Tíminn - 22.11.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.11.1964, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 22. nóvember 1964 TÍIVi^N ? MAYO CLINIC er nafn, sem milljónir manna um allan heim kannast við, en miklu færri vita gjörla hvað í því er fólg- ið. Margir ætla, að það sé spít- ali, en svo er ekki. Samt er það lækningastöð, og hún ein- stök í sinni röð, en fasttengd henni er vísinda- og kennslu- stofun, svo raunar eru hér tvær stofnanir. Mayo Clinic og Mayo Fo- undation, sem manna á meðal ganga oftast undir einu nafni. Síðar í þessari grein verða þær skilgreindar, en til hægri verka verða þær fyrst í stað nefnd- ar Mayoklíníkin. Heima- borg hennar er Rochester í Minnesota, byrjaði starf sitt sem lítil lækningastofa í smá- þorpi, sem var umkringt Indí- ánum lengi framan af. Þetta starf hófu þrír læknar, bræð- ur tveir og faðir þeirra, en nú starfar þar svo að segja undir einu þaki meira en þúsund. læknar — allir sem einn mað- ur — þótt það hljómi undar- lega. Þar hafa nokkrir íslenzk- ir læknar starfað um tíma. Einn þeirra er nýkominn vest- an frá Rochester í Minnesota, þar sem hann sat merkisaf- mæli þessarar stofnunar, þ.e. aldarafmæli tveggja stofnend- anna og hálfrar aldar afmæli hinnar miklu læknavísinda- stofnunar. f grein þeirri, er hér fer á eftir, verður nokkuð sagt frá Mayoklíníkinni. í fyrri hlut- anum, sem birtist í dag, verður rakinn uppruninn og aðdrag- andi stofnunarinnar. En í síð- ari grein, eftir helgina, verð- ur lýst stofnuninni, eins og hún er nú, og þá rætt við ís- lenzka lækna, sem þar hafa starfað. Það er þá upphaf þessa máls, að árið 1945 hleypir ungur Englendingur heimdragan- um, William Worrall Mayo, 2'5 ára og nýorðinn læknir, tekur sér far með Amerískuskipi án þess að kveðja kóng eða klerk. Það voru þó nokkrir láeknar í ætt hans. Eftir að hann var kominn vestur um hafið, ílent- ist hann ekki lengi á hverjuni stað, og þannig liðu tíu ár, að Indíánahöföinglnn Skerínef. Af beinagrlnd hans lærðu Mayo- bræðurnir fyrstu lexfuna i llf- færafræði. hann hefur verið á mörgum stöðum og ekki enn haldið heim til fólksins síns í Manc- hester, sem hann hafði varla fyrir því að kasta kveðju á nokkurn þeirra áður en hann fór um borð í skipið. En lækn- ar voru heldur ekki á hverju strái í nýja landinu, svo árin liðu fljótt við hinar miklu læknisannir. Hann fylgdist með straumnum vestur á bóg- inn, það voru hinir hvrtu land- nemar, sem voru að festa byggðir og bú á landi, sem Indíánar höfðu helgað sér um aldaraðir. Þannig var einnig norður í Minnesota, enda gáfu Indíánar landiu það nafn. Á þessu landsvæði nam William Worrall Mayo staðar. Hann var nokkur ár héraðslæknir í Le Sueur í Minnesota, en 1963 fluttist hann til Rochester, þar sem hann var skipaður skurð- læknir hermanna í Borgarstyrj öldinni, en hann fór hvergi að stríði loknu, og Rochester varð heimkynni hans upp frá því, sem var þá smáþorp. Indíánar bjuggu enn víða á þessum slóð um, og þeir litu raunar flest- ir á hina hvítu aðkomumenn sem landræningja og svarna óvini. íbúamir í Rochester og örðrum byggðum og þorpum hvítra manna áttu sífellt yfir höfði sér árásir Indíána, og flestir þorpsbúar, sem vettl- ingi gátu valdið, þ.e. karlar, urðu tíðum að fara frá verki sínu og búi til að taka sér vopn í hönd og verja staðinn. Og litli læknirinn enski lá þar heldur ekki á liði sínu, og kom þetta fyrir bæði í Le Sueur og Rochester. Hann var þá kvænt- ur og þriggja barna faðir. Eig- inkonurnar voru oft einar eftir í þorpunum til að gæta barn- anna. En það var líka töggur í konu „Litla læknisins" eins og Mayo var jafnan kallaður. Þegar þær urðu þess áskynja, að Indíánar voru að nálgast, kvaddi hún allar konurnar í þorpinu saman á fund og skip- aði þeim að klæðast karlmanna fötum og taka sér í hönd hvers konar verkfæri og amboð, sem líktust byssu og binda hnífa eða matskeiðar við hlaupið, svo að glampaði á það í sól- skininu og liti út fyrir að vera byssustingir, en öll vopnin sjálf höfðu bændur þeirra tek- ið með sér, er þeir héldu út úr þorpinu. Konurnar fóru síðan fylktu liði gegnum þorpið til að láta Indíánana halda til sýndar, að þorpsbúum hefði borizt liðsauki og þar færu her menn. En bæði fyrir frammi- stöðu sína sem hermaður og læknir fékk William Worrall Mayo fljótt orð á sig fyrir framúrskarandi dugnað. ósér- hlífni og skarpskyggni. Synir þeirra hjóna tveir fæddust á þessum slóðum, William James Mayo árið 1861 vog Charles Horace Mayo 1865. Læknirinn litli faðir þeirra var um margt óvenjulegur maður Læknalistin hefur að vísu ver- ið e.k. ættarfylgja. En synir hans voru ekki orðnir tíu ára gamlir, þegar hann byrjaði að kenna þeim iæknisfræði. Eftir eina orrustuna, sem Litli lækn irinn og sveitungar hans háðu náðu þeir stórum hóp Indíána sem unnið böfðu mikil hryðju verk, og voru þá 39 Sioux-Indí ána dæmdir til dauða og tekn ir af lífi. Og Sioux-höfðinginn Skerínef var þeirra á meðal Eftir aftökuna voru lík Indí- ánanna lögð í langa sandgröí hjá árbakkanum utan við þorp ið En líkin fengu ekki liggja þar lengi. Þar sem erfitt var fyrir lækna að fá lík til krufningar, voru læknarnir sér staklega á hnotskóg eftir þeim, sem hataðir voru eða látið höfðu lífið með smán. lík slíkra ógæfumanna voru hvalreki. Viðstaddir þessa af- töku voru margir Iæknar. sumir komnir um langan veg. og þar var Litli læknirinn dr. Mayo og mættur í þeirri von að eignast skrokk til að kryfja. Og ekki var fyrr farið að skyggja eftir að búið var að koma hinum dauðu í gröfina en hún var opnuð aftur. lík- "TKvn .i.: - - , William var ekki hár í loftinu, þegar hann fór að fara i læknis- vitjanir með föður sínum. unum lyft upp og þeim skipl á milli viðstaddra Þannig komst Litli læknirinn yfir skrokkinn af Sioux-höfðingjan um Shírenef hélt rakleiði- heim til sín með hann, limaði hann sundur í viðurvist nokk urra starfsbræðra. hreinsaði beinagrindina og iiauskúpuna. og þessi kennsluáhöid notaði Litli lækriirinn í fyrstn kennslustundinni, sem hann veitti sonum sínum í líffræða- fræði,’ en þá voru þeir enn ekki komnir á fermingaraldur. Það kom oft fyrir á þessum aldri, að hann lét þá vera við stadda líkskurði, hann gaf þeim smásjár til að skoða alit sem rækilegast. Og á fjórt- ánda ári voru þeir orðn- ir svo færir að rann að rannsaka alla vefi líkam- ans, sýkta eða ósýkta, að þeir stóðu fullveðja skurðlæknum á sporði. Raunar voru skurð- læknar fágætir i þann tíð, sú sérgrein eins og við þekkjum hana, var þá ekki kennd og notuð af fáum. En Litli lækn- irinn þjálfaði sig í þessari list og syni sína. Hann var brautryðjandi í skurðlækning- um vestur í slétturíkjum Bandaríkjanna, starfsbræður hans komust oft i þann vanda sem þeir treystu aðeins Litla lækninum til að ráða fram úr. Og hann einsetti sér snemma að gera syni sína að framúrskar andi mönnum.Kornungir settust þeir í læknaskóla og voru þá þegar fróðari um margt en sjálfur kennarinn og kunnu vel fyrir sér. Faðir þeirra leit- aði uppi beztu skóla handa þeim. Að embættisprófi loknu heima fyrir, fóru þeir til Ev- rópu. voru þar við nám og rannsóknir í Breltandi og á meginiandinu ; nokkur ár og uáru saman bæku: sínar við alla helztu skurðlækna beggja megin hafsins. Eldri bróðirinn William kom 'neim á undan himtm og settist þá strax að i pessu ;itÍ3 þorpi. Það virtist í 'íiun og iannleika nreinasta goðgá, þvi að þessi ungi maðui hafði fengið slíka menntun og bjáiíun sem skurðlæknir, að nonum nefði verið innan hand ar að fá próíessorsstöðu hvai sem var i heíminum. En hann sinnti því ekki, heldur fór hanr< að vinna með gamla Framnaid á bls. 13 William Worrall Mayo, „llfli læknirinn,‘, lét engin veður aftra sér frá að vitja sjúklin’ga sinna og hesturinn hans dugði honum vel í margri svaðilför. MAYO-klíníkin nainnist stofnendanna — Fyrri grein

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.