Tíminn - 14.10.1964, Blaðsíða 3
)
MIÐVIKUDAGUR 14. október 1964
TÍMINN
„Skildu eitthvað eftir handa
mér, frændi sæll!“ — sagði
tígrisdýrið Patrina við Iitla
frænda sinn, Siamsa köttinn
Stúlkan á myndinni heitir Alison Bruce Mitchell, 21 árs.
Hún var á skemmtiferðaskútu í Ermasundi fyrir nokkru ásamt
fjóruin kunningjum sínum og lenti þar í fellibyl, sem sökkti
skútunni. Hún var talin látin ásamt hinum fjórum, en fannst
síðan lifandi 10 nn'lur frá þeim stað sem skútan sökk.
Hún velktist 18 klukkustundir í sjónum áður en henni skolaði
á land í Cliffard Bay, Jersey. Hún gat klifrað upp í fjöruna
og komst heim að bóndabæ sem var um mílufjórðun'g í burtu.
Sú ferð tók hana tvær klukkustundir.
Allur heimurinn, og þá ekki
sízt Bandaríkin, óttast nú, að
Kínverjar inuni bráðlega
sprengja sína fyrstu kjarnorku
sprengj'u. Og það eykur á
raunir Bandaríkjamanna, að
mennirnir tveir, sem eru „á
bak við“ kjarnorkusprengjuna,
fengu menntun sína og þjálf
un í USA!
Þeir heita Tsung Dao Lee og
Chen Ning Yang og hófu nám
í USA eftir stríðið og urðu síð
an prófessor, annar við Col-
umbiaháskólann en hinn við
Princetown. Þeir urðu frægir
fyrir rannsóknir sínar í atóm-
vísindum og fengu m. a. Nób
elsverðlaun. En fyrir nokkrum
árum hurfu þeir til síns heima
lands, sem þá var orðið Mao-
Kína, og eru svo að segja til-
búnir með sína fyrstu kjarn-
orkusprengju.
*
Útgjöld ríkisins vegna barn
eigna eru tiltölulega lítll hér
á landi, enda sjaldan um mjög
stórar fjölskyldur að ræða. En
í Vestur-Þýzkalandi er aðra
sögu að segja. Efstur á listan
um þar er tyrkneskur verka-
maður, sem hefur tvær konur
og 23 börn, og á þar að auki
von á einu í viðbót innan
skamms. Númer tvö á listanum
er vestur-þýzkur verkamaður
sem á 17 börn. Sá fyrrgreindi
fær tæp 15.000 ísl. kr. á mán-
uði í bamalífeyri, en sá síð-
arnefndi fær rúm 10 þúsund.
~mninhimw—imi——w
Margir eru vafalaust þeirrar
skoðunar, að Bill Haley, rock-
kóngurinn gamli, sé dauður úr
öllum æðum og öllum gleymd-
ur. En svo er þó ekki. Hann
mun næstu daga fara í söng-
ferð til Danmerkur og syngja
í Falkoner Centret, en síðan
fer hann til Ástralíu, en þar er
gamla lagið nans „Rock around
the CIock“, ennþá númer eitt
á vinsældarlistanum. Þegar
þesum ferðum er lokið, mun
Bill Halev leika í kvikmynd í
Hollywood. Og að sjálfsögðu
verður hljómsveitin hans,
„THE COMETS“, með honum
hvert sem hann fer.
í Danmörku er ávallt keppni,
óopinber að vísu, innan hers-
ins um það, hvaða hcrmaður
getur gengið lengst á sem
stytztum tíma. Og nú hefur
Jörn Halleby Jacobsen slegið
nýtt met. Á fimm sólarhring-
um, 23 klukkustunðum og 40
mínútum gekk hann í fullum
herklæðum 365 km.
★
Ein af nýjustu dönsku kvik
myndum, „ViIIa Vennely", hef
ur verið bönnuð í Svíþjóð, og
segir kvikmyndaeftirlitið þar,
að hún sé óvenju skítug og
án alls listræns gildis. Kvik-
myndin gerist á hóruhúsi, og
mun einkum gerð í því skyni
að græða peninga.
★
Japan er kallað land sjálfs-
morðanna og þar fórna margir
öfgamenn glaðir lífi sínu til
þess að geta komið öðrum fyrir
kattanef. Og því er það, að á
Olympíuleikumim í Tokyo er í
fyrsta sinn hafður geysisterkur
lífvörður. Og það er ekki að-
eins Japanskeisari, sem vel er
varinn, heldur einnig hinn
olympíski eldur. Lögreglan er
nefnilega hrædd um að ein-
hver, samkvæmt útreikningum
sérfræðinga, a. m. k . 15 menn,
Sy. Og ekki verður annað séð,
en þeim komi vel saman, þótt
stærðarmismunurinn sé mikill.
•k
reyni að slökkva eldinn, og ef
þeim tækist það, þá væri það
að sjálfsögðu geysimikið áfall
bæði fyrir Japani og Olympíu-
leikana.
*
Loksins hefur það gerzt!
Fram hefur komið maður sem
slegið hefur „The Beatles“
út á vinsældarlistanum beggja
vegna Atlantshafsins. Hann
heitir Roy Orbison og sló í
gegn nýlega með plötunni „Oh,
Pretty Womatv“. Hann er 26
ára gamall og kemur frá smá
þorpinu Wink í Texas. Hann
hefur sungið í fjöldamörg ár
en aldrei slegið í gegn fyrr en
nú.
Hingað til hefur það þótt mikið afreksverk að synda yfir Ermasund. En á myndinni sjáum
við mann, sem er að lenda á vatnsskíðum í Dover eftir að hafa flogið á þessum vængjum yfir
Ermasund. Ferðin tók hann 100 mínútur.
I fjarveru Aiþingis
í Degi, sem kom út síðasl. laug-
ardag, er rætt í forustugrein
um Alþingi, sem hóf störf sín
að nýju sama dag. Dagur segir;
„í DAG, 10. október, kemur
Alþingi saman að nýju. Hefur
þá verið hlé á þingstörfum
síðan í maímáinuði. Þingmenn
munu væntanlega láta það
verða sitt fyrsta verk að hyggja
að því, sem gerzt hefur í þjóð-
málum þennan tíma, hvernig
þjóðinni hefur vegnað í starfi
sínu á ýmsum sviðum, og
tekizt að skipa þjóðmálum með-
an þingið var „f jarverandi“. Að
öllu þessu athuguðu gera þeir
trúlega sínar ráðstafanir og
segja ráðamönnum sínum í
stjórnarráðinu fyrir verkum,
eða fá sér nýja ef þeim þykir
ástæða til.“
Vikið frá „viðreisnar-
stefnunni"
Dagur víkur þessu næst, að
þeim atburðum á þjóðmálasvið-
inu, er gerzt hafa í fjarveru Al-
þingis. Hann segir:
„Á sviði þjóðmála er það
eínkum þrennt, sem mesta at-
hygli hefur vakið á þessu sumri.
Fyrst má telja kjarasamningana
á síðastlifSnu vori. f sambandi
við þá bar það helzt til tíðinda,
að ríkisstjórnin gafst opinber-
lega upp við að fylgja fram
nókkrum meginatriðum hinnar
svokölluðu „viðreisnar". Hún
afléttfi banni á vísitölugreiðsl-
um, hckkaði vexti á íbúðarlán-
um og lengdi lánstíma. Auk
þess samdi hún við stéttarsam-
tök um nánar tilgreindar breyt-
ingar á efnahagslöggjöf lands-
ins, en þess háttar samninga
kalliaði Sjálfstæðisflokkurinn
hneyksli fyrir nokkrum árum.
Þá má til tíðinda teljast, að á-
lagning beinna skatta vakti á
þessu sumri mótmælaöldu I
landinu, einkum f Reykjavík.
Segja sum'ir, að í framtíðinni
verði árið 1964 kallað skattpín-
ingarár, samanber píningsvetur
á 17. öld. f þriðja lagi skal
það hér talið, sem nýskeð er,
að samkomulag náðist í sex-
mannanefndinni um verðlags-
grundvöll landbúnaðarins, og
stjórn'in varð, í sambandi við
það, að slaka nokkuð á viðreisn-
arklónni gagnvart landbúnað-
inum, en auka niðurgreiðslur
til neytenda.“
Áberandi veik stjórn
Að lokum farast Degi orð á
þessa leið um ríkisstjórnina:
„Hitt verður víst engin ný-
lunda talin í seinni tíð, sem átt
hefur sér jafnframt stað á
þessu sumri, að „dýrtíð sú, sem
kennd er við „viðrelsnina“ hef-
ur haldið áfram og fer enn vax
andi. Einkennin segja til sín,
nú sem fyrr. Einstaka stéttarfé-
lög eru byrjuð að segja upp
kjarasamningum. Ríkisstjórnin
sem hélt sig vera sterka stjórn,
og of umkomulítil til að geta
mótað nýja stjórnarstefnu í
stað viðreisnarfnnar.
Fátt eitt er nú orðið eftir af
fyrirheitum þeim, sem núver-
andi ríkisstjóm gaf kjósendum
um í öndverðu og ekki hafa
herfilega brugðizt. En afla-
met ár eftir ár og hækkun á
verði íslenzkra afurða erlendis,
hafa gefið þjóðinni ríkulegar
tekjur.“