Tíminn - 22.11.1964, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.11.1964, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 22. nóvember 1964 TfMINN n 33 Ctarrles Nordhofff og James N. Hall son bátsmaður og Alexander Smith undirbátsmaður. Churc- hill var liðþjálfi, eins og áður, Burkitt og Hillward voru gerðir að undirbátsstjórum. Millward og Byrne urðu mat- ar. Christian skipti okkur i þrjár varðsveitir. Þegar þessu var lokið, fórum við strax að sinna skyldu- störfum okkar. Stóri klefinn var gerður að bústað Christians. Þegar því var lokið, var vopnakistan flutt þangað. Hann not- aði hana sem rúmstæði og svaf alltáf með lyklana í vasan- um. Einn uppreisnarmanna stóð alltaf vörð við dyrnar. Chris tian mataðist alltaf einn og talaði ekki við okkur, nema þegar hann gaf skipanir. Það er oftast svo, að skipstjóri gefur sig lítið á tal við skipshöfnina, en aldrei hef ég þekkt meira ein- mana mann en Fletcher Christian. Enda þótt ég væri reiður Christian um þessar mundir, gat ég þó ekki annað en kennt í brjósti um hann, þegar ég sá hann ganga um gólf á stjórn palli klukkutíma eftir klukkutíma, hvort sem var á nóttu eða degi. Öll gleði var horfin úr svip hans — en eftir var ein- tómt þunglyndi. Við Stewart og Young mötuðumst saman, eins og áður. Nú var gleðin minni en áður hafði verið^ og það var erfitt að venjast þeirri ömurleikatilfinningu, sem ríkti um borð. Við hliðruðum okkur hjá að tala um þá, sem höfðu farið í bátinn, alveg eins og maður hliðrar sér hjá að tala um fólk„sem er nýdáið, en við vorum alltaf minntir á þá. Einkum vorum við Stewart í döpru skapi, það virtist svo, sem ekkert gæti bitið á Young, og hann virtist meira að segja hlakka til þess, að eyða því sem eftir var ævinnar, á eyju í Suðurhöfum. — Það er bezt að taka með jafnaðargeði hverju, sem að höndum ber, piltar, sagði hann eitt kvöld, þegar við vorum að ræða um framtíðina. — Ef við lítum skynsamlega á þetta mál, þá er engin ástæða til þess að örvænta, sagði hann. — Frá því að ég las frásagnir þeirra skipstjóranna Wallis og Cooks um rannsókáxr þeirra á.Kyrrahafinu, hefur mig ekki dreymt um annað eri Suðurhafseyjar. Og þegar ég var svo heppinn að fá starf um borð á Bounty, varð ég ákaflega glaður. Ég skal játa það, að ef ég hefði getað flúið af skipinu við Tahiti, þá hefði ég gert það. — Við fáum aldrei framar að sjá Tahiti, það er áreiðan- legt, sagði Stewart þunglyndislega. — Þar myndi Christian sízt af öllu detta í hug að fela sig. Hann veit, að þangað kem- ur einhvern tíma skip, til þess að leita að okkur. — Hvað sakar það? spurði Young. — Það eru til mörg hundruð aðrar eyjar, þar sem gott er að vera. Ég ræð ykkur báðum til þess að hugsa ekki framar til heimferðar. Það eru ákaflega lítil líkindi til þess, að við komumst nokkru sinni heim til Englands aftur. Reynið að gleðjast yfir lífinu, eins og það er. Eftir að við skildum við bát Blighs, höfðum við haldið MMMWWMMWMMMMManHM áfram sömu stefnu, í vestur til norðvesturs, þar til liðið var á dag. Því næst breyttum við stefnu og sigldum nú í austur. Er við höfðum siglt í þá átt skamma hríð, var enn breytt um stefnu, og frá því hafði verið siglt í suðaustur. Við fórum nú um slóðir, sem aldrei höfðu verið farnar áður. Það var ber- sýnilegt, að Christian leitaði að eyju, sem aldrei höfðu áður verið fundnar, því að lagzt var við akkeri á nóttunni, svo að ekki væri siglt fram hjá eyjum í myrkrinu. Þessir dagar og þessar nætur voru mjög kyrrlátar og friðsamar. Við vorum allir fegnir því að losna við Bligh. Norðaustan byr var á, og Bounty leið lengur. Christian hélt uppi ströngum aga, en hann var svo réttlátur, að enginn hafði ástæðu til að kvarta. Hann var fæddur foringi og vissi, hvernig átti að stjórna án þess að viðhafa Ijótt orðbragð eða berja skipverja sína, sem Bligh áleit að væri nauðsynlegt. Það virtist svo sem allir hefðu orðið fegnir því að losna við Bligh. Norðaustan byr var á og Bounty leið undan vindi. Minnkandi tungl var, og eitt kvöldið rétt eftir sósetur sás+ land í vesturátt. Síðla daginn eftir vorum við komnir að rifinu, sem virtist liggja umhverfis eyjuna. En um sundið milli rifs og eyjar var mörgum smábátum róið. Eyjan virtist vera um 8 mílur á lengd, og virtist töluvert hálend, þó ekki jafnhálend og Ta- hiti. Láglendið virtist ekki nándar nærri jafngróðursælt og á Tahiti. Eins og við aðrar eyjar í Kyrrahafinu var mjög að- djúpt við rifið og við sigldum fram með landi mjög nálægt. Fjölda báta, sem hver hafði tíu til tólf manna áhöfn ,var ýtt frá landi og þeir komu brátt alveg að okkur. Eyjaskeggjar líktust mjög Tahitibúum að hörundslit, vexti og í klæðaburði, og höfðu bersýnilega aldrei séð evrópiskt skip fyrr. Við reyndum að fá þá til þess að koma til okkar, en það reynd- ist örðugt. Að lokum reri einn báturinn í veg fyrir okkur og nam þar staðar í um 30 metra fjarlægð. Mennirnir voru sterkbyggðir og vel vaxnir. Samkvæmt skipun frá Christian ávarpaði ég þá á máli Tahitibúa og spurði þá, hvað eyjan héti. Þeir skildu, hvað ég sagði, og sögðu, að eyjan héti Raro- tonga. Þeir virtust verða mjög undrandi á orðum mínum Einn þeirra svaraði mér og var mjög óðamála, en ég skildi fæst af því, sem hann sagði. Enda þótt við værum mjög vin- gjarlegir við þá, fengust þeir ekki til þess'að koma nær okk- ur. Christian vildi gefa þeim nokkra smámuni. Hann vafði þeim í böggul og lét fljóta til þeirra. Þeir tóku böggulinn án þess að opna hann til þess að vita, hvað í honum væri Þegar útséð var um það, að hægt væri að fá þá til þess að koma um borð, gaf Christian skipun um að setja upp segl —. öllunv til mikillar- óHnægju. Ef da?ma mátti eftir fram- komu mánnanna á bátiium, þá hefði þeir ékki bannað okkur að stíga á land. Mér er það alltaf hulin ráðgáta, hvers vegna Christian valdi ekki þessa ey sem felustað. Rarotonga liggur 700 mílur fyrir sunnan og vestan Tahiti, og hann hafði enga ástæðu til að óttast, að nokkrir aðrir Evrópumenn en við, vissum um tilveru eyjarinnar. Mér til mikillar undrunar gerði hann mér orð eitt kvöld og bauð mér að matast með sér. Ég hitti hann sitjandi í klef anum, með eitt af sjóbréfum Cooks yfir Kyrrahafið útbreytt fyrir framan sig. Hann tók kurteislega á móti mér, og þegar hann hafði sent varðmanninn burtu, var hann hinn alúðleg- asti. — Ég hef boðið yður til kvöldverðar með mér, sagði hann — en þér þurfið ekki að sitja við sama borð og ég, ef yður er það á móti skapi. NYR HIMINN - NY JÖRÐ EFTIR ARTHÉMISE GOERTZ 44 það fyrr en þér. Og enginn skal kyssa mig eftir það. Hann gat ekki annað en gamn- að sér ofurlítið yfir svo hátíð- legri yfirlýsingu af vörum ungrar konu. En hún var hætt að koma honum á óvart með neitt. Hann var farinn að kynnast því, hvílíkt ógeð hún hafði á að tala um lítil- fjörlega smámuni. — Hvaða vitleysa. Ung og fal- leg stúlka, eins og þér, má alltaf búast við að fleiri en einn maður kyssi hana, þangað ti^ hún er orð- in gömul kona. — Nei — nei, endurtók húii. — Ég óska ekki eftir neinni hre;ytingu á því. sem orðið hefur 'nnra með mér. Síðan það gerðist hefi ég gjörbreytzt. Allur heimur- inn er öðruvísi. — Eftir nokkra mánuði verð ég farinn, og þá gleymið þér þess- ari gerbreytingu. — Ég veit vel, hvað þér hugs- ið, en yður skjátlast. Eg mun aldrei gleyma yður. — Við sjáum til. Hún fylgdi honum að vagninum. Hvorugt þeirra mælti orð. Þegar þau komu þangað á skógarstígn- um, sem eikargrein lá þvert yfir hann, tók hann hönd hennar og hjálpaði henní yfir torfæruna. Niður við brautina sagði hún aftur: — Nei, ég mun aldrei gleyma yður. Þér eruð mér öll Louisiana. ‘' —' Þar með talið mýbit og mýr- arkalda, bætti hann við nokkuð beisklega. — Eruð þér ekki ánægður hér? — Líf læknanna er hvergi sér- lega ánægjuríkt. — Nei, en hjarta hans getur þó verið glatt. Hvernig hið opinbera líf er, og hvernig tilfinningarlífið er — það er vel hægt að halda því aðgreindu, ef maður vill. Hann ætlaði að grípa til and- mæla og svara: — Það er nú hæg- ara sagt en gert. En þegar hann sá ákefðina í svip hennar, var sem eitthvað bráðnaðl í honum, og hann mælti af þeirri blíðu, sem hann hafði aldrei kynnst í rödd sinni fyrr: — Þér eruð elskulegt barn......... Hann kyssti á hönd hennar og kvaddi. Andartaki síðar sat hann i vagninum. Hjólin mörruðu við sólheitan sandinn. Hann fann tíl nokkurs samvizkubits. Hvers vegna var hann að ýta undir hina barnslegu aðdáun hennar? Var það til að þóknast sinni eigin særðu lund? Hann leit ekki um öxl. Þegar hann pk fram hjá bank- anum, kom Númi Gaspard, sonur mosatökumannsins þjótandi Ú1 á götuna og stöðvaði hann. — Ég átti að skila frá móður minni, að það væri byrjað. Hann gekk upp í viðtalsstofu sína til að sækja töskuna með tíl- heyrandi áhöldum. Hún var þung og þegar hann þaut niður stigann heyrði hann glamra í þessum gömlu tólum, eins og dósaopnar- ar væru. Hann óskaði þess inni- , lega. að ekki kæmi til þess að j hann þyrfti að nota hinar slitnu ' tengur Jolivets, sem nikkelhúðin var víða farin af, svo skein í bert járnið. Rougette brokkaði af stað, sömu leið og hann var kominn. Þeir óku gegn um furuskóginn og beygðu inn á hliðargötuna, sem lá heím að húsi Gaspards í rjóðr- inu. Læknirinn þurfti ekki að binda hestinn, hann vissi að mátti ganga 05 honum á sama stað, þótt hann svo þyrfti að vera þar alla nóttina. Þegar hann gekk yfir garðinn, lagði um hann megnan þef og rak- an, af ferskum mosa, sem var breiddur til þerris í sólskininu. Hópur berfættra barna stóð þar hjá horuðum hundum sínum og störðu á hann stórum augum, Hann var framandi guðdómur í augum þeirra. Hann var örlaga- valdur. Þau skynjuðu með orð- lausu hugboði skógarmannsins, að öll framtíð þeirra lá í hans hendi. Ef móðír þeirra andaðist, myndi allur lifsferill þeirra gerbreytast. Allra augu, jafnvel hundanna fylgdu honum alveg heim að húsi. Frúin var klædd fyrírferðarmikl um náttkjól og lá við gróf lín- lök, sem geymd voru til þessara nota. Hún var kófsveitt. Læknir- inn gerði sér þegar ljóst, að hér yrði hann ekki einasta að fást við erfiða fæðingu, heldur og hina fölsku blygðunarsemi, sem er jafn algerngur sjúkdómur hjá þessu fólki og mýrarkalda eða pellagra. Það var naumast til þess hugsandi fyrir sómakæra konu, að sýna lækni nakinn líkama sinn, jafn- vel þótt við fæðingu væri. Það var út af fyrir sig geipilegt frá- vik frá venjulegri hefð, að neyð- ast til að þiggja slíka hjálp af karlmanni í stað ljósmóður. En kona mosatökumannsíns varð að láta sér slíkt lynda, því að ljósmóðir umdæmisins, gömul indíánakona, var nýlátin, og engin komin í hennar stað Læknirinn fékk smeygt hand- legg sinum inn undir sængina og hóf athuganir sinar blindandi. Fann hann þegar, að fæðingin var að hefjast. Hann dró til sín hönd- ina, fór úr treyjunni og bretti upp ermarnar. Síðan gekk hann fram í eldhús og þvoði hendur sín- ar með stangasápu, sem hann fann hjá þvottabalanum. Sófrónía hit- aði vatn á ofninum, hún var elst þeirra systra. Þegar hann koni aftur til kon- unnar, hélt hann áfram rannsókn- um sínum Og þegar þeim var lok- ið, hafði hann komist að raun urn, að hér átti hann við að fást oeðli- legt tilfelli. Frúin lá kófsveitt og kveinkaði sér. í hennar augum var barnsfæðing eitthvað áþekk jólunum. Hana bar að höndum einu sinni á ári, samfara henni var ógurleg áreynsla og útgjöld mikil. En hún var eðlíleg tjáning mannsins og ekkert við því að segja. Hann neri hendur sínar og hand leggi upp úr vínanda allt til oln- boga. Sendi Alphonse út í eldhús eftir svínafeiti og notaði það fyr- iy eins konar áburð við rannsókn- ir sínar innvortis. Hann fann bæði hönd og armlegg á fóstri þvi. sem nú var að koma. Hefði hans verið vitjað ógn fyrr, myndi hann ef til vill hafa getað fært barnið í eðlilegar stell- ingar. Nú þorði hann engum tíma að eyða til slíkra hugleiðinga. Hið eína sem gilti, var ástandið á líð- andi stundu. Hann gat reynt að snúa fóstrinu með töng, en ótt- aðist að valda barninu ólæknandi líkamstjóni. Frúin var nú tekin að undrast, hve lengi á lessu stóð, þrátt fyrir alla þá æfingu sem hún hafði í þeim sökum. Læknirinn dró nú yfirlakið til hliðar. en eiginmaður hennar fylgdist nákvæmiega með. Svitabað frúarinnar orsakaðist nú fremur af kvölum en hita. Hún var kona kjarkmikil og þolgóð, enda hljóðaði hún ekki. En svit-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.