Tíminn - 10.11.1964, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 10. nóvember 1964
TÍMINN
i&söiasai
Fréttastjóri Tímans, Jón-
as Kristjánsson, hefur und
anfarið dvalizt í Vestur-
Þýzkalandi og kynnt sér við-
horf þar. Hann átti þar tal
við ýmsa þekkta stjórnmála-
•menn, svo sem Erich Mende,
varakanzlara og formann
fjárlynda flokksins, og
Willy Brandt, borgarstjóra
og formann stjórnarandstöð
unnar. Þar sem samtöl þessi
og ýmis fleiri voru veitt á
þeim forsendum, að hér
væri ekki um blaðaviðtöl að
ræða, er ekki hægt að rekja
þau í Tímanum í einstökum
atriðum, en ýmis athyglis-
verð atriði úr þeim munu
koma fram í Tímanum í
þrem greinum Jónasar um
Vestur-Þýzkaland, og birtist
fyrsta greinin á 9. síðu í dag
Greinarflokk sinn nefnir
Jónas: „Horfa í senn í aust-
ur og vestur“, — og kjarni
hans fjallar um hina tví-
þættu ósk Vestur-Þjóðverja,
samvinnu við Vesturlönd og
sameiningu við Austur-
Þýzkaland — tvö markmið
sem virðast útiloka hvort
annað.
Þessar greinar eru um
leið endahnúturinn á starfi
Jónasar Kristjánssonar
sem fréttastjóra við Tím-
ann, þar sem hann mun nú
hverfa til náms og annarra
starfa. Hann hefur verið
fréttastjóri blaðsins nokkuð
á annað ár.
Vesturátt:
HORFA SENN I
AUSTUR 0G VESTUR
stríðið, þótt Vestur-Evrópa
klofnaði ekki núna. En það
kom fram hjá Jentsch sem öðr-
um, að Þjóðverjar eru ákveðn
ir að styðja samstarfið í Efna-
hagsbandalaginu, þótt enginn
árangur verði af viðræðum út
á við, við Breta og EFTA ríkin.
Það er ekki sama að vilja og
gera.
Ég átti þess kost um daginn
að ræða við nokkra embættis-
menn EBE. Það vakti sérstaka
athygli mína, hvernig þessir
menn hafa losað sig við til-
finningatengslin við sitt þjóð-
ríki og líta framvegis á sig sem
Evrópumenn. Þannig vinna
t.d. þýzkir embættismenn í
EBE að áætlunum, sem stríða
gegn hagsmunum Þjóðverja, en
styðja hagsmuni EBE almennt.
Þessir embættismenn hugsa
einungis um hagsmuni EBE,
ekki einstakra ríkja innan þess,
Við stríðslok voru Þjóðverj-
ar hataðir í allri Evrópu, ekki
sízt af andstæðingum sínum í
Vestur-Evrópu. Mikið af þessu
hatri var sprottið af áþján naz
ismans, en sumt átti sér eldri
rætur. Frakkar og Þjóðverjar
höfðu um áratuga skeið barizt
hvað eftir annað um landamæri
s£n.
Frá stríðslokum eru liðin
nærri 20 ár og á þeim tíma hef-
ur afstaðan gerbreytzt. Arftaki
þýzka ríkisins, Sambandslýð
veldið Þýzkaland, er orðinn
virkur og virtur þátttakandi í
samvinnu ríkja Vestur-Evrópu.
Með fyrri óvinum sínum hefur
það myndað efnahagsbandalag,
sem ber í sér frjó evrópsks al-
ríkis. Og við Frakka hafa Þjóð-
verjar gert sérstakan vináttu-
samning, sem markar náið sam-
starf og sameiginleg örlög þess
arra tveggja gömlu óvina.
Hvernig mátti þetta verða?
Svarið liggur hjá Adenauer
kanslara. Þessi gamli og þraut-
seigi maður var frá stofnun
Sambandslýðveldisins ákveðinn
í að tengja það traustum bönd
ii m við hinn vestræna heim og
binda varanlegan enda á erjurn
ar við Frakka. Örlög Austur-
Þýzkalands skiptu hann minna
máli. enda benda mörg rök til
þess, að kaþólikkinn og Rín
lendingurinn Adenauer hafi
alls ekki viljað fá mótmælenda
trúarmennina austur í Prúss-
landi innlimaða í Rínarríki sitt
Einkunnarorð Adenauers voru:
„Samvinna við Frakka, hvað
sem það kostar“, og „Aldrei
aftur einangrun frá vestrinu"
Paul Henri Spaak sagði um
Adenauer: „Án hans hefði
draumurinn um sameinaða
Evrópu aldrei getað orðið að
veruleika . . . án hans hefði
ekki orðið neitt Efnahagsbanda
lag Evrópu.“
Erich Mende varakanslari
Vestur-ÞýZkalands, benti mér á
í samtali fyrir stuttu, að í Vest-
ur-Þýzkalandi væru nú jafn
margir menn mótmælendatrúar
og kaþólskir, eða rétt innan við
30 milljónir í hvorum hópi. í
Austur-Þýzkalandi er þorri
hinna 20 milljóna íbúa mótmæl
endatrúar og auk þess vinstri
sinnaðri en í vesturhlutanum.
I sameinuðu Þýzkalandi mundu
mótmælendur og jafnaðarmenn
hafa vinninginn og núverandi
jafnvægi í þessum efnum
mundi raskast. Mende sagði,
að þetta hefði gert allri sam
einingarviðleitni erfitt fyrir,
enda liggur í augum uppi, þótt
ekki væru það orð Mende, að
flokkur kristilegra, flokkur
Adenauers, hefur ekki knýjandi
áhuga á sameiningu við austur
hlutann og þeirri eflingu mót-
mælendatrúar og jafnaðar-
stefnu,. sem það hefði í för með
sér. Sjálfur er Mende úr flokki
frjálslyndra og helzti forsvars
maður austanvindarins í Bonn.
Frá yngri árum Adenauers
til okkar daga, eða í 45 ár af
stjórnmálaferli hans, má rekja
það, að hann er Rínlendingur,
sem hefur alla tíð haft óbeit
á hinu austlæga Prússlandi. Nú
er Rín ás Vestur-Þýzkalands og
Prússland kjarni Austur-Þýzka
lands. Stefna Adenauers hefur
unnið sigur, Hann hefur unnið
þann sigur að berja stefnu sína
í gegn, fyrst í eigin flokki og
síðan í ríkisstjórn. Hve alger
sigur hans var, má marka af
því, að í orði styðja allir þrir
þingflokkar landsins utanríkis
stefnu stjórnarinnar, sem mót-
uð var á Adenauer-tímanum.
Þjóðverjar hafa tekið mjö'g
virkan þátt í starfi Efnahags
bandalagsins og gengið miklu
lengra en Frakkar í hugmynd
um sínum um endanlegt evr
ópskt airíki. Þeir hafa einnig
verið oddamenn innan banda-
lagsins um víðtækari efnahags
lega samvinnu, við Breta, við
EFTA-ríkin, við Bandaríkin, og
þeir eru enn á þeirri línu, þótt
Frakkar hafi á sínum tíma
hindrað inngöngu Breta i banda
lagið.
Samkvæmt því sem barón
von Stempel, fulltrúi í þýzka
utanríkisráðuneytinu sagði
mér fyrir stuttu, álítur þýzka
stjórnin enn mögulegt, að Bret-
land og önnurf EFTA-ríki teng
ist Efnahagsbandalaginu á einn
eða annan hátt, með inngöngu,
með aukaaðild eða með sér-
stökum samningum, eins og
hann orðaði það Hann sagði,
að Þjóðverjar væntu mikils
af Kennedy-lotunni, en það eru
ADENAUER og de GAULLE
efnahagsmálaviðræður vest-
rænna ríkja beggja *vegna At-
lantshafsins. Sömu skoðanir
hayrði ég hjá mörgum Þjóð-
verjum, sem ræddu þessi mál
við mig í fyrra mánuði. Von
Stempel sagði einnig, að hann
áliti mjög eðlilegt, að gagn-
kvæmar tollalækkanir ættu sér
stað milli Efnahagsbandalags
ins og annarra Vestur-Evrópu
ríkja, en við það mætti samt
ekki Efnahagsbandalagið sjálft
þynnast út.
Rudolf Jentsch ráðuneytis-
stjóri sagði mér, að það væri
nógu slæmt að sínu áliti, að
Evrópa hefði klofnað efnahags-
lega í austur og vestur eftir
þeir senda börn sín i sam-evr-
ópska skóla, eru ákveðnir í að
gefa EBE þingræðislegt form
sem það skortir enn, og þeir
sjá í framkvæmdanefnd EBE
það óþjóðlega eða yfirþjóðlega
afl, sem muni, þegar fram í
sækir, vinna sigur á einstök-
itm þjóðernum og gera EBE
að evrópsku alríki með bein
um kosningarétti og þingbund
inni framkvæmdastjórn.
Og þetta gerist allt með þjóð
um, sem hafa hingað til lifað
saman eins og hundar og kett-
ir. Sjálfir skýra þeir þetta þann
ig: Við gátum ekki annað árið
1945 en séð fram á, að þetta
gekk ekki svona lengur. Hinar
stríðandi þjóðir, flakandi í sár
um, fundu skerandi nauðsyn
samkomulags um framtíðina,
bæði efnahagslega og í stjórn
málunum. Þið í Norður-Evrópu
hafið ekki fundið þessa nauð-
syn, þið hafið elskað friðinn og
þið hafið haft friðinn. Fyrir
ykkur táknaði seinni heimsstyrj
öldin ekki það algera hrun gild
andi hugmynda, sem hún tákn
aði fyrir okkur hér fyrir sunn
an ykkur. Þess vegna finnst
Bretum og Norðurlandabúum
nóg að stofna tollabandalag,
en við Frakkar og Þjóðverjar
hugsum: aldrei aftur. Þetta —
aldrei aftur — þýðir evrópskt
alríki í miðri Vestur-Evrópu.
Nú kunna sumir í framhaldi
af þessu að segja, að ekki sé
allt sem fallegast í vestxænni
samvinnu og þar sé hver hönd-
in upp á móti annarri Mér
þótt athyglisvert álit Hermut
Schmidt, sem væntanlega verð
ur hermálaráðherra Vestur
Þýzkalands að ári, ef jafnaðar
menn vinna kosningarnar. Mér
fannst þankagangur han.s vera
í stuttu máli þessi: Það er stað
reynd, að NATO er að veikjast
De Gaulle heldur því fram, að
Evrópurikin geti ekki reitt sig
á Bandaríkin. Gagnkvæma
traustið er úr sögunni. En sama
er einnig að segja um austan-
tj aldslöndin, Varsj ár-bandalag-
ið er í sömu upplausn og
NATO. Polaris-kjarnorkuflot-
inn, sem við Þjóðverjar styðj
um svo ákaft, hefur lítið hern
aðarlegt gildi, en starf NATO
er i voða, ef honum verður
ekki komið upp. Það er búið
að leggja það mikla áherzlu á
þennan flota kjarr.orkulegrar
samábyrgðar. að hann er orð-
inn prófsteinn á samheldni
NATO-ríkjanna. Eg tel ekki.
að de Gaulle hafi reynt að
koma upp sjálfstæðum frönsk
um kjarnorkuvörnum vegna
þess að hann sé haldinn þeirri
firru, að það gagni gegn austr
inu. Franski kjarnorkuherinn
„force de frappe“ er fyrst og
fremst myndaður til þess að
Bandaríkjamenn sjái getu
Frakka, viðurkenni hana og
taki Frakka í kjarnorkuhóp
hinna innvígðu, alveg eins og
Breta, og stuðli að lykiláhrif-
um Frakka innan NATO. Og
Bandaríkin verða að sættast
við de Gaulle og þau munu
gera það. Þetta sagði Schmidt.
Þjóðverjar eru yfirleitt bjart
sýnir á vestræna þróun, ekki
aðeins innan hins þrönga
ramma EBE, heldur einnig inn
an ramma OECD og NATO
Þessi vestræni þorsti Þjóðverja
á tákn sitt í persónu Adenau-
ers kanslara eins og fyrr seg-
ir, og gullöld þessa þorsta var
á tímum tvístirnisins de Gaulle
— Adenauer Nú er Adenauer
ekki lengur kanslari og flokkur
hans er ekki lengur einn við
stjórnartaumana.
Fyrir þremur árum var mynd-
uð ! Þýzkalandi samsteypu-
stjóm kristilegra og frjáls-
lyndra. Þá komust í stjórn
menn, sem aldrei hafa verið
sérstaklega hrifnir af EBE, en
því hrifnari af sameiningu
Þýzkalands. Með þátttöku
þeirra í vestur-þýzku valdi fóru
ný atriði að móta stefnu Sam-
bandslýðveldisins, og austan-
vindur fór að leika um salina
í Bonn.
Frá því segir nánar í næstu
<rein.