Tíminn - 22.11.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.11.1964, Blaðsíða 1
SKIPULAGSMAL ASl ERU ÚLEVST íhald og Kratar um lausn þeirra EJ-Reykjavík, 21. nóvember. Á síðasta fundi Alþýðusam- bandsþings, sem lauk kl. 6.15 í morgun, mistókust allar tilraunir stjórnarflokkanna til þess að fá ítök í miðstjórn samtakanna. Varð það til þess, að fulltrúar íhalds og krata felldu allar Iagabreytingar, sem meiri hlutinn kom fram með, og stendur ASÍ því uippi með fjárhagsáætlun, sem enginn tekju- stofn er fyrir. Þá neituðu þeir að Spmþykkja tillögu um viðræður um lausn skipulagsmálavandamála samtakanna, en sú tillaga var þó upphaflega komin frá Óskari Ballgrímssyni, og þótti af hans hendi góð, ef nokkur miðstjórnar- sæti fylgdu, en annars ómöguleg. Fyrst lágu fyrir fundinum tvær fjábhagsáætlanir, og var áætlun höfnuðu samstarfi meiri hlutans samþykkt, eins og segir í blaðinu í dag, en þar er gert ráð fyrir 95 króna skatti á karlmanna til ASÍ. Voru þá teknar fyrir lagabreytingar, og fyrst tek- in fyrir tillaga frá meiri hlutan- um um, að sambandsþing ákveði skattinn hverju sinni í sambandi við afgreiðslu á fjárhagsáætlun, og að hann verði nú 95 kr. á karlmann. Minni hlutinn féllst ekki á þetta, en lagði til að skatt- urinn yrði áfram ákveðinn í lög- um sambandsins og yrði nú 67.62 kr. á karlmann. % hlut atkvæða þurfti til þess að samþykkja til- lögu meiri hlutans , og var hún því felld af íhalds- og kratafull- trúunum, en minni hluta-tillagan var síðan samþykkt, en áður gerð fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir 95 kr. skatti. Þá lagði meiri hluti skipulags- og laganefndar fram tillögu til lausnar á skipulagsvandamálum ASÍ, en þessa tillögu hafði Óskar Hallgrímsson lagt fram í nefnd- inni, en síðar látið henni fylgja kröfu um 4 miðstjórnarsæti, en því hafnaði meiri hlutinn. í tillög- unni er lagt til, að þingið kjósi 12 manna skipulags- og laganefnd, sem geri tillögur um 1. áfanga í skipulags- og lagamálum ASÍ, og skili áliti fyrir árslok 1965. Verði síðan haldið stjórnlagaþing, eigi Framhald á 15. siðu. Norðurstjarnan brunnin — framleiðslan átti að hefjast upp úr næstu mánaðamóum KJ-Reykjavík, 21. nóv. Enn varð milljónatjón í elds- voða í morgun er eldur kom upp í niðursuðuverksmiðjunni Norðurstjörnunni í Hafnarfirði, en starfsemi verksmiðjunnar átti að hefjast upp úr næstu mánaðamótum. I verksmiðjubyggingunni, sem stendur við hliðina á frysti húsi Bæjarútgerðar Hafnar- Framh. á bls. 2. Sala skuldabréíanna hefst á mánudaginn MB-Reykjavík, 21. nóvember. í gær voru staðfest Iög um heim I ild fyrir ríkisstjómina t*il að taka allt að 75 milljón króna inn- lent lán. Er í lögum þessum heim ilað að b'inda afborganir og vexti Véladeild SIS í nýju stórhýsi viöÁrmúla MB-Reykjavík, 21 nóvember. opnar Véladeild S.Í.S. skrifstofur u húsi að Ármúla 3, en það hús hafa véladeildin og Sam- vinnutryggingar byggt yfir starf- semi sína. Húsnæði þetta er mjög vistlegt og eru innréttingar skrif- stofuhúsnæðisins með öðru sniði en þekkzt hefur hérlendis og er uppfinning teiknistofu S.Í.S. Tvær neðri hæðir hússins og kjallari eru eign Véladeildar í fyrra fluttu búvélaverzlun og bif- reiðaverzlun ásamt rafmagnsverk- stæði deildarinnar í jarðhæð húss- ins og kjallara, en skrifstofurnar, sem hingað til hafa verið í Sam- bandshúsinu við Sölvhólsgötu flytja nú einnig inn í Ármúia Ármúli 3 er samtals 19.140 rúm metrar og af því er hluti Véla- deildar 12.632 rúmmetrar. Grunn- flötur kjallara og fyrstu hæðar er 1.276 fermetrar hvorrar um sig, en grunnflötur annarrar hæðar. Framh. á bls. 2. Á myndinni hér til hliðar sést hi8 glæsiiega hús Véladeildar SÍS og Samvinnutrygginga. Að ofan sjást stoðlrnar, sem spenntar eru mllli lofts og gólfs og innréttingin er fest á lánsins vísitölu. Fjáirmálaráðherra1 ntámudaginn 30 þ.m. en frá n.k. hefur nú ákveðið að nota þessa' mánudegi, 23. nóvember, geta heimild til útgáfu verðbréfaláns j menn keypt þau gegn bráða- að upiphæð 50 millj. króna. Skulda j birgðakvittun. Seðlabankinn hefur bréfin verða í form'i spariskír- i tekið að sér untsjón með dreif- teina. Koma þau á markaðinn ingu og sölu skírteinanma, en þau verða íáanleg hjá bönkum, stærri sparisjóðum og nokkrum verð- bréfasölum. Útgáfa þessara spariskírteina felur í sér margs konar nýmæli. Helztu skilmálar skírteinanna eru þessir: Þegar þau eru innleyst, eru höfuðstóll og vextir endur- greidd með fullri vísitöluuppbót, sem miðast við hækkun bygging- arvísitölu frá útgáfudegi til inn- lausnargjalddaga. Skírteinin eru innleysanleg eftir þrjú ár og hvenær sem er eftir þann tíma geta eigendur þeirra fengið þau innleyst með á- föllnum vöxtum og verðuppbót. Mun þetta algert nýmæli hérlend- is. Hins vegar getur eigandinn hald ið bréfunum allan lánstímann, sem j er 10 ár, og nýtur hann þá fullra ! vaxta og verðtryggingar allt það j tímabil. Vextirnir. fara smáhækk- ; andi og verða því hagkvæmari, ' sem eigandinn heldur bréfinu j lengur Sé skírteinunum haldið í 110 ár tvöfaldast höfuðstóll þeirra, j en það þýðir 7.2% meðalvextix j allt lánstímabilið. Fyrstu árin verða vextirnir nokkru lægri, eða 6% ,en far^ smáhækkandi eftir 5. árið og fara upp í tæplega 9.2% síðasta ár lánstímabilsins, en með- alvextxirnir verða eins og fyrr segir. 7.2% allt tímabilið. Auk þess kemur svo verðuppbót sú, sem áður er getið, Skírteinin njóta alveg sömu fríðinda og sparifé og eru því undanþegin öllum tekju- og eignarsköttum. Framh. á bls. 2.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.