Tíminn - 11.10.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 11.10.1964, Blaðsíða 15
ÞATTUR KIRKJUNNAR Framhald af 2. síðu. félagsiðkanna eru laugardagar tilvaldir og svo ættu kennarar að koma með nemendum sín- um til kirkju á sunnudögum, gef þannig gott fordæmi og hlynna að helgasta gróðrí til- finningalífs í vitund nemenda sinna á þann hátt, sem bezt mætti verða. Það er sárgræti- legt, hvað þetta er vanrækt og það hefnir sín fyrr eða síðar í skorti á ábyrgðartilfinningu og réttu mati á sönnum verð- mætum menningar. Það er ekki að búast við, að bömum og æskulýð verði það heilagt, sem foreldrar og kennarar lít- ilsvirða eða ganga fram hjá. Kirkjan á að færa æskunni helgidóma lífsins í orðum, músík og innsæi. Hún getur það ekki, nema hún nái til fólksins, það ættu skólamenn bezt að skilja. Hvað segja kenn arar og skólastjórar, ef nem- endur skrópa, og hvernig verða þá prófin? En þótt kennarar sjálfir, uppfræðarar og uppalendur, að sálfræðingum og prófessorum meðtöldum komi aldrei í kírkjusæti sín og helgidóma eigin þjóðar, fyrri en þeim er ætlað þar rúm í líkkistunni, þá segir enginn neitt. Og segjum svo, að þetta fólk sé upp úr því vaxið og yfir það hafið, sem Kristur og sí- gild speki Heilagrar ritningar hefur að veita, en yrði það samt í tölum talið eða á vog vegið, hve mikið afhroð upp- eldi og siðfágun æskunnar geld ur við þessa afstöðu tómlátra fræðara gagnvart helgidómum þjóðar og mannkyns. Æskan þarf frelsi. En víða er hún beitt kúgun, líka hér í okkar höfuðborg. Það þarf að leiða hana. Ganga á undan með góðu eftirdæmi, en ekki að reka hana áfram með vald- boði og skipunum, köldum og dauðum boðum og bönnum og loka síðan öllu fyrir henni nema skólum, sem eru að verða vélrænar „fabríkkur“ til að undirbíía eitthvað, sem kallað- að eru einkunnir. Kristur sagði: Leyfið börnunum að koma til mín og hann eslkaði frelsið og dó til að efla það. Árelíus Níelsson. AMERÍKA Framhald af 8. síðu sýður hann upp úr Grænlend- einhver deili á löndunum, sem menn ferðuðust um. Af þeim sökum sýður han upp úr Græn. lendingasögu stærðfræðilýsing. ar suður á Vínlandi.eða býr þær til sjálfur eftir íslenzkum stað- háttum. Allt, sem við vitum með nokkurri vissu um ferðirn- ar til Marklands og Vínlands á Víkingaöld, er komið frá Græn-j lendingasögu. í RAFEINDAHEILAR (Framhaid af 9 síðu fyrir hann borið. Kvaðst hann! þá hafa gengið lengi lengi yfirj fjöll og firnindi og loks komið niður í dal og hitt þar fyrir hóp af blómarósum klæddum þjóðbúningi og hefði einkum einkum ein þeirra tafið svo för sína, að hann lét nótt fyljga degi. Þetta var eins og við mannin mælt, og var aftur settur út bátur og hópur vaskra j Breta sigldi hraðbyri í land. Gengu þeir yfir fjöll og klung- ur en fundu engar meyjarnar, urðu við svo búið að snúa aft- ur til borðs. Þá var honum skemmt, því að saga hans var uppspuni, en hann hafði hrein- lega sofnað í einhverju kjarri inni í Botnsdal. Ætluðu þeir hann að steindrepa fyrir til- tækið. Nú, eftir ágæta skemmt- un í skólanum fór Hutchinson prófessor með okkur yfir til San Fransisco, þar sem við átt- um að gista, eitt af þessum stóru frægu Hilton-hótelum, og þegar þangað kom, virtist þar allt á ringulreið og vissum við ekki fyrr en eftir alllangan tíma, hvað um var að vera. En það var þá hvorki meira né minna en að aðrir gestir en við höfðu flutzt inn í hótelið þetta sama kvöld. Það vor sjálfir Bítlarnir frá Liverpool. Öðrum gestum var tæpast vært í hótel- inu fyrir djöfulganginum í að- dáendum bítlanna, það var varla hægt að komast leiðar sinnar út eða inn, og hef ég aldrei lent í öðgrum eins at- gangi, og starfsfólk hótelsins vonaði heitt og innilega að losna við bítlana sem allra fyrst. — Og hvert var svo haldið, þegar þið losnuðuð úr prísund bítlanna? — Til Los Angeles. Þar tók á móti okkur fyrrv. formaður íslendingafélagsins þar, Tom Croak, bandarískur maður, sem hér var í hernum og er kvænt- ur íslenzkri konu. Hann fór með okkur um allar jarðir, út á baðströnd og upp í Disneyland. Þarna hittum við nokkra fs- lendinga heima hjá Guðnýju Þorvaldsson, aldraðri íslenzkri konu, sem er mikilvirk í ís- lenzka félagsskapnum þar. Með- al ungra íslendinga, sem þar voru, nefni ég Pál Júlíusson flugvirkja, sem vinnur hjá Pan American, Svein Þórðarson frá Sæbóli í Kópavogi, hann er flugvélaverkfræðingur og fjöl- skylda hans öll íslenzk. Þá er Ólafur Bachmann, rafvirki, sem settist þarna að fyrir einum tíu árum og hefur komið sér vel fyrir. Þar hittum við og Pétur Rögnvaldsson, öðru nafni Peter Ronson, og hann lifir nú á því að selja mönnum líf- tryggingar. Og fleiri maétti telja. En þetta er orðið langt mál, og ekki hægt að gera öllu skil í stuttu máli. — Við erum forvitnir að heyra um íslendingana. — Þá er þess að minnast, að öðrum stórborgum, sem við heimsóttum, hittum við marga, sem vert væri að nefna. 1 leið- inni vil ég geta þess, að í Madi- son »í Wisconsin vorum við leiddir bæði fyrir ríkisstjórann og borgarstjórann, og hétu þeir báðir Reynolds að ættarnafni. Þar vorum við fræddir á því,, að borgin hefði núverið keypt eyju úti í vatni miklu, af erf- ingum Hjartar heitins Þórðar- sonar, íslendingsins, sem varð sjálfmentaður rafmagnsraffræð ingur, frægur og stórauðugur, og á að gera eyju þessa að miklum almenningsgarði. Síð- an héldum við til bílaborgar- innar miklu, Detroit, og áttum þar eftirminnilega daga, sem vert væri að segja rækilegaj frá, hittum þar marga íslend- inga. Þar var Tryggvi Forberg, sem hér ólst upp og gekk í menntaskóla, fór svo út og er nú verkfræðingur hjá Edison- verksmiðjunum, orðinn roskinn maður. Þar er og ungur efna- verkfræðingur, sem vann fyrst hér hjá Sementsverksmiðjunni en fór vestur fyrir þrem árum, komst fljótt í mikið álit, Sig- mundur Guðbjarnarson er orð- inn aðstoðarprófessor, talinn efnilegur vísindamaður og far- ið um hann lofsyrðum í blöð- unum. — Til hvers þótti þér einna mest koma þar vestra? — Það var svo margt stór- kostlegt sem við sáum og kynnt umst í þessu auðuga, víðáttu mikla landi, að ég á erfitt með að nefna eitthvað eítt í fljótu bragði. En þegar ég fer að hugsa um það, þá er líklega stórkostlegasta vitnið um það, hvernig tnaðurinn tekur fram fyrir hendurnar á höfuðskepn- unum: virkjunin fræga í Tenn- esseedalnum, þar sem landið var orðið örfoka og fólkið allt öreigar, sem þrjózkuðust við að yfirgefa blettinn sinn, þótt þar væri ekkert við að vera lengur. En fyrir 25 árum hófst þar mik- il bylting fyrir tilstilli Roose- velts forseta'og stjórnar hans, og það, sem þá var orðin eyði- mörk, er nú víðáttumikil bú- sældarsveit. Þetta er náttúrlega löngu heimsfræg umbótaáætl- un, venjulega skammstöfuð T. V.A. fyrir Tennessee Valley Authority. Þetta gerbreytti auðvitað svo afkomu fólksins á þessu stóra svæði, sem nær inn í sjö ríki, að cnaður stend- ur agndofa yfir því, hvernig þeir, sem gerst þekkja, lýsa fyrir okkur að áður hafi verið þar umhorfs og það sem nú blasir við augum. Og það er undursamleg saga, hvernig hugsunarháttur fólksins hefur breytzt í samræmi við það að rísa úr örbirgð til velsældar. — Hvað annars um kjör fólksins yfirleitt í hinum ýmsu ríkjum landsins? — Við urðum ekki varir við annað en að allar stéttir búi þar við mikla velmegun, og þegar ég segi það, þykist ég byggja það á nánum kynnum við fjölskyldur af öllum stigum. Okkur var sem sé gefinn kostur á að heimsækja og kynnast fjöl skyldum hér og þar um landið. Sá háttur í skipulagningu þess- arar ferðar okkar, er eitt af því, sem við erum einna þakk- látastir fyrir. Því að þótt landið sé „fagurt og frítt“, eins og blasir við auga allra ferða- manna, vantar þó mikið á, að maður kynnist fólkinu og hög- um þess öðruvísi en að fá að koma á heimili liins venjulega borgara, iifa og hrærast í hugs- unarhætti og daglegu lífi alls almennings. NÝ ÍS/^pA Framhald af 16. sfðu. verksmiðja það langt á veg kom- in, að allt bendir til þess, að hún taki til starfa í þessum mán- uði. Unið er nú að niðursetningu tækja í verksmiðjunni, og vinna við það menn frá sæsku AGA- verksmiðjunum, en Isaga stendur í nánu sambandi við AGA í Sví- þjóð. Hafinn er á Húsavík undirbún- ingur að stofnun félags manna, er áhuga hafa á rjúpnaveiðum og e.t.v. ýmis konar öðrum sportveið- um. Undirbúningsfundur hefur verið haldinn og þá kosin nefnd manna til að gera drög að sam- þykktum fyrir félagið. Þormóður. KARTÖFLUAFBRIGÐI Framhaló aí 16 stðu. frábrugðið þeim að ýmsu leyti. Meðal annars væru þær rauðari og ekki eins djúpeygðar. Um uppskerumagn af þessu af- brigði kvað dr. Sturla ekki gott að segja enn þá, þar.eð hluti þess hefði beðið, hnekki í frostunum á dögunum. Hins vegar sagði hann, að í bragðgæðatilraunum hefði þetta afbrigði staðið sig vel og þættu hinar nýju kartöflur góm- sætar. Ekki kvað dr. Sturla gott að segja, hvenær garðyrkjumenn ættu völ á útsæði af þessu af- brigði, en væntanlega yrði það eftir tvö til þrjú ár. Hefur verið reynt að flýta fyrir fjölgun út- sæðis með ræktun í gróðurhúsi yfir vetrarmánuðina og hafa bún- aðardeildarmenn notið þar aðstoð- ar Hafliða Jónssonar, garðyrkju- ráðunauts Reykjavíkurborgar. TILLRAUNASTÖÐ Franihalö af 16. siðu. í mörgum vatnsaflsstöðvum hór á landi og gat þess, að ísmyndun í straumvötnum gæti orðið eitt af meginvandamálum, sem við verð- ur að glíma í hagnýtingu hins mikla vatnsorkuforða, sem landið ræður yfir. Á sama fundi,flutti Sigurjón Rist erindi og lýsti ísalögnum Þjórsár og Hvítár. Gerði hann grein fyrir ísmyndunarástandi ánna frá upptökum þeirra til ósa. Þjórsá má skipta í þrjú svæði með tiiliti til ísa. Frá jöklum nið ur í 600 m hæð yfir sjávarmál er venjulega stöðugur ís á ánni eftir að vetur er genginn í garð. Á svæðinu frá 600 m hæð í 300 m hæð rennur víða 3—5°C heitt línd arvatn í árnar, undan liraunum. Á þessum kafla falla þær víða bratt. Af þessum tvennum orsök- um haldast þær auðar, en af því leiðir mikla ísmyndun í frosta- köflum. Á neðsta svæðinu frá 300 m hæð og til sjávar er ís- þekja óstöðug og mjög mikil ís- myndun í ánni. Ísstíflur, svonefnd ar hrannir, myndast í henni t. d. við Búrfell, Búðafoss og Urriða- foss. Snöggum ísalögnum fylgir vatnsþurrð í ánni neðan til og eru þess dæmi, að rennsli hennar hafi minnkað úr 340 kl/s í 20 kl/s á einum sólarhring. Þá lýsti Sigurjón Hvítár-svæð- inu. Valnsþurrð v.egna ísamyndun- ar getur orðið allvíða í Hvítá. Við Gullfoss verður skyndilega þurrð, þegar Hvítárvatn er að leggja og ís hindrar útrennsli úr vatninu. Þurrðir geta orðið neðar í ánni, þegar Tungufljót og Brúará stífl- ast af ísum í farvegi Hvítár. Skörp skíl verða í ísalögum Hvítár við ármót Brúarár. Ofan ármótanna er langtímum saman á vetrum stöðug ísþekja, neðan þeirra geng- ur áin opin, en hrannast upp í aftakafrostum, t. d. hjá Selfossi. RJÚPNASTOFNINN Framnaid aí 1 síðu. hærra upp í fjöllin og dreifist um öræfin, eða flytur sig jafnvel alla leið til Suðurlands, en það telja veiðimenn að hún hafi gert í fyrrahaust. Ef vindar snerust til sunnanáttar og heiðarlönd Norð- urlands yrðu auð og þurr, þá er gert ráð fyrir mikilli mergð rjúpna á veiðisvæðunum í Þingeyjarsýsl- um. Erlingur Davíðsson á Akureyri sagði: „Hér ber öllum saman um að rjúpu hafi fjölgað verulega og gangnamenn hafa hvarvetna orð- ið varir við meiri rjúpu en í haust". Axel Aspelund í verzluninni Vesturröst í Reykjavík hefur með að gera veiðileifi í landi Húsa- fells og þar hafa verið reist veiði- hús fyrir þá, sem veiðar stunda í nágrenninu. Axel kvaðst hafa fregnað að veiðihorfur væru góð- ar og myndu batna, ef meir kóln- aði, en enn sé rjúpan hátt til fjalla, meðal annars mikið uppi í Okinu. Þá höfðum við samband við dr. Finn Guðmundsson, sem hefur -mikið rannsakað rjúpnastofninn, eins og kunnugt er. Hann kvað það koma heim við kenningu sína um rjúpuna, að mikið væri af henni í ár. f rjúpnastofninum væri árstíðabundnar sveiflur og væri sveiflan tíu ár. Samkvæmt því væri rjúpnastofninn í hámarki þegar ártölin enda á 4,5 og 6, en í lágmarki þegar ártölin enda á 8,9 og 0. Mætti því búast við mergð rjúpna í ár og næstu tvö árin. Þá minntist dr. Finnur á skýrslu eyðublöð þau, sem í fyrra var dreift í fyrsta sinn og veiðimenn beðnir að útfylla. Er þetta gert tii að vísindamenn geti betur átt- að sig á lifnaðarháttum rjúpn- anna og rjúpnastofninum. Dóms- málaráðuneytið sér um útsendingu þeirra og sendir þær bæjarfóget- um, lögreglustjórum og sýslumönn um, sem síðan senda þær áfram til hreppsstjóra og dreifa þeim í allar skotfæraverzlanir. Er því mjög auðvelt fyrir veiðimenn að nálgast þessar skýrslur. Dr. Finn- ur kvað árangurinn því miður hafa verið lélegan í fyrra. Aðeins um 200 veiðimenn liefðu útfyllt þessar skýrslur, cn þær hefðu verið vel útfylltar og bað hann fyrir þakk- læti til þeirra veiðimanna. Hann kvaðst hafa heyrt um nokkrar á- stæður, sem menn hefðu fært fram fyrir því að hafa ekki út- fyllt þessar skýrslur. f fyrsta lagi eru þess ávallt nokkur dæmi, að byssuleyfislausir menn stundi rjúpnaveiðar. f öðru lagi eru all- mörg bannsvæði og menn ekki í öllum tilfellum vissir um, hvort veiðar þeirra hafi verið löglegar af þeim sökum. f þriðja lagi muni menn stundum smeykir um að fengurinn sé tíundaður til skatta- yfirvalda. „Allur þessi ótti er á- stæðulaus" segir dr. Finnur. „Það cr annarra verk en okkar að fylgj ast með byssuleyfum og skatta- framtölum, enda stendur skýrum stöfum á eyðublöðunum, að með allar upplýsingar verði farið sem algert trúnaðarmál og við látum þau ekki af hendi útfyllt út af Náttúrugripasafninu og ekki í hendur óviðkomandi. Þá hefi ég einnig frétt,“ sagði dr. Finnur, „að enn eitt komi til. Sumir þykj- ast eiga sín „leynisvæði", þeir vita um góða veiðistaði, sem þeir eru hræddir við að fréttist um. Viðvíkjandi því vil ég taka fram, að alls ekki þarf að staðsetja veiðisvæðið mjög nákvæmlega, heldur taka fram heildarsvæðið. Til dæmis kemur skýrslan okkur að góðum notum, þótt aðeins sé sagt að veiðisvæðið hafi verið Reykjanesfjallgarðurinn. Það er mjög þýðingarmikið fyrir okkur að fá þessar skýrslur og þær eru í hag veiðimannanna sjálfra, en ef árangurinn verður ekki betri í ár en í fyrra er því miður hætt við, að við verðum að hætta þessu“, sagði dr. Finnur að lok- um. ÞAKKARÁVÖRP Hjartans þakkir til ykkar alira, sem glödduð mig og sýnduS mér kærleika á 75 ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur með friði og náð ævinlega. Sigríður Jónsdóttir frá Fagurhóli, Sandgerði. Elskulegur sonur okkar, dóftursonur og bróSir, Ásgeir Guðmundsson, Stóragerði 3, lézt í Barnadeild Landspítalans 9. október 1964. Þorbjörg Hilbertsdóttlr, Jóhannes Þórólfur Guðmundsson, Ásta Þorkelsdóttir, Hilbert Björnsson, Skarphéðinn Jóhannesson. T f M I N N , sunnudaglnn 11. október 1964 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.