Tíminn - 10.11.1964, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 10. nóvember 1964
ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR
13
Fer Eyleifur til
Glasgow Rangers?
Hættur hjá Ríkharði — Albert
í !
Alf-Reykjavík, 9. nóvember.
Eignast ísland annan atvinnumann á SkotlancPi, innan tíðar? Þetta er ekki óhugsandi
möguleiki, og sá, sem um ræðir, er Eyleifur Hafsteinsson frá Akranesi. Þessi 17 ára gamli
piltur, sem kom fram í sviðsljósið með Akranes-liðinu á s.l. vori, hefur vak'ið verðskuld-
aða athygli, og hann var valinn til þess að leika með íslenzka landsliðinu. Undanfarið hef-'
ur Eyle'ifur verið að nema málaraiðn hjá Ríkharði Jonssyni á Akranesi, en er nú hættur.
í svipinn er framtíð Eyleifs óráðin, en að undanförnu hefur Albert Guðmundsson verið að
athuga möguleika á því, að Eylejfur kæmjst ^ð l\já atvinnumannaliði'á Skotlandi — og í,
gærkvöldi var Albert staddur í Glasgow, og ræddi þá við forráðamenn Glasgow Rangers, en
hjá þessu heimsfræga knattspyrnuliði er Albert vel þekktur, enda gamall leikmaður þess.
i við forustu Rangers
I viðtali við Albert i dag,
kvaðst hann vera nýkominn að
utan og hefði þá haft viðkomu í
Glasgow.
— Þú hefur athugað möguleika
á því, að Eyleifur kæmist að hjá
skozku atvinnumannaliði?
— Já, ég hef verið að athuga
þetta að undanförnu, en það er
allt of snemmt að ræða þetta í
blöðum.
— Þú hefur haft samband við
forystumenn Glasgow Rangers?
— Já, ég ræddi lítillega við þá,
en þetta er allt á byrjunarstigi.
Rangers hefur gengið illa að und-
anförnu, er fyrir neðan miðju í 1.
deildarkeppninni skozku. Ég man
ekki til þ.ess, að Rangers hafi
gengið svona illa. Það eru bví ýms
ir erfiðleikar hjá þessu fræga liði
þessa dagana — og þvi kannski
óhentugur tími að athuga þetta
mál núna. Hins vegar skýrast lín-
urnar ef til vill næstu vikurnar —
hvað sem svo úr verður.
Þetta sagði Albert. Ég sneri mér
ÚRSLIT í ensku knattspyrnunni
á laugardag urðu þessi: ...
I. DEILD:
Birmingham—Arsenal 2:3.
Bumley—Leicester 2:1.
Everton—Leeds Utd. 0:1.
Fulham—Liverpool 1:1.
Manch. Utd.—Sheff. Wed. 1:0.
Notth. For.—Aston Villa 4:2-
Sheff. Utd.—Chelsea 0:2.
Stoke City—Wolves 0:2.
Tottenham—Sunderland 3:0.
W.B.A.—Blackpool 1:3.
West Ham—Blackburn 1:1.
Manch. Utd. heldur enn forust
unni með 26 stig og hefur hlotið
22 stig úr síðustu 12 leikjum sín-
um. Herd skoraði á 14. mín. gegn
Sheff. Wed. en fleiri urðu mörkin
ekki. r— Chelsea er stigi á eftir en
með 22 stig eru N Notth. For. og
Leeds, sem vann Everton í sögu-
legum leik í Liverpool á iaugar-
daginn. Strax á 4. mín. var Brown,
bakvörður Everton rekinn af leik-
velli, og dómarinn varð síðar að
stöðva leikinn í 5 mín. fór með
alla leikmennina af leikvellinum
og áminnti þá, en hélt síðan áfram
leiknum. Wolves vann sinn fyrsta
útisigur — og fyrsta sigur í 13
leikjum. — Þetta var fyrsti leik-
ur liðsins undír stjóm hins nýja
framkvæmdastjóra, Andy Bettie
(áður Notth. For., Huddsrsfield
og Plymouth) og nú er bilið ekki
nema 3 stig í Aston Villa og Sund-
erland, sem bæði töpuðu á laugar-
dag.
II. DEILD:
Bolton—Derby Co 3:1.
Cardiff—Charlton 1:0.
Coventry—Leyton Or. 1:1.
Huddersfield—Bury 0:2.
Ipswieh—Portsmouth 7:0.
Middlesbro—Swansea 4:0.
Newcastle—Rotherham 3:1.
Northampton—Norwich 0:0.
Plymouth—Swindon 2:1.
Preston—Mancli. City 2:5.
Southampton—Crystal P. 0:1.
Northampton er efst með 24 st.
og Newcastle hefur 23 stig. Nor-
wich og Plymouth eru með 20 st.
Helztu úrslit á Skotlandi urðu
þessi:
Airdrie—Th. Lanark 2:1.
Dundee—Dunfermline 3:1.
Falkirk—Hearts 2:2.
Hibernian—St. Mirren 1:1.
Kilmarnock—Motherwell 1:1.
Rangers—Aberdeen 2:2.
St. Johnstone—Celtic 3:0.
Öll efstu liðin, Kilmarnock,
Hearts og Hibernian töpuðu stigi,
þannig að staða í toppnum hefur
ekkert breytzt. St. Mirren lék al-
geran varnarleik gegn Hibs og
var miðheriinn Ross oft aftasti
maðurinn. Hibs skoraði í fyrri
hálfleik, en St. Mirren fékk auka-
i spyrnu í s. h. og Ross tókst að
jafna með skalla eftir góða spyrnu
Wilsons. Rangers, sem vann Red
Star. j. vikunni 3:1 og heldur því
áfram í Evrópukeppninni — tókst
I aðeins áð ná jafntefli við Aber-
deen, þrátt fyrir mikla yfirburði
í leik og leikmenn Aberdeen voru
mest allan leikinn 10. En Rangers
hefur aldrei unnið leik næst á eft
ir þýðingarmiklum lei'k í Evrópu-
keppninni. — hsím.
s»i
SKIPAUTGCRÐ RÍKISINS
Ms. £sfa
fer frá Rvík vestur um iand í.ii
Akureyrar 14. þ.m. Vörumot-
taka tii Patreksfiarðar, Sveins
eyrar, Bíldudals Þingeyr ir
Flateyrar, Suðureyrar, ísafjarð
ar, Siglufjarðar og Akureyrar
á mogun og fimmtudaginn.
Farseðlai seldir föstudagim.
VfÐAVAVGUR -
eitt blað öllum öðrurn fram í
því að rita um málefni land-
búnaðarins og bændastéttarinn-
ar af vanþekkingu, óvild og
stráksskap. Það blað heitir
Vísir. Landbúnaðarráðherra
landsins, Ingólfur Jónsson, hef-
'ur ,nú brugðið á það ráð að
sýna velþóknun sína á þessu
með því að gera það að mál-
gagwi • sínu samkvæmt yfirlýs-
ingu Vísis, og mun ráðherrann
rita fasta greinaflokka i blaðið.
Virðist þar upp risið nýtt mál-
gagn bænda, og munu þeir hér
eftir verða að kaupa Vísi til
þess að komast að raun um,
hvernig landbúnaðarráðherr-
einnig til Eyleifs i dag og spiall-
aði lítillega við hann.
nr Jú, ég hef geysimikinn áhuga
á því að skreppa út til Skotlands
til að læra meira í knattspyrnu.
— Og kannski áhuga á því að
genast atvinmímaður? * 1
— Þetta er auðvitað allt óráðið
í svipinn, ég hef ekki hugsað svo
langt enn þá. En það, sem aðal-
lega vakir fyrir mér er að komast
að hjá einhverju liði og fá að æfa
með því í einhvern tíma. Albert
Guðmundsson er að athuga þetta
— og spjallar við mig að öllum
líkindum næstu daga.
SKOTAR HAFA ÁHUGA Á
ÚTLENDINGUM.
Fari svo, að Eyleifur komist að
hjá skozku liði og gerist atvinnu-
maður, myndi hahn verða þriðji
íslendingurinn, sem legði knatt-
spyrnu fyrir sig á Skotlandi Al-
bert ruddi á sínum tíma leiðina
og hóf einmitt sinn frægðarferil
á Skotlandi. Þórólfur Beck gerð-
ist atvinnumaður með 1. deildar-
liðinu St. Mirren haustið 1961
hefur leikið síðan með því liði vlð
góðan orðstír.
Skotar hafa um þessar mundir
mikinn áhuga á að fá erlenda
knattspyrnumenn inn í lið sir. Á
meðan England er því sem næst
lokað land fyrir erlenda knatt-
spymumenn, er leiðin opin til
Skotlands. Þetta stafar einfaldlega
af því, að ensku liðin fá til sín
skozka knattspyrnumenn í ríkum
mæli — og sem nokkurs konar
uppbót er Skotrm heimilt að
flytja inn knattspyrnumenn frá
öðrum löndum til að halda jafn-
vægi. Er þess skemmst að minn-
ast, að nokkrir danskir landsliðs-
menn leika með 1. deildarliðinu
Morton og Queen of South þreifar
fyrir sér í Noregi. — alf.
njósnara og öll tiltæk múgsefjun-
artæki auk lögreglu og hers er
ékki á færi allra. Þeir menn sem
hefja slíka baráttu og hika ekki
eru sannarlegar hetjur. Þessi bók
fjallar um slíka baráttu og slíka
menn. Þótt andspyrnuhreyfingin !
þýzka hrósaði ekki sigri þá var :
hún glæstur vottur hinnar eilífu ,
baráttu gegn forheimskun, rudda '
legri kúgun og satanisma.
LÍFIÐ í BORGINNI
Framhald at 3 síðu.
pappaspjald í gluggann fyrir
sig.
Þetta er dálítið bágt og
erfitt um vik fyrir gamla konu,
því bærinn hefur verið svo
góður að lofa henni að vera
þarna, og svo hefur gamla kon-
an einhverja hugmynd um,
hver hafi brotið rúðurnar hjá
henni. Það er kannski verst af
öllu saman. — .Tá. svona er bað
í Pólunum. Þar er kannski
margt, sem er verst af öllu
saman. Fjórtán manneskjur
eiga þar heima, og hver stríð-
ir við sitt. Og nú á að rífa
kofann. Bærinn ætlaði að gera
það í sumar og gerir það kann-
ski næsta sumar eða hitt sum-
arið, og hvað þá? Hvað tekur
við? Kannski gefur bærinn
frest og rífur ekki á komandi
sumrum, lætur vindinn rífa. höf
uðskepnurnar, sem vinna á
öllum mannvirkjum, vind og
vatn. Konan, sem býr með föð-
ur sínum níræðum, segir, að
kvartanir hafi enga þýðingu,
og hefur lög að mæla, þar sem
höfuðskepnurnar eru annars
vegar. Maðurinn á neðri hæð-
inni maldar í móinn og talar
um húsaleigu og útsvar, sem
hann ber En gamla konan
uppi biður þess eins að fá
ruou 1 gtuggann sinn.
KAUPFELAG EVFIRÐINGA
amum er innan brjósts og hvaða
málum hann berst fyrir þeim
til blessunar.
NÝJAR ERLENDAR BÆKUR
Framhald af 8 síðu.
áttuðu sig ekki á eðli nazismans
fyrr en of seint. En það vai allt
af hópur manna innan Þýzka-
lands sem barðist gegn Hitlei og
flokki hans og sú barátta náði
hámarki 20. júlí 1944. Þeir voru
ekki ófáir sem fram til þess
tíma höfðu fórnað lífi sínu i þeirri
baráttu og tala þeirra jókst stór
um eftir hið misheppnaða sam-
særi 20. júlí.
Baráttan gegn einvaldsstjórn,
sem hefur á sínum snærum her
AKUREYRI
Smjörlíkisgerð KEA
Akureyri, býður yður
Flóru-smjörlíki
Gulabandið-smjörlíki
Kökufeiti — Hrærismjörlíki
Kókossmjör — Compound Lard.
Heildsölubirgðir hjá Sambandi ist sam-
vinnufélaga, afurðasölunni. ,sími 3-26-78, og
hjá verksmiðjunni á Akureyri simi 1700.
Smjörlíkisgerð KEA,
A k ii r e y r i
VANDiD VALIÐ -VELJIÐ VOLVO