Tíminn - 08.11.1964, Qupperneq 16
Sunudagur 8. nóvember 1964
246. tbl.
48. árg-
Mikil vegarlagning
í nánd við Búrfell
MB-Reykjavík, 7. nóv.
í viðtali við Tímann
fyrir
skömmu, sagði Guðjón Ólafsson á
Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi að í
haust hefði verið unnið að vegar-
lagningu milli Sandár og Fossár i
Þjórsárdal. í september var byrj
að með stórvirkum vinnuvéluin á
nýbyggingu á þessu svæði milii
brúarstæða á ánum, en brúarstæðið
á Fossá er fyrir ofan Hjálp. Sagði
Guðjón að þessi vegalagning væri
sett í sambandi við væntanlegar
virkjunarframkvæmdir í Búrfelli.
Sex stórar jarðýtur hafa verið
þarna að verki. Þegar rutt hafði
verið upp undirstöðu, hófust ofaní-
burðarflutningar á vegum Raforku
málaskrifstofunnar.
Guðjón skýrði Tímanum ennfrem
ur frá því, að í vor og sumar hefur
ekki verið látin mö' í þjóðveginn
í Gnúpverjahreppi og mun það
stafa af bví, að fyrirhugaðar eru
allmiklar breytingar á veginum,
enda er þegar byrjað að breyta
honum norðan í Gaukshöfða í
Þjórsárdal, þar sem unnið hefur
verið með skurðgröfu og ýtu frá
því í sumar.
Guðjón sagði að lokum, að það
væri hald manna að framkvæmd
ir við Búrfell myndu ekki bíða
til vorsins, og einnig að brúarsmíð
á Sandá og Fossá yrði lokið fyrir
1 júní að sumri.
Blaðið innti í dag Björn Ólafs-
son verkfræðing hjá 'Vegamálaskrif
stofunni eftir þessum framkvæmd
um. Hann i-.vað vera búið að undir
byggja veg mílli Fossár og Sand-
ái og einnig veg fyrir innan Fossá
að þeim stað, sem gert er ráð fyrir
að virkjunarframkvæmdir verði.
Vegarspottinn milli ánna er tæpir
7 kílómetrar, en spottinn fyrir 'nn-
an Fossá 1,4 km. Hefur ofaníburði
verið stráð yfir þessa kafla, en
hvergi nærri er fuilgengið frá
þeim enn. Vantar nú aðeins brýr
yfir árnar, til þess að bílfært sé
frá Ásólfsstöðum og inn eftir. Veg
ur þessi er 7 metrar á breidd. Brú
yfir Sandá verður um 26 metrar
Framhald á 12. siðu.
Framsóknarkonur í
Kópavogi
AÐALFUNDUR Framsóknarfé-
lagsins Freyju verður haldinn
mánudaginn 9. nóv. kl. 8,30 að
Álfhólsvegi 8A. Venjuleg aðal-
fundarstörf.
Aðalfundur Framsókn-
arfélags Keflavíkur
FRAMSÓKNARFÉLAG Kefla-
víkur heldur aðalfund í dag kl. 2
e. h. í Aðalveri. Á fundinum mæt-
ir Jó'n Skaftason alþingismaður.
Félagsmenn eru hvattir *il þess
að mæta vel og slundvíslega.
KJ-Reykjavík, 7. nóv.
FRÉTTAMAÐUR Tímans
skoðaði fyrir nokkru fram-
kvætndir við Landshöfnina í
Ytri-Njarðvík, en þar vinna nú
30—35 menn að jafnaði auk
stórvirkra vinnuvéla. Verktaka-
fyrirtækið Efra-Fall hefur
framkvæmdir með höndum, og
er gert ráð fyrir að ljúka þeim
um áramótin 1965—1965. — f
samningnum hljóðaði tilboðið
í verkið á nær 40 miljónir, en
gi
ll
búast má við að bæta me,
nokkru við þá tölu, vegn
hækkana á tímabilinu sem
verkið er framkvæmt á
Tveim kerum hefur nú ver-
ið hleypt í sjóinn, og þar af er
annað komið á þann stað sem
því er ætlaður. Tvö önnur ker
standa fullgerð, bíða þess að
þeim verði hleypt fram, og
byrjað er á að steypa veggina
í því fimmta og botninn i
sjötta kerið verður senn steypt
ur.
Jón Guðmundsson verkfræð-
ingur við hafnargerðim. tjáði
blaðinu að víð ytri hafnargarð
inn yrðu sett 9 ker og væri
hvert ker 10—15 metra langt;
55 metrar kæmu beint fram, en
60 í olnboga í átt til lands Við
innri hafnargarðinn yrði bætt
105 metrum þvert á garðinn.
í hinni nýju höfn mun lík-
lega rúmast um 40 bátar, þeg-
ar verkinu er lokið, en vonazt
er til að seinnipart vetrar geti
nokkrir bátar haft þar aðstöðu.
PRESSUBALUD
Á HB 14. NÓV.
Eins og áður hefur verið skýrt , leikkona, lesa ljóðið á Pressuball-
Heimsókn forsætisráðherra
tií ísrael iýkur á mánudag
EJ-Reykjavík, 7. nóv.
ÍSRAELSFÖR dr. Bjarna Bene-
diktssonar, forsætisráðherra, og
konu hans, frú Sigríðar Biörns-
dóttur, sem hófst 1. núvember,
lýkur á mánudaginn. Hafa þau
hjónin skoðað marga merka staði
í Landinu Helga, m. a. Jerúsal-
em og Nazaret.
Tíminn hefur átt erfitt með að
afla sér frétta af íerð forsætisráð-
herra, þar sem opinberir aðilar
virðast sparir á að senda út frétta-
dr. BJARNI BENEDIKTSSON
tilkynningar. Það var fyrst í gær
að Tíminn fókk tilkynningu um
ferð forsætisráðherra og þá um
leið afrit af ferðaáætluninni þrjá
síðustu dagana.
Forsætisráðherrahjónin fóru ut-
an 30. október og komu til Tel
Aviv í_ fsrael að kvöldi 1. nóvem-
ber. ísraölsku forsætisráðherra-
hjónin, Leví Eskol og kona hans,
tóku á móti þeim á Lod-flugvell-!
inum. Fluttu forsætisráðherrarnir;
stuttar ræður á flugvellinum og}
þjóðsöngvar landanna voru leikn-1
ir. |
2. nóvember voru forsætisráð-!
herrahjónin gestir borgarstjórnar !
innar í Tel Aviv. Borgarstjórinn,
Mordehai Namir, afhenti fcrsæt-
isráðherrahjónunum gjafir; fékk
forsætisráðherra mynda- og minn-
ingabók um Tel Aviv og Jaffa, en
frú hans armband úr gulli, sem
listamenn frá Jemen höfðu smíð-
Framhald á 15. síðu.
frá verður Pressubaúið haldið 14. ! inu.
nóvember næstkom&ndi að Hótel
Borg. Vandað verður til veizlu-
fanga en veizlustjóri verður hinn
sami og á síðasta Pressuballi, Vii-
hjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri.
Heiðursgestir á samk&munni verða
Bjarni Benediktsson. forsætisráð
herra, og frú.
Rithöfundurinn William Heme-
sen ætlaði að koma í boði Blaða
mannafélagsins á Pressuballið óg '
i halda þar stutta tölu, en vegna erf !
iðra samgangna og mjög tíma-
frekra við Færeyjar getur ekki af
því orðið. Ueinesen var mikill að-
dáandi Einars Benediktssonar og
orti minningarljóð um Einar á fær
eysku og sendi Blaðamannafé'ag
inu og mun Helga Valtýsdóttir I
Framhald á 12. síðu
WILLIAM HEINESEN
Ýmsar endurbætur á Volvo Amazon
KJ—Reykjavík 7. nov. ] gefur léttari svip, og ennfremur I stað þó nokkrar breytingar Er þar
Fyrstu bílarnir af Volvo Am-1 eru ný merki á bílnum framan fyrst að nefna nýja tegund fram-
Merkjasala
Blindravinafélagsins
f DAG er merkjasala Blindrafé-
lagsins, en það verður 25 ára um
þessar mundir, og er eigin félags-
skapur blindra á íslandi. Eitt af
markmiðum félagsins er að vinna
að því að gera blindu fólki fært
að framfæra sjálfu sér af eigin
rammleik, og hefur félagið m. a.
beitt sér fyrir byggingu íbúða fyr-
ir blinda og fyrir að veita þeim
aðstöðu til vinnu.
zon árgerð 1965, eru fyrir nokcru
komnir til iandsins Amazoninn er
einn af þessum „klassísku“ bílum,
í hærri verðflokkunum, sem breyt
ir lítið um útlit frá ári til árs.
Aftur á móti er stöðugt u.inið að
ýmsum endurbótum á bifreiðinni,
sem miða að meiri þægindum fyrir
farþegana, og gei a aksturinn
öruggari. Þá má ekki gleyma því
að jafnfr. er unnið að fullkomnun
á hinum ýmsu hlutum yfirbygging
arinnar, og þannig er ‘65 árgerðin
nú með galvaniserað stál í ,,síls-
um“ og hjólbogum framan við aft
urhjólin. Sjáanlegai utlitshreyting I
ar á Amazoninum eru þær að bif- j
rnðin er með nýrri kælishlíf, er I
verðum. Inni í bílnum hafa átt sér
Framhald a 15. síðu