Tíminn - 18.10.1964, Síða 7

Tíminn - 18.10.1964, Síða 7
SUNNUDAGUR 18. október 1964 7 TÍMINN Krustjoff fatlinn Margt bendir til þess, að fé- lagar Krustjoffs hafi beitt hann ekki ósvipuðu bragði og hann beitti við Zukoff mar- skálk fyrir nokkrum árum. Ýmsar spár voru þá á kreiki um það, að Krustjoff væri valt ur í sessi og Zukoff marskálk- ur myndi taka sæti hans. Zu- koff var þá sendur af rússnesku rödsstjóminni til Júgóslavíu og var fagnað þar sem þjóðhöfð- ingja, því Tito þóttist finna á sér, að hann ætti aukinn frama fyrir höndum. Þegar Zukoff kom heim til Moskvu, var hon- um tilkynnt á flugvellinum, að báSS væri að svipta hann völd- um, en hann var æðsti maður hersins. Krustjoff hafði brugð- ið við svo óvænt og skjótt, að Zukoff og samherjar hans fengu engum vörnum komið við. Síð- an hefur Zukoff verið valda- laus, en haft laun, er samrýmd- ust fyrri stöðu hans. Moskvublöðin sögðu frá því á miðvikudaginn, að daginn áð- ur hefði franskur ráðherra rætt við Krustjoff i bústað hans suður við Svartahaf. Krustjoff virðist hafa komið til Moskvu á miðvikudaginn eða fimmtudag- inn. Á fimmtudaginn berst út orðr/”r'urinn um brottför hans. Se”nilega hafa meðstjórnendur hans þá verið búnir að ákveða brottför hans. Sagan segir að vísu, að hann hafi sjálfur sagt af scr. Fæst bendir hins vegar til þ-’ss, að hann hafi gert það sjálfviljugur. Þá hefði brottför hans borið að á allt annan hátt. Skorti bolinmæði Enn er ekki fengin nein end anleg skýring á því, hvað varð Krustjoff að falli. Það er hins vegar augljóst, að einhverj- ir verulegir árekstrar hafa vald ið því, málefnalegir eða persónulegir eða hvort tveggja. Krustioff hefur bersýnilega treyst á það, að hann væri orð- inn fastur í sessi. Hann hefur því leyft sér um alllanga hríð að k^ma eins og gestur til Moskvn Hann hefur verið í ferðalögum utan lands eða inn an eða dvalið suður við Svarta haf. Vafalaust hefur þetta ver- ið illa séð af samverkamönnum hans og valdið truflunum og töfum í stjórnarframkvæmdum, þar sem allar meiriháttar ákvarðanir hefur samt þurft að bern undir hann Hann hef- ur því misst tökin. án þess að gera sér pað ljóst. Þó er það sennilega ekki að- allega þetta, sem hefur fellt hann, heldur hitt. að hann hef- ur teflt óhyggilega í vissum málum, og þó einkum i deil- unni við Kína. Stalín sagði einu sinni, að góður foringi þyrfti ekki síður að vera gæddur þol- inmæði en áræði. Báðir þessir kostir væru jafn nauðsvnlegir. í átökunum við Kínverja. þarf ekki minna að halda á þol- inmæði en áræði. Þolinmæði hefur hins vegar ekki verið hinn sterki eiginleiki Kru^tjoff Það hefur verið ríkara í eðli Krustjoffs að reyna að höggva á hnútinn Þetta ætlaði Krustjoff að gera í deilunni við Kínverja með því að samfylkja Krustjoff og Brésnev kommúnistaflokkunum gegn þeim. Þannig átti að einangra Kínverja. Þegar á reyndi, hafði Krustjoff ekki fylgi til þess hjá kommúnistaflokkunum erlend- is. Honum brást þolinmæðin í taflinu við Mao og tapaði því leiknum. Rússar og Kín- verjar Vel má vera, að fleiri mál hafi átt þátt í falli Krustjoffs en Kínamálin, t. d. landbúnaðar málin. Kínamálin hafa þó senni lega vegið mest. Forustugreinin, sem birtist í Pravda í gærmorg- un, þar sem Krustjoff er óbeint sakfelldur, gefur óbeint i skyn, að landbúnaðarmálin hafi átt sinn þátt í falli hans. f greininni er Krustjoff óbeint ásakaður fyrir það að hafa tek- ið ákvarðanir í andstöðu við tillögur vísindamanna. Þetta gæti átt við landbúnaðarmálin. Þótt Krustjoff hafi fallið vegna Kínamálanna, þarf það ekki að þýða það. að samkomu lag náist að sinni milli Rússa og Kínverja. Hagsmunalegir árekstrar þeirra rista dýpra en svo, að það sé líklegt. Hitt er hins vegar sennilegt, að hinir nýju valdhafar breyti um starfs aðferðir í deilunni við Kínverja. Þeir muni verða mýkri og þol- inmóðari. Stefna Krusfioffs Það er óneitanlegt, að Krust- joff hefur verið áhrifaríkur for ingi og margt hefur skipazt á betri veg undir forustu hans, bæði heima fyrir i Sovétrfkjun- um og í skiptum við aðrar þjóð- ir. Sennilega er þó gert of mikið af því að eigna Krust- joff þetta einum. því að síðan Stalin féll frá hefur stefna Sovétríkjanna verið ákveðin af fleiri mönnum. Söguleg þróun bæði heima fyrir og erlendis hefur og átt þátt sinn í því að móta þessa stefnu, t. d. krafa rússnesks almennings um betri lífskjör og tilkoma kjarnorku- vopna. Sú þróun breytist ekki, þótt stjórnarskipti verði. Þegar Stalin féll frá, bar nokkuð á þeim kvíða, að frá- fall hans gæti haft óheppileg áhrif á alþjóðamálin. Stalin hefði kunnað sér hóf, en það væri óvist um eftirmenn hans. Þeir væru óreyndir. Svipaðs ótta gætir við fráför Krustjoffs nú. Vona verður þó, að þessi ótti sé ástæðulaus, þar sem hin- ir nýju valdhafar hafa átt drjúgan þátt í því, ásamt Krust- joff að móta þá stefnu, sem fylgt hefur verið undanfarin ár. Sennilega verður því ekki mikil breyting á henni. Hins vegar má búast við því, að starfshættir þeirra verði nokkuð öðru vísi. Þeir verða ekki eins grófir og starfshættir Krustjoffs oft voru. Þeir verða formlegri og diplomatiskari, því að hér er um menntaðri og yngri menn að ræða. En þeir munu ekki síður halda fast á málum, þótt það verði gert með öðrum hætti. I ærdómsríkur samanhurður Reynslan mun annars skera úr því, hver stefna og hverjir starfshættir hinna nýju vald- hafa verða, en á þessu stigi verða menn að láta sér nægja líkur og ágizkanir Það gefur hins vegar glöggt tækifæri til samanburðar á lýðræði og kommúnistiskum stjórnarhátt- um, að stjórnarskiptin í Moskvu skyldu gerast sama daginn og kosið var i Bretlandi. Stjórnar- skiptin i Moskvu komu yfir al- menning í Sovétríkjunum eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þar átti enginn von á slíku. Almenn ingur hefur þar engin áhrif á, hvort stjórnarskipti verða eða ekki. Vafalítið væri Krustjoff enn forsætisráðherra í Sovét- ríkjunum, ef kjósendur þar hefðu fengið að ráða, þvi að hann naut orðið almennings- hylli. í Bretlandi voru það kjós- endurnir, sem tóku ákvörðun um stjórnarskipti eftir að hafa haft góða aðstöðu til að kynna sér menn og málavexti. Þar var það ekki fámennur hópur að tjaldabaki, er tók ákvörðunina. Þessi samanburður er sannar- lega lærdómsríkur. Ósigur brezka ^aldsins Úrslit brezku þingkosning- anna urðu þau, að Verkamanna flokkurinn vann nauman meiri- hluta. Sigur hans varð minni en búast mátti við og stafar það bersýnilega af því, að marg ir íhaldsandstæðingar hafa tek- ið Frjálslynda flokkinn fram yfir. Hann jók mest atkvæða- tölu sína af flokkunum. Þegar borin er saman sameiginleg tala íhaldsandstæðinga í kosn- ingunum nú og 1959, kemur í Ijós, að íhaldið brezka hefur beðið stórum meiri ósigur en þingsætatala þess bendir til. íhaldsflokkurinn var hepp- inn að því leyti, að seinustu mánuðina hefur heldur dregið úr atvinnuleysi og viðskipti örvast og var honum þakkað það. Menn gættu þess ekki, að þetta stafaði m. a af því, að vaxandi halli hefúr verið á ut- anríkisviðskiptum og því mun þurfa að grípa til sérstakra efnahagsráðstafana innan tíð- ar. Vafalítið á það mikinn þátt í ósigri íhaldsflokksins, að meirihluti kjósenda hefur talið rétt að láta ekki sama flokkinn stjórna lengur. Það væri kom- inn tími til að gefa nýjt^-i mönnum tækifæri til að sýna sig. Bretum hefur gefizt það , vel að skipta um stjórnir með I hæfilegu millibili j Sieur Frjálslyndra Ástæðan til þess, að Verka- mannaflokkurinn vann ekki meiri sigur en raun varð á, er vafalítið sú, að menn óttuðust þjóðnýtingarstefnu hans. Þess vegna hafa margir þeirra, sem vildu skipta um, heldur kosið Frjálslynda flokkinn. Það hefur aukið mjög álit Frjálslynda flokksins, einkum m. a. yngra fólks, að hann hef- ur breytt verulega um stefnu síðari árin og er um margt frá- brugðinn frjálsyndu flokkunum svonefndu á meginlandi Evr- ópu. Þeir lifa meira í gamla tímanum. Frjálslyndi flokkur- inn brezki hefur tekið upp rót- tæka stefnu og skilgreinir sig sem vinstri flokk, er afneitar þjóðnýtingarstefnu. Hann hefur átt frumkvæði að mörgum ný- mælum og málum, sem hinir flokkarnir hafa tekið upp síðar. Stundum hefur því verið sagt í gamni og alvöru, að hann væri flokkurinn, sem stjórnaði Bret- landi, því að báðir aðalflokk- arnir tækju það mikið tillit til afstöðu hans, m. a. vegna þess, að þeir vildu reyna að ná í kjós- endur hans. Sigur hans nú mun ekki draga úr þessari sam- keppni aðalflokkanna. Nokkuð er rætt um, að Verka mannaflokkurinn kunni að leita einhvers konar samstarfs við Frjálslynda flokkinn vegna hins nauma meirihluta hans á þingi. Enn er þó ekki kunnugt um slíkar viðræður milli flokkanna. Kreopulán vegna skattalækkana! Það er nú kunnugt orðið, að fulltrúi ríkisstjórnarinnar í stjórnskipaðri nefnd, sem átti að athuga skattaálögurnar á þessu ári, hefur lagt til, að þeim, sem mest þurfa að greiða af launum sínum vegna skatt- anna, verði útveguð krepppulán til jveggja ára. Kreppulán þessi skuli vera með bankavöxtum. Þetta er þá orðið úr skatta- lækkuninni, sem íhaldsblöðin, Mbl., Alþbl. og Vísir, gumuðu mest af síðastl. vor! Það verður að veita mönnum kreppulán til þess að geta risið undir „skatta- lækkuninni“! Vitanlega eru kreppulán eng- in lausn á þessum vanda. Þau bæta aðeins vaxtagreiðslum of- an á skattabyrðarnar. Hér dug- ar ekki annað en lækkun skatt- anna. Það er sú eina leiðrétt- ing, sem að gagni kemur. f samræmi við það mun Framsóknarflokkurinn leggja ákveðnar tillögur fyrir Alþingi um lækkun tekjuskatts og út- svara, sem hafa verið lögð á einstaklinga á þessu ári. Verð- ur ekki öðru trúað en að ríkis- stjórnin fallist á þær tillögur, ef nokkuð er að marka þau ummæli blaða hennar, að skatt- ar og útsvör hafi orðið hærri en ætlað hafði verið og búizt var vlð.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.