Tíminn - 13.12.1964, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR 13. desember 1964
TÍMINN
VeriS er a3 taka kvikmyndina „What is new Pussycat?" i París um þessar mundir, og leikur
svissneska leikkonan Ursula Andress aðalhlutverkið. Hér sést hún í ökuferð f nokkuð óvenjulegum
búningi úr ekta skinni.
Yfirstiórn háskólans i Ala-
bama hefur neitað stúdent-
um að fá trompettleikar-
ann Louis Armstrong til þess
að taka þátt í iistahátíð, sem
þeir hafa á prjónunum. í hlaði
stúdenta, Crimson and White,
segir, að um 1000 stúdentar hafi
mótmælt þessari ákvörðun rekt
ors, en það virðist ekki hafa
haft nein áhrif.
Sérfræðingar í Stokkhólmi
fullyrtu nýlega, að það væri
ódýrara að hafa uptphitaðar göt
ur til þess að bræða snjóitnn,
en að moka honum burt eins
og nú er gert. Og í Austur-
Berlín er reynd önnur leið til
þess að hafa götur borgarinnar
snjólausar yfir vetrartímann.
Er hér um að ræða nýtt efni,
sem sptrautað er á snjó'inn.
Bráðnar hatnn þá samtímis og
efnið kemur í veg fyrir að
hálka myndist. Til þessa verks
bafa yfirvöldin 5000 tonn af
þessu nýja efni, 38.000 tonn af
sandi og 3000 tonn af salti.
Höfðingi nokkur í norður-'
hluta Nígeríu var nýlega dremd
ur i 12.000 króna sekt fyrir að
hafa kvænzt konu númer fimm
— en höfðingjuin þar í landi,
þeim sem múhameðstrúar eru,
er bannað að hafa fleiri en
fjórar konur. Faðir stúikunn
ar var dæmdur í 2000 króna
sekt fyrir að haia boðið höfð
ingjanum dóttur sina sem
konu.
*
ísraelskir fornleifafræðingar
hafa fundið rjt, sem talin eru
hafa verið skrifuð rétt eftir
upphaf tímatals vors, í nám-
unda við gamalt virki við
Dauðahafið. Er hér talið vera
um að ræða 8—11 kafla úr
þriðju Mósebók. Það var leið
angur undir stiórn pró'ersors
Yigal Yadin, sem fann þessi
rit. Virki þetta, sem liggur rétt
við Massada, var einn siðasti
varnarstaður Gyðinga i bar-
áttunni gegn Rómverjum árið
73 eftir Krist.
Kvikmyndin ,,Zorbe the Greek“ var nýlega frumsýnd í New
York, eh Ahthony Quinn Ieikur aðalhlutverkið í henni. Á mynd-
inni, sem var tékin eftir frumsýninguna, sjáum við Anthony og
gríska lelkarahn Vassili Lansbrinc dansa grískan dans.
Algjör tilviljun varð til þess
að afbrotamaður eiivn var hand
tekinn i Rotterdam nýlega.
Rððizt var á 22 ára gamla
stúlkU og reyndi árásarmaður-
inn að nauðga henni. En stúlk
an vair ekki ð þeim skónum.
Þau lentu i hörkuslagsmálum,
sem lyktaði ittéð því að árásar
maðurinn flýði. Stúlkan var svo
flutt ð sjúkrahús og þar gert að
sárum hennar. Og á sjúkrahús
inu hitti hún árásarmanninn
aftur, aðeins klukkustund eftir
áráslna. Hann hafði einnig kom
ið á þetta sama sjúkrahús til
þess að láta laippa lítillega upp
á sig. Maðurinn var þegar l;and
tekinn.
★
Hörkuslagsmál brutust ný-
lega út í troðfullri járnbrautar
iest i Chicago. Var svo troð-
fullt í lcstinni, að tveir vasa-
þiófar gættu 'sín ekki og
reyndu að stela livor af iiðtum!
Þetta gekk ekki sem bezt., og
eftir nokkur átök lentu þeir
báðir í steininum.
Einn frægasti næturklúbbur Parísar, „Crazy Horse Saioon“, Þessi mynd af Jacqueline Kennedy var tekin þegar hún kom fram opinberlega nýlega, ífyrsta
hélt upp á 10 ára afmæli sitt nýlega. Meðai skemmtiatriðanna sinn síðan Kennedy forseti var myrtur. Hér fær hún blóm frá Douglas Ferguson, 11 ára, en hún
voru þessar fallegu stúlkur. Fremst til hægri á myndinni sést var viðstödd hádegisverð, þar sem 12 dréngir og stúlkur frá öllum hlutum Bandaríkjanna komu
málarinn frægi Salvador Dali, en hann var viðstaddur afmæiis- saman, en þau höfðu öll unnið einn dag í því skyni að safna peningum í mlnningarsafn Kennedys
hátíðina. forseta.