Tíminn - 13.12.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.12.1964, Blaðsíða 7
TÍMINN Raett við Erling Þorsteinsson lækni um starfsemi heyrnarstöðvarinnar. — Starfsfólk flestra iðnfyrii tækja og stofnana í Reykjavík, það sem vínnur í daglegum há- vaða, hefur nú verið prófað í Heymarstöð Reykjavíkur, t.d. hafa starfsmenn flestra vél- smiðja hér í borg verið heyrn- arprófaðir. Erlingur Þorsteinsson, lækn- ir Heymarstöðvarinnar skýrði frá þessu, er blaðið spurðist fyrir um starfsemína. — Við höfum orðið vör við mjög greinilegar heyrnarbilan ir meðal þessa fólks, sagði Er- lingur, en í sumum tilfellum eru það menn, sem em komn- ir á þann aldur, að erfitt er að segja til um, hvort hávaði sé orsök bilunarinnar, og þyrfti að fylgjast með heyrp manna að staðaldri til að fá ömgga vitneskju um slíkt. Margir upp- lýsa þó, að þeir hafi fyrst orð- íð varir við heymardeyfu eftir að þeir vom búnir að vinna svo og svo lengi -í hávaða, þó ekki skemur en 2-3 ár. — Hvaða starf er hættuleg- ast í þessu tilliti? — Því verður ekki slegið föstu, en ég geri ráð fyrir, að plötusmíði sé einna verst. Henni fylgir gífurlegur hávaði, sérstaklega þegar unnið er inni í geymum. Loftborar era líka slæmir. — Hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar vegna þeirra, sem reyndust hafa minnkaða heym við þessar mælingar? — Ég hef skoðað þá, sem eftthvað vantaði á heyrn, og sent þá, sem með þurftu, til eymasérfræðings. Nú er verið að gera skýrslur um mælingam ar og verða þær síðan birtar. Að svo stöddu get ég ekki nefnt tölur í þessu sambandi, en mér virfSst óhætt að full- . .-. ... Erlingur Þorsteinsson og Maria Kjeld heyrnarprófa Iítlnn dreng. (Ljósm.; Tíminn-GE). Hávaðinn á vinnustað skaðar heyrn margra yrða, að hávaði á vinnustað hafi skaðað heyrn margra. — Hvað er unnt að gera tíl að draga úr hættunni? — Eftir því sem ég veit bezt hafa verið gerðar ýmsar ráðstaf anir til að draga úr þessum skaðlegu áhrifum, og sumir hafa slíkt í imdirbúningi. Það yrði langt mál að telja upp all- ar ráðstafanir, sem gera mættí, en ég vil benda á þrjú atriði: Hljóðeinangmn á loftum g veggjum, að láta starfsfólk nota tappa í eyrun eða eyrnahlífar, og að láta einstaka starfsmenn skipta um verk eða stað í fyrir- tækinu öðru hvom, þar sem því verður við komið. Auk þess væri sundurhólfun æskileg, t.d. í smiðjum, svo starfsliðið þurfi ekki að hlusta á öll verkfæri samtímis. En það er ástæða til að vara við fleiri tegundum háv aða. Nú fara áramót í hönd og þá fer að heyrast í kínverj- um og púðurkellingum. Þessar sprengjur geta orsakað varan- legt heymartap í ákveðnum hluta tónsviðsins. ef þær springa nærri eyrum bama, og em mörg dæmi þess hjá þeim börnum sem við höfum mælt. — Heyrnarstfiðin var í fyrstu aðeins ætluð bömum? — Já, hún var stofnsett fyr- ir rúmum tveimur ámm að til- hlutan Zontaklúbbs Reykjavik ur og með fjárhagslegri aðstoð hans. Klúbburinn gaf heymar- mælingatæki og ýmsan annan útbúnað, og kostaði auk þess nám ungrar fóstm, Maríu Kjeld, við eina af heymarstöðv- um danska ríkisins. Stjóm klúbbsins leitaði til mín um að vera með í ráðum um val tækja og koma stöðinni á laggimar, og leítað var til stjórnar Heilsu verndarstöðvarinnar varðandi húsnæði. Stjómin • brást vel við, og heyrnarstöðin fékk inni í barnadeildinni, en getur þó aðeins starfað þar eftlr kl. 4. Auk þess kostar Heilsuverndar- stöðin rekstur Heymarstöðvar- innar. Þessi fyrsti vísir að full- kominni heyrnarstöð á íslandi var í fyrstu aðeins ætlaður böm um yngri en 4 ára með tilliti til þess, að hið opinbera hafði þá aðéins gert ráðstafanir varð- andi böm 4 ára og eldri, sem áfátt var um heym og jafn- framt oft um mál. Þar á ég við Málleysingjaskólann. — Nú er það svo, að barn þarf að heyra til að geta lært málíð, og sem kunnugt er byrja flest böm að læra það á öðru ári. Þess vegna er nauðsynlegt að fá sem allra fyrst vitneskju um, hvort barn er heyrnardauft. Reynsla sér- fræðinga hefur sýnt, að mikið ríður á, að heyrnardauf böm fái við#gandi heyrnartæki og njóti sérstakrar umönnunar eínmitt þá tiltölulega fáu mán- uði, sem þau eru að læra málið. — Það var því fyrst og fremst vegna barna undir 4 ára aldri, sem heyrnarstöðin varð til, og þar sem starfskraftar voru ekki meiri, ein stúlka til heymar- mælinga og ég, part úr degi einu sinni í viku, þá vild- um við í fyrstu takmarka okk- ur við þennan aldursflokk og sjá til, hvort við gætum færzt meira í fang. Fjöldi ungbama, sem við fengum til meðferðar reyndist sem betur fór ekki eins mikill og gert var ráð fyr- ir, og var því greinilega hægt að fjölga verkefnum. í samráði við borgarlækni var byrjað að heyrnarprófa nemendur 1? ára bekkja barnaskólanna, síðan 7 ára bekikina, og hafa þt-ssir bekkir í öllum skólum borgar- innar veríð heymarmældir a. m.k. tvisvar. — Þurfa börnin að koma í Heilsuvemdarstöðina í þessu skyni? — Nei, María Kjeld fer með mælitæki í skólana og prófar bömin þar, en öll þau böm, sem hafa sýnt eitthvað athuga- vert á heyrnarlínuriti, hafa svo verið prófuð nánar í stöðinni. Þar hef ég skoðað þau, séð um að þau, sem þurftu á læknis- hjálp að halda, yrðu send til eyrnalæknis síns, og að þau börn fengju heyrnartæki, sem á þurftu að halda. Síðan höf- um við reynt eftir megni að fylgjast með þessum bömum. — Er þetta mikill fjöldi barna, sem þið hafið tekið til nánari prófunar? — Það er ekki stór hundraðs hluti þeirra bama, sem hafa ver ið mæld, en skipta þó hundr- uðum. — Svo það hefur sýnt sig, að hér var þörf fyrír heyrnarstöð. — Já, það hefur sýnt sig, enda fyrirfram vitað. Þetta er gott það sem það nær, en betur má ef duga skal. Þessi starfsemi þyrfti að ná til allra skóla. Það kemur smámsaman. Nú er t.d. í ráði að fara að heyrnarmæla börn í leikskól- unum. Ég vildi gjarnan, að hægt væri að heymarmæla öll skólabörn árlega, og það er tak- markið. — Þessi litla heyrnar- sTöð er og á aðeins að vera vísir að fullkominni stöð, heym arstöð ríkisins, sem við hljót- um að fá fyrr eða síðar. Það yrði stöð allra landsmanna og allra aldursflokka. Til þess þarf aukið sénmenntað starfslið og húsnæði ætlað heymarstöð- inni einni. Sérmenntaður heymarfræðingur gæti t.d. séð um daglegan rekstur slíkrar stöðvar, og þar yrði að koma Framhald á 11. síðu. Þessi mynd er tekln í heyrnar- stöðlnni, inni f klefa, sem er innréttaður til heyrnarprófunar. Framan við litla drenglnn er skápur með tveim innbyggðum hátölurum og upplyctu leigfanga hólfi fyrir neðan hvorn þefrra. Mishálr tónar eru gefnir með hátölurunum á vixl, og sést þá, hvort drengurinn beinir augun um þangað sem hi)óðið kemur frá Vegglrnir eru klædd- ir með hljóðeinangrunarplötum. Erlingur Þorsteinsson fvlgist með drengnum, sem situr á hné föður síns.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.