Alþýðublaðið - 10.04.1954, Side 4

Alþýðublaðið - 10.04.1954, Side 4
Laugardagur 10. apríl 1954. Útgeíandi: Alþýðuflokkurima. Ritstjórl og ábyrgðarxnaðts^: Hannibal Valdimarssan Meðritstjóri: Helgi SæmundssoK. Frétiastjóíi: Sigvaldi H’álmarsson. Blaðamenia: Loftur Guð- mundsson og Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emm* Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsinga- tóni: 4908. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hvg. 8—10. Áskriftarverð 15,00 á mán. I lausasölu: 1,00. Orkuver Vesífjarða og Áusffjarð LOKSINS er Jieim áfanga náð eftir áratuga baráttu, a'ð lagalegar heimildir liggja fyr- ir tun virkjun vatnsfallanna fyrir botni Arnarfjarðar. Þar með er ákveðin bygging raf- orkuvers er fullnægi raforku- þörf 7000 Vestfirðinga. Lögin uro Orkuver Vest- fjarða voru afgreidd frá AI-! þingi í fyrradag. j Samkvæmt þeirri löggjöf er ríkisstjórninni heimilt að fela Rafmagnsveitum ríkisins að virkja Dynjandisá eða Mjólká í Arnarfirði til raforkuvinnslu í allt að 7000 hestafla orku- veri. ! Jafnframt veita lögin heim- ild til að leggja háspennulín- ur vestur á bóginn til Bíldu- dals, Tálknafjarðar og Patreks fjarðar og mrður á bóginn til Þingeyrar, Flateyrar, Suður- eyrar, Bolungarvíkur, Súða- víkur og til Hnífsdals og fsa- fjarðar. Þá á ríkið einnig a'ð byggja 10 eða 11 aðalspenni-j stöðvar. ! Fullkomin lágspennukerfi , hafa þegar verið byggð í öll-1 um kauptúnum á þessu svæði óg í ísafjarðarkaupstað. Til þess að tryggja fram- kvæmd þessa.ra virkjunarfram- kvæmda er ríkisstjórninni heimilað í legum um Orkuver Vestfjarða að ábyrgjast fyrir bönd ríkissjóðs lán, sem Raf- magnsveitur ríkisins taki og má nema al!t að íiO milljónum króna eða jafngildi þeirrar upphæðar í erleudri mynt. Af þessarri unnhæ'ð má taka allt að 20 milljónir króna sem lán úr Raforkusjóði, en bonum bafa nú verið tryggðar 11—12 n^illjónir Ikróna tekjiy- á ári næstu 10 árín. Með 'þessari Iagasetningu er málið loks komið á fram- kvæmdastigið. Verður nu að vænía þess, að ríkisstjórnin hefii þegar undirbúning að virkjunarfranrkviemdunum. Gefur það sróðar vonir, að raf- orkumáláráðberra, Steingrím- ur Steiiiþórsson, befur nýlega gefið þá yfirlýsingu við um- ræ'ðu málsirs á Alþingi, að strax á þessu árí verði byrjað á bygglngu allstórra orkuvera á Vestfjörðum og Austfjörð- am. Staðkunnugum mönnum virðist auðssett mál, . að rétt væri að hyr ja á byggingu ör- yggísstöðvar, sem talin er nauðsynleg norðan Breiðadals- heiðar, eri á þeim hluta virkj- unarsvæðisin.s búa nokkuð á fimmta þúsund manns. Jafn- Helgí Sæmíiiidssof lupmannaS framt þessu ætti svo að byggja háspennulínuna frá Djúpi vestur að virkjunarsta'ð við Arnarf jörð. Með þessari tilhög- un ynnist það, að næg raforka væri strax fengin á virkjun- arstað, án þess að Ieggja í þann aukakostnað að setja þar upp alldýra mótorstöð. Má segja að raforka sé nálega ómissandi meðan á virkjunarframkvæmd unum stæði. En með því að byrja á að leggja háspennu- fínuna í stað þess a‘ð enda mannvirkjagerðina með lagn- ingu hennar, fengju líka öll kauptúnin f Vestur-ísafjarðar- sýslu, Þingeyri, Flateyri og Suðureyrí, fullnægjandi sum- arraforku strax, og væru þann- ig búin að vinna upp raforku- notkun sína, þegar Orkuver Vestfjarða væri fullgert og tekið til starfa. Hefur slík að- staða áv£)lt hina mestu Jþýð'- ingu fyrir rekstrarafkomu dýrra raforkuvera fyrstu árin, sem þau starfa. Virðist vera sjálfsagt að notfæra sér þá sérstaklega bagstæðu aðstöðu sem hér er fyrir hendi, ef skyn samlega er af stað farið með tillíögun virkjunarfram- kvæmda. Er ástæðulaust að efast um. að hessa verði gætt, þegar sérfræðingar ríkisstjórn- arinnar taka ákvarðanir um bvggingu Orkuvers Vest- fiarða. Á sama bátt og löggjöfin um Vestf jarðavirkjun við Dynj- anda hefur vakið fögnuð á Vestfjörðum, fagna Austfirð- ingar nú einnig lagasetningu um virkjun Lagarfoss á Fljóts- dalshéraði í allt að 5300 hest- afla orkuveri. Frá þeirri afi- stöð er Iieimilað aS leggja há- snennulínu» til Egilsstaða, Sevðisfjarðar, Neskaupstaðar, Eskifiarðar, BiVðareyrar og Búðakauntúns. Með bygsringu þessa orku vers fá Austfirðingar langþráð ar óskir uppfylltar, og atvinnu Iíf þeirra vissu fyrir því, að næg og ódýr raforka fæst í þiónustu bess innan tveggja eða þriggja næstu ára. Með þeirri lan'asetningu, sem hé’- hefur verið gerð að um- taí' efni, eru lögð drö» að því aS bætt verðí úr. miklu mis- rétti, sem Vestfirðingar og Austfir’ðingar bafa orðið að þola hin síðari ár í raforku raálunum. Ef framkvæmdir bregðast ekki, er hér um að ræða þýð- ingarmesta sporíð, sem stigið hefur verið í þá ált að tryggja jafnvægi í hyggð landsins. 1 a í 3 Hef opnað (ækmngasfofu í Lækjargötu 6 Íj, Reykjavík. Viðtalstími 1—3 og eftir samkomulagi. — Sími 8-2995. BJÖRN GUÐBEANDSSON LÆKNIR. Sérgrein: Barnasjúkdómar. KAUPMANNAHÖF.N 5. apríl. FORSETAHJÓNiN sigruðu Kaupmannahöfn á fyrsta degi heimsóknar sinnar í Dan- mörku. Þetta varð sigur í nor- rænum anda. Virðuleiki for- setahjónanna hefur heillað Kaupmannahafnarbúa og vald ið því, að nafn íslands er á allra vörum. , Kaupmannahöfn skartaði ís- lenzkum og dönskum fánum strax og Danir risu úr rekkju í morgun. Þeir blöktu hlið við hlið sem; tákn vináttu og sam- ( vinnu. Mikill mannfjöldi safn- aðist saman við Nyrðri-Toll- búð, þar sem Gulifoss átti að leggja að landi. Tignarfólk! Danmerkur kom á vettvang i samkvæmt settum reglum. Undirbúningur heimsóknar- innar náði hámafki, þegar kon ungshjónin stigu út úr bifreio sinni, Formsatriðum konung- legrar móttökuhátíðar var senn lokið, og Gúllfoss renndi að hafnargarðinum. Forseta- hjónin stóðu á stjórnpalli. Augu allra beindust að gestun- um. Konungshjónin gengu um borð, og að skammri stundu liðinni hófst sjálf móttökuhá- tíðin. Það varð eftirminnileg stund öllum viðstöddum, en sér í lagi íslendingunum, sem voru sjónarvottai: þessarar fyrstu opinberu heimsóknar ís lenzks •þjóðhöfðingja í fram- andi land. Forsetahjónin unnu glæsilegan sigur með virðu- legri framkomu sinni. Þegar móttökuhátíðinni var lokið og á'horfendur héldu heim, hafði vinátta íslendingi og Dana verið staðfest m.eð þeim; hætti, sem bezt hæfir og vekur mest- ar vonir um gi.fturik samskipti þjóðanna í framtíðinni. Hiýff fiandfak. Skömmu síðar var útvarpað ræðum, Friðriks Danakonungs og Ásgeirs Ásgeirssonar for- seta íslands. Þær minntu á hlýtt handtak góðra drengja, sem sverjast í xcstbræðralag að fornum sið. Ásgeir Ásgeirs- son sannaði við þetta tækifæri einu sinn enn, hversu hann er vaxinn vanda þjóðhöfðigjans. íslendingarnir í Kaupmanna- höfn munu jafnan minnast þessarar heimsóknar hans sem ógleymanlegrar stundar. Full- trúar blaðanna, sem börðust gecfn honum í forsetakosning- unum ■fjr'j’* nær tve:mur ár- um, létu í Ijós gleði <j g hrifn- ingu. Það reynist vonandi fyr- irheit þess, að forseti íslands hafi unnið þann sigur að verða fulltrúi og tákn þjóðarinnar og fslendingar borið gæfu til að sameinazt um foringja sinn og viðurkenna hann sem mikil- hæfan og virðulegan landsföð- ur. f Nfndeíunden. Siðdegis lagði forseti íslands blómsveig að fótstalli minnis- varðans um þá syni Danmerk- ur, sem létu lífið í baráttu síð- ari heimsstýrjáldarinnar. Því er stundum haldið fram, að hlutur Dana hafi verið lítill í þeirri sögulegu og minnis- stæðu orrahríð. Slíkt má til sanns vegar færa. Smáþjóð, sem á þá ósk æðsta að mega liía og starfa í íriði, hlýtur jafnan að mega sín lítils í við- ureign við grimmt stórveldi, grátt fyrir járnum. En vissu- lega er skylt að mmnast þess, að styrjöldin og hernámið kost aði Dani miklar fórnir. Margir beztu synir Danmerkur létu Iífið í djarfmannlegum fang- brögðum við ófreskju nazism- ans og rakka þá. er runnu í slóð hennar. Fjölda Dana blik- uðu tár á hvarmi. þegar þeir fögnuðu endurhenntu frelsi sínu í styrjaldarlok og gátu ó- hultir gengið að störfum hverr dagsins á ný. Þessi endurminn ing var efst í huga áhoriend- anna í Mindelunden. þegar Ás- ge:r Ásgeirsson lagði íslenzka blómsveiginn að minnismerki hinna föllnu. Fulltrúi íslands vottaði þjóð Kaj Mu.nks samúð sína með því að drúpa höfði með grænkandi skóg Danmerk ur að baki. Vorið er komið, og smám, saman gróa sárin eftir fimbulveturinn mikla. Géðar fréffir. Um kvöldið skarst ég úr leik, vfirgaf ferðafélaga mína og hvarf út í Kaupmannahöfn. Hún hefur upp á margí að bjóða, en ég var ekki í skapi til að þiggja unaðssemdir henn ar. Ég reikaði í kyrrð kvö'íds- ins eftir fjölförniun strætum þessarar stærstu borgar -Norð- urlanda. — Fólksfjöidinn streymdi framhjá eins og fall- þung elfur. Fánarnir drúptu í hálfa stöng. íslenskir og dansk ir hlið við íhlið. Danmörk og Is- land vottuðu Noregi inni-lega samúð sína í óvæntri sorg. Eg fór inn á veitingastað og sett- ist einn úti í horni — ókunnur maður í framandi' borg. Um- hverffs mig sátu synir og dæt- ur Danmerkur, fólk af ýmsum stéttum'og á öllum aldri. Um- ræðuefnið var hvarvetna eitt og hið sama. íslenzku forseta- hjónin höfðu með heimsókn sinni unnið þann sigur að heilla hugi og hjörtu fyrrver- ar.di sambandsþjóðar okkar. Dönum veiti.st stundum erfitt að skilja okkur íslendinga. En nú hafa beir sannfairzt um, að Ásgeir Ásgeirsson og frú Dóra Þórhallsdóttir eru glæsilegir fulltrúar vinsamlegrar frænd- þjóðar, sem vill vera frjáls og fullvalda eins og Danir sjálfir og norræn og bjartsýn á fram- tíð sína eins og beir. Ég hvarf aft.ur - til ferðafélaga minna í fullvissu þess, að Island og Danmörk hafa tengzt nýjum og traustum böndum. Það er gleðilegt hlutskipti að koma þeim góðu fréttum hejm. Og þær eigum. við forsetahjónun- um að þakka. Helgi Sæ-mundsson. Byggdasafn Yesffjarða aðat- VESTFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík hefur starfað af áhuga síðan skörnmu eftir 1940 að ýmsum vestfirzkum menningarmálum. KVIKMYND OG BÓKAÚTGÁFA Fyrir nokkrum árum gaf fé- lagið úr bókina Gróður Vest- fjarða eftir Steindór Steindórs son menntaskólakennara. — Nokkru síðar hóf það útgáfu á Sóknalýsingum Vestfjarða. En nú hefur Vestfirðingafélagið gefið þessa útgáfu Samíbandi vestfirzkra átthagafélaga. Þá er þess að geta, að Vestfirð- ingafélagið lét fynr nokkrum árum gera Vestfjarðakvik- mynd. Er hún nú í eign fræðslumálastjórnarinnar og verður sýnd í skólum landsins sem, fræðslukvikmynd! BYGGÐASAFN VÉSTFJARDA Þriðja stórverkefnið, sem félagið hefur unnið að allt frá stofnun sinni er svo það að koma upp byggðasafni Vest- fjarða. Er nú ætlun félagsins að einbeita sér að því verkefni. VESTFIRÐINGABÓK Það helzta, sem gert hefur verið til undirbúriings því máli, er þetta: Safnað hefur verið fé til byggöasafnsins í svo kallaða Vestfirðingabók. Er hún vandlega bundin í sel- skinn,- og hafa mörg hundruð- Vestfiroinga þegar skráð nöfn Framhalö á 7. síðu. s ■ Hugmynd að byggðasafni Vestfjarða.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.