Tíminn - 10.11.1964, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.11.1964, Blaðsíða 11
/ ÞRIÐTUDAGUR 10. nóvember 1964 TÍMINN UPPREISNIN IÁ BOUNTY Charles Nordhoff og James N. Hall beðið Bligh að lofa mér að verða eftir, til þess að ljúka starfi mínu. Christian var ekki, fremur en ég, hrifinn af þvi, að þurfa að fara. Hann elskaði Maimiti, og ég vissi, að honum féll afar þungt að þurfa að skiljast við hana. Stewart elskaði líka sína kærustu af heilum huga. Young átti vinkonu, sem hét Taura. sem er nafn Tahitibúa á kvöldstjörnunni. Stewart nefndi unnustu sína Peggy. Hún var dóttir höfðingja eins á Norður- eynni og elskaði Stewart heitt. Einum eða tveimur dögum, áður en Bounty lagði af stað, komu Christian, Young og Stewart, til þess að heilsa mér. Alexander Smith var með þeim. Hann hafði eignazt kærustu, sem var af óæðri stéttinni. Það var lítil, dökkhærð fjörleg stúlka. Skipsfélagar mínir höfðu nú dvalizt svo lengi á Tahiti og ■ haft svo mikið saman við hina innfæddu að sælda, að margir þeirra gátu gert sig skiljanlega á máli hinna innfæddu. — Stewart talaði málið furðanlega vel. Young var of framtaks- laus og Smith alltof hreinræktaður Breti til þess að geta lært framandi tungu. Smith áleit, eins og margir sjómenn, að ef enska væri töluð nógu hægt og skýrt, hlytu allir að skilja hana. Þegar gestir mínir frá Bounty nálguðust húsið, vissi ég strax, að Christian hafði fregnir að færa mér. Samt sem áður hafði hann kynnzt Tahitibúum nóg til þess, að hann hafði lært sumar kurteisisvenjur þeirra, þar á meðal þá, að láta góða stund líða, áður en erindi er borið upp. Maimiti heilsaði elskhuga sínum innilega, og Hitihiti breiddi út teppi handa okkur í skugganum. Hann gaf strax skipun um, að sækja kókoshnetur, svo að við gætum fengið eitthvað að drekka. Gestgjafi minn hafi beðið mig um, að láta smíða líkan af stóra skipsbátnum okkar, sem hann var mjög hrifinn af. Hann áleit, að ef hann hefði slíkt líkan, þá gæti hann íátið smíða sér bát, sem væri eins. Ég hafði sagt honum, hvernig ætti að beygja borðin. Ég hafði fengið Smith til þess að smíða líkanið, og hann hafði lokið því á tæpri viku. Hann gekk á eftir hinum í fylgd með Balhadi, sem bar líkan- ið á öxlinni. Hitihiti ljómaði í framan, þegar hann sá líkanið. — Nú get ég látið smíða mér skip, sagði hann við mig á máli Tahitibúa. — Þú hefur staðið við orð þín, og ég er mjög glaður. Smith fpkk Hitihiti líkanið, en gestgjafi minn gaf óðar skip un um, að sækja tvo feita grísi. — Þér eigið áð fá þá, Smith, sagði ég, en félagi minn hristi höfuðið. — Það er tilgangslaust, sagði hann. — Bligh skipstjóri lof ar mér ekki að halda grísunum. En ef gamli höfðinginn vill 22 gefa mér grís, þá getum við, ég og unnustan, steikt hann og borðað strax. Hitihiti brosti og sagði, að Smith mætti fara með þjónum sínum og velja feitasta grísinn, sem hann fyndi. Nokkrum mínútum seinna gekk hann fram hjá okkur við hlið unnustu sinnar, með rýtandi grís undir handleggnum. Svo hurfu þau í skógarkjarrið rétt hjá ströndinni. Svo sáum við reykjar- strók stíga yfir trjátoppana. Ég hygg, að lagaákvæðið, sem bannar konum að snæða með karlmönnum á Tahiti, hafi ver ið brotið þetta kvöld. Við lágum í skugganum og drukkum hina gómsætu kókos- mjólk. Við þvöðruðum við stúlkurnar, og nú leit Christian á mig: — Ég hef frétjir að færa yður, Byam, sagði hann. — Við vindum upp segl næstkomandi laugardag. Bligh skipstjóri hefur gefið skipun um, að þér komið um borð á föstudags- kvöld. Maimiti leit hrygg á mig, eins og hún skildi hvert orð, greip því næst um hönd elskhuga síns og þrýsti hana fast. Það er ömurlegt fyrir mig að minnsta kosti, sagði Christian. — Mér hefur liðið vel hér. — Mér líka, bætti Stewart við og leit á Peggy. Young geispaði. — Ég er ekki viðkvæmur, sagði hann. — Taurorua litla fær sér fljótt annan mann, sér til dægra- styttingar. Hin brúneygða, fjörlega stúlka, sem sat við hlið hans, skildi hvert orð. Hún hristi höfuðið og sló hann til mála mynda á kinnina. Christian brosti. — Young hefur á réttu að standa, sagði hann. — Þegar venjulegur sjómaður kveður eina kærustuna, hlakkar hann um leið til þess, að kynnast þeirri næstu. En mér finnst bara svo erfitt að lifa samkvæmt þeim kenningum, sem ég pré- dika fyrir öðrum. Undir kvöldið fóru gestirnir aftur um borð í skipið. Daginn eftir varð ég líka að stíga á skipsfjöl. Hryggur í huga kvaddi ég Hitihiti og fjölskyldu hans, og ég var þess fullviss, að ég myndi ekki sjá það fólk aftur. Þegar ég steig á skipsfjöl, var fjöldi Tahitibúa um borð, og skútan var drekkhlaðin kókoshnetum, grísum og geitum. Höfðinginn Teina og kona hans voru gestir skipstjórans og höfðu sofið um borð um nóttina. Um sólaruppkomu sigldum við út um hið þrönga Toaroasund og skásigldum þar fram og aftur allan daginn, meðan Bligh var að kveðja Teina og færa honum kveðjugjafirnar. Rétt fyrir sólsetur var stóri skipsbát- urinn sendur í land með Teina og Ika. Klukkutíma seinna voru öll segl þanin og Bouhty sigldi hraðbyri heimleiðis. VIII. Heimleiðis. Þegar við vorum lagðir af stað heimleiðis, gafst mér tími til þess að athuga breytingu þá, sem orðið hafði á Öllum, með an við dvöldum á Tahiti. Við vorum orðnir nærri því jafn- brúnir og hinir innfæddu, og margir okkar höfðu látið tatto- vera sig. Tahitibúar eru hreinustu snillingar í því að tatto- vera, og enda þótt það sé mjög sárt að láta skreyta hörund sitt á þennan hátt, voru flestir fúsir á að ganga gegnum þann hreinsunareld til þess að geta sýnt, þegar heim kæmi, að þeir hefðu komið á þessa ævintýraeyju. Edward Young hafði látið skreyta sig mest okkar liðsforingjaefnanna. Á báðum fótum hafði hann mynd af kókospálma. Á lærunum hafði hann breiðar rákir, og á bakinu mynd af brauðávaxtatré, sem var NYR HIMINN - NY JÖRÐ EFTIR ARTHÉMISE GOERTZ ; 33 — Hvað kemur allt þetta ungu stúlkunni við? — Spyr þú frú Vigée! Hún heyrði það hjá . Aftur þetta andstyggilega slúður! — Telpan brábað Palmýru að þiggja boðíð Op hún var svona óskammfeilin að seeia móður sinni, að han;> laneaði til að fara vegna þess, að hún byggist við að þú yrðir þar' — Og erindi mitt til borgar inna: að finna Alcide mynd’ ’ hindra mig í að fara þangað. ef Palmyru skyldi snúast hugur. — Það mun einnig hindra þig ; Erá »ð vera hér og eyða tíma þín un Oaspards fólkið og geðveikl -'iána. sem flækjast um með (Juielda í höndum eins og það væru blómavendir. En — sem sagt — ég ætla að skrifa honum, að hann megi búast við þér til við ræðna. Þú verður að vera tilbú- inn að hefja samstarf með honum fyrir næstu mánaðamót. — Þú vildír þá kannski geta þess við hann, að það sé ekki fyr ir þær sakir, að ég kunni ekki að skrifa, sem frænka mín finnur sig knúða ti) að annast bréfaskrift- ir mínar. — Ég segi honum, að þú sért allt of önnum kafinn við að dansa til þess. að þú megir vera að skrífa. Hann fokreiddist. Aldrei hafði honum tekist að hafa í fullu tré við hnífilyrði hennar. Tilgangs- laust að reyna það. — Ég átti ekki annríkt við dans inn, sagði hann reiðilega. — Og ekki við ungu stúlkuna heldur. Ég hafðí nóg að gera við að ójarga öðru fólki úr óþægilegri aðstöðu. — Já, þér tókst líka heldur en ekki vel að bjarga Leon úr óþægi legri aðstöðu Heldurðu kannski að Olympe verði þér þakklát fyrir það. hvernig þessi fíni vinur þinn frá Norðurríkjunum auðmýkti hann í allra augsýn niðri við ströndina? Hún átti við rimmu, sem orðið hafði milli þeirra Harry og Leons að dansinum loknum. Leon hafði kvartað yfir því hástöfum, við hvern sem nennti að hlusta á hann. að grikkur hans skyldi mis heppnast. Þetta heyrði Harry, hafði þrifið til hans og nær því hrist úr honum líftóruna, öllum viðstöddum til mikíllar skemmt- unar. Hefði þetta orðið alvarleg- ur slagur, ef Leon hefði getað stað ið á fótunum. — Þessi Kana-ruddi! mælti Nanaine. — Jæja, það stendur á sama, hvað þú hafðir fyrir stafni. Afleiðingin verður sú sama. Og þú getur sparað úrskýringarnar við Kólettu frænku þína! Hún dró upp flauelshylki, sem hún hafði á brjóstinu undii morgunkjól sín- um. —r Þú getur vel þurft á þessu að halda. Gefðu henni það. Hún opnaði hylkið og sýndi hon um tvo eyrnalokka ásamt sam- stæðu nisti og hálsfesti úr rauða- gulli, settu kóralrósum og gim- steinum. — Þessu bjargaði Súl- íma með því að fela það í undir- sænginni sinni, þegar vimr þín- ir — hér glotti hún háðslega — Kanarnir komu. Spanskur ætt 11 ingi þinn og frænku þinnar hefur átt það. Það er sanngjarnt að hún eignist það. — Ég þakka! Honum rann reið in er honum varð hugsað til þess, hvílíka ánægju það myndi veita honum, að gefa Kólettu þessa dýr mætu skartgripi. —Nú máttu fara, sagðí Nana- ine, eins og þégar barni er vísað brott. — Nei, bíddu snöggvast. Hún laut yfir blað, sem lá á borð inu. — Júlíen Roussel. Ulysse du- Rocher. Fauvette d'Eaubonne, las hún upphótt af blaðinu. — Þrenn ar undirskriftir. Þrír fábjánar. Veistu hvað þetta er? — Það er ón efa umsóknin um að fá uppfyllinguna lengda út fyr ir nesið, svaraði Viktor. — Jó, og mér þætti vænt um ef þú víldi færa Júlíen þetta fífla lega plagg og fræða hann á því, að þarna séu allar þær ur.dirskrift ir, sem hann yfirleitt muni fá. Því hef ég séð fyrir. Hún leit á bunka af bréfum, með rithönd hennar á hverju umslagi. — Ég hef verið að skrifa kunningjum mínum. Og að því er kaupmenn áhrærir, þá hef ég látið á mér skilja, að ég hætti að verzla við þá, sem vogí sér að skrifa undir. — Já, en þessi uppfylling er nauðsynleg. Fagranes er að steyp ast út í vatnið. Því er beinlínis að skola burtu! Bros hennar var ískalt. — Það er að heyra ,að þú sért velkunnugur. En nú ætla ég að biðja þig að senda Sep til mín. Ég þarf að biðja hann að fara með nokkur áríðandi bréf fyrir mig. Hún tók bréfin saman og lagði þau í körfu. Hún hlaut að hafa skrifað síðan á dagmálum. Líðan Súlímu fór síversnandí. Læknirinn hafði búizt við slíkri breytingu á útliti hennar. Þegar hann leit til hennar á laugardag- inn, var hún orðin gul á hörund, eins og samanskroppin sítróna. Nú í morgun var hún grá i and- liti. Hún hafði tekíð af sér nátt- húfuna, og honum blöskraði að sjá hvernig hárið hafði losnað af henni í flygsum og eftir sátu ber- ir blettir á hvirfli og við gagn- augu. Augnalok hennar voru þrút in og grá hár dottin af. Kinnbein- in stóðu fram og gáfu henni merki lega mongólskan svip. — Súsú . . . Hann kraup á kné við rúmstokkinn án þess að hirða hót um þótt rautt múrsteinryk kæmi á hvítar buxur hans. Hann tók um hendur hennar, sem vart voru þyngrí en þurr lauf- blöð. — Súsú . . . Hún opnaði augun. — Vik . Fingur hennar luk ust um hans, héldu í þá dauða- haldi af öllu því afli sem eftir var í henni. — Þú ekki fara burtu aftur? Litli drengurinn mínn, hann vera kyrr hjá Súsú? Þú heyra að ég tala ensku við þig? Það þykja þér vænt um, er ekki svo? Þegar Súsú er dáin, allir tala ensku ... Hún reis upp til hólfs og studd- ist við arm hans. Svo hneig hún magnþrota niður á koddann. — Mamma Súsú, þú mátt ekki tala, sagði Gladys. — Hún fékk einn af verndargripum sínum núna í morgun. Ég var nærrí dauð af hræðslu. —- Cumba, komdu hingað, sagði læknirinn. — Taktu þetta drasl af hálsinum á henni. Það var áls- roð, og bundnir á níu hnútar. Cumba kjökraði. — Ég get ekki, ég get ekki, ég get það ekki . . . — Ma Cumba, það varst þú sem lézt það á hana, sagði Gladys ákveðin. — En þú skalt ekki dirf ast að steikja bjöllur eða ána- maðka handa Súsú í mínum ofni, heyrirðu það! — Cumba! Læknirinn benti á hálsbandið góða, og Cumba leysti það með skjálfandi fingrum. Hann fékk hana til að fleygja því frá sér -- hafði þó óljósan grun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.