Tíminn - 22.11.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.11.1964, Blaðsíða 7
' «í ,‘T- ,vv • f SUNXUDAGtTR 22. iwSvembcr 1964 TÍMINN Litið á bækur Nýjar bækur birtast í glugg um bókaverzlananna daglega, og sá straumur verður nú þyngri með hverjum deginum, sem líður. Menn bíða bókanna með eftirvæntingu eins og vera ber, og margur staðnæmist við glugga bókabúðanna og lítur á þennan vaxtarbrodd ísienzkrar menningar og hyggur gott til þess að binda við hann nánari kunningsskap. Enn ern menn lftt famir að líta í þessar nýju bækur, en ytri svipur þeirra, heiti og höfundar búa yfir mikl om fyrirheitum til handa lestr- arfúsum mönmim, og þeir eru enn margir sem betnr fer hér á landi. íslenzkri bókaútgáfu, bókagerðinni, er augsýnilega aHtaf að fara fram. Bókargerðar mennirnir verða æ djarfari og kröfuharðari um listrænt yfir- bragð. Sundurgerðin er orðin miklu meiri en var, og hillan með hinum nýju bókum síð- ustu ára, verður litríkari en gömlu hillumar í bókaskápn- um. Þó á sér stað viss fast- heldni, sem er góð og gagn- leg. Bókagerðin er á menning- arvegi, um það er ekki að vill ast, hún leitar nýbreytni en varpar þó ekki gömlu gildi fyrir borð. Ekki verður með vissu sagt um það enn, hvort um veru- lega breytingu á efnisflokkum bókaútgáfunnar verður að ræða á þessu hausti. Enn kem ur út urmull léttvægra skáld- sagna, innlendra og þýddra, og hefur líklega aldrei verið meiri en nú. Einhver þurrð virðist nú vera á hinum svonefnda þjóðlega fróðleik í bili, enda mátti segja, að þar væri bakka fullur lækur. Hins vegar virðist óvenjulega mikið um góð rit- gerðasöfn, sögurit og góðar ævi sögur. Af þeim bókum, sem komnar eru út, og hugur manna stendur ótvírætt til að glugga í, má nefna ritgerðasafn Ein- ars Ólafs Sveinssonar, prófess- ors. ritgerðasafnið íslenzkt mál, nýtt bindi af Merkum íslending um. bók Thors Vilhjálmssonar um Kjarval, heildarútgáfu verka Steins Steinars, síðara bindi minninga Bernharðs Stefánsson ar. nýtt bindi af æviskrám Vest ur-íslendinga, smásagnabók eft ir Guðmund Daníelsson. Með husa og hamri eftir Jakob Lín- dal. Gróður á íslandi eftir Stein dór Steindórsson og Veröld milli vita eftir dr Matthías Jónasson. Þá má heldur ekki gleyma bók Hannesar Péturssonar, skálds, um Steingrím Thor- steinsson eða Sjöstafakverinu, hinum nýju smásögum Hall- dórs Kiljans Laxness, sem marg ir munu líta i með forvitni. Þá er og síðasta bindi hinnar miklu ævisögu Kristjáns Al- bertssonar um Hannes Haf- stein komið út Hún fjallar öðr um þræði um eitt merkilegasta tímabil sjálstæðissögunnar. að- draganda fullveldisins, en þá áttu sér stað sárbeitt átök í ís- lonzkum stiórnmálum. Er ekki ó1’’vingt. að enn rísi nokkrir i'Vnr um petta bindi, eigi síð- ur en hin fyrrri, þó að engu sknli um hað spá^ að ólesnu. Margt góðra bóka er þó að sjálfsögðu ótalið, og margar bækur ókomnar. En bókanöfn þessi eru aðeins nefnd hér til þess að minna menn á, að nú er mál að gefa bókum gaum. Fjölmennt og öflugt þing Þing Alþýðusambands íslands hefur staðið yfir þessa dagana og vekur að sjálfsögðu mikla athygli eins og jafnan fyrr, enda verða þar oft átök sem úrslitum ráða langt út fyrir mörk þessara félagssamtaka 1 þjóðlífinu. Þessi þing verða æ fjölmennari, og um það er mik ið rætt, að þar ráði stjórnmála- viðhorf meiru en stéttareining og viðhorf ópólitískrar stéttar- baráttu .En hvað sem um það má segja, er vert að spyrja: Hvað er ópólitísk stéttarbarátta nú á dögum? Með hverju árinu verður það ljósara, að hagsmun ir hinna vinnandi stétta ráðast á stjórnmálasviðinu. Á alþingi og í ríkisstjórn eru þau öfl, sem ráða því, hvort launabarátta kemur að haldi eða ekki. Það virðist því augsýnilega vera óraunhæft sjónarmið vinnandi stétta við okkar þjóðfélagsað- stæður að láta sitja við hina ó- pólitísku stéttabaráttu, jafn- vel þótt samstaða um hana sé góð og hafin yfir flokka. Meg- inmáli skiptir fyrir vinnandi stéttir að efla þá flokka. sem vinna af trúleik að hagsmunum þeirra í þjóðfélaginu og kosta kapps um að gera lífskjör þeirra raunhæf en berjast gegn sérréttindamönnunum og gróða lýðnum. Það stoðar verkalýðs- stéttirnar lítið að ná launa- hækkunum, ef við völd er rík- isstjórn, sem lætur dýrtíðina éta hana upp jafnharðan eða svarar með margföldum álög- um á almenning. Þetta hefur dýrkeypt reynsla kennt verka lýðsstéttunum hin síðari ár. Eins og nú • standa sakir er mest um vert fyrir vinnustéttir landsins er að efla einn sterkan flokk gegn hinum valdamikla íhalds- og sérgæðingaflokki landsins. Skattasjónhverf- ingar Máltæki segir: Eyðist það, sem af er tekið. Hingað til hafa menn borið litlar brigður á sannindi þess. En landsmenn hafa þó undanfarna mánuði séð dæmi um hið gagnstæða. Ríkisstjórnin hefur frá upphafi sagzt vera að lækka álögur á fólki. Samt hefur hún marg- faldað þær.. Síðasta afrekið var það, að stjórnn sagðist vera að stórlækka beina skatta, sem hún kvaðst þó hafa nærri því afnumið áður. En einmitt þeg ar stjórnin gerði átakið til þess að létta skattbyrðinni af mönn um, þyngdist hún um allan helming. Þar eyddist ekki það, sem af var tekið. Þar óx það. í þeim sjónhverfingaleik öll um liefur orðið mesta blekk- ingahríð sem íslenzk ríkis- stjórn hefur nokkru sinni magn að. Henni lauk þó svo, að blekkingameistararnir stóðu al- gerlega afhjúpaðir frammi fyr ir þjóðinni, og varð fátt til varnar. Þeir játuðu blekkinga- iðjuna og gripu til þess ráðs sér til yfirbóta að láta undan þunga almenningsálitsins og gefa hálf loforð um úrbætur, settust niður og hétu því að leita að úrræðum. Ráð til þess að létta skattabyrðina blasa að vísu við, en blekkingamennirn ir fara undan í flæmingi og þykjast ekki sjá þau. Nú hýr ast þeir á því flotholti að heita því að gera þetta ekki næsta ár. Hlutskipti þeirra er eins og fingralangs, sem hyggst kom ast hjá dómi með því að lofa að hnupla ekki aftur. Það er alkunna, að skattsvik eru mikil meinsemd. Þau eru ekki bundin við ákveðna teg- und manna, því miður, en augljóst er þó að það eru skatt svik auðmanna og braskara, sem mestu máli skipta og mest munar um í sköttum til hins opinbera. íhaldsstjórnin hefur nú hrakizt til þess að heita að koma á öflugra framtalseftirliti. Það er góðra gjalda vert, og þá yfirbót mætti nokkurs meta, ef treysta mætti því, að hún væri af heilindum unnin. En síðustu daga hefur komið upp nýr flötur á því máli, all skyld ur blekkingaleiknum, sem leik inn var á.Alþingi og í málgögn um stjórnarinnar á síðustu vor dögum. Forsætisráðherra landsins er nýkominn frá gamalkunnu landi, þaðan sem runnin er fræg dæmisaga um það, að örðugra sé að koma peninga- mönnum inn í himnaríki en úlfalda í gegnum nálarauga. Eigi að síður er hann ekki fyrr heim kominn, en hann tekur með sveinum sínum að smíða það nálarauga, sem peninga- menn skuli ganga í gegnum inn í sitt himnaríki — landhelgi peninganna. Fyrir Alþingi hefur legið frumvarp um skuldabréfalán ríkisins tekið innan lands. Skulu bréfin verða nafnlaus, skattfrjáls og ekki framtals- skyld. Undarlegur hraði hefur verið hafður á þessu máli, beitt afbrigðum og ráðherrar eins og á nálum, þegar um það er rætt í þinginu. Ekkert er við því að segja, þótt ríkið bjóði út skulda- bréfalán til framkvæmda. En hvers vegna þurfa bréfin að vera nafnlaus? Ætli nokkur skammist sín fyrir að lána rík inu? Og hvers vegna eru þau ekki framtalsskyld eins og aðr ar eignir og peningar, jafnvel þó að þau séu skattfrjáls? Sannleikur máisins er sá. að um leið og komið er upp hörðu skattaéftirliti og fram talseftirliti, sá íhaldið að nauðsynlegt var að búa til nál arauga fyrir peningamennina\ braskarana. Gegn um þetta nál arauga geta þeir komizt með sjóð sinn inn í himnaríki sitt, jafnvel þótt þeir eyði engum eyri 1 að lána ríkissjóði! Þeir geta aðeins sagzt hafa keypt bréf fyrir tekjur og gróða, sem ekki kemur fram. Og skattaeftir litið getur ekki beðið um að fá að sjá bréfin. Svo géta menn sagzt hafa selt þessi bréf aft- ur, þegar þa'^S á betur við. Með- an framdyinmim er lokað fyr ir skattsvfknrunum, opnar stjómin bakdyraar fyrir þá. íhaldsstjórain á íslandi sér um sína. Hún kann jafnvel ráð til þess að koma peningamönnun- um inn í sitt himnaríki. Me^ þessum aðgerðum hafa klær og tennnr skattaeftirlits- ins verið stýfðar, starf þess allt gert harla torvelt. Vel máttu þessi ríkisskuldabréf vera skattfrjáls, en tilgangurinn með þvi að hafa þau ekki framtals skyld er augljós. íhaldið ætlar ekki að láta skattaeftirlitið loka gróðamennina inni. Ráðherrar og þingmenn Al- þýðuflokksins standa meira að segja vei að þessu ölhi saman og sverfa nálaraugað fyrir pen ingamennina af alúð. Einn þeirra er maðurinn, sem sagði fyrir sjö árum: „Gróðastéttin teygir loppu sína upp á hvert matborð og nælir sér í hluta af því, sem fram er reitt. Hún leggur skatt á hverja flík, sem þjóðin klæð- ist. Hún treður vasana fulla í sambandi við hverja húsbygg- ingu. Hún læðist að sjómannin um og hrifsar til sín hluta af afla hans. Hún hefur tögl og hagldir í bönkunum. Og sé þetta ekki nóg, þá á hún um- boðsmenn í ráðherrastólunum“. Nú er þessi maður einn af umboðsmönnum hennar í ráð- herrastólunum. Þegar breyting artillaga kom fram um það, að bréfin skyldu vera framtals- skyld, þó að þau væru skatt frjáls, var eins og nálin hefði sem snöggvast snúizt við í hönd um smiðanna. En jafnvel Al- þýðuflokksráðherrarnir höfðu það af að gegna umboðsskyldu sinni í ráðherrastólunum. „ÓJjarfi flokkurinn,, íhaldsstjórnin heldur þannig áfram þessum og þvílíkum lodd arabrögðum með hægri hend- inni, meðan hún rekur erindi sérgróðalýðsins með hinni vinstri. En hún gerist að vonum viðkvæm fyrir allri gagnrýni. Það er skiljanlegt við slík myrkraverk. Framsóknarflokk urinn, sem er langsterkasti og stærsti stjórnarandstæðingur- inn ber þessa gagnrýni uppi, og hún hefur að sjálfsögðu ver- ið hörð, ábyrg og markvís. Það má gerla sjá á viðbrögðum stjórnarinnar og málgagna hennar að þessa gagnrýni ótt- ast hún meira en allt annað. Gegn henni hefur íhaldið ekki getað komið upp neinu síðustu mánuðina nema einni ótta- blandinni upphrópun: Fram- sóknarflokkurinn er óþarfur flokkur. Menn kannast við þetta hróp. Það'heyrist aldrei á Norðurlöndum, Bretlandi eða Bandaríkjunum, að stjórnarand staðan sé óþörf. Þar vita menn, að hún er annar megin þáttur lýðræðisins. Hins vegar hafa slík orð oft heyrzt austur í Rússlandi, í Þýzkalandi Hitlers eða í í einræðisríkjum Suð- ur-Ameríku og á Spáni og Port úgal. Fyrst eru orð, svo er at- höfn, og þar hafa menn fvlgt orðunum eftir með því að banna stjórnarandstöðúna. Að baki orðum og athöfn býr oft ast sami viljinn. Ættarmótið á upphrópun íhaldsins um Fram sóknarflokkinn leynir sér ékki Framhald á 15. Jiðu \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.