Tíminn - 06.11.1964, Page 2

Tíminn - 06.11.1964, Page 2
2 TÍMINN FIMMTUDAGUR 5. nóvember 1964 FIMMTUDGUR 5. nóvember. MTB-New York. Fyrrum vara- forseti, Richard Nixon, gagn- rýndi í dag ríkisstjóra New Ycrk-borgar, Nelson Rocke- feller, harðlega fyrir að hafa átt mestan þátt i klofningu reptblikanaflokksins í kosn- ingabaráttunni. Rockefeller hefði skorizt úr leik, þegar hann tapaði fyrir Goldwater, og gnti því flokkuri'nn ekki viðurkcnnt hann sem leiðtoga. NTB-Washington. Gert er ráð fyrir, að Johnson forseti, sem | hvílir sig á búgrrði sínum í Texas, muni í náinni framtíð leggja mesta áherzlu á utan- ríkispólitíkina. Tilkynnt hefur verið í Washington, að vara- utanrikisráðherrann, George Ball, muni fara í tvær heim- sóknir til Evrópu á næstu fjór- um vikum. Einnig er ráðgert að send'a varaforsetann Hubert Humphrey í nokkurs konar hringferð um höfuðborgir V.- Evróipu. NTB-Cape Kennedy, Banda- ríkjamenn skutu í dag á loft geimfari, sem á að fara einum tvisvar sinnum fram hjá stjörn- unni Mars og taka myndir, sem jafnóðum verða sendar til jarð- ar. Helzti tilgangur geimfars ins er, að athuga þrýsting lofts- ins í kringum stjörnuna, með fyrirhugaða lendingu í huga. NTB-Saigon. Formaður hins svokallaða þjóðráðs í S.-Viet- nam, Nguyen Quan Chu, hefur sagt af sér í mótmælaskyni við hina nýskipuðu ríkisstjórn landsins. Hefur afsögn Chu vakið mikinn glundroða í höf- uðborginni og mikla athygli um allt landið. NTB-Eondon. Brezki viðskipta- fl málaráðherrann, Douglas Jay, § hefur boðið viðskiptamálaráð- herra Kína og ýmsum kínversk um verzlunarmálafulltrúum til London á næstunni. Jay skýrði frá þessu, er hann kom heim, eftir að hafa opnað brezka iðn- sýningu í Peking. NTB-Tokio. Vopnaður lögreglu- vörður suindraði í dag setu- verkfalli rúmlega þúsund stú- denta, en þeir vildu mótmæla því, að amerískir kjarnorku- kafbátar fengju að heimsækja japanskar hafnarborgir. Einn Iögreglumaður særðist og sex stúdentar voru teknir til fanga. NTB-Bomi. V.-þýzka geimrann- sóknastöðin í Bochum, til- kynnti í dag, að henni hefðu borizt merki, sem líklega væru frá nýju sovézku geimfari. NTB-Stokkhólmur. Undirbún- ingur er nú hafinin að samstarfi tveggja mið-stjórnmálaflokk anna í Svíþjóð, þjóðflokksins og miðflokksins. Nu á næstunni munu formenn flokkanna ræð- ast við. Hægri flokknum er boðið að vera með í samstarf- inu með þeim skilyrðum að hann snúi baki við nokkrum atriðum S stefnuskrá sinni. FRAMKVÆMDIR HEFJ- AST VIÐ IÐNGARÐA HF. MB-Reykjavík, 5. nóv. í dag hófust framkvæmdir við Iðngarða h. f. í Reykjavík, en það er fjöliðjuver, sem ýmsir iðn rekendur ætla að koma upp í sam einingu. Er fyrirhugað fyrirkomu lag þarna að ýmsu leyti nýstár- legt fyrir okkur, meðal annars er gert ráð fyrir því, að þar verði veitt ýmis þjónusta því fólki, er þarna vinnur, svo sem læknisþjón usta og barnagæzla. Blaðið innti Svein Valfells for stjóra, sem er formaður stjórnar HANDRITIN Framhald af 1. síðu. ætti það að framkvæmast á einum stað. Forystugrein blaðsins segir, að til séu tveir leynilegir listar, ann- ar gerður af íslendingum, en hinn af dönskum vísindamönnum, en ekki þó af sérfræðingum á þessu sviði. Jafnframt skrifar blaðið: — Þegar frucnvarpið var í nefnd í Þjóðþinginu 1961, bað kennslu- málaráðuneytið — eftir ósk frá Árna Magnúsonar-stofnuninni, — um skoðun forystumannanna þar í sambandi við ljósmyndun og viðgerð þeirra handrita, sem af- henda skyldi, en yfirmaður stofn unarinnar, prófessor Jón Helga- son, svaraði því til, að hann gæti ekkert um þetta sagt, vegna þess m.a. að hann hefði ekki fengið nritt yfirlit yfir, hvaða handrit ríkisstjórnin legði til að afhent yrðu til íslands. Og að lokum seg ir blaðið: — Allt útlit er fyrir, að yfirvöldin hafi að yfirlögðu ráði reynt að koma í veg fyrir að þeir menn, sem skipaðir hafa verið til þess að varðveita þennan sagn- fræðilega fjársjóð, fengju vitneskju um áætianir ríkisstjórn arinnar í sambandi .við afhending una. Poul Nilsson, þingmaður jafn- aðarnianna, var i gær kjörinn for maður nefndarinnr, sem fær það erfiða viðfangsefni að meðhöndla frumvarp dönsku stjórnarinnar um afhendingu íslenzku handrit anna. Nilsson greiddi atkvæði með afhendingunni 1961. Nilsson fullvissaði nefndarmenn í gær um, að þeir fengju nægan tíma til þess að fara vandlega í gegnum frumvarpið og fá svar við öllum þeim spurningum, sem fram kynnu að koma. Búizt er við að fyrstu fyrirspurnir nefndar- manna verði lagðar fram þegar í þessari viku, og þeim beint til K. B. Andersen, kennslumálaráð- herra. Þegar svör hans liggja fyr- ir, mun nefndin halda sinn fyrsta raunverulega starfsfund. Nefndarmennirnir hafa þegar fengið nefndarálitið frá 1961 til þess að kynna sér málið nánar. og einnig munu þeir leggja spurn ingar fyrir sérstaka fulltrúa frá bókasafni Árna Magnússonar og liklega fara í heimsókn þangað, að því er Aktuelt segir í dag. Varaformaður nefndarinnar er Ib Thyregod, en hann er andstæð ingur afhendingarinnar. KJARNORKUSPRENGJA Framhald af 1. síðu. Prófessor Martin gegnir um þessar mundir kennsluskyldum sínum eins og ekkert hafi í skor- izt, og blaðamaður Tímans er ekki kunnugt um, að neinar sérstakar varúðarráðstafanir hafi verið gerð ar í sambandi við hann. Ef heimildirnar eru réttar, mun þessi uppgötvun verða til þess áð styrkja mjög stöðu Vestur-Þýzka lands, bæði gagnvart Vesturveld- unum og Sovétríkjunum. Iðngarða, eftir þessum málum í dag. Hann kvað 30 aðila upphaf lega hafa ætlað að reisa þarna bækistöðvar en margir þeirra væru þegar byrjaðir að byggja og hefðu því hætt þátttöku. Iðnaðarhús þau, sem reist verða í fyrsta áfanga, eru yfirleitt einn ar hæðar, en það er talið miklu hagkvæmara en margra hæða hús. Verða í þessum áfanga reist 5 hús fyrir 16 fyrirtæki. Húsín eru stöðluð og verða byggð í röð, þannig að þegar búið er að grafa grunn fyrsta hússins verður byrj að á að grafa grunn þess næsta, meðan byggingarframkvæmdir hefjast við hið fyrsta, og þannig koll af kolli. Þegar þessum fyrsta áfanga er lokið, er fyrirhugað að byrja á þeim næsta. í skipulagí svæðisins er meðal annars gert ráð fyrir að þar verði verzlanir, svo starfs fólk fyrirtækjanna geti keypt nauðsynjavörur á staðnum, lækna varðstofa, svo læknir sé ávallt til taks ef óhöpp ber að höndum og barnaheimili sem mæður þær er vinna hjá fyrirtækjunum geti komið börnum sínum í gæzlu á. Framhald á 15. siðu. CHOU EN-LAI ER KOMINN TIL MOSKVU NTB-Moskva, 5. nóv. Kínverski forsætisráðherr- ann, Chou En-Lai, kom í dag til Moskvu, sem formaður sjö manna sendinefndar frá ríkis stjórn og kommúnistaflokki Kína. Kosygin, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, t^k á móti þeim á flugvellinum, en þetta er í fyrsta skipti, sem Chou En-Lai hittir hinn nýja yfir mann Sovétríkjanna. Yfirmenn þessara tveggja landa hafa ann ars ekki ræðzt við síðan í júli í fyrra. Opinber tilgangur þessarar heimsóknar er hátíða höldin í Moskvu 7. nóv. n. k., en ljóst er að aðaltilgangur heimsóknarinnar er viðræðu- fundur Chou En-Lai við hina nýju valdhafa. Kínverska sendi nefndin mun halda heim í miðri næstu viku og má þá bú ast við opinberri greinargerð. Forráðamenn allra helztu kommúnistaflokkanna munu verða viðstaddir hátíðahöldin, nema frá Albaníu, sem ekki er boðið að vera með. Starfsfræðsludagur í 4 kauptúnum sunnanlands MB-Reykjavík, 5. nóv. Á sunnudaginn verður starfs- fræðsludagur í fjórum kauptún- um sunnanlands, Eyrarbakka, Hveragerði, Selfossi eg Stokks- eyri, og standa að hcnum allir skólastjórar framhaldsskóla á Suðurlandi. Framkvæmdastjóri verður að venju Ólafur Gunnars- son sálfræðingur. Starfsfræðsludagur þessi verð; ur á ýmsan hátt nýstárlegur. í fyrsta lagi vegna þess, að starfs- fræðslan fer fram á fjórum stöð- um samtímis og í öðru lagi vegna þess að fjöldi fræðslusýninga verð ur meíri en nokkru sinni fyrr ut an Reykjavikur bg ýmislegt, sem aldrei hefur verið kynnt áður. Má þar nefna fræðslu um jarðhitann, iðnað SÍS, Veiðimálastofnunina o. Á Eyrarbakka verða einkum fræðslusýningar viðvíkjandi Sjáv arútveginum, á Selfossi verður fræðslusýning verzlunar- og við skipta og í Hveragerði fræðslusýn ing landbúnaðarins og Samvinnu- skólans. Alls verða veittar upplýsingar um 160 starfsgreinar, skóla og stofnanir. Meðal nýrra starfs- greina, sem kynntar verða, má nefna sjónvarpstækni og kvik- myndagerð. Starfsfræðslan hefst með athöfn í Selfosbíói klukkan 13, en leiðbeiningar hefjast klukk an 14 og standa til klukkan 18. Fjöldi fagmanna af Suðurlandi leiðbeinir og auk þeirra 60 fag menn úr Reykjavík. Þótt þessi starfsfræðsla sé að allega ætluð unglingum af Suð- urlandi er unglingum úr Reykja vík einnig velkomið að sækja hana. Dómar í Sakadómi Kveðinn hefur verið upp í sakadómi Reykjavíkur af Þórði Björnssyni yfirsakadómara, dómur í máli því er reis upp vegna þess Vígslusýning á Litla sviðinu' // BÓ-Reykjavík, 5. nóv. f gærkvöldi fór fram vígslu- sýning á „Litla sviðinu", í salnum sem Þjóðleikhúsið hef ur tekið á leigu hjá Dagsbrún og Sjómannafélagi Reykjavík- ur, Lindargötu 9. Var sýndur einþáttungurinn Kröfuhafar eftir August Strind berg, er Þjóðleikhúsið frum- sýndi á Listahátíðinni í vor. Leikendur eru þrír, Helga Val týsdóttir, Rúrik Haraldsson og Gunnar Eyjólfsson. Leikstjóri Lárus Pálsson. Loftur Guð- mundsson þýddi Kröfuhafa, leiktjöld eru verk Gunnars Bjarnasonar. Guðlaugur Rósinkranz þjóð- leikhússtjóri ávarpaði gesti áð- ur en sýningin hófst, fagnaði tilkomu „Litla sviðsins" og þakkaði húseigendum sam- vinnu um fyrirkomulag þar. Þvínæst talaði Vilhjálmur Þ. Gíslason formaður þjóðleikhús ráðs um leikhúsíð og listina. Meðal sýningargesta voru ráðherrarnir Gylfi Þ. Gíslason, Emil Jónsson og Guðmundur í. Guðmundsson, margir leikarar og makar þeirra. að verkamaður hafði afhent for- stjóra fyrirtækis 24 bifreiðir úr vörugeymslum Eimskips án þess að greidd hefðu verið af bifreið unum tollar og aðflutningsgjöld flutníngsgjöld og hluti af kaup- verði þeirra samtals að fjárhæð kr. 2.776.872.70. Verkamaðurinn fékk eina brennivínsflösku fyrir hverja afhenta bifreið á heimildar skjala. Forstjórinn var dæmdur í 12 mánaða fangelsi og verkamað urinn í 7 mán. fangelsi. Þá var forstjórinn og sviptur leyfi ævi-- langt tíl að reka smásölu. Hinir ákærðu hafa áfrýjað málinu til Hæstaréttar. Miðvikudaginn 21. okt. kvað Gunnlaugur Briem, sakadómari, upp dóm í máli manns eins, sem uppvís hafði orðið að 41 þjófnaði í húsum víðsvegar hér í borginni, sem framdir voru í fyrra og á þessu ári. Eins og áður hefur ver ið skýrt frá í blöðum, hafði mað- urinn farið inn í íbúðir, sem voru ólæstar og stolið þar mest megn- is kventöskum og kvenveskjum. Tók hann eingöngu peninga úr þeim, en skildi þau síðan eftir á afviknum stöðum. Fundust þau oftast og komust í hendur eig enda. Fyrir þjófnaði þessa var mað urinn, sem áður hafði hlotið dóm fyrir þjófnaði, dæmdur í 1 árs fangelsi, til að greiða 85.381.00 kr. skaðabætur til 40 aðila og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Við rannsókn málsins upplýst- ist, að maðurinn átti skuldabréf, að fjárhæð kr. 127.586.67, sem honum hafði tæmzt sem arfur. Er bréfið í vörzlu lögmanns hér í borginní og samþykkti maðurinn, að það skyldi ganga til greiðslu á skaðabótunum. öfn á neyðartal- stöðvum rugluðust í frásögn í blaðinu í gær um tilraunir með neyðartalstöðvar rugluðust nöfn á tveimur tegund um talstöðvanna, Linkline og Lifeline. Stöðvarnar, sem í tíl- raunununum voru nefndar Alda og Fjóla og í greinni voru taldar handhægastar í notkun, voru af gerðinni Linkline, en Bára og Edda af gerðinni Lifeline og það var því Lifline stöð, sem sendi út hljóðmerki er heyrðust í Hol ladni og Noregi. Eru hlutaðeig- endur beðnir.afsökunar á þessum mistökum. !

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.