr hug-
anum. Maður verður greini-
lega var við þessa löngup
manna her. Eins sér maður
þetta í blöðunum, þar sem rit-
stjórnargreinarnar leggja
meiri áherzlu á tillögur nefnd-
arinnar um endurbættar ör-
yggisráðstafanir til varnar lífi
forsetans, heldur en á atburð-
inn sjálfan. Flestar ritstjórnar-
greinar benda einnig á þá stað
reynd, að hér með sé málið
komið í hendurnar á sagnfræð
ingum og að þeir einir geti
bætt við því, sem við þarf að
bæta.
íl - >> =>RD fTIR ÍÞRÚTTIR j
RITSTJÓRI: HALLUR SÍMONARSON
Glæsileg setning Ólympíuleika
TOKIO, 10. okt. NTB. — Austurlenzkpr glæsileiki og nútíma jap-
önsk tækni einlcenndu setningarliátíð hinna 18. Ólympíuleika, sem
settir voru í nótt klukkan fjögur eftir ífelehzkum tíma, í fyrsta skipti,
sem Ólympíuleikar eru háðir í Asíuríki. Þetta var ógleymanleg
stund fyrir hina 75 þúsund áhorfendur — sem sumir hverjlr höfðí
staðið í biðröðum alla nóttina til að fá sem bezt sæti og stæði.
Eftir leiðindaveður undanfarna
daga skein nú sólin í heiði og
setningarathöfnin fór fram í feg-
ursta sumarveðri. Austræn menn-
íngarhefð og vestræn nútíma
tækni sameinuðust — meira að
segja í rafmagnstónlist.
Þegar Hirohito keisari birtist
ásamt fjölskyldu sinni, varð geysi-
legur fögnuður meðal áhorfenda.
Síðan var japanski þjóðsöngurinn
HJÓLB ARÐA VIÐGERÐIR
Opið alla daga
(líka laugardaga og
sunnndaga)
(rá kl 7.30 til 22.
GCMMIVINNUSTOFAN h. t
Skipholti 35 Reykjavik
simi 18955.
leikinn og þátttakendur gengu
fylktu liði inn á leikvanginn,
HIROHITO keisara og syni hans var
fagnað ákaflega. þegar þeir birfust
á ieikvanginum.
Grikkir í fararbroddi að venju, en
gestgjafarnir, Japanir, siðastir af
hinum 94 þátttökuþjóðum. Þeir
voru fjölmennastir, síðan komu
Þjóðverjar með næstmestan þátt-
takendafjölda, síðan Bandaríkja-
menn og Rússar. Sum löndin
höfðu aðeins einn til tvo þátttak-
endur. íslendmgarnir voru fimm
og var Valbjörn Þorláksson fána-
beri. Nítján ára japanskur stúd-
ent hljóp með ólympíueldinn síð-
ustu metrana upp 165 þrep að
þeirri skál, þar sem eldurinn mun
loga næstu þrjár vikurnar. Hann
fæddist sama daginn og atóm-
sprengjunni var varpað á Hiro-
shima.
Síðan var 800 þúsund dúfum
sleþpt og Hirohito keisari setti
hína 18. Ólympíuleika.
Austurslræti 20 . Sfmi 19545
lngólfsstræti 8
Sími 19443.
Fjarverandi
Verð fjarverandi til 15. nóv. n. k. Sjúkrasamlags-
sjúklinga mína annast Sigurður Guðmundsson
læknir, Klapparstíg 25, sími 11228.
v. ; , ' Jónas Sveinsson, læknir.
Iðnskólinn í Reykjavík
verður settur þriðjudaginn 13. þ. m. kl. 14,30 —
Um leið verður minnst 60 ára afmæli skólans-
Röðum í deildir fimmtudaginn 1. okt.
1. og 2. bekkir kl. 10 árdegis.
3. og 4. bekkir kl. 3 síðdegis.
T í M 1 N N , sunnudaglnn 11. október 1964
/ / /
/ /
3