Tíminn - 08.11.1964, Qupperneq 1

Tíminn - 08.11.1964, Qupperneq 1
I ELEKTROLUX UMBOÐIU LAUGAVEGl 69 sfmi 21S0r 246- tbl. — Sunnudagur 8. nóvember 1964 — 48. árg. Þvrla fyrir áramótin MB-REYKJAVÍK, 7. nóvember. ÁKVEÐIÐ hefur verið, að Landhelgisgæzlan og Slysavarnarfélagið kaupi þyrilvængju til landhelgis gæzlu og biörgunarstarfa og standa vonir til að hún verði komin hingað til Iands fyrir áramót. Hvor að ilintt um sig leggur fram helming kaupverðsins, en þyrlan mun kosta hingað komin nálega þrjár og hálfa milljón króna. — Pétur Sigurðsson, forstjóri Land helgisgæzlunnar, og Gunnar Friðriksson, forseti Slysavarnafélags fslands, boðuðu fréttamenn á sinn fund í skrifstofu Landhelgisgæzlunnar f dag og sögðu þeim frá þessum tíðindum. Pétur kvað nýkomna heimild frá dómsmálaráðherra, Jóhanni Hafstein. til þessara kaupa. Mynd þessi er af Bell 47J-þyrlu, samskonar þyrlu og Landhelgisgæzlan og Slysavarnarfélag íslands hyggjast nú kaupa. Ekki er enn fullráðið hvaða vél verður keypt, en hún verður vafa lítið af gerðinni Bell 47J. Þessi þyrlutegund er ekki stór, tekur einn flugmann og þrjá farþega eða tvær sjúkrakörfur. Þyrlusmíði hef- ur fleygt ört fram síðustu árin, og nú eru framleiddar stórar þyrl- ur, sem notaðar eru til farþega- flugs og geta flutt upp í tuttugu HELMINGIFLEIRIGÆRUR FLOKKADAR ENÍFYRRA FB-Reykjavík, 6. nóv. Að undanförnu hefur staðið yfir flokkun á gærum í Borgar- nesi á vegum Sambandsiuis. Þar verða flokkaðar 50—55 þúsund venjulegar gærur, en á þessu ári verða alls flokkaðar um 100 þús- und grárra gæra, en allar gráar gærur eru flokkaðar. Við náðum í dag tali af Agnari Tryggvasyni framkvæmdastjóra hjá SÍS, sem staddur var í Borg- arfnesi, og fylgdist þar með flokk- uninni. Hann sagði, að flokkun gráu gæranna væri nú komið í fast form, þær væru f/okkaðar í 5 flokka, og flokkunin væri það nákvæm, að viðskiptavinirnir er- lendis vissu að hverju þeir gengju, þegar þeir pöntuðu ákveðinn flokk. Venjulegar gærur, sem kallaðar eru „original“-gærur, eru síðan flokkaðar í þá vinnsíu, sem þær eru taldar hentugastar fyrir. Flokk arnir eru 9—10. Til Svíþjóðar fara aðallega dilkagærur, sem flokkað- ar eru í pelsgærur, pelsmokka, sem fara aðallega í úlpur, teppa- skinn og fleira. Svo eru aðrar gær- ur, sem eru teknar frá í fóður- skinn, og þá aðallega af fullorðnu fé. Að lokum eru svo u’ndirflokk- arnir, það lakasta, sem sent er í leðurvinnslu. I fyrra komu liingað til lands tveir Svíar og þrír Finnar á veg- um SÍS og unnu við flokkun, en eftir áramót voru tveir Skagfirð- ingar, Steingrímur Felixson og Framhald á 12. siðu. ferþega. Þær þyrlur kosta hins veg ar tugi milljóna króna, og ráðum við ekki við kaup á slíkum vélum strax, „þó það verði okkar fram- tíðarmúsikk“ eins og Pétur Sig- urðsson komst að orði. Þá er þess að gæta, að miklu auðveldara er að nota litlar þyrlur til björgun- arstarfa frá skipi, og einmitt þessi gerð þyrla, Bell 47J, er mikið notuð til hvers konar björgunar- starfa frá skipum erlendis og á þeim er líomin mikil og góð reynsla. Vélarnar eru bandarísk- ar, en eru framleiddar með leyfi í Evrópu, og er ekki ráðið hvaðan vélin verður fengin. Bell 47J vélarnar hafa um 3 tima flugþol. Þær geta notað venjulegt bílabenzín, ef annað er ekki við hendina. Þær geta lent á vatni og eru útbúnar sérstökum flotholtum til þess. Mjög stuttur afgreiðslfrestur er á þessum vélum og unnt að fá þær nýjar með um mánaðar afgreiðslufresti. og standa vonir til að hin nýjf vél verði komin hingað fyrir ára mótin. Pétur kvað landhelgisgæzluna vera svo lánsama að hafa í sinni þjónustu mann, sem væri reyndui þyrluflugmaður. Hann er Björn Jónsson, núverandi aðstoðarmaður á SIF, Skymasterflugvél Land- helgisgæzlunna.r Og auk þess að hafa þessi réttindi, er Björ.n með stýrimannsréttindi, og því á allan hátt hinn æskilegasti til þess að fljúga þe.ssari vél. Pétur kynnti Björn fyrir fréttamönnum og eining Þórarin Björnsson, skip- herra, sem lengi hefur haft mik- inn áhuga á að fá þyrlu til starfa hér. og tók þátt í fyrstu tilraunum Landhelgisgæzlunnar með þyrlur hérlendis. Björn kvað þessa minni tegund af þyrlum ekki geta lent á sjó, nema í sæmilegu veðri, en Framhald á 2. síðu MMWKM MMWR»Mi 15þús. bílarádag yfir Fossvogslæk KJ-Reykjavík, 7. nóv. MEÐ TILKOMU hinna nýju vegalaga er tóku gildi um sið- ustu áramót, varð reauðsynlegt að fá nokkra hugmynð um um- ferð á hinum ýmsu vegum Iands ins, sem ætla mættl að næðu yfir 1000 bifreiða umferð á dag yfir sumarmánuðina að 10 ár- um liðnum. Gerði þvi Vegagerð ríkisins út sérstakan mann í sumar er taldi umferðina á ýms um stöðum. Talning j var framkvæmd á 113 stöðum með 20 sjálfvirkum teljurum. Á sumum stöðunum var talið tvisvar, fyrri og síð- ari hluta sumars, en yfirleitt ekki nema einu sinni. Talning sem þessi er algjör undirstaða undir varanlegri vegagerð, og hvar ákveða eigi hraðbrautir að 10 árum liðnum. Bifreiða- eign landsmanna eykst með hverjum deginum, og jafn- framt því eykst stöðugt umferð in á vegunum. Þannig getur t. d. vegur, sem hefur 500 bíla umferð í dag haft 1000 bíla um ferð eftir 10 ár, og er þar með orðinn hraðbraut. ’ Mesta umferðin á þeim stöð- um sem talning fór 'ram er um Fosvogslækjarbrúna, en yf- ir hana fara á degi nverjum 15.000 bílar. Dagsumferðin yf- ^ ÞESSI MYND var tekin i gaer vlð Fossvogsbrúna. (Timam-KJ) ir Elliðaárbrýrnar eru 9000 bíl- ar en aftur á móti ekki nema 3000 um Vesturlandsveg hjá Jörva og 1100 um Köldukvísl- arbrú. Hinir bílarnir allir fara á athafnasvæðin við Elliðaárn- ar og Elliðavoginn. Á Hellis- heiði er uimferðin 1100 bílar, á Þjórsárbrú 280, austan Þverár- brúar í Rangárvallasýslu 200, og minnkar svo éftir því sem austar dregur. Á Norðurlandi er umferðin að sjálfsögðu mest í nágrenni Akureyrar, og fóru þannig 1400 bílar um veginn suður að vegamótum flugvallar vegarins, og yfir brýrnar á Eyjafjarðarám 700. f Mývatns- sveit var umferðin 350 bílar. Um brekkuna sunnan Varma- hlíðar í Skagafirði fóru 300, og við Blönduós var umferðin utn 300 bílar. Aftur á móti fóru um Blöndubrúna 1000 bílar á dag, en það er vegna sam- gangna innan sjálfs kauptúns- ins. Mestur bílafjöldi á Aust- fjörðum fór um veginn milli Egilsstaða og flugvallarins, 630. Um Oddsskarð fóru 140 bílar og á milli Búðareyrar og Eski- fjarðar 250. Suður við Höfn í Hornafirði er umferðin 180 bíl- ar á dag, á þjóðveginum. Talningin í sumar benti til Framhald á 12. síðu

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.