Tíminn - 18.10.1964, Qupperneq 3

Tíminn - 18.10.1964, Qupperneq 3
SUNNUDAGUR 18. október 1964 TÍMJNN HEIMA OG HEIMAN . " • . . : • . Kennedy-safn byggt á lóð Harward háskólans JHM-Boston. Þrátt fyrir þá staðreynd að óteljandi götur, brýr, skólar og jafnvel flugvellir hafi verið nefndir til minningar um hinn myrta forseta Bandaríkjanna, John F. Kennedy, þá er enn óbyggður hinn ódauðlegi minn isvarði um forsetann — Kenn edysafnið. Kennedysafnið verður byggt á lóð Harvard háskólans í Cambridge í Massachusettsríki, á svæði setn forsetinn valdi persónulega haustið 1961. — Forsetinn lét í ijósi þá ósk eft ir að hann tók við embætti í Washington, að hann vildi að forsetasafn sitt yrði byggt í Boston eða Cambridge, þar sem það myndi vera staðsett svo að það yðri aðgengilegt fyrir há- skólanema og fræðimenn frá hinum ýmsu menntastofnunum sem þar eru. Safnið mun verða nefnt Kennedy Presidential Library and Museum og verð ur það byggt á svoköliuðum Hermannasléttum, sem liggja við Oharleséna handan við Boston. Harvard háskólinn gaf landið, sem safnið verður byggt á, en sambandsstjórnin í Washington mun hjá um allan rekstur þegar það verður tilbúið. JOhn F. Kennedy var 35. forseti Bandaríkjanna, en þrátt fyrir það þá eru aðeins til fjðgur forsetasöfn í öllu landinu og Kennedysafnið verð ur hið fimmta. Það tíðkaðist ekki að byggja slík söfn fyrr en eftir að Herbert Hoover lét af embætti og safn hans, The Hoover Presidential Library, var byggt í heimaþorpi for- setans í West Branch í Iowa. Næst var Franklin D. Roosevelt forsetasafnið byggt í Hyde Park í New Yorkríki. Þar næst koim Harry S. Truman safnið í Independence í Missouri. Þar hefur Trumann, forseti, sína eigin skrifstofu, þar sem hann vinnur daglega að eigin mál- efnum. Nú síðast var lokið við forsetasafn Dwight D. Eisen- howers í Abilene í Kansasríki. Öll þessi forsetasöfn eru í heimahéruðum þessara manna og eins verður það með Kenn- edysafnið. í þessum söfnum má finna helztu plögg, skjöi og samninga frá forsetaáruim þessara manna, og eins eru þar munir og gjafir frá landsmönn um og þjóðhöfðingjum ýmissa landa. Kennedyfjölskyldan fylgir hér mjög nýrri hefð í að safna *aman á einn stað öllum skiöl um og hlutum forsetans. Öll skjöl og pappírar forseta lands ins frá byrjun hafa ætíð verið álitin setn persónulegar “eignir þeirra. Þar af leiðandi hefur mikið af forsetaskjölum og nappírum glatazt í gegnuim ár- in, eða þá að þau hafa flækzt víða um land og mikið hefur einnig verið eyðilagt viljandi af forsetunum sjálfum eða þeirra nánustu ættingjum. Robert Todd Lincoln, sonur Abrahams Lincoln, gaf t. d. mikið af skjölum föður síns til þingbókasafnsins í Washington tneð þeim ákvæðum að þau yrðu ekki opnuð fyrr en þau andlát sitt, sem var 21 ári seinna eða 1947. Það var ekki fyrr en 1900 sem stjórnin í Washington byrjaði fyrir al- vöru að reyna að safna saman og eignast forsetaskjöl og pappíra. Nú hefur stjórnin í eigum sínum skjöl tuttugu og þriggja forseta landsins, allt frá George Washington, sum fullkomin söfn, en önnur ófull komin. Þá má einnig finna for setaskjöl á hinum ýmsu söfn um eða hjá íélagssamtökum víða um landið. Warren G. Hardin, sem þótti heldur lé- legur forseti, lét eyðileggja mest af sínum skjölum, enda gátu sum þeirra lítið hjálpað til að bæta almenningsálitið. Forsetasöfnin fjögur sem þegar eru byggð, þykja ekki vel staðsett, þó svo að þau séu í heimahéruðum fyrr- nefndra forseta. Sagnfræðing- ar og aðrir fræðimenn segja að það sé erfitt að koimast að þessum söfnum, þar sem þau liggi ekki við aifarabraut. Kenn edy gerði sér grein fyrir þessu og ákvað að safni sínu skyldi bæði komið fyrir 1 heimaríki hans og á sama tíma að það John F. Kennedy yrði vel staðsett á svæði þar sem margir háskólar gætu haft gagn af því. Safnið mun innihalda öll skjöl og pappíra forsetans, plús mikið af hans munutn, svo sem hinn vel þekkta ruggustól. John F. Kennedy hélt vel til öllum sín um skjölum og pappírum bæði sem öldungadeildarmaður og sem forseti, eins lagði hann mikla áherzlu á að aðstoðar; menn sínir gerðu hið sama. í rauninni má þakka einkaritara Kennedys, frú Evelyn Lincoln fyrir það hversu tnikið er til af slíkum gögnum, enda segir hún sjálf: „Eg henti aldrei neinu, ekki einu sinni riss- blöðum forsetans“. Aðeins mánuði eftir að for setinn hafði fallið fyrir byssu- kúlu launmorðingja í Dallas var byrjað að planleggja fjár söfnun til byggingar á forseta- safninu. Safnið á að kosta um 10 milljónir dollara eða um 430 milljónir ísl. króna, en sum ir álíta að það muni koma til tneð að kosta mun meira þeg ar það verður fullbúið Að svo komnu máli hefur aðeins rúmur helmingur af þessari upphæð verið safnað og geng ur söfnunin frekar hægt, segja forráðamenn. Mikið af þessari upphæð hefur komið frá al- menningi, svo hafa ýmiss fé- lög, stofnanir, og verkalýðssam tök gefið stórar upphæðir; t. d. gaf Joseph F. Kennedy Foundation eina milljón doll- ara. Þá hafa gjafir einnig bor izt frá erlendum þjóðum og var það Venezuela, secn gaf fyrstu upphæðina. Ein síðasta gjöfin, sem að nokkru nam, var gefin til minningar um flugmanninn sem fórst í flug jg slysinu sem Edward Kennedy stórslasaðist í s. 1. júni. í vor sem leið var sett á stofn lítið ferðasafn, sem hefur að geyma ýmsa muni, svo seim ruggustól forsetans, og svo ýmiss skjöl. Þetta ferðasafn hefur verið sýnt í mörgum af stærri borg um landsins í fjáröflunarskyni og hefur miklu fé verið safnað. Ekki er enn búið að ákveða hvaða arkitekt mun teikna safn ið og hafa bæði erlendir og innlendir^ arkitelctar komið til greina. Áætlað er að byrjað verði á safnbyggingunni að vori. f safnstjórn má finna ýmsa merka imenn, svo sem Lyndon B. Johnson, sem er heiðursformaður. en Robert Kennedy er formaður. Ed- ward og Jacquline Kennedy eru varaformenn. Þá eru og í stjórninni menn eins og t. d. Earl Warren, forseti hæsta- réttar, Richard Cushing, kardi náli í Boston, George Meany, forseti verkalýðssamtakanna, Dean Acheson, fyrrv. utanrík- isráðherra, John Steinbeck, rit höfundur, og fleiri vinir og fyrrverandi samstarfsmenn for setans eiga þar einnig sæti. S 3 T rúlofunaf hr inga» Fliót aígretðsla Sendum eeen oóst krófu (íUOIVI PORSTEINSSON eullsmlðuT Bankpstrjpti 12 EGILL SIGURGEIRSSON hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa Ingólfsstræti 10 — Sími 15958. LátiS okkur stilla bitrejð- ina fyrir veturinn. BÍLASKOOUN Skúlagötu 32. Sími 13 100 RYDVÖRN Grensásveg 18 sími 19945 Nú er rétti tíminn að ryðverja bifreiðina fyrir veturinn með Tectyl PÚSSNINGAR SANOUR Heimkevrður oússninsar sandur oe vikursandm sletaður eða ösietaðm við húsdvrnar eða kominn uot á hvaða hæð sem ei eftn óskum kaupenda Sandsalan vlð Elliðavoe s.l 'íimt 41920 SÍMI mhMIW 14970 Sffiá! 14970 iwaaaiOlMi rmilriWBiai

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.