Tíminn - 18.10.1964, Side 2
2_
r
TfllVSBNN
SUNNUDAGUR 18. október 1964
ÞÁTTUR KIRKJUNNAR
Bindindissamtök kristinna safnaöa
Það finnst sumum fjarstæða,
að kirkjan sé að vafsast í ein-
hverjum veraldarmálum, eins
og það er stundum orðað. Hún
eígi fyrst og fremst að efla
eilífðarvitund mannshjartans
og sáluhjálp.
Það þykir því sjálfsagt ein-
liverjum víxlspor, að bindind-
isstarfsemi þjóðarinnar sé sér-
staklega minnst í kirkjum
landsins og söfnuðir, já helzt
hver einasti söfnuður í land-
inu eigi sinn bindindisdag, sem
helgaður sé baráttunni við
áfengisbölið í landinu. Vafa-
laust verður þá rifjað upp, að
jafnvel Kristur sjálfur hafi
ekki verið bindindismaður, og
setningín fræga, sem á að
vera úr biblíunni, en er reynd-
ar röng tilvitnun í skáldsög-
unni „Manni og konu,“ að
hóflega drukkið vín gleðji
mannsins hjarta verður á hvers
manns vörum.
En sannleikurinn er sá, að
hér á landi verður naumast
barizt gegn hinu illa í heimi
hér, nema setja áfengisnautn
og víndrykkju landsmanna efst
á lista yfir óvinina. Og ætti
ég að nefna þann djöful, sem
stærstu og mestu böli veldur
jafnt í sálum og samfélagi ís-
lendinga, þá mundi ég án um-
hugsunar, og þó eftir margra
ára reynslu við samfélagsstörf
nefna: Áfengið.
Það er orsök flestra hjóna-
skilnaða.
Það er meginþáttur fjár-
svika.
Það er aðalástæða allra slysa.
Það er uppspretta flestra
glæpa.
Það er frumþáttur í afbrot-
um barna og unglinga.
Það eyðileggur hjörtun og
heímilin.
Það étur upp persónuleika
mannsvitundar.
Það ærir hugsun, drepur til-
finningu og slævir viljann.
Það breytir gleði og ást í
harma og hatur.
Það gerir góða og glæsilega
manneskju að viðbjóðslegu
villidýri.
Enginn mundi með rökum
geta neitað þessum tíu full-
yrðingum. En samt er líkt og
kirkjan dragi það við sig að
ganga til liðs við þau öfl, sem
berjast gegn áfengisbölinu.
Samt getur það dóms- og
menntamálaráðuneyti, sem ver
hundruð milljónum kr. árlega
að sjálfsögðu í að byggja skóla,
launa fræðara og stunda vis-
indi og efla löggæzlu, dauf-
heyrzt ár eftir ár við því að
loka áfengisverzlun íslenzka
ríkisins!! um stuttan tíma til
þess að unnt væri að athuga
og rannsaka á vísindalegan
hátt áhrif og orsakir áfengis-
nautnar í landinu.
Og þetta gerist eða öllu
heldur gerist ekki á sama tíma
sem beitt er alls konar smá-
munasemi um heilsugát og
slysahættu, t.d. þegar ekki má
kenna í stórum hluta nýrra og
fallegra húsa af því að þar
sé ekki lögleg!! hæð undir loft
eða eitthvað þessháttar eða
kömrum ekki rétt fyrir kom-
ið.
Geta ekki allir séð fávizkuna
og skilningsleysið í þessu? Það
er líkast því að lambi væri
slátrað af því, að það gæti
hnubbað barnið, en tígrisdýr
látið ganga laust af því að það
gæti tætt barnið sundur.
Það er því full ástæða til
fyrir kirkjuna og prestana og
kristni landsins yfirleitt að
skera upp herör gegn ósóm-
anum, ekki gegn fólkinu eða
fórnardýrum áfengisins og
ásaka þar og skammast, lítils-
virða og fyrirlíta. Það bætir
engan. Heldur til að bjarga
því sem bjargað verður, þótt
ekki væri annað en eyma-
snepill lambsins úr gini óvætt-
arins. Til að leíta hins týnda
og frelsa það. Þar er sannar-
lega gengið á hólm við anda-
verur vonzkunnar í himin-
geimnum og barizt við illa
anda eins og Kristur gerði.
Og í andstöðunni gegn
áfenginu er áreiðanlega andi
hans að verki. En þar þarf líka
að bírtast kraftur hans, sann-
leiki og frelsisást.
Bindindissamtök kristinna
safnaða eru nú samtök þess-
arar starfsemi, án allra heita
og þvingana, sem gerir stúku-
starf óvinsælt. Og nú vilja þessi
nýstofnuðu samtök fara að
dæmi annarra menningarþjóða
t.d. frændþjóðanna á Norður-
löndum og gera sitt tíl að
stemma á að ósi.
Fyrst og fremst með áróðri
og vakandi vissu og íhugun
þess, sem skilur hættuna, en
flýtur ekki sofandi að feigðar-
ósi eins og stjórnmálamenn og
stjórnendur hafa yfirleitt gjört
til þessa á þessu sviði.
Þar næst með því að efla
markvisst bindindisstarf eink-
um meðal unga fólksins, stofna
barnastúkur og ungtemplara-
félög innan safnaða með starfs
miðstöð við safnararheimili
kirknanna og styðja slík sam-
tök þar sem þau eru fyrir.
Þá með því að hafa bind-
indisdag árlega eða oftar við
kirkjuna, þar sem orð og at-
hafnir veki tíl íhugunar og
átaka í þessu vandamáli.
Og að síðustu það sem gæti
einnig verið fyrst, með því að
veita stuðning þeim fórnardýr
um drykkjuskaparins, sem á
einhvern hátt væri unnt að
bjarga bæði með ráðum
og dáð.
En það er erfitt og marg-
þætt starf, eins og áfengisflóð-
ið er nú í stöðugri aukningu.
Eirðarlaust fólk, einmana og
rótslitið, munaðarlaus börn,
drykkjusjúklingar, rangnefnd-
ar skemmtanir, niðurbrotin
heimili eru líkt og eftir
sprengjuárás víðsvegar um
borg og bæi.
En ekki tjáir að gefast upp
né leggja árar í bát þótt við
ofurefli sé að etja.
Það sæmír að minnsta kosti
ekki kristinni kirkju, sem tel-
ur meira að segja og með réttu
að hún eigi að bæta úr hverju
böli.
En þarna tjáir engin kyrr-
seta og kredduþvarg. Það tjáir
lítið að kunna trúarjátningu,
boðorð og kærleiksboðorð, ef
framkvæmdir sjást hvergi. Hér
dugir engin skrifstofuspeki og
spekulantar með alla sína út-
reikninga meðan bærinn
brennur eða barnið drukknar
Hér dugir aðeins að bregða
snart við og stinga sér með
fórnarlund og sjálfsgleými
hins kristna kærleiksríka
manns eftir drukknandí barn-
inu, sem hefur dottið í djúp-
ið. Engin predikun, engin játn
ing, engin orS, heldur átök upp
á líf og dauða. Heill þeim
söfnuðum, heíll þeirri kirkju,
sem þarna skilur hlutverk sitt.
Þar fylgir blessun Guðs.
Árelíus Níelsson.
Sunnudagur 18. október.
1.30 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir og
itdráttur úr forustugreinum dag-
ilaðanna. 9.20 Morguntónleikar. 11.
10 Messa í Neskirkju. Prestur: Séra,
Srímur Grímsson. Organleikari:
fón ísleifsson. 12.15 Hádegisútvarp.
:4.00 Miðdegistónleikar. 15.30 Sunnu
lagslögin. 16.30 Guðsþjónusta Fíla-
lelflusafnaðarins i útvarpssal. Ás-
nundur Eiríksson prédikar. Kór
iafnaðarins syngur undir stjórn
íma Arinbjarnarsonar. Einsöngvari
;r Hafliði Guðjónsson. 17.30 Barna
tími (Skeggi Ásbjarnarson). 18.30
,Fuglinn i fjörunni": Gömlu lögin
iungin og leikin. 19.30 Fréttir. 20.00
Aðeins einu sinni": Lög úr kvik
nyndum. — Þýzkir listamenn flytja.
20.10 „Við fjallavötnin fagurblá":
Sigurjón Rist talar um Þórisvatn og
itbrigði íslenzkra vatna. 20.40 Pianó
ónleikar í útvarpssal: Halldór Har-
ildsson leikur sónötu í g-moll, op.
!2, eftir Schumann. 21.00 Með æsku
jöri: Andrés Indriðason og Ragn-
íeiður Heiðreksdóttir sjá um þátt
nn. 21.40 Undir suðrænni sól: Bost
m Pops hljómsveitin leikur lög af
éttara taginu. 22.0(j Fréttir og veður
’regnir. 22.10 Danslög (valin af Heið
iri Ástvaldssyni danskennara). 23.
S0 Dagskrárlok.
Mánudagur 19. október
(.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisút-
rarp 13.00 „Við vinnuna": Tónleik-
ír. 15.00 Síðdegisútvarp. 18.30 Þing-
fréttir. 19.30 Fréttir. 20.00 Um dag
inn og veginn. Eiður Guðnason
blaðamaður. 20.20 íslenzk tónlist:
Áskell Snorrason leikur frumsam-
in lög á orgel Kópavogskirkju. 20.40
Pósthólf 120: Gísli J Ástþórsson les
úr bréfum frá hlustendum. 21.00
Tónleikar: „Stabat Mater“ eftir
Francis Pdulenc. 21.30 Útvarpssag
an: „Leiðin lá til Vesturheims" eftir
Stefán Júlíusson. Höf. les. 22.00
Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Bún
aðarþáttur: Við veturnætur. Glsli
Kristjánsson ritstjóri. 22.30 Kammer
tónleikar: frá tónllstarhátíðinn í Mar
ais i Frakklandi. 23.20 Dagskrárlok.
Þriðjudagur 20. október.
7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisút
varp. 13.00 „Við vinnuna": Tónieikar.
15.00 Síðdegisiitvarp. 17.00 Fréttir.
18.30 Þingfréttir. 18.45 Tilkynningar
19.30 Fréttir. 20.00 Einsöngur: Pet
er Pears syngur þjóðlög; Benjamin
Britten leikur undir. 20.20 Spjall um
leiklist í Lund-
únaborg. Agnar
Þórðarson rithöf-
undur. 20.40 Tón-
leikar: Diverti-
mento i. F-dúr,
K253 eftir Mozart.
Blásarasveit
Lundúna leikur;
Jack Brymer stj.
21.00 Þriðjudags-
leikrtið „Ambrose
í París1 eftir Philip Levene: III. þátt
Agnar
ur: Eigandinn. Þýðandi: Ámi Gunn
arsson. — Leikstj.: Klemens Jóns-
son. Leikendur: Rúrik Haraldsson,
Guðrún Ásmundsdóttir, Róbert Am-
finnsson, Guðbjörg Þorbjarnardótt-
ir, Haraldur Björnsson, Erlingur
Gíslason, Briet Héðinsdóttir, Jón
Aðils, Valur Gislason. 21.45 Tónleik
ar: Konsert nr. 1 í G-dúr eftir Perg
olesi 22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöidsagan: Pabbi, mamma og
við" eftir Johan Borgen, VII, sögu
lok Margrét R. Bjarnason þýðir og
les. 22.30 Létt músik á siðkvöldi:
23.15 Dagskrárlok.
Miðvlkudagur 21. október
7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisút
varp 13.00 „Við vinnuna':: Tónleikar.
15.00 Síðdegisútvarp. 18.30 Þing-
fréttir. 18.45 Tilkynningar. 19.20 Veð
i urfregnir. 19.30 Fréttir 20.00 Erindi:
1 Ferð undir Eyjafjöii. Jónas St. Lúð-
I víksson. 20.25 Johnny Matias syngur
i rómantísk lög. 20.45 Sumarvaka. a)
Svipast um á eyðislóðum: Hesteyri
Birgir Aibertsson kennari. b) fs
lenzk tónlist: ,Söngur frá sumri"
Guðrún Tómasdóttir syngur; Ólaf
ur Vignir Albertsson leikur undir,
c) Fimm kvæði, ljóðaþáttur valinn
af Helga Sæmundssyni. Andrés
Björnsson les. 21.45 Frímerkjaþátt
ur. Sigurður Þorsteinsson flytur. 22.
00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10
Þýtt og endursagt.: ,Matarlyst“ eftir
Wiihelm Stekel. Ragnar Jóhannes-
son cand. mag. flytur. 22.30 Lög
unga fólksins. Bergur Guðnason
kj'nnir. 23.20 Dagskrárlok.
Fimmtudagur 22. október.
7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisút-
varp. 13.00 „Á frívaktinni", sjómanna
þáttur. (Sigriður Hagalín). 15.00 Síð
degisútvarp. 18.30 Þingfréttir 19.30
Fréttir. 20.00 Raddir skálda: Úr
verkum Jakobs Thorarensens. Les-
arar: Þorsteinn Ö. Stephensen og
Ævar R. Kvaran. Ingólfur Kristjáns
son annast þáttinn. 20.55 Tónleikar
Sinfóníuhljómsveitar íslands í Há-
skólabíói; fyrri hluti. Stjórnandi:
Páll Pampichler Páisson. Einleikari
á sello: Anja Thauer. 22,00 Fréttir
og veðurfregnir. 22 10 Kvöldsagan:
„Huldukonur Frakklands" og „Speg
illinn* eftir Alphonse Daudet. Mál-
friður Einarsdóttir þýðir. 22.25 Djass
þáttur. Jón Múli Árnason. 23.00 Dag
skrárlok.
Föstudagur 23. október.
7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisút
varp 13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
13.25 ,Við vinnuna': Tónleikar. 15.
00 Síðdegisútvarp. 17. Fréttir. 18.30
Þingfr. 19.30 Fréttir. 20.00 „Hver á
barrtið?" Erindi á
vegum Barnavernd
arfélags Reykja
víkur. Valborg
Bentsdóttir skrif-
stofustjóri flytur.
20.20 Tónleikar:
Herbert Downes
leikur á víólu. 20.
40 Erindi um
tóbaksnotkun.
Stefán GUðnason læknir. 21.05
Einsöngur: Joel Berglund syngur
lög eftir Wilhelm Stenhammar o.
fl og óperíuaríur. 21.30 Útvarpssag
an: Leiðin lá til Vesturheims" eftir
Stefán Júlíusson. Höfundur les.
22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10
Erindi: „Guð í alheimsgeimi". Pét-
ur Sigurðsson ritstjóri. 22.30 Tón-
leikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í
Háskólabíói kvöldið áður, siðari
SJÖ HÉRUÐ
Framhald af 1. síðu.
taka að sér störf úti á landsbyggð-
inni stuttan tíma að loknu al-
mennu námi, en sú skylda er ekki
vel séð, að sögn landlæknis, enda
eina ,,þegnskylduvinnan“ sem lögð
er á háskólaborgara hérlendis.
Er við spurðum landlækni um,
hvort von væri á nokkrum úrbót-
um, kvað hann nefnd þá, er ráð-
herra hefði skipað á síðastliðnu
sumri eftir ábendingu sinni til að
gera tillögur til úrbóta í þessum
málum, vera að ljúka störfum og
yrðu tillögur heunar senn sendar
ráðherra.
BÁTUR SEKKUR
Framnalo al 1 síðu
Eftir þetta biðum við nokkra
stund, en klukkutíma eftir að elds
ins varð vart, eða í mesta lagi
tæpum hálfum öðrum tíma, sökk
Jötunn og Kári kom með okkur
til Eyja klukkan hálf sjö í morg-
un.
— Hvað heldurðu að hafi kom-
ið fyrir?
— Ég hef ekki hugmynd um
það, en Sigurður skipstjóri segir
að það hafi orðið sprenging niðri
í vélarrúmi og lúgan upp í stýris-
húsið henzt upp og eldurinn gosið
upp um leið.
— Voruð þið ekkert hræddir
við aðra sprengingu?
— Því er ekki að neita, að við
hugleiddum hættu á henni og vor
um við því búnir að þurfa að yfir
gefa skipið fyrirvaraiaust.
Vélbáturinn Jötunn var 41
tonn, smiðaður úr eik í Vest-
mannaeyjum árið 1947, en endur
byggður fyrir nokkrum árum.
IWK
Valborg
NAUMUR MEIRIHLUTI
Framhalö af 1. síðu
greiddu skipzt þannig milli
flokka:
Verkamannaflokkurinn 12.197.
456 (44.1%, höfðu 43,8), íhalds-
flokkurinn 11.989.130 (43,4%,
höfðu 49,4%), Frjálslyndir 3.086.
609 (11,2%, höfðu 5,9%), aðrir
flokkar 348.914 (1,3%, höfðu
0,9%).
hluti. Stjórnandi Páll Pampichler
Pálsson. 23.10 Dagskrárlok.
Laugardagur 24. október.
7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisút
varp. 13.00 Óskalög sjúklinga (Kristín
Anna Þórarinsdóttir) 14.00 Útvarp
frá Háskólabíói: Háskólahátíðin
1964. a) Tónlist.
b) Ræða. Prófés*or
Ármann
Snævarr, háskóla-
rektor. 15.30 í
vikulokin 17,00
Fréttir — Þétta
vjl ég heyra: Jó-
hannes Ólafsson
skrifstofustj. 18.
00 Útvarpssaga
barnanna: „Þórp-
Háskólarektor ið sem svar, eftir
M. P. de Ladebat. Unnur Eiríksdótt
ir þýðir og les. 18.30 Söngvar í létt
um tón. 19.30 Tréttir. 20.00 Vetrar-
vaka: a) Hugleiðing við misseraskipt
j in. Séra Sigurður Haukur Guðjóns
| son. b) Einsöngur: Sigurður Björns
| soh syngur íslenzk lög Vlð undirleik
: Guðrúnar Kristinsdóttur. c) Viðtöl
j Stefán Jónsson og Tryggvi Gíslason
fréttamenn. d) Lagasyrpa eftir
Bjarna Þorsteinsson. útsett af Jóni
Þórarinssynl. e) Ný hljómplata: 1)
Davíð Stefánsson skáld frá Fagra-
skógi flytur eigin ljóð: „Hallfreður
vandræðaskáld" og „Eg sigli í
haust‘. 2) Halidór Kiljan Laxness
nóbelsverðlaunaskáld les 27. kafla
Brekkukotsannáls. 22.00 Fréttir og
veðurfregnir. 22.10 Dansskemmtun
útvarpsins í vetrarbyrjun: Þar á með
al leikur hljómsveit Guðjóns Pálsson
ar. 02.ÖÓ Dagskrárlok.
(Klukkan færð til ísl. meðaltíma,
seinkað utn 1 stund).