Tíminn - 14.10.1964, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 14. október 1964
TIMINN
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastióri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta-
stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason.
Ritstjórnarskrifstofur j Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif-
stofur, Bankastr. 7. Afgreiðslusími 12323. Augl.sími 19523. Aðrar
skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan-
lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Iðjukosningar
Þegar kosiS er í Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykja-
vik, setur Sjálfstæðisflokkurinn allt flokkskerfi sitt á
hreyfingu og er ekki af dregið. Hefur svo gengið lengi.
Áróðurslið í hundraðatali fer af stað, vandlega skipu-
lagt af hinu fjölmenna fastaliði flokksins og ekkert til
sparað, hvorki fé né fyrirhöfn.
Bílaflotanum er boðið út og fjölai stöðvarbíla leigður
til viðbótar, því einskis má láta ófreistað í þessu stríði
,,fyrir hagsmuni fólksins“. Er óspart beitt öllum þekkt-
um aðferðum Sjálfstæðisflokksins við fylgisöflunina.
Þessar hamfarir eru svo allar taldar vera til þess að
Iðjufólkið geti verið ótruflað í því „að taka jákvæða og
ábyrga baráttu fyrir bættum lífskjorum fram yfir póli-
tískt brask og valdabaráttu“ — eins og Mbl orðar það.
Ekki vantar hræsnina- Það er liklegt eða hitt þó held-
ur að það sé í þessu skyni sem máttarstólpar Sjálfsiæð-
isflokksins leggja fram fé og fyrirhöfn til þéss að „hjálpa
til“ í Iðjukosningum.
Og nú er Mbl. ósköp ánægt með árangurinn, sem
náðst hafi í Iðjukosningunum um daginn. Enn þeir sem
kunnugir eru sjá ekki af hverju er að státa, þegar list-
inn, sem þeir studdu með þessum hamförum 1 Iðju fékk
nú 133 atkvæðum minna en samskonar listi árið 1962,
en þá var síðast kosið um tvo lista i lðju. Þá fékk B-Jist-
inn í Iðju 899 atkvæði, en nú 766, en A-listinn 428 og nú
386 atkvæði.
Hjálparstarf Sjálfstæðisflokksins í Iðju nú á dögunum
ber því ekki jafngóðan árangur og Mbl. vill vera láta.
Fjárlögin 1965
Fjárlagafrumvarpið er jafnan nokkuð glöggur vitn-
isburður um stjórnarstefnuna. Fjárlagafrumvarpið tyr-
ir árið 1965, sem nú hefur verið lagt fyrir Alþingi, leiðir
m. a. þetta í ljós:
Útgjöldin eru áætluð 530 millj. kr. hærri en í fjárlögum
þessa árs, og eru komin upp í 3.200 millj. kr.
Niðurgreiðslur og uppbætur eru áætlaðar um 534
millj. kr-, en talið er að 850 milli, kr. þurfi til að
halda áfarm núgildandi niðurgreíðslum og uppbótum.
Vegna hinnar nýju vegaáætlunar er verulegur hluti
kostnaðarins við vegaframkvæmdir eða á þriðja hundr-
að millj. kr. ekki færð á fjárlög nú, eins og áður var.
Ef reiknað er með óbreyttum niðurborgunum og upp-
bótum, og allur kostnaður við vegaframkvæmdir færðar
á fjárlög eins og áður, yrðu ríkisútgjöldin m. a. k. 3.7—
3.8 millj. kr. Þau hefðu þá m. ö. o- margfaldazt í valda-
tíð núverandi stjórnarflokka.
Þannig hafa stjórnarflokkarnir etnt l'oforð sín um að
draga úr útgjöldum og álögum, sem voru alltof mikil að
dómi þeirra í tíð vinstri stjórnarinnar!
Söluskatturinn
Á seinasta þingi var söluskattunnu hækkaður úr 3%
í 5%%. Sagt vai, að þessi viðbót ætti 2ð renna aðallega til
s.iávarútvegsins. I fjárlagafrumvarpinii er lagt til, að þessi
hækkun söluskattsins renni nú öli í ríkissjóð, en fram-
lögin, sem sjávarútvegurinn fær veena hennar í ár faíli
niður- Þetta er eitt hinna táknrænu dæma um stjórnar-
stefnuna.
Verkamannaflokknum spáð sigri
En frjáSslyndi flokkurinn hefur staðið sig bezf í kosningabaráttunni.
FLESTAR líkur virðast nú
benda til þess, að Verkamanna
flokkurinn verði sigurvegari í
þingkosningunum, sem fram
fara í Bretlandi á morgun.
Spádómar flestra þeirra, sem
bezt fylgjast með málum þar
og reyna að dæma þau hlut
laust, hníga yfirleitt í þá átt.
Hins vegar greinir menn tals-
vert á um það, hvort sigur hans
verði naumur eða mjög rífleg-
ur. Ýmsir halda því fram, að
þótt flokkarnir virðist hafa ver-
ið jafnir um skeið, geti sá
þeirra sem nær forustunni und
ir lokin, náð stórauknu fylgi,
þegar hinir óháðari kjósendur
finna hvert straumurinn liggur.
En hann virðist hafa verið með
Verkamannaflokknum seinasta
hálfan mánuðinn.
Ýmsar ástæður valda því, að
Verkam.flokkurinn hefur náð
forustunni að nýju. Aðalástæð-
an er sennilega sú, að milli-
stéttirnar hafa í vaxandi mæli
snúizt á sveif með honum. Það
mun ekki fyrst og fremst að
þakka stefnu hans, því að enn
virðast margir óttast að hann
sé of kreddubundinn. Hins veg
ar virðist foringjum hans, og'
þó einkum Wilson, treyst til
að brjóta upp á einhverju nýju
og vera í meira samræmi við
hina nýju tækniöld en foringj
ar íhaldsflokksins hafa reynzt.
Sennilega túlkar „The Times“
hugarfar margra er það segir,
að stefna íhaldsflokksins í efna
hagsmálum sé að ýmsu leyti
réttari en stefna Verkamanna
flokksins, en hann hafi brostið
getu til að framkvæma hana.
Forusta Verkamannaflokksins
sé ótvírætt þróttmeiri og fersk
ari, en spurningin sé hvort hún
geti losað sig við kreddurnar.
Fleiri og fleiri kjósendur virð
ast treysta á, að hún muni gera
það og því sé rétt að breyta
um og fela Verkamannaflokkn
um forustuna.
íhaldsmenn eiga sjálfir óreið
anlega mikinn þátt í því, að
margir hafa öðlast trú á for-
ustu Verkamannaflokksins. Að
vísu hefur Wilson staðið sig
vel í kosningabaráttunni, en
það hefur þó auglýst hann
miklu betur, að Ihaldsmenn
hafa beint nær öllum
árásum sínum gegn honum. Á
þann hátt hafa þeir gert hann
að þekktasta og umdeildasta
BUTLER
stjórnmálamanni landsins.
Tvímælalaust hefur þetta snú-
izt þannig, að það hefur orðið
Wilson og lokki hans til á-
vinnings.
ÞÁ hefur það vafalítið haft
sín áhrif, að mörgum finnst
Verkamannaflokkurinn hafa
haldið uppi jákvæðari baráttu
en íhaldsflokkurinn. Að vísu
hefur kosningabaráttan undir
lokin einkennizt mikið af pexi
og endurtekningum, en Wilson
hafði áður lagt fram glögga
stefnuskrá og alltaf öðru hvoru
hamrað á henni og þeim atrið-
um hennar, sem hann hefur
talið mikilvægast. íhaldsmenn
hafa hins vegar lagt stefnumál
sín meira til hliðar og hamrað
fyrst og fremst á því, að kjós-
endur mættu ekki láta Verka
mannaflokkinn eyðileggja þann
árangur, sem náðst hafi undir
stjórn íhaldsmanna, því að
þjóðin hafi aldrei haft það
eins gott. Þá hefur sá áróður
þeirra, að Bretar ættu að hafa
eigin kjarnorkuvopn, farið fyr-
ir ofan garð og neðan hjá flest-
um.
Ef til vill veldur það þó
mestu, að íhaldsflokkurinn hef-
ur verið á undanhaldi seinustu
dagana, að Home forsætisráð-
herra hefur reynst lítill karl
þegar á reyndi, eins og margir
áttu líka von á. Framganga
hans hefur verið svo léleg og
einfeldningsleg í lokahríðun-
um, að jafnvel eindregin íhalds
blöð hafa gagnrýnt hann.
Heath, sem allmikið var teflt
fram, þykir einnig hafa staðið
sig illa. Bezt þykir Maudling
hafa staðið sig, en hann hefur
m.a. annazt daglega blaða-
mannafundi fyrir flokkinn.
TVEIR af hinum eldri leið-
togum íhaldsflokksins reyndust
mjög seinheppnir í vikunni,
sem leið. íhaldsmenn gerðu
sér ljóst um fyrri helgi, að
þeir voru á undanhaldi og hugð
ust því nota seinustu vikuna til
gagnsóknar. Quintin Hogg, sem
var eitt helzta forsætisráðherra
efni flokksins í fyrra, varð þá
á að gefa til kynna á kosninga
fundi, þegar hann var minntur
á Profumo, að ef til vill væru
ráðherraefni Verkamanna-
flokksins ekkert saklausari en
Profumo Þetta varð mikill
HOGG
WILSON
blaðamatur, og þótti sýna ó-
gætni og óhyggindi í málflutn-
ingi. Hogg tókst að vísu að
komast sæmilega frá þessu, en
hins vegar varð þetta til þess,
að gagnsókn íhaldsmanna
hvarf í skuggann, því að blöð-
unum fannst meiri matur í um-
mælum Hoggs og þeim um-
ræðum, sem spunnust út af
þeim. Þegar þessi raun íhalds-
manna kom fil sögunnar, tók
önnur við öllu verri. Butler
utanríkisráðherra átti þá tal
við blaðamann og gaf í skyn, að
hann óttaðist sigur Verka-
mannaflokksins. Jafnframt
gagnrýndi hann þá óbeint
Home og Heath.. Butler reyndi
síðar að skýra þetta þannig, að
hann hefði ekki ætlazt til, að
þessi ummæli yrðu höfð eftir
sér, en þó vissi hann vel að
um opinbert blaðamanns við-
t.al var að ræða og bað ekki
blaðamanninn um að undan-
skilja eitthvað af því, sem hann
hafði sagt, Almennt er nú álit-
ið, að jafnreyndur maður og
Butler hafi viljað koma þessu
á framfæri vegna óánægju yfir
því, hvernig haldið væri á mál-
unum. Þetta hefur hins vegar
orðið til að rifja upp ágreining
inn í íhaldsflokknum og bola
brögðin, sem voru viðhöfð, þeg
ar Home var gerður forsætis-
ráðherra.
FYRIR íhaldsmenn er það
elcki aðeins áhyggjuefni, að
Verkamannaflokkurinn hefur
Framhald á bls. 13.