Tíminn - 12.11.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.11.1964, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 12. nóvember 1964 ÞINGFRETTIR TÍMINN ÞINGFRETTIR Suðurlandsvegur til Austfjarða Óskar Jónsson hafði í gær fram- sögu fyrir tillögu til þingsályktun- ar um akvegasamband um Suður- land milli Austfjarða og Reykja- víkur. Tillögu þessa flytur Óskar ásamt öðrum þingmönnum Fram- sóknarflokksins í Suðurlands- og ------------------------------c— Austfjarðakjördæmum og kveður hún á um að rannsókn fari fram á því eins fljótt og auðið er, hvort aðstaða sé til þess að gera sam- felldan akveg um Skaftafellssýslur og hraða þar framkvæmdum við vega- og brúargerðir með það fyrir augum að tengja akvegasam- 2 Mennta- skóla í Rvík Einar Ágústsson og Óskar Jóns son hafa lagt fram frumvarp um að menntaskólar verði tveir í Reykjavík, einn á Akureyri og einn á Laugarvatni en stofna eins og segir í frumvarpinu einn menntaskóla á Austurlandi og einn á Vestfjörðum þegar fé' er veitt til þeirra á fjárlögum. í greinar geiS með frumvarpinu segir Samkvæmt gildandi lögum er aðeins einn menntaskóli í Reykja vík, og er hann til húsa í gömlu menntaskólabyggingunni við Lækj argötu, svo sem kunnugt er. Það hús var tekið í notkun árið 1846, og voru nemendur Latínus'kólans þá 60. Nú eru nemendur Mennta skólans í Reykjavík rúmlega 900, og er því augljóst, að þetta gamla hús er orðið allt of lítið fyrir starfsemi skólans og óhjákvæmi- legt að byggja nýtt skólahús til viðbótar. Að vísu hafa framkvæmd ir verið hafnar að auknum bygg ingum í grennd við gamla skóla húsið. Þær framkvæmdir geta þó ekki nema að mjög litlu leyti bætt úr þeim húsnæðisvandræðum, sem þarna er um að ræða, en bæta fyrst og fremst úr brýnni þörf á sérkennslustofum fyrir ýmsa verklega kennslu. Þá er almennt viðurkennt, að Menntaskólinn í Reykjavík sc nú þegar orðinn a. m. k. nægilega stór o« því rangt að stefna að MINNI-GRUND Framhald al 16. síðu. 348 vistmenn á elliheimilinu í Reykjavík og 39 í Hveragerði. Alls eru 136 menn og konur á launaskrá elliheimilisins, en þar eru margir starfsménn, sem vinna aðeins hálfan daginn ÚTVEGSBANKINN Framhald ai 16. síðu rakinn gangur mála, fundir og viðræður sem bankastjórar og bankaráðsmenn áttu viðrfulltrúa starfsmannanna. BankaráðiS sendi svo skýrslu þessa til saksóknara og er nú beðið eftir hvern úr- skurð hann gefur í málinu, hvort starfsfólkið verður látið sæta refs- ingu, fangelsi, sektum eða stöðu- missi, eða hvort málið verður lát- ið niður falla. Er nú beðið með eftirvæntingu úrskurðar saksóknara ríkisins Valdimars Stefánssonar, því hér eiga í hlut nærri tvö hundruð starfsmenn Útvegsbankans, bæði í aðalbankanum og útibúum hans í Reykjavik og útt á landi. fjölgun nemenda : honum. Is- lenzkir skólamenn munu flestir þeirrar skoðunar, að slíkur skóli eigi ekki að vera fyrir fleiri en 500—600 nemendur. Miðað við þann nemendafjölda gætu tveir menntaskólar verið fullsetnii í Reykjavík innan eins til tveggja ára. Ýmsir nefna miklu lægri tölu um fjölda nemenda, allt mður í 300—350. Allir munu hins vegar sammála um, að 800—900 sé allt of hátt, jafnvel þótt aðstæður væru hinnar beztu. Vegna þessara ástæðna þarf að fjölga menntáskólum í Reykjayík í tVo hið allra fyrstá og.hefja bygg ingu nýs skólahúss eins fljótt og við verður komið. Á undanförnum þingum hafa nokkrum sinum verið fluttar til- lögur um stofnun menntaskóla á Austurlandi og Vestfjörðum. Þær tillögur hafa verið flutta vegna mikils áhuga í þessum byggðar- lögum fyrir því, að aðstaða ung- linga til framhaldsnáms væri jöfnuð svo sem verða mætti. Virð ist það sanngirniskrafa, að íbúar Austurlands og Vestfjarða yrðu að þessu leyti settir við sama borð og íbúar á Suður- og Norðurlandi. Þess vegna er í þessu frumvarpi einnig gert ráð fyrir stofnun menntaskóla ó Austurlandi og Vest fjörðum, þegar fé verður veitt til þeirra á fjárlögum. Menntaskólarnir á Akureyri og Laugarvatni hafa þegar starfað árum saman samkvæmt heimild í frmangreindum lögum. Sú breyt- ing, sem hér er lögð til, er því aðeins formbreyttng til samræm- ingar. Breyttir þjóðfélagshættir auka þörfina á sérmentnuðu fólki til starfa í margvíslegum greinum. Batnandi þjóðarhagur byggist í vaxandi mæli á því, að vísindi og tækni verði tekin í þjónustu atvinnuveganna. Þess vegna [ er nauðsynlegt að greiða fyrir því, að sem allra flestir eigi kost á að afla sér þeirrar menntunar. sem nauðsynleg er til að geta orðið virkur þátttakandi þessarar fram- tíðaruppbyggingar. Frumvarp þetta var flutt á síð- asta þingi og var þá vísað til rík- isstjórnarinnar. Það er skoðun flutningsmanna, að ekki megi dragast, að Al- þingi veiti þá lagaheimild, sem til þarf til þess að koma mennta- skólamálunum i viðunandi horf, og þess vegna er frumvarpið end urflutt. band um Suðurland milli Aust- fjarða og Reykjavíkur. Óskar Jónsson minnti í upphafi máls síns á það, að á nokkrum undanförnum þingum hafa þing- menn úr Austfjarðakjördæmi og einnig úr Suðurlandskjördæmi flutt þingsályktunartillögur er, hníga í sömu átt. Málflutningur þessi hefur vissulega þokað áfram lagningu Suðurlandsvegar í Skafta fellssýslum, einkum þegar á það er litið að á þessu landssvæðí er við margar og miklar torfærur að glíma, sér í lagi hin rammefldu jökulfljót. f Austur-Skaftafells- sýslu hafa á síðari árum verið byggðar allmargar og kostnaðar- samar brýr. Er nú svo komið, að ekki er eftir þar í sýslu nema ein stórá óbrúuð, þ. e. Jökulsá á Breiðamerkursandi. Samkvæmt upplýsingum vegamálastjóra er nú áætlun fyrir hendi um bygg- ingu brúar yfir það fljót. Auk þess eru nokkrar minni ár og læk- ir í Austursýslunni, er brúa verð- ur og eru helztar þeirra: Fellsá í Suður-Sveit og í Öræfum: Hrútá, Kotá og Svínafellsá. Er þess að vænta, að ár þessar verði brúaðar samhliða Jökulsá, svo að full not verði þess mikla mannvirkis, er því er lokið. Það er von þeirra, er um þessi mál fjalla, að þessum framkvæmdum verði lokið ínnan fjögurra ára. Má þá segja, a.ð Suðurlandsvegur frá Almanna- skarði að austan að Skeiðará að vestan, sé lagður og í nothæfu ástandi og þar með rofin einangr- un Öræfasveitar að austan. En þá er eftir að leysa þann vanda, er þingsályktunartillögunni er sérstaklega beint að, en. það er vega- og brúargerð yfir Skeiðar- ársand. Samkvæmt samþykkt Alþingis frá 20. des. 1962, var ríkisstjórn- ínni heimilað: Að festa kaup á skriðbíl, sem hentað gæti til ferða um torleiði á landi og sem ferja yfir vötn og reyna slíkt tæki á jökulvötnum og aurum Skafta- fellssýslu, til þess að fá úr því skorið, hvort á þann hátt yrði opn- uð samgönguleið fyrir Skaftfell- inga og ökufært yrði á léttum bíl- um umhverfis landið. — Ríkis- stjórnin framkvæmdi þessa heim- ild. Vatnadrekinn, eins og þetta tæki hefur verið kallað, kom í maí 1963 og var reyndur á Skeiðarár- sandi seint í ágúst og aftur í september það ár. Á liðnu sumri voru enn gerðar tilraunir á Skeið- arársandi með vatnadrekann. Eft- ir þeirri reynslu, sem fengizt hef- i ur, er sýnt, að drekí þessi rnun i koma að mjög takmörkuðum not- i i um sem ferja yfir allan Skeiðarár-1 ; sand, bæði vegna kostnaðar og j i tæknilegra örðugleika i þungu j I síraumvatni. Þó mætti hugsa sér hann sem ! bróðabirgðaferju yfir Skeiðará! eina um stundarsakir, þegar vega- samband væri komiö að henni: beggja vegna, a. m. k. fyrir smá- j bíla. Tilraun þessi með vatnadrek-! ann var vissulega virðingarverð og j sannar áhuga og vilja til að opna i vegasamband yfir Skeiðarársand og getur ef til vill komið til ómet- anlegra nota í neyðartilfellum, en hún bendir ótvírætt í þá átt að huga verður í alvöru að vega- og brúargerð yfir Skeiðarársand. Um sandinn renna nú þrjár höfuðár: Núpsvötn, Sandgýgjukvísl og Skeiðará. Samkvæmt álíti verkfræðinga vegagerðar ríkisins mun eins og nú er engum alvarlegum vand- kvæðum bundið að brúa Núps- vötn og Sandgýgjukvísl. Hins veg ar mun ekki hafa farið fram veru- leg athugun um brúargerð á Skeið ará. — Það sem fyrst og fremst hefur dregið úr og stöðvað aðgerð ir um framkvæmdir á Skeiðarár- sandi, eru jökulhlaup þau, er venjulega á 10 ára millibili geys- ast fram sandinn. Nú mun von slíks hlaups mjög bráðlega að kunnugra dómi. Mun þá sjálfsagt að láta athuga að því loknu og jafnvel meðan á því stendur, hvers konar brýr munu henta bezt við slíkar aðstæður. Ef til vill álykta menn sem svo, að vonlaust sé að hugsa um að brúa slíkt torleiði. Þannig var líka hugsað áður en síminn var lagður yfir Skeiðarár- sand, en reynslan hefur sýnt og sannað, að ótrúlega litlar skemmd ir hafa á honum orðið, og mönn- um lærzt að ganga þannig frá sím- anum, að skemmdir hafa orðið mjög litlar, þó að hlaup hafi kom- ið. Gera menn sér vonír um að hið sama mundi koma upp á dag- inn með vel gerðar brýr. Það er augljóst mál, að opnun Suðurlandsvegar, þegar hann kem ur til nota, mun verða stórkostleg lyftistöng fyrir byggðir Aust- fjarða, svo og þau landssvæði, er hann liggur um. Þá má á það minna, að þessi þjóðvegur mun. ef að líkum lætur, örugglega skjóta stoðum undir nokkurn þéttbýliskjarna á syðsta og einum byggilegasta hluta lands- ins, sem ekki hefur enn veríð sett fram af þeim, er tillögur hafa gert um þau mál. Eftir athugun og umsögn þaul- kunnugra manna um aðstæður allar á Skeiðarársandi, höfum við, sem að þessari þingsályktunartil- lögu stöndum, trú á því, að fram- kvæmanlegt sé og réttmætt frá þjóðhagslegu sjónarmiði að brúa vötnin á Skeiðarársandi og tengja þannig saman akvegakerfið um Suðurland tíl Austfjarða og þar með hringveg kringum landið. Lúðvík Jósepsson sagði, að hann hefði flutt sams konar tillögu fyr- ir nokkrum árum og þá hefðu Framsóknarmenn sýnt henni tóm- læti. Páll Þorsteinsson minnti á, að hann hefði fyrst flutt þingsálykt- unartillögu í þessa stefnu 1956, þ. e. um rannsókn á því, hvernig gera mætti samgönguæð um Skaftafellssýslur til Austurlands og hefði sú tillaga verið samþykkt en þá hefði Lúðvík Jósepsson ekki einu sinni stigið fæti í þingsal- inn, sem Ijóst er að málið er eldra en hann, en hvað sem því liði skipti mestu, að almennur áhugi virtist nú ríkjandí á því að málið næði fram að ganga. ★ Ingólfur Jónsson svaraði í gær fyrirspurn frá Jóni Skaftasyni svoliljóðandi: Hvenær verður innansveitarsíminn í Hafnahreppi tercgd ur sjálfvirka símakerfinu á Suðumesjum? Sagði ráðherrann, að drátt- urinn á að setia upp símann hefði stafað af því, að efnispantanir hefðu ekki borizt í tæka tíð eins og áætlað hefði verið. Búnaðurinn var pantaður 1961 og kom 1963 en bilaði í flutninguni og varð að panta nýjan og er hann nú kominn til landsins og búizt við að upp- setning á sjálfvirkum síma í Ilafnahreppi hefjist í næsta mánnði og taki ekki langan tíma. ★ Ennfremur svaraði Ingólfur Jónsson fyrirspurnum frá Jóni Skaftasyni svohljóðandi: Hvenær er áætlað, að lokið verði við að steypa Keflavíkurveginn nýja og hefur verið ákveðið um varanlega gatnagerð á Vesturlandsvegi frá Reykiavík og sé svo, hvenær hefjast þá framkvæmdir? Ingólfur sagði að nú væri lokið við undirbyggingu á öllum Keflaví.kurvegi nema um 1.4 km. kafla í Njarðvík og er nú eftir að setja varanlegt slitlag á um 22. km. kafla Þv, verki verður lokið næsta sumar eins og áætlað hefur verið. Þá upplýsti ráðhérr- ann, að lega Vesturlandsvegar frá Reykjavík hafi nú verið ákveðin og mælingum upp í Kollafjörð er lokið, en enn er óákveðið hvenær framkvæmdir hefjast við varanlega vegagerð og verður það ákveðið í vegaáætlun fyrir árin 1965 — 1968. ★ Þá bar Jón Skaftason fram fyrirspurn til menntamálaráöherra um framkvæmd á ákvæðum umferðarlaga og reglugerðar um um- ferðakennslu í skólum og hve miklu fé hafi verið varið úr ríkissjóði til þeirra mála. Jón sagði, að umferðaslysum færi óliugnanlega fjölg- andi og mætti ekkert til spara að draga úr umferðarhættunni. Mikil bót hefði verið að fyrirmælum laga og ákvæðum reglugerðar frá 1960 um umferðakennslu í barna og unglingaskólum en tvennum sögum færi um framkvæmd málsins. ★ Gylfi Þ. Gíslason sagði, að Jón Oddgeir Jónsson hefði verið ráðinn til að hafa stjóm umferðarkennslunnar með höndum og fengi hann fyrir það hálf laun. í fyrstu hefði starfs hans einkum beinzt að samningu kennslubókar og hefði hún verið útgefin og dreift í 8 þús. eintökum um skólana. Þá hefði Jón haldið námskeið í mörgum harnaskólum í þéttbýlinu og haft námskeið í kennaraskólanum og í vor munu 12 ára böm taka próf í umferðarreglum. Beinar fjár- veitingar til umferðarkennslunnar hafa orðið mestar á þessu ári eða um 60 þús. krónur, þ.e. laun Jóns Oddgeirs og sagði ráðherrann að hann 'myndi beita sér fyrir því að starf Jóns Oddgeirs yrði gert að fullu starfi. ■fr Jón Skaftason vitnaði til greinar Baldvins Þ. Kristiánssonar um þessi mál þar sem fullyrt var að þessi mál væru í mesta ólestri en þar væri ekki við Jón Oddgeir að sakast lieldur ríkisvaldið, sem ekki hefði viljað veita honum eðlilega og nauðsynlega starfsaðstöðu. Taldi Jón að gera þyrfti hið fyrsta meira átak í þessum málum. Einn- ig töluðu Hannibal Valdimarsson og Alfreð Gíslason og tóku mjög í sama streng og Jón og töldu hér ekki nægilega vel að verki verið. Viðurkenndi ráðherrann það og lofaði umbótum. TÓMAS KÁRLSSON RITAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.