Tíminn - 12.11.1964, Blaðsíða 2
2
MiÐVIKUDAGUR, 11. nóv.
NTB—Saigon. Rúmlega þíisund
manns hafa farizt í flóðunum í
miS-Vietnam og um 1500
misst heimili sín. Þar scm flóð
in eru mest er vatnið 6 metra
djúpt og eru mörg þorp á kafi
í vatni. Flest dauðföllin voru
í héruðunum íyrir s'unnan Da-
Vang.
NTB—London. James Callagan
fjármálaráðherra Breta, lagði
í dag fram fjárhagsáætlun
hinnar nýju ríkisstjórnar. Þar
segir m. a., að 15% álagning-
in á innflutningsvörum verði
lögð niður eftir eitt ár og jafn
vel fyrr, ef hægt verði að koma
því við. Callagan sagði, að brýn
nauðsyn hefði vcrið, að koma
álagningunni á, en viðskipta
halli Bretlands við útlönd á
þessu ári er 800 milliómr
punda. 15% áiagningin hefur
vakið mikla óánægju í öðrum
Evrópulöndum.
NTB—Moskva. Kinverski for-
sætisráðherrann, Chou En Laí
var enn í Moskvu i dag og
er haldið, að hann verði þar
út vikuna. Árciðanlegar heim
ildir herma, að hanre hafi í dag
i rætt við Bresnév og fleiri em-
bættismenn í Krcml. Þær er-
lendar sendinefndir, sem eftir
voru í Moskvu iiéidu heimieið-
is í dag og blöðin birtu stuttar
fregnir af viðræðum fcinna
1 nýju valdhafa við sendinefndir
frá A.-Evrópu. Stjórnmálamenn
í Moskvu halda því fram, að
þó nokkur árangur hafi náðst
af viðræðum sovézkra og kín-
, verskra.
NTB—Moskva. Lögreglan í
Moskvu tilkynnti í dag, að tveir
Rússar hefðu brotizt inn í þjóð
minjasafnið á Rauða torginu í
fyrrahaust. Þeir stálu mörgum
munum úr safninu og voru
flestir þeirra ekki metnir til
fjár. Blöðin í Moskvu segia,
- að demantsskreytt sverð hafi
verið meðal góssins og þetta
hafi verið einhver bíræfnasti
þjófnaður, sem framinn hafi
verið í Sovétríkjunum undan
farin ár. Þýfið fannst aílt eftir
að þjófarnir fundust.
NTB—Kulala Lumpur For-
sætisróðherra Malaysíu, Rahm
an skýrði frá hví í Kuala Lum
pur í dag, að hann væri fús
til þess, hvenær sem væri og
hvar sem væri, að ræða við
Sukarno Indónesíuforseta um
friðarsáttmála á milli land-
anna. Eina skilyrðið, sem hann
setti fyrir því, að viðræðurnar
gætu farið fram, væru að Suk-
arno sýndi þjóðinni það mikla
virðingu, að fjarlægja hersveit
ir sínar frá Malayisku umráða
svæði. Sukarno iýsti því yfir
í gær í Djakarta, að Bretar
yrðu að þvinga Rahman tii
friðarsamninga ella mundi
liann ekkart aðhafast f þá átt.
NTB—Stokkhólmur. Forsætis-
ráðherra Svíþjóðar, Tage Er-
lander, sagði í sænska þinginu
í gær, að framtíðarhoríur i
1 fjármálum Sviþjóðar væru
biartari en nokkru sinni áður.
Aukning iðnaðarins í ár næmi
6% og aldrei hefði viðskipta-
jöfnuðurinn við útlönd verið
hagstæðari.
TIIV3INN
FIMMTUDAGUR 12. nóvember 1964
Myndin hér að ofan, og sömuleiðis sú fyrir neðan fréttina eru teknar nú í haust þegar framkvæmdtr
við vatnsveituna stéðu sem hæst.
STÆKKUN Á VATNS-
VEITU BORGARNESS
FB-Reykjavík, 11. nóv.
í gær var ný vatnsleiðsla
tengd- við bæjarkerfið í Borgar
nesi, en vatnsveita var fyrst
gerð í Borgarnesi á árunum
1940—44, og er hér að mestu
leyti um að ræða endurbætur
á þeirri veitu. Fram til 1940
höfðu Borgnesingar orðið að
notast við vatn úr brunnum,
en vatnsveitan, sem þá var
gerð, var úr Seleyrargili í Hafn
arfjalli.
Vegalengdin frá veitunni að
Borgarfirði eru tæpir 1800 m.,
og voru upphaflega notuð 70
mm pottrör og lagði brezki her
inn til efnið í vatnsveituna. Eft
ir 1950 var þessí leiðsla lögð
niður og ný lögð í staðinn og
þá með 100 mm víðum galvani-
seruðum rörum.
í upphafi voru lögð ryðvarin
stálrör 100 mm víð yfir þveran
Borgarfjörð og er vegalengdin
tæpir 2 km og hafa þau enzt
síðan. Árið 1960 var gerð ný
vatnsveita í Klausturtunguá í
Hafnarfjalli, en frá vatnsveit-
unni að Seleyri eru 1150 m.
Lögð voru 100 mm víð stálrör
það sama ár og byggð hitunar-
stöð efst á Seleyrinni, sem not-
uð hefur veríð í mestu frostun
um, til þess að koma í veg fyr-
ir að frysi í rörunum.
Mikið var farið að bera á
vatnsleysi bæði í fyrra og í ár
í Borgarfirði, enda byggð auk-
izt mikið og vatnsfrekur at-
vinnuvegur starfræktur í kaup-
túninu, svo sem mjólkursamlag,
slátur- og frystihús og annar
iðnaður. Því var horfið að því
ráði að leggja nýja leiðslu yfir
Borgarfjörð og frá firðinum í
hitunarhúsið á Seleyrinni, þar
sem vatnsveitan sameinast.
Þessi vegalengd er alls 2,7
km og hófst verkið í septem-
ber s. 1. í fjörðinn voru sem
fyrr lögð einangruð stálrör 150
mm víð, en í Seleyrina asbest-
rör af sömu stærð. Rörin voru
soðin saman í 100 m lengjur á
landi, og síðan dregin á sjó út.
Straumur er mikíll í Borgar-
firði, og olli það nokkrum erf-
iðleikum við lagningu röranna.
Verkfræðingur við vatnsveit-
una í upphafi var Finnbogi
Rútur Þorvaldsson prófessor,
og sinnti hann því starfi til
ársins 1960, en síðan tók verk-
fræðiskrifstofa Sigurðar Thor-
oddsen við starfinu, og hefur
Jóhannes Guðmundsson verk-
fræðingur annazt verkið af
hálfu skrifstofunnar. Verkstjóri
var í haust Jón Kr,- Guðmunds-
son pípulagningameistari í
Borgarnesi. Gert er ráð fyrir
að þessi framkvæmd kosti a.
m. k. 1,5 mílljónir króna.
ASGRÍMSK0RT
Jólakort Ásgrímssafns þetta ár
er gert eftir eldgosmynd í safn-
inu. Heitir myndin „Á flótta und
an eldgosi", og sýnir á áhrifarík-
an hátt ógnir eldsumbrota er
menn og skepnur flýja frá.
Þetta nýprentaða kort er i sömu
stærð og hin fyrri litkort safns
ins, með íslenzkum, enskum og
dönskum texta á bakhlið, ásamt
mynd af Ásgrími Jónssyni.
Ásgrímssafn hefur þann hátt
á, að gefa út aðeins eitt litkort
á ári, en vanda því betur til
prentunar þess. Myndamót er gert
í Prentmót h.f. en Víkingsprent
hefur annazt prentun.
Einnig hefur safnið gert það að
venju sinni. að byrja snemma sölu
Framhald á 15. síðu
Samþykkt keimarafundar
Á almennum fundi Kennarfélags
Flensborgarskólans hinn 9. nóv.
1964 var eftirfarandi ályktun sam-
þykkt með atkvæðum allra fundar-
manna:
„Kennarafélag Flensborgarskóla,
Hafnarfirði, sendir háttvirtri bæj-
arstjórn Hafnarfjarðar hörð mót-
mæli gegn þeim atburðum, er
gerðust á skirfstofu li.iinarfjarðar
bæjar s.l. fimmtudag, 5. þessa mán
aðar, er starfsmaður bæjarins,
Sverrir Ólafsson, bæjarritari, lét
að tilefnislausu handtaka einn af
kennurum skólans og fjarlægja
hann af skrifstofunum með lög-
regluvaldi. Jafnframt krefst fund-
urinn þess, að nefndum, bæjar-
starfsmanni verði gert að biðja
Sverri Tómasson cpinberlega af-
sökunar á þeirri móðgun, sem
hann varð fyrir á bæjarskrifstof-
unum þennan dag“.
Arsþing hestamanna-
félaganna
GÞ—Seljabrekku, 10. nóv.
Ársþing Landssambands hesta-
mannafélaga var haldið á Sauðár-
króki um síðustu helgi og sátu það
um 60 fulltrúar frá 23 hestamanna
félögum. Þingið ræddi ýmis mál,
sem eru efst á baugi í samtökum
hestamanna og m.a. flutti H.J.
Hólmjárn kennari á Hólum gagn-
merkt erindi um kynbætur hesta
og benti á hvaða leiðir okkur beri
að fara í þeim efnum ef viðunandi
árangur á að nást.
Sagt verður frá þinginu í þætt
inum Hestar og menn. Þingforset
ar voru þeir Friðrik Margeirsson
skólastjóri á Sauðarkróki og Sig-
urður Haraldsson bústjóri á Hól-
Drengurjnn heitir Eggert
Drengurinn átta ára gamli, sem
slapp lifandi úr moldarbingnum á
Miklubrautinni á þriðjudaginn
heitir Eggert Guðmundsson, en
ekki Guðmundui Eggertsson eins
og misbitaðist í blaðinu í gær. Eru
hlutaðeigendur beðnir afsökunar
á þessum mistökum.
Háshruni á Ákureyrí
HS—Akureyri, 11. nóvember.
í gær kviknaði í húsinu Spítala-
vegur 9 á Akureyri og skemmdist
efri hæð hússins mikið af eldi
og vatni og á neðri hæðinni urðu
einnig miklar skemmdir af völd-
um vatns. Eldsins varð vart um
klukkan 19, er fólk á efri hæðinni
var að borða kvöldverð. Varð það
vart við einkennilegt brak og fór
húsbóndinn að aðgæta, hverju það
sætti. Var þá eldur laus í geymslu
og breiddist hann á svipstundu út
um alla íbúðina og varð fólkið
að hlaupa niður eins og það stóð.
Var engu bjargað af húsmunum
uppi, en húsmuni á neðri hæðinni
tóksl að bera út lítið skemmda.
Hús þetta var byggt árið 1901
og var lengi læknisbústaður Guð-
mundui Hannesson lét byggja það,
en eftir hann bjó Steingrímur
Matthíasson alla sína embættis-
tíð sína hér í því. Eldsupptök eru
ekki fyllilega ljós, en líkur benda
til að kviknað hafi í út frá raf-
magni. Er það mál í ransókn.
Ljóðasýning
BÓ—Reykjavík, 11. nóv.
Þessa dagana stendur yfir
harla nýstárleg sýning í Mokka
kaffi. Þar hanga á veggjum
uppteiknaðar vísur og stutt
ljóð eftir Sveinbjörn Beinteins
son skáld. Kveðskapurinr er
dreginn upp með fallegum stöf
um, sem lesa má í þeirri fjar-
lægð, sem þarna er innan
veggja. Þessi ljóðasýning hefur
vakið mikla athygli.