Tíminn - 18.10.1964, Qupperneq 16

Tíminn - 18.10.1964, Qupperneq 16
Sunnudagur 18. október 238. tbl. 48. árg. _ __ ■ Kvarta yfír sóða- skap á Alafossi TK—Reykjavík, 17. okt. Ákveðið hefur verið, að Pressuballið verði haldið laug- ardaginn 14. nóvember næst- komandi að Hótel Borg. Mjög verður vandað til veizlufanga og skemmtiatriða. Þeir sem voru á Pressuballinu síðasta ganga fyrir með miða og einn ig þeir, sem tilkynnt höfðu þátttöku þann, 31. okt. en upp- haflega var áformað að halda ballið þá, en reyndist ekki untit Miða má panta hjá Elínu Pálmadóttur, Mbl., sími 22480, Ásmundi Einarssyni, síma 19707 og hjá Agnari Bogasyni í síma 13496. Fólki er ráðlagt að draga ekki miðapantanir, því að ritað er að eftirspurn verður mjög mikil. — Skemmti atriða, matseðils og fl. verður nánar getið síðar. J MB-Reykjavík, 17. október. Blaðinu hafa borizt fregnir af mikilli óánægju starfsfólks á Ála- fossi út af aðbúnaði þar, einkum í fæðí. Hefur fólkið margkvartað undan þessu við Iðju, félag verk- smiðjufólks, sem hefur árangurs- lítið rætt við forstöðumenn verk- smiðjunnar. Blaðið spurðist fyrir um þetta mál hjá Iðju í dag og varð Guð- jón Sv. Sigurðsson, formaður fé- í FYRIRLESTRA FERÐ TIL ASÍU GB-Reykjavík, 17. október. Dr. Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur leggur upp í langferð á morgun (sunnudag), til Japans og Indlands og verður á þriðja mánuð í förinni. Aðalerindið á Sígurður til eld- fjallalandsins Japans, þar sem haldið verður alþjóðaþing hið Framh a L5 síðu Dr. Sigurður Þórarinsson lagsins sjálfur fyrir svörum. Kvað hann það rétt, að margar kvart- anir hefðu borizt vegna sóðaskap- ar á Álafossi, einkum í fæði. Starfsmenn Iðju hefðu haldið marga fundí með stjórnendum Álafoss, og hefðu þeir lofað bót og betrun, en litlar efndir á orð- ið. Kvaðst Guðjón ekki sjá fram á annað en Iðja yrði nú að snúa sér til landlæknis með þetta mál. 1 Þess ber að geta,_ að mikill hluti af starfsfólki Álafoss er út- lent og mun hreinlæti margra út- j lendiixganna sízt vera til fyrir- myndar og mjög erfítt að hafa aga á þeim, og má vafalaust rekja kvartanir þær, sem borizt hafa j frá Álafossi að nokkru leyti til framferðis þeirra. REYKJANES- KJÖRDÆMI FUNDUR verður haldinn í stjórn kjördæmasambands Fram- sóknarmanna í Reykjaneskjör- dæmi mánudaginn 19. þ. m. kl. 8,30 síðdegis, í Tjarnargötu 26, Reykjavík. Formenn Framsóknar- félaganna í kjördæminu eru sér- staklega hvattir til að mæta á fundinum. AÐALFUNDUR í FRAMHERJA Aðalfundui í Framherja, telagi launþega, verður haldinn suirnu- daginn 18. þ m. i Tjarnargötu 26 og hefst M. 2 e. h. Auk hinna venjulegu aðalfund arstarfa verður rætt um breyting ar á lögum félagsins og önnur mái, sem fram verða borin. Félagar fjölmennið á þennan að- alfund okkar og takið með ykkur nýja félaga. — Stjórnin. Þóraríns-kvöld í tilefni af fimmtugs afmæli kvölds) í Súlnasalnum á Hótel Þórarins Þórarinssonar rit- Sögu fimmtudaginn 22. októ- stjóra og alþingismanns. efna ber næst komandi klukkan 8:30 Framsóknarfélögin í Reykjavík síðdegis. til skemmtikvölds, (Þórarins Þórarni og fjölskyldu hans er boðið sem heiðursgestum kvöldsins. Ávörp flytja Ey- steinn Jónsson formaður Fram- sóknarflokksins, sem afhendir Þórarni gjöf frá samhsnum og vinum og Kristján Benedikts- son framkvæmdastjóri afhendn gjöf frá starfsfólki Þórarins við h Tímann og starfsfólki prent- smiðjunnar Eddu. Erlingur Vigfússon óperu- söngvari syngur. Þá verður al- mennur söngur undir stjórn Páls H. Jónssonar ritstjóra. Að lokum verður dansað. Boðsmið ar verða afhentir á skrifstofu Framsóknarflokksins Tjarnar- götu 26. Tryggið ykkur miða sem fyrst í símum 1-5564 og 16066. 4 Þórartnn Þórarin«son. HAKARL KOSTAR10 ÞÚS. KR. SA—Borgarfirði eystra 17. okt. Það getur borgað sig að veiða hákarla, þegar menn fá þrjá í einnl vitjun eins og þeir Jón Helgason (t.h.) og Sigursteinm Hallgrímsson (t. v.) en með þeim var einnig Vigfús bróðir Jóns, sem ekki er á myndinn'i. Fyrir vel verkaðan há- karl fást um 10 þúsund krónur. Á miðri myndinni er Ólafur Aðial- steimsson, en myndin var tekin þeg ar Sigursteinn, Vigfús og Jón voru að koma úr vitjun. RUSSARNIR EKKISKYLDUG- IR AD MÆTA FYRIR RÉTTI? IH-Seyðisfirði, 17. okt. Hlé hefur nú verið gert á rétt- arhöldunum yfir rússnesku skip- stjórunum hér á Seyðisfirði. Rúss- amir vilja halda því fram, að þeir njóti hér ex-territoral réttar, það er að þeir séu ekki skyldugir til að mæta hér fyrir dómstólum, fremur en sendiráðsstarfsmenn eða skipstjórar herskipa og byggja það á því, m. a., að skip þeirra séu eign ríkisins. Einnig hafa þeir farið fram á, að verði þcim gert að greiða sektir, þá komi þær fram sem hafnargjöld. Bæjarfógetinn hér hefur nú farið fram á það við víðkomandi ráðuneyti, að þau úrskurði, hvað gera skuli í máli þessu og hefur verið gert hlé á réttarhöldum á meðan, en skipunum verður háld- ið hér, þar til úrskurður er feng- inn og dómur genginn. Blaöið leitaði í dag álits Bald- 5 innbrot aðfara nótt laugardags KJ-Reykjavík, 17. okt. Fimm innbrot voru framin í Reykjavík í nótt og á einum staðn um var stolið 33 þúsund krónum í sex ávisunum stíluðum á Gjald- heimtuna. Stærsti þjófnaðurinn var fram- inn hjá Byggingafélaginu Snæfelli, Laugavegi 22. Þaðan var stolið 6 ávísunum að upphæð kr. 33 þús. og voru þær allar stílaðar á Gjald heimtuna í Reykjavík, á ávísana- eyðublöðum á Búnaðarbankann. Úr vélaverzlun Fossberg var stolið hjólsög og borvél af Black og Decker gerð. Frá Storr á Klapp arstígnum var stolið 50 krónum í skiptimynt, og einhverju ruslað til. Úr eldhúsínu á Hótel Skjald- breið var stolið baconsíðu og steik. Af lager Véla- og raftækja- verzlunarinnar í Bankastræti var stolið hárþurrku. Rannsóknarlögreglan biður um upplýsingar varðandi þessi inn- brot, og þá sérstaklega I sam- bandi við ávísanimar. urs Möllers ráðuneytisstjóra á þessu máli. Hann víldi ekki mikið um það segja á þessu stigi og kvaðst vonast til að Rússarnir átt- uðu sig á því, að þeim bæri að mæta hér fyrir dómi, enda hafa rússneskir skipstjórar gert það áður hér. Eysteinn Jónsson FUNDUR FRAMSOKNARFELAGS REYKJAVÍKUR Á MÁNUDAGINN FRAMSÓKNARFÉLAG REYKJAVÍKUR heldur fund í Framsóknar- húsinu við Frikirkjuveg, næstkomandi mánudag og hefst haim klukk- an 8,30 e. h. — Eysteinn Jónsson, formaður Framsóknarflokksins, hef- ur framsögu um þingmál. Allt framsóknarfólk er velkomið meðan hús- rúm leyfir. — Mætið stundvíslega.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.