Tíminn - 12.11.1964, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 12. nóvember 1964
TIMINN
staddir. Það má ef til vill færa honum það til málsbóta, að
hann var sjálfur svo harðgerður, að hann hefði ekki grun um
það, hve særandi slíkar athugasemdir voru, ekki sízt fyrir
mann eins og Christian.
Það var tilviljun, að ekkert bar við þennan dag. Það, að
báðir höfðingjarnir höfðu farið með Christian, var trygging
fyrir því, að ekki yrði ráðizt á okkur. Seinna um daginn
komu eyjaskeggjar um borð til þess var verzla við okkur.
Þeir höfðu hinar venjulegu verzlunarvörur sínar: grísi, fugla
kókoshnotur og yamsrætur. Allan seinni hluta dagsins og
næsta dag stóð þessi verzlun yfir, og að morgni þriðja dags
var bátur sendur í land eftir vatni, undir forystu Christians.
Þá kom það í ljós, að varfærni Christians hafði ekki verið
ástæðulaus. Menn okkar voru ekki fyrr komnir í land, en
villimennirnir fóru að gera óspektir. Bligh hafði ekki neitað
því að senda varðsveit með skipsbátunum, en hann hafði gef-
ið ákveðna skipun um það, að ekki mætti nota vopnin. Ha-
ward stjórnaði öðrum bátnum, en ég hinum. Christian gekk
á land upp með menn sína til þess að sækja vatnið. Eyjar-
skeggjar þyrptust að vatnsbólinu, sem var mörg hundruð
metra frá ströndinni. Allt var gert, sem hugsanlegt var, til
þess að halda þeim í skefjum, en þeir urðu stöðugt nær-
göngulli. Við höfðum ekki verið lengur en hálftíma í landi,
þegar búið var að stela öxunum frá sumum skógarhöggs-
mönnunum. Christian leysti verk sitt af hendi svo vel, sem
kostur var á, það kom okkur öllum saman um. Það var
snarræði hans að þakka, að villimennirnir réðust ekki á okk-
ur og tóku okkur höndum. Þeir voru um það bil fimmtíu
sinnum fleiri en við. Við gátum komið vatninu og trjánum
um borð í bátana, án þess til verulegrar orrustu kæmi, en þeg
ar við settum bátana á flot um sólsetursbilið, réðust þeir á
okkur og náðu festi annars bátsins.
Þegar við komum um borð og Christian tilkynnti skipstjórt9V>’
anum tjónið, varð Bligh fokreiður og við hafði orð, sem ekki
hefði verið hægt að viðhafa við venjulegan háseta.
— Þér eruð duglaus heiguH og ræfHl. Eruð þér hræddur
við þessa bölvaða halanegra, þegar þér eruð alvopnaður?
— Til hvers er það, skipstjóri, þegar þér bannið okkur að
nota vopnin? svaraði Christian rólega. Bligh lézt ekki heyra
orð hans, en hellti út úr sér runu af blótsyrðum. AUt í einu
sneri Christian sér við og gekk frá honum undir þiljur. Þeg-
ar Bligh skipstjóri fékk bræðiköst sín, virtist hann alveg
brjálaður. Ég hef aldrei séð neitt líkt því. Og eftir að ég
hafði séð hann oft í þessu ástandi, komst ég að raun um, að
eftir á mundi hann ekkert af því, sem gerzt hafði. Ég veitti
því oft eftirtekt, að hann æsti sig upp í bræði út af því sem
hann átti sjálfur sök á. Þar sem hann vildi ekki kannast við
það, að sökin væri sín megin, var honum nauðsynlegt í þess-
um bræðiköstum að telja sér trú um, að sökin væri hjá öðr-
um.
Venjulega, þegar Bligh hafði fengið slík köst, vissum við,
að logn yrði næstu daga. Hann myndi lítið skipta sér af okk-
ur fyrst um sinn. Daginn eftir gerðist samt sem áður atburð-
ur, sem hafði hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir okkur. Ég
er ekki örlagatrúar. Menn ráða sjálfir að miklu leyti örlögum
sínum, en svo lítur oft út, sem ill máttarvöld geri okkur
stundum skráveifur af glettni. Einn slíkur atburður gerðist
þann 27. apríl á því herrans ári 1789.
Við sigldum frá Namuka að kvöldi hins 26. Byr var lítill
og okkur miðaði skammt áleiðis um nóttina. Állan næsta dag
lágum við nokkrar kvartmílur frá landi. Búið var að koma
fyrir birgðum þeim, er við höfðum aflað okkur hjá eyjar-
skeggjum, og timburmeistararnir voru að smíða skúr handa
grísum þeim, sem ekki átti að slátra strax. Bligh hafði dvalið
í klefa sínum allan morguninn, en um hádegið kom hann
upp á þHjur til þess að gefa Samúel, sem sá um birgðaskipt-
inguna, nokkrar skipanir. Margar kókoshnetur höfðu verið
lagðar í haug milli fallbyssnanna. Bligh vissi, hversu margar
yamsrætur við höfðum keypt. Hann tók nú eftir því, að tvær
hnetur vantaði. Það kann að vera, að Samúel hafi skýrt hon-
um frá því, en hann vissi það að minnsta kosti.
Bligh skipaði öllum yfirmönnunum að koma á þilfar og
spurði þá, hversu margar hnetur þeir hefðu keypt sjálfir og
hvort þeir hefðu séð nokkurn stela hnetunum. Bligh, sem
án efa hélt, að yfirmennirnir vHdu hylma yfir með hásetun-
um, varð stöðugt æstari og æstari. Loks kom röðin að Christ
ian.
— Jæja, herra Chrisian! Nú vH ég fá að vita nákvæmlega,
hversu margar hnetur þér hafið keypt.
— Það man ég hreint ekki, skipstjóri, svaraði Christian —
en ég vona, að þér álítið ekki, að ég hafi stolið yðar hnetum.
— Jú, bölvaður þorparinn, það er einmitt það, sem ég álít,
annars gætuð þér gert betur grein fyrir yðar hnetum. Þið er-
uð þjófur og bófar allir saman. Næst stelið þið af yamsrótun-
um mínum, eða fáið einhvern hásetanna tU þess að stela fyr-
ir ykkur. Það skal ekki borga sig fyrir ykkur. Ég skal venja
ykkur af að stela! Ég skal koma ykkur öllum fyrir kattarnef.
Þið Skuluð óska að þið hefðuð aldrei séð mig, áður en við
komum að Endeavoursundinu.
Af öllum auðmýkjandi ádrepum, sem við höfðum fengið,
var þessi sú versta. Og samt sem áður, þegar tekið var tillit
til>þessphve hin framda yfirsjón yar HtHfjörlgg, yirtisl,j).gj;ta
nánast hlægilegt. En Christian virtist ékki géta litið á málið
frá þessu sjónarmiði. Enginn annar skipstjóri í þjónustu kon-
ungsins hefði getað komið með svo þunga ákæru á næst-
stjórnanda sinn. Bligh æddi fram og aftur um þilfarið froðu-
fellandi af bræði og öskraði. Allt í einu nam hann staðar:
— Samúel!
— Já, herra'skipstjóri, sagði Samúel, og kom fram.
— Þér gefið þessum þorpurum enga rommblöndu fyrst
um sinn. Og í stað eins punds af yamrótum á mann, fá þeir
nú hálft pund.
— Já, skipstjóri.
— Og ég skal sjá um, að þið fáið ekki nema einn fjórða
úr pundi, ef nokkuð vantar. Og þið skuluð fá að skríða á
hnjánum til þess að fá það.
Hann gaf nú skipun um, að allar kókoshneturnar, bæði
35
og stuttan, gildan svírann. Hann
lét handlegginn síga.
— Hvaða rétt hafið þér til að
yfirlíta mjólkurbú mitt?
— Þann rétt, sem fimmtán eitr
unartilfelli hafa gefið mér, og
sem öll stafa frá óhreinum ílátum
hjá yður.
— Hefur vinnumaður minn
sýnt yður ílátin ? Hann barði svip-
unni í tré af vonzku — Hvaða
rétt höfðuð þéi
,— Nei, hann átti aiit of ann-
ríkt ti! þess að geta sýnt mér
neitt Eg sýndi mér það sjálfur.
Og ástæðan til þess, að ílátin eru
óþrifaleg, er sú, að einn maður
annar ekki að gegna því starfi
sem með þarf. Hann hefur ekki
tíma til að hreinsa ílátin. Þér verð
ið að hafa tvo menn til þess.
— Nú, svo þér ætlið að fara
að kenna mér, hvernlg ég eigi að
reka fyrirtæki mitt? Hver fjand-
inn dettur yður eiginlega í hug?
— Ég ætla að kenna yður að
reka það á réttan hátt.
— Hvort það er rekið á réttan
hátt eða rangan, kemur mér ein-
um við.
— Þegar hætta vofir yfir fólki,
kemur það öllum við.
— Heyrið nú til, ungi maður!
Ef þér hættið ekki að blanda yð-
ur í mín málefni, skal ég sjá um
að yður verði komið brott héðan
úr bænum. Skiljið þér það? Ég
ætla að kæra yður fyrir heilbrigð-
ismálastjórn ríkisins, fyrir að
stunda hér lækningar án leyfis.
— Ágætt. Og ég ætla að kæra
I yður fyrir heilbrigðismálastjórn-
inní fyrir að selja óæta nrjóík.
— Jé, reynið það bara! Það
sknluð þér reyna! Æðarnar tútn-
uðu út á enni hans.
— Þér getið gert annað, sem er
miklu betra. Þér getið látið taka
mig fastan. Ég var að enda við
að fleygja öllum birgðum yðar af
töfralyfjum niður í göturæsið.
Jafnskjótt og Aristide Préjean
er staðinn upp úr eitrunarsjúk-
dómi sínum, getið þér fengið
hann til að fangelsa mig.
— Hvað hafið þér gert? hvæsti
hann. — Þér hafið fleygt . . . Hvar
var Chauvien, sá asni?
— Hann var viðstaddur. Og að
því er snertir Chauvin, þá verð-
ið þér að útvega yður annan lyfja
fræðing.
— Fá annan . . . ! Hann hrækti
fyrir fætur sér. — Þetta skal
verða yður dýrkeypt! Það getið
þér reitt yður á! Þér skuluð fá
ærlega sekt.
— Og þér sömuleíðis. Læknir-
inn tók upp dósina, sem Cumba
hafði afhent honum. — Heilbrigð
iseftirlitinu mun áreiðanlega
þykja gaman að komast að þvi, að
Lyfjabúð Bidaults skuli afgreiða
góferdupt út á lyfseðla mína í
staðinn fyrir járnpillur. en taka
þó sama gjald fyrir.
Borgarstjórinn lyfti handleggn-
um. Læknirinn bar fyrir sig
hendurnar í sjálfsvörn, og svipan
lenti á upphandlegg hans. Bidault
hopaði um skref aftur á bak og
svipan féll úr hendi hans. Læknir
inn sparkaði henni burtu.
— Yður langar þó ekki til að
bæta líkamsárás við syndareglst-
ur yðar, mælti hann í reiðirómi
n
og nuddaði handlegginn.
Bidault tók aftur að fást við
hestinn. Hann var orðlaus af
bræði.
— Til að byrja með sjáið þér
um að útvega tvo aðstoðarmenn
í mjólkurbú yðar. Og losa yður
við þennan lyfjafræðing. Hann er
til stórhættu fyrir almenning.
Bræði Bidaults virtist hafa náð
hámarki, er hann varð skyndilega
rólegri. Rólegt bros för um and-
lit hans.
— Ég vil gjarna ganga til sam-
komulags, Micé le docteur. Eg
ræð mér tvo aðstoðarmenn í
mjólkurbúið. En lyfjafræðingur-
inn verður kyrr. Mér væri ómögu-
legt að ná í neinn annan.
— Hugsanlegt væri að hægt
yrði að telja Jolivet lækni á ið
snúa aftur og taka að sér stö'f
hans.
Við þessa uppástungu lá við að
Bidault sleppti sér aftur.
— Ég vil ekkS sjá hann hingað
aftur! öskraði hann. — Ég varð
fegnari en svo, að losna við það
kvikindi.
— Mér þykir leitt, að uppá-
stunga mín skuli koma yður í
slíka æsingu.
Bidault var aftur rórra.
— Ég skal tala við Chauvin.
Ég skal skipajþonum að hætta að
drekka . . .
16. kafli.
Áður en húma tók að kvöldi
þennan sama dag, hafði fréttin
um það, sem fyrir kom í lyfja-
búðinni borizt um gervallan bæ-
inn. Frænka læknisins var lögzt
í rúmið með höfuðverk og af-
sagði að taka inn meðul hans.
— Ertu þá alveg genginn af vit-
inu, hrópaði hún. — Hvað kemur
það þér við, hvað Bidault selur,
eða hver kaupir það?
Læknirinn var dapur i bragði.
Það var ekki nóg að eyðileggja
allt þetta rusl. Hann þurfti líka
að útrýma trú almennings á
áhrifamátt þess. Hann var hálf-
hissa á því, að Bidault skyldi
halda jafn fast við að hafa svo
óbetranlegan drykkjurút sem
Chauvin. En sennilega hefði sam
vizkusamari og reglumeiri lyfja-
fræðingur neitað að selja slíkan
óþverra. Jolivet hefði að minnsta 1
kosti afsagt það.
Hann horfði út yfir hafíð, þar
sem öldur risu hátt í norðangjóst-
innm.
Nú var rétta stundin komin, !
hugsaði hann, til þess að gef a Kól-
ettu skartgripÉoa. Hann hafði séð
Júlíen fara bortu í léttivagninum
og Leon var lagður af stað í bíln-
um. Viktor hafði beðið þess í
heila vfku, að fá tækífæri til að
leggja festina um hinn fagra háls
Kfiettu.
Kóletta tók eyrnarlokkana gæti
Jega upp úr flauelsskríninu. Svo
hljóp hún að speglinum yfir arn-
inum og stakk skjálfandi hönd-
um hinum gtfHnu hringum gegn-
um göttn á eyrnasneplunum.
— Sjáðu, hrópaði hún himin-
lifandi. Lítlu kóralrósirnar stungu
fagurlega i stúf við mjólkurlitt
hörund hennar. Demantarnir glitr
uðu og augu hennar ljómuðu.
— Það er ekki allt búið enn.
Hann lagði armbandið um úln-
lið hennar.
— Ó. Hún brosti út að eyrum.
Þau stóðu um hríð og störðu inn
í spegilinn.
Svo lagði hann armana um
mitti hennar og dró hana tíl sín.
Hann laut niður og þrýsti vörun-
um að hálsi hennar. Hún lyfti
hönd og strauk henni um hár
hans.
— Ó, Vik. Ef bara ....
— Ef bara hvað, ástin mín?
Hún leit í augu hans.
— Ef ég bara ætti þig ein.
— Já, en það á mig engin önn-
ur. Hann þagði andartak. Svo
sagði hann: — Trúirðu þá ekki,
að það hafi verið satt, sem ég
segði þér um kvöldið, á hátíðinni"