Tíminn - 18.10.1964, Qupperneq 1

Tíminn - 18.10.1964, Qupperneq 1
Krústjoff hinn nýi syndaselur f Reykjavík, NTB-Moskva, 17. okt. Hinir nýju valdhafar í Kreml eru nú farnir að gegna opinberum störfum í Moskvu, meðan blöð og stjómmálamenn um allan heim ræða brottvikningu Krústjoffs og hina fyrstu kjamorkusprengju Kínverja. Blaðið The New York Times ræfúr bæði þessi mál í forystu- grein sinni í dag. Segir þar, að hin mörgu mistök Krústjoffs hin síðari ár hljóti að vera orsök þess, að honum var sparkað svo óvægilega, en þó hafi stefna hans í garð Kínverja liklega ráðið mestu þar um. Það hafi orðið PÓSTUR OG SÍMI VILL KAUPA SÉR FRYSTIHÚS EJ—Reykjavík, 17. okt. Sá óvenjulegi atburður gerðist á uppboði í gær, að Póstur og sími bauð 7,5 milljónir króna í fsfélag Keflavíkur, og var það hæsta boð. Blaðið hefur heyrt, að nú séu komnir til landSins tveir Bretar með kröfu á hendur ísfélaginu að upp- hæð um tvær milljónir króna, og verður því upp boðið í gær gert ógilt, og annað uppboð haldið á mið- vikudaginn. ljósara og ljósara síðustu víkurn- ar, að áætlun hans um ráðstefnu allra kommúnistaflokka heimsins, þar sem Kinverjum skyldi spark- að, var boomerang, sem hitti hann sjálfan. Einnig segir blaðið, að kjarnorkusprenging Kínverja ein- mitt á þessum tíma hljóti að verka óþægilega á marga í Moskvu, en nú, þegar Krústjoff sé horfinn af sjónarsviðinu, getí eftirmenn hans notað hann sem syndaselinn, sem beri ábyrgð á öllum mistökum og svikum fortíð- arinnar. Blaðið Washington Post segir, að sú nýja kynslóð, sem nú hafi náð völdum í Kreml, muni verða auðveldari viðfangs á alþjóðavett- vangi. í dag gegndu hinír nýju leið- togar í Kreml opinberum störfum sínum. Forseti Kúbu, Osvaldo Dorticos, fór með flugvél frá Moskvu að lokinni þriggja daga heimsókn í Sovétríkjunum, og fylgdi nýi forsætisráðherrann, Alexei Kosygin, honum á flug- völlinn. Á meðan ræða fréttamenn, hvernig brottvikning Krústjoffs hafi átt sér stað, og hreínsanir þær, sem fylgja í kjölfarið. Krúst joff mun hafa verið við Svarta- haf á þriðjudagsmorguninn og ræddi þar við Gaston Palewski, franska vísindamálaráðherrann. Var búizt við, að þeir ættu langar viðræður saman, en Krústjoff var mjög að flýta sér og stóð fundur þeirra aðeins í hálfan tíma. Strax eftir hádegi flaug hann síðan tíl Moskvu, en þar var haldinn fund ur í framkvæmdastjórn Kommún- istaflokks Sovétríkjanna. Þar hélt Mikhail Suslov. aðalræðuna, og ræddi bæði deilur Kínverja og Sovétríkjanna og landbúnaðar- vandræðin, og gagnrýndi harðlega stefnu Krústjoffs. Að ræðu hans lokinni var síðan greitt atkvæði um hvort Krústjoff skyldi sparkað Framh á 15 síðu Þeir virða fyrir sér útsæðið, sem fer til Tékkóslóvakío. Frá vinstri: Jóhann Jónasson, forstjóri, hr. Botsek frá tékkneska sendiráðinu og Sigurgeir Sigfússon á Eyrarlandi. (Ljósm. G.E.) Tékkar fá héðan útsæðiskartöflur MB—Reykjavík, 17. okt. í sumar var gerð merkileg tilraun í kartöflurækt hérlend- is og gefí hútn þann árangur, sem vonazt er eftir, getur svo farið að hún valdi hreinni bylt ingu f þeirri atvinnugrein. Hingað var sent útsæði frá Tékkóslóvakíu og í haust verð ur uppskeran setnd þangað aft- ur og sett þar niður næsta vor. Ástæðan til þessa er sú, að það er viðurkennd staðreynd að eftir því sem útsæði er ræktað norðar gefur það betri uppskeru sunnar. Þannig flytja til dæmis Danir og Hollending- ar út mikið af útsæðiskartöfl um til Suður-Evrópulanda og Suður-Ameríkulanda, jafnvel til Perú, móðurlands kartafl anna. Er talið að uppskeran þar af þessu norræna útsæði sé allt að helmingi meiri en af útsæði, sem er ræktað þar suðurfrá. Því var það, að verzlunar- fulltrúi Tékkóslóvakíu hérlend- is, Josef Krmásek, kom að máli við Jóhann Jónasson, forstjóra Grænmetisverzlunar landbún- aðarins, og fór þess á leit við hann að hérlendis yrði gerð ný stárleg tilraun. Hingað yrði sent útsæði frá Tékkóslóvakíu, það sett niður í íslenzka mold, uppskeran síðan send mestöll til Tékkóslóvakíu aftur og sett þar niður næsta vor. Síðan yrði gerður samanburður á þeirri uppskeru, sem fengist út af hin um íslenzkræktuðu mæðrum og útsæði sömu tegundar, sem ræktað hefði verið í Tékkó- slóvakíu í sumar. Jóhann tók þessu tilboði fegins hendi og sendu Tékkar H'ramhaio a ib siðu U SJO HERUÐ ERU NU LÆKNESLAUS MB—Reykjavík, 17. okt. Sjö héruð eru nú Iæknis- laus og gengur illa að fá lækna til að starfa úti á iandi, eins og fyrri daginn. Nefnd, Bátur brann og sökk - mannbjörg SK-Vestmannaeyjum, MB-Reykja- vík, 17. október. Vélbáturinn Jötunn, VE 273 brann og sökk út af Alviðruhömr um um miðnætti í nótt Vélbát urinn Kári, VE 47 bjargaði áhöfn inni, fjórum niönnum og kom með þá til Vestmannaeyja um hálfsjö leytið í morgun. Sjópróf eru í dag. Skipstjóri var einn í brúnni, er eldsins varð vart, en hinir sváfu frammí. Skyndilega varð spreng inp í vélarrúmi skipsins og eldur ga>is upp í stýrishúsið. Skipstjór- inn, Sigurður Oddsson, þaut þegar fram í að vekja mennina, sem þar sváfu. Blaðið ræddi við einn þeirra, Svan Jónsson, vélstjóra, sem átti Jötun, ásamt Sigurði skip stjóra. Svani sagðist svo frá: — Klukkan var tæplega ellefu í gærkvöldi, þegar við vorum vakt ir og skipstjórinn sagði okkur þau tíðindi að vélarrúm og stýrishús væru alelda. Skipstjóri var að toga, austarlega út af Alviðru- hömrum, er þetta gerðist, og við höfðum lagt okkur fyrir hálfum öðrum tíma. Er við komum upp var stýrishúsið orðið fullt af eldi og reyk og ekki nokkur leið að komast þar inn. Skipstjórinn tók þá til bragðs að brjóta rúðu í kortaklefanum og gat teygt sig inn um gluggann og í talstöðina og kallað í báta, sem voru að veiðum rétt hjá okkur. Einn þeirra Kári, kom fljótlega til okkar, og var þá auðséð að ekki var um annað að gera en yfirgefa bátinn. Við vorum búnir að taka gúmbát inn til, en ekki búnir að blása hann app. Kári gat ekki lagt al- veg að okkur vegna nokkurrar vest anöldu, og urðum við að stökkva um borð í þremur atrennum. Framhald á 2. síðu. sem skipuð var á s.l. sumri tilj að gera tillögur til úrbóta í þessum málum mun senn skila þeim til ráðherra. Blaðið innti dr. Sigurð Sigurðs ■ son landlækni í dag eftir ástand- j inu í læknamálum dreifbýlisins.! Hann kvað sjö læknishéruð nú | læknislaus. Þau eru Flateyjarhér; að á Breiðafirði, Dalahérað, Suð j ureyrarhérað, Djúpavíkurhérað, | Raufarhafnarhérað, Bakkagerðis- i hérað og Kirkjubæjarklausturshér að. Læknir hefur verið á Raufar- höfn til þessa, en flutti þaðan 15. okt til Kópaskers. Var því rangt sem sagt var í blöðum um daginn, er banaslys varð á Raufarhöfn, að þar væri læknislaust, hins vegar var læknirinn þá staddur á Kópa skeri í lækniserindum. Læknir fór frá Kirkjubæjarklaustri í haust og því enginn læknir á öllu svæðinu frá Vík í Mýrdal og austur í Horna fjörð, en tekið skal fram að öllum þessum héruðum er þjónað frá nágrannahéruðum. Ávallt er erfitt að fá lækna ti: að taka að sér störf úti á landi, þar eð langflestir læknar fara úl í einhverskonar sérnám. Lækna- kandidatar eru skyldaðir til að Framhald á 2. síðu. HAFA NAUMAN MEIRIHLUTA EJ-Reykjavík, 17. október. Enn er ótalið í einu kjördæmi í Bretlandi, en staða stjórnmála- flokkanna er nú þannig, að Verka mannaflokkurinn hefur fengið 317 þingmenn, íhaldsflokkurinn 303 og Frjálslyndi flokkurinn 9. Talíð er líklegt, að íhaldið fái það eina þingsæti, sem eftir er, en þó er mögulegt að það falli í hlut Frjálslynda flokksins. Þegar eftir var að telja í 1 kjör dæmi, höfðu atkvæði þeirra um 27 milljón kjósenda, sem atkvæði Framhald á 2. síðu. / / / I f r

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.