Tíminn - 18.10.1964, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.10.1964, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 18. október 1964 12 IÁ BOUNTY Charles Nordhoff og iames N. Hall — Það virðist vera fögur eyja, skipstjóri, sagði ég — Já, það er áreiðanlegt, það er ekki til fegurri eyja. Cook skipstjóra þótti vænst um þetta land, næst Englandi. Væri ég orðinn gamall, yrði að hætta starfi og ætti ekki fjölskyldu heima, gæti ég ekki óskað mér neins betra, en að enda ævi mína undir pálmakrónunum á Tahiti. Og þér mun- ið komazt að raun um það, að fólkið á þessari eyju er mjög vingjarnlegt. Og margar hinna innfæddu meyja eru yndisleg- ar. Við höfum ferðast langt, til þess að sjá þær! í gærkveldi reiknaði ég út, hvað við hefðum siglt langt. í fyrramálið, þeg ar við vörpum akkerum í Matavai-flóanum, höfum við siglt 27000 mílur! Frá því þetta var, hef ég siglt um öll heimshöfin og komið á flestar eyjar þess, þar með talið Vestur-Indíur og eyjarnar úti fyrir Asíu. En engin þeirra er jafnfögur og Tahiti. Þegar við komum nær landi, stóðu allir á þiljum uppi og horfðu í áttina til lands. En — einn vantaði. Um klukkan sex þegar við vorum aðeins fáar mílur frá eynni, kom Bakkus gamli höktandi upp á þiljur. Hann stóð stundarkorn við sigl- una og horfði inn yfir landið. Svo yppti hann öxlum. —/ Þær eru allar eins, sagði hann og lét sér fátt um finn- ast. Þegar þér hafið séð eina eyju í Suðurhöfum, þá hafið þér séð þær allar. Læknirinn hökti aftur ofan í klefann. Þegar hann var horf- inn, kom Nelson til mín. Grasafræðingurinn var mikill íþróttamaður og hélt líkamshreysti sinni við með því að ganga tvær til þrjár mílur daglega á þilfari, þegar veður leyfði. — Jæja, Byam, — mér þykir vænt um að vera kominn hingað aftur. Alltaf, frá því ég kom hingað með Cook skip- stjóra, hefur mig langað til þess að koma hingað aftur, án þess að geta gert mér vonir um, að fá þeirri löngun fullnægt. En eins og þér sjáið, þá erum við nú komnir hingað. Nelson benti mér á sund milli kóralrifa: — Þarna var það, sem Cook skipstjóri hafði nærri því misst skip sitt. Eitt af akkerum hans liggur þar ennþá, þar sem brimið er mest. Ég þekki vel þennan hluta eyjarinnar. Eins og þér sjáið, er Tah- iti í raun óg veru tvær eyjar, en á milli þeirra er mjór og langur tangi, sem hinir innfæddu kalla Taravao. Þessi eyja er minni og heitir Taiarapu eða Tahti Iti, en stærri eyjan heitir Tahiti Nui. Vehiatua er konungur á minni eyjunni og hann er hinn voldugasti hinna innfæddu fursta. Allan daginn sigldum við fram með landi, fórum fram hjá tanganum, sem tengdi eyjarnar saman og hinum gróðursælu héruðum Faaone og Hitiaa. Það var lítið um svefn þessa nótt. Skipið lá kyrrt úti fyrir mynni Papenoo-dalsins. Blærinn, sem kom innan af hæðun- um, angaði af gróðurilmi. Þeir, sem höfðu skyrbjúg, drógu djúpt andann og virtust vera að fá heilsuna aftur. Þeir töl- uðu í ákafa um alla þá ávexti, sem þeir bjuggust við að fá næsta dag. Við komum auga á Eimeo rétt fyrir sólsetur. Sólin rann í sæ bak við hnjúka og hæðir Eimeós, en nýmáninn gægðist upp. Rökkrið er ekki langvinnt á þessum slóðum og stjörn- urnar komu brátt í ljós á heiðríkum himni. Stór stjarna í vestri varpaði gullnum bjarma á sjóinn. Ég sá Suðurkrossinn og fleiri stjörnumerki, sem ekki sjást á norðurhveli. Neðan úr klefa læknisins heyrðist söngur. Þar sátu þeir yfir kvöld- glösunum sínum, læknirinn og Peckover. Fram með allri ströndinni sáum við fjölda blysa. Þar voru eyjarskeggjarnir að fást við fiskveiðar og gengu milli húsa. Skipverjarnir á Bounty stóðu í smáhópum á þilfarinu og störðu í land. Við virtumst allir hafa breytzt þetta kvöld: All ar áhyggjur voru þurrkaðar burtu. Við vorum allir í bezta skapi og hlökkuðum til morgundagsins. Jafnvel Bligh skipstjóri, sem gekk um þilfarið við hlið Christians, var í góðu skapi. Ég var á stýrimannsvakt. Um miðnætti sá Fryer, að ég geispaði, því að það var langt síðan ég hafði sofið. Fáið yður dúr, herra Byam, sagði hann vingjarnlega. — Fáið yður dúr! Allt er kyrrlátt í nótt. Ég skal vekja yður, ef ég þarfnast yð- ar. Ég valdi mér stað á þilfarinu og lagðist niður á það. En þótt ég væri mjög syfjaður, leið langur tími, áður en ég gat sofnað. Þegar ég! vaknaði, var himinninn bjartur í austri. Skipið hafði rekið vestur á bóginn um nóttina og lá nú úti fyrir Vaipoopoo-dalnum við Point Venus. Þarna hafði Wallis skipstjóri á Dophin nálgast hið nýfundna land. Og á þessum langa, lága odda, hafði Cook skipstjóri sett upp athugunar- stöð sína, þegar hann var að rannsaka stjörnuna, sem staður- inn var heitinn eftir. Mynni flóans snýr gegn suðvestri. Það var í hálfrar mílu fjarlægð og fjöldi báta var á leið til okkar. Flestir þeirra voru litlir og rúmuðu ekki nema fjóra eða fimm menn. Sum- ir voru aftur á móti stórir og rúmuðu um þrjátíu manns. Þegar fyrstu bátarnir nálguðust heyrði ég spyrjandi hróp- — Taio! Peritane !Í sömu andránni kom fyrsta bátshöfnin um borð, og fyrsta sinn fékk ég nú að sjá þennan fræga kynþátt. Flestir gesta okkar voru karlmenn, háir, vel vaxnir, karl- mannlegir og Ijósbrúnir á hörund. Þeir báru mittisskýlur úr tíglóttu — heimaofnu efni. Létta léreftsskykkju báru þeir á öxlun og brúnan túrban á höfði. Sumir þeirrá voru naktlr niður að beltisstað og hinir kempulegustu. Sumir báru litl- ar húfur, fléttaðar úr kókosblöðum. Svipur þeirra speglaði öll skapbrigði þeirra, eins og títt er um börn. Þeir brostu oft og ég undraðist það mjög, hversu hvítar og fullkomnar tennur þeirra voru. Þær fáu konur, sem komu um borð, voru af lægri stéttinni og mjög smávaxnar, samanborið við karl- mennina. Þær gengu í pilsum úr hvítu efni, sem sveipaðist um þær í fallegum fellingum. Til þess að verja axlirnar gegn sólbruna„voru þær í skikkju úr sama efni, en hægri hand- leggurinn var nakinn. Svipur þeirra bar vott um skapfestu, vingjarnleika og glaðlyndi. Það varð fljótt skiljanlegt, hvers vegna sjómenn gátu ekki staðizt þær. Þær virtust búnar öllum hinum beztu kostum kynsins. Bligh skipstjóri hafði gefið öllum skipun um að taka mjög NYR HIMINN - NÝ JÖRD EFTIR ARTHEMISE GOERTZ 23 veik. Húsíð okkar stendur yzt út með Chincubaveginum, rétt þar sem mýrin byrjar. — Hann er farinn burtu! — Nei, það er Jolivet læknir, sem er farinn! — Það er allt farið! anzaði hún í reiðirómi. Viktor gekk út á dyrasvalirnar. Drengurinn var á leið niður stíg ■inn, sem stráður var skeljabrot- um. Skárust þau upp í berar iljar hans, en eftir grasinu þorði hann ekki að ganga. — Bíddu andartak! hrópaði Viktor og þaut niður þrepin. Ég er hérna. Ég kem með þér. Hann var glaðlegur í fasi, þegar hann náði drengnum. — Hvað heitir þú? Pilturinn, er sat nú í vagninum við hlið hans, leit út fyrir að vera tíu til tólf ára að aldri. Vegna sólarhitans var hann brúnn á hör- und eins og brenndar kaffibaun- ir. Hann var kteeddur blárri skyrtu, upplitaðri, og buxurnar voru bryddar slönguskinni, rifnar og trosnaðar að neðan. — Ég heiti Númi, þriðji sonur Alphonse Gaspard. Gaspard. Jolivet hafði minnst á frú Gaspard við hann. — Hún er á sjöunda mánuði meðgöngutímans. Veil í nýrum. ún fær alltaf þessi hræðilegu krampaköst, þegar hún gengur með barn . . — Hvað gengur að mömmu þinni? — Hún er með höfuðverk og hefur miklar kvalir. Hann greip höndum fyrir brjóstholíð. — Nú er hún WHn að sofa gríðarlengi, og við getum ekki vakið hana. Viktor nam staðar fyrir framan lyfjabúðina, en það hús stóð við hlið pósthússins. Þar var biðröð langt út á götu. Kvöldblöðin voru nýkomin. Hann hafði ekki tíma til að gæta í pósthólf sitt, þótt hann byggist við bréfi frá Ancon. Lyfsalann var hvergi að sjá, svo að læknirinn gekk rakíeitt inn og náði sjálfur í þau lyf, sem hann þurfti. Að tíu mínútum liðnum rann léttivagninn út í mölina á Chinch uba-veginum. Pilturinn benti á ómálað timburhús milli trjánna. Þegar læknirinn beygði inn á mjóa hliðargötu kom Mirjam honum í opna skjöldu, með myndaléreft undir handlegg sér og pensla í hönd. Viktor varð mjög undrandi. — Hún er að mála mynd af húsinu okkar, sagði Númi. — Hún kemur oft hingað. Hún kemur alltaf akandl, og það kemur líka vagn til að sækja hana. Og nú kom læknirinn líka auga á Narcisse, sem kom á eftir Mirj- am með málaragrind og mynda- geymi. Hún starði undrandi á hann. Svo brosti hún. Hann var ekki viss um, hvort hann hefði numið staðar til að ræða við hana, þótt honum hefði ekkert legið á. Nú tók hann ofan og hélt áfram. Frúin lá hálfmeðvitundarlaus í móki. Æðasláttur hennar var af artíður, eins og hann hafði búizt við. Ómegin hennar var svo al- gert, að ekki hefði verið unnt að koma neinu ofan í hana. Með mikl um erfiðismunum tókst honum að ______________________________n renna tveim dropum af krótono- líu inn undir tungu hennar. Inn an tveggja stunda myndi konan annaðhvort vakna, ellegar sofna svefninum langa. Meðan á því stæði, ætlaði hann að gefa hennl innspýtingu á hálfrar stundar fresti af lyfi, sem hann hafði tekið með sér til að lina hjartasláttinn. Hann kom sér svo þægilega sem hann kunni fyrir í heimagerðum stóli og beið þess, sem verða vildi Sólin var að síga til viðar. Út um tjaldlausan gluggann sá hann hana hníga að baki gúmmítrj^na í mýrarjaðrinum. Bitmýið tók að suða kringum höfuð læknisins. Hann bægði flugunum brott frá andliti konunnar með hendi sinni. Sófrónía, en svo hét elzta telp- an, kom inn til að bjóða honum kaffi og maísbrauð. — Við eigum íkornastöppu, mælti hún, ef herra læknirinn . . . Hann hristi höfuð- ið. Kaffið þáði hann til þess að særa hana ekki og drakk það, þótt þunnt værí. Nú var tekið að dimma. Alp- honse, húsbóndinn, kom inn með lampa. Hann var maður hár og grannur og læknirinn var fljótur að taka eftir rauðu örunum, sem ætíð sjást á hörundinu eftir bæti efnaskort. Tveir dropar krótonolía — tvö líf. Hann tók upp vasaúr sitt. Hálf níu. Þegar klukkan var langt gengin í níu, tók frú Gaspard að hreyfa sig með hægð. Læknirinn gekk fram í dyrnar og kallaði á Sófróníu. Þessi krampaköst, sem komið geta fyrir nokkru á undan fæð- ingu, eru ævinlega varasöm og ógeðsleg. Nú var þetta ofsalega flog um garð gengið, með upp köstum og niðurgangi, og sjúkling urinn lá hreinn og hreyfingarlaus í rekkju sinni. Frúin var aftur komin til meðvitundar, en æða- slögin voru orðín ískyggilega hæg, og hafði þar með skapazt ástand, sem var enn hættulegra en hið fyrra. Loks var hann orðinn svo þreyttur af að sitja á þessum harða og óþægilega stól, að hann stóð á fætur, teygði úr sér og gekk út til þess að fá sér ferskt loft. Næturloftið var einkar hlýtt. Hann hafði farið úr treyjunni, en skyrtan límdist við bakið af svita. Hann nam hið raka loft frá skógunum og nærlíggjandi mýri. Ugla vældi, en óaflátanlegt tfst og kvak barst innan frá kýprustrjánum. — Konan mín — hún deyr þó ekki? Alphonse Gaspard sat á þrep- skildinum. Rödd hans var hás. Læknirinn hliðraði sér hjá að segja, að hann vissi það ekki, með því að spyrja á móti: — Hvers vegna senduð þér ekki eftir mér í morgun? — Ég hafði engan til að senda. — Eo4>éreígið fleiri börn. — Þau verða að tína mosa all- an daginn. Við lifum af þeirri vinnu. — Máttirðu ekki missa af ein- hverju þeirra? — Ekki í dag. Þau eldri hjálpa til við að láta mosann í poka. Kaupandinn kemur á hverjum morgni og sækir hann. — Þá hefðuð þér getað sent eínhvern drengjanna til bæjar- ins með kaupandanum. — Hann fer hina leiðina. Hann sagðist skyldi síma til herra lækn- isins frá Chinchubaklaustrinu. Fenguð þér engin skilaboð? — Ég hef engan síma. — Ó, sagði Alphonse — Já, það er það versta með þessi nýmóð ins tæki. Einn sími dugar ekki, það verða að vera tveir. sinn hvorum megin. — Ég fæ mér bráðum síma, mælti læknírinn. — Ef Miché le doceur hefði haft síma, myndi kannski hafa ver ið unnt að bjarga lífi konunnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.