Tíminn - 08.11.1964, Qupperneq 7

Tíminn - 08.11.1964, Qupperneq 7
SUNNUDAGUR 8. nóvember 1964 Mikilvægur signr Forsetakosningar í Bandaríkj unum hafa jafnan vakið mikla athygli um allan heim, en aldrei hefur meiri athygli beinzt að þeim en að þessu sinni. Ástæð an var sú, að valizt hafði til framboðs fyrir annan aðalflokk inn óvenjulega afturhaldssamur maður og ofstækisfullur. Mál- flutningur hans benti til þess, að ekki aðeins yrði tekin upp mikil íhaldsstefna í innanlands málum Bandaríkjanna, ef hann næffe Sosningu, heldur yrði tek- in upp mjög óvægin og harka- leg stefna í utanríkismálum. Menn höfðu því gilda ástæðu til að óttast ,að valdataka hans gæti orðið til þess, að kalda stríðið og ófriðarhættan ykjust að nýju. Úrslitin urðu á þann veg, að þessi frambjóðandi beið einn mesta ósigur sem um getur í allri sögu Bandaríkjanna. Það er ekki ofsagt, sem brezka út- varpið hafði eftir þekktum blaðamanni að þetta væri lík- ast því og þungu fargi hefði verið létt af mannkyninu. Úr- slitin skapa mjög trú á friðvæn- legri horfur í heiminum, því að Johnson forseti hefur sýnt, að hann vill einlæglega stuðla að bættri sambúð þjóðanna. Hann vill og fylgja áfram innanlands umbótastefnu í anda þeirra Roosevelts, Trúmans og Kenn- edys. Hinn glæsilegi kosninga sigur hans er ekki aðeins mik ill persónulegur slgur fyrir hann, heldur einnig bandarískt lýðræði og bandaríska kjósend ur. Úr8litin sýna, að mikill meirihluti bandarískra kjósenda er andvígur öfgum og aftur- haldi en vill áframhaldandi þró un á grundvelli frelsis og lýð ræðis. Það er sigur fyrir allt mann kynið, að slík stefna skuli hafa sigrað glæsilega í voldugasta ríki veraldar. Það styrkir trú á bjartari framtíð. Samstaða gegn íhaldi Á þessu hausti hafa farið fram kosningar í mörgum lönd um, þingkosningar í Bretlandi, Danmörku og Svíþjóð, héraðs stjórnarkosningar í Vestur- Þýzkalandi og Finnlandi og for setakosningar í Bandaríkjunum. . Úrslitin í þessum kosningum eru að vísu nokkuð mismun- andi, en eitt hefur einkennt þær allar. íhaldsöflin hafa verið á undanhaldi og frjálslyndu öflin hafa yfirleitt staðið betur sam an eri áður. Hjá flestum smá flokkunum og klofningsflokk- unum hefur hallað undan fæti og það mjög verulega. Frjáls- lyndir menn hafa sýnt þann skilning enn betur í verki en áður, að þeir eiga ekki að sundra kröftum sinum, heldur sameina þá. Það er einingin, sem gildir, en ekki sundrung- in. Af þessu er íslendingum hollt að læra. Það hefur líka sézt. að íslenzka ihaldið óttast þessa þróun. Það vill fyrir alla muni koma i veg fyrir. að frjálslvndir og umbótasinnaðir tnmn skipi sér i einn öflugan flokk Þvi gerir það nú gælur i/ið kommúnista og aðra þá, TEMENN sem það gerir sér vonir um að geti stuðlað að aukinni sundr- ungu frjálslyndu aflanna. Svar frjálslyndra manna mun hins- vegar verða að fylkja sér enn betur um sterkasta flokk íhalds andstæðinga, Framsóknarflokk inn. Stór-Danir Fátt hefur komið íslending- um meira á óvart en hávaði sá, sem nokkrir öfgamenn í Dan- mörku hafa vakið í sambandi við afhendingu íslenzku forn- handritanna, sem búið var að semja um milli íslenzkra og danskra stjórnarvalda. íslend- ingar trúðu því, að þetta mál væri leyst og yrði ekki lengur til hindrunar góðri sambúð þjóð anna. Þess vegna höfðu íslend ingar líka í þessum samningum fallið frá ýmsum fyrri kröfum og sætt sig við, að ýmis mikils verð handrit yrðu eftir í Dan- mörku. Því hefur hins vegar ekki verið að fagna, að allir Danir gætu sætt sig við þessa lausn. Enn eru til Stór-Danir. Trolden Teddy hefur óvart orðað ' af- stöðu þessara manna rétt í þeim ummælum að hægt væri að afhenda fslendingum hand- ritin, ef ísland yrði að nýju ný- lenda Danmerkur. Til skýr- ingar skal þess getið, að Trold- en Teddy er einskonar Denni dæmalausi í Information. Þegar frá eru taldar mála- myndaástæður þeirra Dana, sem berjast gegn afhendingu handritanna, kemur glöggt í Ijós, að hér er um menn að ræða, sem ekki skilja hug og tilfinningar íslendinga í þessu máli og vilja láta ísland gjalda áfram fyrri nýlendustöðu sinn- ar. Það er leiðinlegt, að slíkir menn skuli vera til í Danmörku. En íslendingar mega ekki láta þessa menn verða til að spilla sambúð þjóðanna, nema það komi í ljós, að þeir hafi meira fylgi á bak við sig en enn er kunnugt um. FræfSimennirnir og handritin Vegna málamyndarástæðna þeirra, sem færðar eru fram gegn afhendingu handritanna, virðist nauðsynlegt, að íslenzk stjórnarvöld láti semja grein- argerð til að útiloka, að hér skapist einhver misskilningur. Það þarf t. d. að gera vel ljóst, hvernig fyrirhugað er að sjá um geymslu handritanna hér og rannsóknir i sambandi við þau. Þá þarf að gera ljósari hlut íslenzkra fræðimanna í sambandi við slíkar rannsóknir frá fyrstu tíð. Það eru t. d. að- alrök Dana. að danskir fræði- menn hafi einkum unnið og muni einkum vinna að þessum rannsóknum. Hversu réttmætar þessar fullyrðingar eru, má m. a. marka á því, að á árunum 1930—50 voru gefin út um 40 rit, er byggðust á rannsóknum handritanna í Árnasafni að ein hverju eða öllu leyti. Danskir fræðimenn sáu um útgáfu fimm þessara rita, en íslenzk ir fræðimenn um 35. Á árun- um 1935—57 munu ,aðeins ell- efu Danir hafa komið í Árna- safn til einhverra athugana þar. Af þessu verður bezt ráðið, að það er ekki vísindaáhuginn, er ræður mestu afst.aða þeirra Dana, sem eru mótfallnir af- hendingu handritanna, þó svo sé látið í veðri vaka, heldur er það gamli stór-danski hugsunar- hátturinn, sem íslendingar kynntust svo vel fyrr á öldum. Ekki má skilja þessi orð svo, að íslendingar eigi að vanmeta það, sem danskir fræðimenn hafa gert á þessum vettvangi, eða óski þess, að danskir fræði menn hætti þessum störfum. íslendingum yrði einmitt kært að greiða fyrir því, að danskir fræðimenn gætu komið hingað og stundað rannsóknir hér eftir að handritin væru komin hing að. Margar þessar rannsóknir krefjast þess líka beinh'nis, að komið sé hingað til lands og þeir staðhættir athugaðir, þar sem þeir atburðir gerðust. er sögurnar segja frá. Fóni inn um "luggana Verkakvennafélagið Fram- sókn í Reykjavík hefur gefið út mjög athvglisvert rit í til- efni af 50 ára afmæli félagsins. M. a. bregður það upp glöggum myndum af verkalýðsbaráttunni áður fyrr. Það er t.d. lærdóms- ríkt að lesa eftirfarandi frá- sögn Jóhönnu Egilsdóttur: „Við höfðum hækkað kaup- ið aftur eftir lækkunina 1926 og sömdum um 80 aura. Kveld úlfur var ekki á því að greiða slíkan taxta. Við vissum af þessum taxtabrotum. Það voru til félagskonur, sem unnu þar og þorðu að segja okkur sann- leikann. Við tókum okkur þá saman og fórum márgar niður að Kveldúlfi og röðuðum okk- ur þar upp við dyrnar. Hvað heldurðu að þeir hafi þá gert? En það er kannske ekki undar- legt þó að þeim hugkvæmdist það. En að stúlkurnar létu hafa sig til þess, það mun margan undra, sem ekki þekkir baráttu fyrri ára, eða þann hugsunar- hátt, sem þá ríkti. Þeir fóru með stúlkurnar inn um gluggana. Þú heldur kannske að þær hafi verið verðlaunaðar fyrir þægðina? Nei, það er ekki von að þú getir gizkað á launin þeirra. Þeir borguðu þeim 60 aura um tímann eftir þessa gluggaferð þeirra, þ. e. lækk- uðu kaupið við þær um 10 aura frá þvi sem þá gilti. aðrir greiddu þá 70 aura, sem við vorum að reyna að hækka í 80 aura. Við þetta máttu þær búa þar t.il næsta vor á eftir.“ „Gætt eins og I'æningia“ Forustukonur Framsóknar gáfust ekki upp. þótt Kveld- úlfi hefði tekizt að sigra með því að láta stúlkurnar fara inn um gluggana. Næsta vor var baráttan hafin að nýju. Jó- hanna segir: „Þá söfnuðum við undirskrift um meðal stúlknanna um að leggja niður vinnu. Það var ekki flvtisverk. Okkar var gætt eins og ræningja, þegar við Vnrrmm á vinnustaðina Við nrðum að ná i þær heimr hjá beim o?ia fá þær til að koma H1 nlflífu- Ja vnri! ^nnrin of? mör? nrfSjn i kringum það allt saman. Nú _________________________7 er þetta ekki orðið nema mæta við samningaborðið, svona hef ur verkalýðurinn unnið á, gjör- breytt hugsunarhætti fólksins, já, það er óhætt að segja þjóð arinnar. Við sjáum núna 1 stefnuskrám flokkanna mörg atriði, sem þá var barizt á móti af forustumönnum þeirra, af öllum mætti.“ „Hvér skaffar vinnuna?“ Jóhanna víkur þessu næst í frásögn sinni að því, að verka stúlkurnar hafi ekki alltaf verið tilbúnar að skrifa nafn sitt á undirskriftaskjal Framsóknar. Hún segir: „Það var oft gráttegt að heyra kjarkleysið og undir- lægjuháttinn. „Mér er alveg sama hvaða kaup ég fæ, bara ef ég fæ vinnu. Ætlið þið kannske að skaffa okkur vinnu?“ Þetta var vanavið- kvæði andstæðinganna, hvort við ætluðum að sjá konunum fyrir vinnu. Það voru oft verk- stjórarnir, sem urðu fyrir svör um. Á vinnustöðunum voru þeir eins og hertogar eða jarlar, reiðubúnir að ganga erinda hús bænda sinna. Þegar þeir voru að spyrja: ,,Hver skaffar vinnuna?" þá svaraði ég, að það gerðu sjó- mennirnir. Þeir kæmu með fiskinn að landi.“ Baráttan framundan Vissulega hafa launþegasam- tökin unnið mikla sigra á þeim fimmtíu arum, sem eru liðin síðan Framsókn hóf göngu sína. Kjörin eru ólík því, sem þau voru þá. En það eru alltaf til öfl, — meira að segja sterk öfl, — er vilja snúa aftur til hinna gömlu, góðu daga. Það er ekki liðið nema rétt ár síðan háð var á Alþingi ein harðasta senna, sem þar hefur staðið, en tildrög hennar voru þau, að stjórnarvöldin vildu lögbinda allt kaupgjald og gera þannig vald verkalýðsfélaganna að engu með skyndilögum. Þess- ari atlögu var hrundið þá, en hún getur verið gerð aftur og verður gerð, ef launþegar halda ekki vöku sinni. Sú stjórnar- stefna, sem hefur verið fylgt í landinu undanfarin ár, hef- ur líka leitt til þess, að kaup- máttur launa fyrir 8 klst. vinnudag hefur rýrnað. Þar hefur verkalýðshreyfingin verið á undanhaldi, þrátt fyrir ýmsa mikilvæga varnarsigra. Næsta þing Alþýðusambandsins þarf að hefja markvissa sókn til að tryggja eðlilegan kaupmátt launa fyrir 8 klst. vinnudag. Þar stöndum við nú orðið aft- ar flestum öðrum. Það skiptir vissulega miklu að efla sjálf samtökin, en það er ekki minna áríðandi að nota atkvæðisréttinn rétt í þinekosn- ingum. Það sýna atburðir sein- ustu ára. Og hollt er að minn- ast þess, að í þeim þingkosn- ingum, sem farið hafa fram f Randaríkjunum, Bretlandi. Dan mörku og Svíþjóð á þessu 'iaust.i. tóku verkaK'ðssamtökir. rindregna afstöðu gegn íh.ald-' öflunum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.