Alþýðublaðið - 17.05.1954, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.05.1954, Blaðsíða 4
« ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þrið'judagur 18. maí 1854 Ctg«ftndi: Alþýðuflokkuriuto. Ritstjóri og ábyrgOarmsStm H*ntíib*l ValdimArssau MeSritstjóri: Helgi Særaimðsaox. Fréttasijóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Bl&ðamenn: Loftur GnC- mundsson og Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjórl: Hmmi Möller. Ritstjórnarsimar: 4901 og 4902. Auglýsinga- eimi: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjsm, Kvg. 8—10. Áskriftarverð 15,00 á mán. 1 lausasölu: 1,00. Norræna sundkeppnin HAFIN er ný norræn sund-1 . r I Jkeppm, en Isleniiingar báru giæsilegan sigur af hólmi í iiinni fyrri og hafa fullan hug á alS duga enn, þó að úrslitin verði sýnu hæpnari að þessu j sinní. Svíar kölluðu okkur heztu sundþjóð heimsins að fyrri keppni lokinni, og sann- arlega er eftirsóknarvert að verja islíkan titil. Byrjun sund- keppninnar leiðir í ljós, að á- hugi almennings er mikill, og vonir standa til, að hún hafi verið vel skipulögð af okkar hálfu. Þess er Ííka mikil þörf, því að sigur íslands er því að- eins mögulegur, að þjóðin legg ist á eitt, ekki aðeins til að vinna nýjan bikar, heldur fyrst og fremst til að staðfesta for- ustu íslendinga á sviði sunds- ius, sem er í senn holl og fögur íþrótt. | Framfarir síðustu áratuga á íslandi eru Iíkastar ævintýri. Ein sönnun þessa er framgang ur sundíþróttarinnar. Um síð- ustu aldamót voru aðeins fáir fslendingar syndir, og sumir brautryðjendur sundsins eru enn vor á meðal. En ungmenna féiagshreyfingin og íþrótta- hreyfingin vöktu áhuga þjóð- arinnar á þessari ágætu íþrótt. Ungum og vöskum drengjum þótti óbærilegt til þess að hugsa, að menn drukknuðu við landsteina eða í ám og vötn- um, þó að fáein sundtök hefðu átt að nægja til að bjarga lífi þeirra. Og æskan gerði hug- sjónina að veruleika á ótrúlega skömmum tíma. Urslit fyrri norrænu' sundkeppninnar er gleggsta dæmi og skemmtileg- asta sönminin um árangurinn. Nú eigum við Islendingar á að skipa sundmönnum, sem þola samanbur'ð við snjöllustu kappa hinna Norðurlandaþjóð- anna. Við dáumst að afrekum þeirra að vonum. En mestu skintir þó, að sundíþrótt.in er orðin bi/íðareign okkar Islend- inga. Fjöldinn, sem iðkar hana, gerir sér ekki von um met eða önnur stórmeistaraleg afrek. Fyrir honum vakir að þreyta sund. sér til _ heilsubótar og dægrastyttingar. Sú viðleitni tryggði okkur sigurinn í fyrri norrænu sundkeppninni. Þetta sýnir og sannar al- mennt gildi íþróttanna. Þær eiga ekki aðeins að vera sér- eign nokkurra þrautþjálfaðra afreksmanna. Tilgangur þeirra er sá að efla heilbrigði og þroska almennings og verða þjóðareign. Sundið er bezt fall- ið til þessa af öllum íþróttum. Það er tvímælalaust hollasta og fegursta íþróttin, glæðir þrótt og eykur gleði án þess að krefjast mikillar áreynslu, hentar öldnum sem ungum og býður upp á sígandi lukku ár- angursins. Norræna sund- keppnin verður til þess að efla þennan skilning og gefa öllum landsmönnum kost á að auka or'ðstír þjóðarinnar í drengileg um leik, sem hefur í senn þýð- ingu fyrir einstaklinginn og samfélagið. Og þetta er kjarr- ið, sem stóru trén spretta upp úr, afreksmennimir, sem kalla nafn Islands út yfir heiminn í keppni við snjöllustu sund- garpa annarra þjóða. Forseti fslands hefur minnzt fagurleaa Páls Erlingssonar, brautrvðjanda sundíþróttarinn ar á fslandi. Honum eiga marg ir mikið að þakka. Oeigin- gjarnt brautry'ðjandastarf hans hefur borið glæsilegan árang- ur. Nú er borið af mörgum merki hað, sem Páll Erlingsson hóf einn hátt á loft forðum daga. Páll Erlingsson tókst á hendur forustu sundíþróttar- innar í árdögum nýrrar aldar ! á íslandi. Starf hans hefur tek izt með þeim átrætum, að nú er j öll íslenzka þióðin hæf til af- reksins, sem Kiartan Ólafsson vann í Niðarósi forðum — og betur þó. Kjartan skildi jafn við Ólaf konung Tryggvason í snndi. íslendingar hafa einu sinni sivrað allar hinar Norð- urlandaWóðimar í sömu íhrótt og geta drvgt sömu dáð iiðm sinni, ef ailir leggjast á eítt. Tilkynning fii húsasmíða- meisfara. Þeir húsasmíðameistarar, sem haf^ nemendur er taka eiga sveinspróf í vor, senði umsóknir sínar til formanns prófnefndar, Björns Rögnvaldssonar, Mánagötu 2 fyrir 20. þ. m. — Umsókn skulu fylgja námssamningur? prófskírteini frá IðnskóJa ásamt prófgjaldL — Próf í teikningu fer fram í Iðnskól- anum sunnudaginn 23. þ. m. og hefst kl. 9 f. h, « PRÓFNEFNB. |a ■ /■ s Þetta verður mikið íþróttasumar og m. a. háð Evrópumeistara- Knoffunnn 1 mðíK. Vorið er komið og knattspyrnan byrjuð hér heima og erlendís. mót í frjálsum íþróttum suður í Sviss. Hlutur knattspyrnunnar mun þó vafalaust verða mestur nú eins og undanfarið. Myndin er af landskeppni Dana og Finna í fyrra, en þar sigruðu Banir með yfirburðum. Daninn Kurt Nielsen skallar knöttinn í mark. Ljóshærð og bláeyg slú en lærlingur galdramannsi ÞEGAR listamaður kýs sér járn sem efni til að vinna úr, setur hann sig í margskonar hættur. — Gasfoyikin skelfa húsverðina, og þegar það í þokkabót er ung stúlka, sem notar slíkar vélar, þá er henni hiklaust sagt að fara eitthvað annað til að leika lærling galdra mannsins. Þetta er einmitt það, sem kom fyrir Gerði fyrir nokkruim mánuðum; hún hafði engan samastað til að geta unn- ið. Til allrar hamingju hefir Luc Bidoilleau skotið yfir hana skjólshúsi í hinni stóru vinnu- stofu sinni í Vaugirard-hverf- inu. Bak við bráða.birgðaskil- rúm getur Gerður óhindrað lát ið neistana fljúga. Það er alveg furðulegt að sjá þessa ljósfoærðr bláeygðu stúlku innan um öll þessi áihöld, sem hún notar. — Eg þekki engan annan kven- myndhöggvara, sem hefir þor- að að ráðast á járnið, og er Gerður þó mjög. blíðleg að sjá — Maður á erfitt með að skilja að hún skuli geta unnið með sömu verkfærum og hinn risa- stóri Jakobsen. En hún fer me<* gasflöskurnar, eins og sjálfsagðr hluti, og járnborð með málm- sögum, klinpum, þiölum, af 511 um stærðum og gerðum: til að pólera suðurnar, og skrúfstykki, gefa herberginu smíðaverk- stæðisiblæ. Gerður sjálf í bláum slopp með suðugleraugun fyrir augunum, breytist í persónu úr vísindareyfara. NÝJAR STEFNUR Það, að hinir ungu mynd- höggvarar fara meira og meira að nota ..óæðri málma“, en foætta við brons, gips og stein, stafar að miklu leyti af fordæmi Gonzales og Caldes. Hin mikla viðurkenning, sem, Gonzales hef ur fengið-eftir dauða sinn, og hrifningin á líkönum, sem sýna hreyfingu, hafa óihjákvæmilega leitt af sér nýjar stefnur. — Ein sog kunnU'gt er, voru fyrstu l’íkön úr smíðajámi og plötum, GERÐUR HELGADOTTÍR, myndhöggvari hefur a'ð und aníörnu dvalizt i París, og þann 13. þ.m. opnaði hún þar sýningu á verkum sín- um, í Gallarié Arnoud. — Verk Gerðar vekja rnikla at- hygli franskra listdómara, eins og grein þessi ber með sér, en hún er eftir hinn kirnna gagnrýnanda, Michel Rayon, og birtist í aprílhefti tímaritsins „Cimaise“, Revue íe l’art actuel, þessa árs. Gerður Helgadóttir. þau_ sem Gargallo smíðaði, um 1906. Maður minnist alltaf þessa tíma. Svo fyrir 1914, Marcel Ducfoamp og Arcfoipenko. Lang- an tíma stóðu Pevsner og Gon- zales alveg einir sér. — Þetta er öðru vísi í dag, þar sem David Smith og, Lippold í U.S.A., Max Bíll í Sviss, Jaköbsen og Lard- era í aPrís, meðal annarra, hafa kynnt notkun iárns í abstraktri myndlhöggvaralist. Meðal hinna ungu, virðist Tagiri hafa haldið áfram, þar sem Gonzales sleppti, en eftir að Gerður yfirgaf steininn, sem annars var hið sígilda efni högg listamanna, þá var það Daninn Jakobsen, sem hún tók sér til fyrirmyndar. — En áhrifa hans gætir alls ekki lengur í verkum Gerðar. „YFIR LÍNUNA“ Hæfileikar Gerðar eru furðu- legir. Hún lærði gamla stílinn í Florence, og hjó myndir úr steini svo meistaralega, að þeg- ar hún kom til Parísar, á vinnu- stað Zadkins, komst hún strax „yfír línuna", Fyrstu höggmynd ir. henna rúr steini eru frá 1950 og 1951. Þar er hún ennþá dálít ið hikandi og virðist sækja við- fangsefnin í íslenzkar þjóðsög- ur. — En strax og hún byrjaði með járnið 1952, náði hún á- kveðnari st0. Líkön hennar, sem sýna hreyfingu <?áfu þegar fyrir heit um hinn léttilega yndis- bokka verka hennar nú. Því í dag notar Gerður ekki smíða- iárn, hún notar stálteina og stálvír, sem hún sýður saman, og stálið er fágað og suðurnar nóleraðar með þjöl. Það er að segja, hún hefur fjarlægzt mík- <ð Gonzales. sem eftir því sem bún sagði mér sjálf, hafði haft mikil áhrif á hana, þegar hún byrjaði að vinna úr járni. í raun og veru notaði Gon- zales, eins og Tajiri, nú í dag, 'efni valið af handahófi, oft ryðg að, en þetta gerði, að verk hans litu út fyrir að vera frumstæð list, nokkuð sambærileg við viss líkön úr járni, sem negrar gera og landkönnuðir hafa flutt með sér. Síoustu verk Gerðar eru alger andstaða þessa stíls liöggmynda- gerðar úr málmi. Þegar Gerður kom til íslands og hafði sýningu 1952 í Reykja- vík, furðaði hún sig á, hve mót- tökurnar voru góðar, og hve mikinn áhuga listamenn í föður landi hennar sýndu verkurn hnnar. París hefur ekki viljað láta sitt eftir oe þegar tekið Gerði í fóúur og álítur hana ó- umaeilanleía einn sinna beztu mynd'höggvara.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.