Tíminn - 11.10.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.10.1964, Blaðsíða 6
Skattamálin á Fyrsta stórmál Alþingis, sem var sett i gær, verður aS sjálf- sögðu endurskoðun þeirra skattaálaga, sem hefur verið jafnað niður á þessu ári. Ríkis- stjórnin hefur lofað slíkri end- urskoðun og verður það loforð ekki skilið á annan veg en að þessar álögur verði verulega lækkaðar, enda eru þær óbæri legar fyrir fjölda skattgreið- enda. Stjórnarandstaðan mun að sjálfsögðu fylgja því fast fram, að stjórnin bregðist ekki þessu fyrírheiti sínu. Þá hefur komið enn betur í Ijós en áður í sambandi við skattaálögurnar nú, að fram- tölum er stórlega ábótavant. Því verður ekki komizt hjá því, að þingið geri gangskör að því, að þetta mál verði rannsakað alveg sérstaklega. Bersýnilegt er og, að innheimta söluskatts- ins er í miklu ólagi. Síðast en ekki sízt þarf svo að setja alveg ný skattalög til frambúðar. Ella verða álögurn- ar alveg óbærilegar í framtíð- inni. Framsóknarflokkurinn hef ur lagt til, að fulltrúar allra þingflokka ynnu að lausn þessa máls í sameiningu og reyndu þannig að hefja það yfir flokka deilur. Stjórnarflokkarnir hafa hafnað því tilboði fram að þessu. Hækkun fasteigna- skatta? Þeirri hugmynd hefur verið hreyft af einum bankastjóra Seðlabankans, að eðlilegt geti verið að hækka fasteignaskatt- inn. Þetta mun byggt á því, að ekki sé hægt að lækka tekju- skatt og útsvör, nema nýir skattar séu lagðir á í staðinn. Hér er ekkert tillit tekið til þess, að ríkið hefur lagt á hærri álögur undanfarin ár en það hefur haft þörf fyrir. Auk þess mætti stórauka tekjur þess með bættri innheimtu sölu- skattsins. f þessu sambandi er ekki úr vegi að vekja athygli á því, að allir helztu stjórnmálaflokkarn- ir í Danmörku hafa lýst sig fylgjandi lækkun fasteigna- skatta þar í landi. Rökin fyrir bví eru augljós. Fasteignaskatt- ar áttu mikinn rétt á sér á 19. öld og fyrri áratugum þessarar aldar. Þá voru fasteignir yfir- leitt í höndum efnaðra manna. Með réttlátari þjóðfélagsháttum hefur þetta breytzt þannig, að fleiri og fleiri hafa eignazt nokkrar fasteignir. Einkum gild :r þetta um millistéttir bæjanna ■«m hafa í vaxandi mæli eign- azt eigið húsnæði. Háir fast- eignaskattar bitna nú sérstak- lega á millistéttunum. nema viss lágmarkseign verði undan- þegin þeim, t. d. verðmæti hæfilegrar íbúðar. Það væri skrýtið af þjóðfélaginu að hvetja menn til að eiga eigið húsnæði, en skattleggja það svo sérstaklega á eftir. Fasteignaskattar leggjast og misjafnlega á fyrirtæki, því að sum þurfa að hafa meiri fast- eignir en önnur vegna reksturs síns, t. d. frystihúsin. Þá er hætt við, að hár fasteignaskatt- ur gæti hamlað gegn fram- leiðni, því að menn legðu síð- ur í framkvæmdir til að auka hana, þar sem -það gæti hækkað skattana. Ekki nýja skatta Það, sem rakið hefur verið hér á undan, sýnir vel, að vert er að hugsa sig vel um áður en hafizt er handa um að auka fasteignaskattana að ráði. Þeir myndu líka alveg eins og aðrir! skattar verða beint og óbeint til þess að auka dýrtíðina. Það, sem nú þarf að varast, er að gera ekki neitt það, sem eykur dýrtíðina. Því eiga' nýjar skatt- álögur ekki að koma til greina, heldur að dregið sé úr þeim, sem fyrir eru. Þetta er líka vafa laust hægt með því að auka sparnað, ráðdeild og hagræð- ingu í opinberum rekstri og endurbæta skattainnheimtuna, ekki sízt á söluskattinum. Ef það tækist að lækka skatta, án nýrra álaga, yrði verulegt spor stigið til að sporna gegn dýrtíðinni. Jafn- framt myndi það draga úr henni, ef vextir yrðu lækkaðir og atvinnufyrirtækjum gerð starfsemi þeirra hagstæðari með frjálslegri lánveitingum. Lánsfjárhöftin torvelda starf- semi flestra fyrirtækja nú. f sambandi við dýrtíðarmál- in er hlutur húsnæðismálanna hvað stærstur og munu þau mál þvi að sjálfsögðu koma til kasta Alþingis. Þar er sam- komulagið, sem verkalýðsfélög- in gerðu við ríkisstjórnina í vor, spor í áttina, en þó hvergi nærri fullnægjandi. Raforkumálin Raforkumálin munu verða meðal stærstu mála á næsta þingi, þar sem það verður ekki dregið að taka ákvörðun um meiriháttar raforkuframkvæmd ir, því að rafmagnsskortur er ella yfirvofandi á næstu misser- um. Sennilega mun stjórnin leggja til, að hafizt verði handa um virkjun Þjórsár hjá Búr- felli, því að hún hefur á und- anförnum árum veðjað á þenn- an eina hest, ef svo mætti segja, þ. e. látið lítið rannsaka virkjunarskilyrði annars staðar. Vel má líka vera, að virkjunar- möguleikar séu ódýrastir þar, ef hægt er að ráðast í stóra virkjun. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi, að alltof litl- ar ís- og kraparannsóknir hafa enn farið fram á hálendinu. en ýmsir óttast, að ís og krap geti valdið alvarlegum truflunum að vetrarlagi. Tveir norskir sérfræðingar. sem njóta styrks frá Sameinuðu þjóðunum, eru ALÞINGISHUSID nú að byrja á þessum rannsókn um, en sennilega liggur ekki niðurstaða þeirra fyrir fyrr en eftir tvö ár. Ýmsir kunnugir menn halda fram, að meðan beðið sé eftir þessum niður- stöðum, sé rétt að ljúka ýms- um minni virkjunum, eins og aukningu Laxárvirkjunar, Svart árvirkjun í Skagafirði, Kláf- fossvirkjun í Borgarfirði og Brúarárvirkjun í Árnessýslu. Þessar virkjanir myndu mjög styrkja viðkomandi héruð, en þær gætu dregizt lengi, ef Búrfellsvirkjunin yrði tekin fyrst. Alþingi þarf vel að meta, hvað réttast sé í þessum éfn- um. Aluminium- verksmiðja Orsakir þess, að ríkisstjórnin hefur lagt aðalkapp á Búrfells- virkjun, eru m. a. þær, að hún hefur gert sér vonir um, að hægt yrði að fá einhvern er- lendan aðila til að reisa hér aluminiumverksmiðju, ef hægt væri að láta ’ onum í té næga ódýra raforku. Stjórnin segist hafa staðið í samningum við svissneskt fyrirtæki um þetta mál, en annars hefur hún farið með þá samninga eins og mannsmorð, t. d. alveg forðazt að láta stjórnarandstæðinga fylgjast nokkuð með þeim. Slíkt eru furðuleg vinnubrögð og ólík því, sem þekkjast ann- ars staðar. IIlu heilli hefur stjórnin ekki heldur haft sína færustu menn i þessum samn- ingum, heldur óvana menn og óreynda. Frá upphafi hefur það verið stefna stjórnarinnar, að stór- virkjun, ef til kæmi, yrði sunn- an lands, og aluminiumverk- smiðja, ef til kæmi, yrði reist á Reykjanesskaga. Þess vegna hafa virkjunarmöguleikar við Jökulsá á Fjöllum verið lítt rannsakaðir og virkjunarmögu- leikar við Blöndu þó enn minna. Mikil ástæða er til þess að harma þau vinnubrögð. Ekki er það enn kunnugt, hvort stjórnin er komin svo langt í þessum samningum, að eitthvað varðandi þá verði lagt fyrir þingið Rannsóknarmálin Hvarvetna í nágrannalöndum okkar er nú lögð á það megin- áherzla að auka hvers konar rannsóknir í þágu atvinnuveg- anna. Hér er nokkur vísir að slíkum rannsóknum, en mjög skortir á, að þær séu nógu vel samræmdar og skipulagðar. Undanfarin ár hefur legið fyr- ir Alþingi ýtarlegt frumvarp um þetta efni, en það af ein- hverjum lítt skiljanlegum ástæðum jafnan dagað uppi. Vonandi nær það nú fram að ganga. Það eitt er hins vegar ekki nóg, að samræma og skipu- leggja þessi mál, þótt það sé mikið spor í rétta átt. Það kemur hins vegar ekki að full- um notum, nema fjárframlög til rannsóknanna verði jafn- framt stóraukin. Ef ekki verð- ur lögð miklu meiri rækt við rannsóknarmálin en gert hef- ur verið til þessa, eru íslend- ingar dæmdir til að dragast aftur úr. Slík umbylting er nú að verða á þessu sviði annars staðar. cfling skólanna Skólamálin og uppeldismál- in þurfa að verða eitt af stærstu málum næsta þings. Skólaskortur í sambandi við unglingafræðsluna er nú víða mjög tilfinnanlegur og veldur því, að hundruð ungmenna njóta ekki þeirrar menntunar, sem þaú eiga að njóta lögum sámkvæmt og þau og aðstand- endur þeirra óska eftir. Menntaskólarnir fullnægja hvergi hlutverki sínu vegna þrengsla og er hundruðum ungmenna haldið utan þeirra með ósanngjörnum prófum. Þetta sést nokkuð á því, að rektor Menntaskólans í Reykja vík lét útvarpið nýlega hafa eftir sér. að ef vel væri. ættu UM MENN OG ÁLEFNi að vera þrír menntaskólar í Reykjavík. Það þarf strax að hefjast handa um byggingu nýs menntaskóla í Reykjavík, stórauka menntaskólann á Laugarvatni og leggja drög að stofnun menntaskóla á Austur- landi og Vestfjörðum. í ná- grannalöndum okkar er nú gert ráð fyrir, að stúdentar meira en tvöfaldist á örfáum árum, því að svo eykst eftirspurnin eftir fólki með slíka menntun. Jafnframt eru svo hvers konar tækniskólar, sem á vissan hátt eru hliðstæðir menntaskólum, efldir þar. Slíka skóla þarf ekki síður að efla hér, og hlýtur það að verða næsta sporið, að slík- um skóla verði komið upp á Akureyri. Endurskoðun skólakerfisins Aukning skólanna er hins vegar ekki nóg. Allt skólakerfi okkar er orðið úrelt og í ósam- ræmi við hinn nýja tíma. Kennsluhætti barnaskólanna verður að endurskoða og end- urbæta, m. a. með tilliti til þess að þeim sé ætlað stórum meira uppeldishlutverk en áður, þar sem heimilin valda því verki nú síður en áður. Öllu skóla- kerfinu verður svo að breyta með tilliti til þess, að hver og einn geti öðlazt þá menntun, sem hugur hans og hæfileikar stefna til. Ekki sízt er kenndu kerfi menntaskólanna orðið úr- elt. Það nær t. d. ekki neinni átt, að það taki ári lengur að Ijúka menntaskólanámi hér en í nágrannalöndunum. í þess- um löndum fer nú fram meiri og minni endursköpun á öBu skólakerfinu og þurfum við að fylgjast vel með þeim breyting- um og notfæra okkur það, sem er til eftirbreytni og hentar ís- lenzkum staðháttum. lafnvægi í byggð 'andsins Síðast, en ekki sízt, hlýtur það svo að verða eitt helzta stórmál þingsins, að vinna að auknu jafnvægi í byggð lands- ins. Svo nauðsynlegt, sem þetta er, verður það þó enn nauð- synlegra, ef sú yrði niðurstað- an, að hafizt yrði handa um byggingu mikils orkuvers sunn- an lands og aðrar virkjanir stöðvaðar, jafnhliða því sem aluminiumverksmiðja yrði reist á Reykjanesskaga. Jafnvægið í byggð landsins verður m. a. að tryggja með því að haga þeirri vegaáætlun, sem þingið mun fjalla um, á þann veg, að bætt sé aðstaða þeirra, sem helzt hafa orðið útundan hingað til. Nýja sókn þarf að hefja í hafn- armálum. Áður hefur verið minnzt á skólamálin. Þá þarf að tryggja sérstakt fjármagn til þeirra fyrirtækja. sem reist verða eða færa út starfsemi sína í þeim héruðum. sem nú standa höllustum fæti. Von- andi dregst það nú ekki lengur, að frumvarp Framsóknar- manna um jafnvægissjóð nái fram að ganga. T í M I N N , sunnudaginn 11. október 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.