Tíminn - 12.11.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.11.1964, Blaðsíða 1
249. tbl. — Fimmtudagur 12. nóvember 1964 — 48. árg. VILJA ÁUTAND- STÆÐINGÁNNA Á LEYNILISTANUM Aðils-Khöfn, 11. nóvember. Berlingske Aftenavis skrifar í dag, að þingnefnd sú, sem fjallar um lagafrumvarpið um af- hendingu handritanna, muni krefj ast þess að fá upplýsingar um öll atriði þessa máls og einnig nákvæma greinagerð um viðræð- ur dönsku stjórnarinnar við ís- lenzku ríkisstjórnina árið 1961. Segir blaðið, að utanríkismála- nefnd danska þingsins hafi ekki fengið upplýsingar um þessar við- ræður, en það hafi utanríkismála- Þórólfur seldur til Glasgow Rangers í gær fyrir 20 búsund pund. Siá íþrótt- ir blaðsíðu 12. nefnd Alþingis aftur á móti feng- ið. Samkvæmt skrifum Berlingske Aftenavís, mun varaformaður nefndarinnar, vinstrimaðurinn Ib Thyregod, senda átta fyrirspurn- ir til K. B. Andersens, kennslu- málaráðherra. Efni þessara spurn- inga er eftirfarandi: 1. Krafist er yfirlits yfir þau handrit, sem fyrirhugað er að af- henda Íslendíngum úr Árnasafni og Konungsbókhlöðunni, ásamt upplýsingar um, hvort einhverjar breytingar hafi verið gerðar frá því „leynilistinn" svonefndi var gerður árið 1961. 2. Spurt er, hvort leynilistinn hafi verið sýndur Handritanefnd- inní, sem berzt harðast gegn af- hendingunni. Ef svo hefur ekki verið gert, þá er beðið um álit nefndarinnar á listanum. 3. Beðið er um greinagerð í sambandi við gagnrýrii Ole Wídd- i'ngs, lektors, á leynilistanum, en hann sagði í Berlingske Aftenavis, að ýmis handrit, sem væru á list- anum, væru á engan hátt innan þess ramma, sem frumvarpið set- ur, heldur tilheyrðu þau frekar Noregi. 4. Beðið er um greinagerð um viðræðurnar við íslenzku ríkis- stjórnina, sem fram fóru áður en lagafrumvarpið var lagt fram 1961. Einnig er spurt, hvort rætt hafi verið við íslenzku ríkisstjórn- ina síðan 1961 og hvort íslenzka ríkisstjórnin sé ennþá sammála um, að hér sé um gjöf að ræða. 5. Beðið er um endalegt svar frá lögfræðistofnuninni í Árósum við spurningu þeirri, sem lögð var fyrir stofnunina 1961, en sem stofnunin gat ekki svarað vegna þess stutta frests, sem hún fékk. 6. Beðið er um eintak af greina gerð þeírri, sem prófessor dr. Jur. Paul Johannes Jörgensen afhenti Kaupmannarhafnarháskóla 23. marz 1946 og sem fjallar um eignaréttindin í sambandi við Árnasafn. 7. Þá er spurt, hvaða fjárveit- Framhald á 15. síðu. Lögreglan heldur rörð KJ-Reykjavík, 11. nóvember. í dag var kominn lögregluvörð- ur á slysasvæðið á mótum Grens- ásvegar og Miklubrautar, og virt- ist ekki veita af, því að smábörn eru þarna um allt að leik. Lögregluþjónar skiptust á vökt- um í dag við að gæta svæðisins, þar sem urðu hörmuleg slys í gær og í fyrradag. Mikið jarðrask er þarna á svæðinu, þvi bæði er verið að undirbúa Miklubrautina undir malbikun á kaflanum frá Háaleitisbraut og niður fyrir Grensásveg, og einnig er verið að leggja hitaveituleiðslur í Grensás- veginn, Gengur einn mikíll skurð- ur eftir götunni frá Miklubraut og upp að Hólmgarði. Lögregluþjón- amir stóðu tveggja tíma vaktir þarna í dag, og gættu þess að börn væru ekki að leik í eða við skurð- ina. Rannsóknarlögreglan gaf blað- inu þær upplýsingar í dag að líð- an Eggerts Guðmundssonar, drengsins, sem slapp lifandí úr moldarbingnum, væri eftir von- um, og höfðu læknar gefið von um að hægt væri að spyrja hann á morgun, hvernig slysið hefði viljað til, þegar bakkinn féll yfir þá. Eggert er sá eini, sem getur sagt um með hverjum hætti þetta vildi til, því að sjónarvottar voru engir. Rannsókn á báðum slysunum, á Grensásveginum og Miklubraut- inni, stendur yfir, og ef rannsókn- in leiðir í ljós, að þarna hafi ein- hverju verið ábótavant, sem varð- ar við lög, munu viðkomandi að- ilar verða látnir sæta refsingu. Myndin er af lögregluverði við Grensásskurðinn (Tímamynd KJ). Það er okkar eigin styrkur sem dugar — samt er gott að eiga góða vini, sögðu Israelsmenn IGÞ—Reykjavík 11. nóv. Forsætisráðherra landsins, dr. Bjami Benediktsson, lætur nú ATTfl TEKNIR OKTÖBER MB—Reykjavík, 11. nóv. Varðskipið Óðinn tók í nótt brezka togarann Cape Spartel að ólöglegum veiðum út af Barða og fór með hann til ísafjarðar. 'ír það áttundi togarinn, sem varð- skipin taka að veiðum innan fisk- veiðitakmarkanna frá byrjun okt. Er það óvenjulega há tala. Klukkan hálf fjögur í nótt kom varðskipið Óðinn að togaranum Cape Spartel, H-79, þar sem hann var að toga innan landhelgismark- anna 1,3 sjómílur út af Barða. Togarinn var að toga út, er varð- skipið kom að honum og er Óð- inn kom að togaranum var hann kominn á línuna. Setti Óðins- menn út dufl þar. Veður var mjög vont og ekki unnt að setja menn um borð úti á hafi og fóru skipin ínn á Önundarfjörð og þar fóru varðskipsmenn um borð í togar- ann og héldu bæði skipin síðan til ísafjarðar. Óvenjumörg skip hafa verið tek in að iandhelgisveiðum að undan- förnu. Talið er eðlilegt, að nálega 12 togarar séu teknir að land- helgisveiðum yfir árið, þ.e. að meðaltali eínn á mánuði, en síð- an í októberbyrjun hafa átta tog- arar verið teknir að veiðum inn- an landhelgi. Sex þeirra eru brezkir, en tveir íslenzkir. Hefur landhelgisgæzlan því verið óvenju fengsæl að undanförnu og senni- legt, að þetta ár verði metár hjá henni, hvað togartökur snertir skammt langferða í milti. Eins og kunnugt er, þá ferðaSist hann síðsumars um fslendingabyggðir vestan hafs og kom til Washing ton, og nú á þriðjudagskvöldið kom hann úr nokkurra daga boðs ferð til ísrael. Forsætisráðherra hefur brugðið á þá ágætu ný- breytni, að eiga viðtal við blöðin, þegar hann kemur úr ferðum sem þessum. Var blaðamannafundur um ísraels-ferðina i Stjórnarráð- inu í gær, þar sem dr. Bjarni skýrði frá því helzta, sem vakti athygli hans í ferðinmi. Eins og kunnugt er, þá hafa Gyðingar í ísrael tekið upp nýja hætti um margt, eins og hæfir þjóð, sem er að brjótast til lífs í nýju og þröngu landi, sem auk þess er stöðugt umsetið harðvít- ugum andstæðingum. Hefur þessa m. a. gætt í landbúnaði þeirra. f Framhald á 15. siðu Dr Bjarni Benediktssor ■■ *• • t <■ V V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.