Tíminn - 13.12.1964, Blaðsíða 24

Tíminn - 13.12.1964, Blaðsíða 24
Sunnudagur 13. desember 1964 255. tbl. 48. árg. Pétur frá Þórustöðum og frú: Við höfum farið áður í hringferð með Gullfossi og líkaði svo vel j að við ákváðum að fara í þessa ferð. JOLAHALD A ATLANTSHAFI MB—Reykpavík 11. des. Gullfoss lagði af stað í jóla hringferðina í kvöld og eru 111 farþegar með skipinu, eða eins margir og framast komust. 84 þeirra fara hringferðina, en hi’n'ir fara af í Kaupmannahöfn og aðrir koma þar i þeirra stað. Þetta er í fyrsta sinni, sem Gullfoss er í hafi um jólin, og varð eftirspurn eftir farmið um enn meiri en forráðamenn Eimskips höfðu J»orað að gera sér vonir um. Fréttamenn Tímans komu um borð í Gullfoss rétt áður en skipið lagði frá bryggju. Fyrstur varð á vegi okkar Sig urlaugur Þorkelsson, blaðafuU trúi, sem var í erindagerðum um borð. Það er fullskipað i förinni og fleiri en við þorðum að vona. Þetta er fyrsta til- raunin með að gefa farþegum kost á að halda jólin um borð og fólk virðist mjög ánægt með hana, því langt er síðan allt var fullbókað hjá okkur Skipið fer í venjulega hring ferð. nema hvað komið verður við í Gautaborg í stað Ham- borgar. Á aðfangadagskvöld verður skipið statt milli Leith og Reykjavíkur og hingað kem ur skipið á annan i jólum. Við munum reyna að skapa ís- lenzka jólastemmningu um borð og höfum til þess nokkur „leynivopn" sem ekki er rétt að afhjúpa að svo stöddu. Auð vitað þarf ekki að taka fram, að íslenzkur jólamatur verður á borðum. Þetta er alls ekki dýr ferð, sama verð og i öðr um hringferðum, innan við W00 krónur á fyrsta farrými a<g allur matur innifalinn nema kvöldverður í Kaupmanna- höfn. Við fórum að svipast um eft ir farþegum' og fyrst urðu á vegi okkar hinn góðkunni leik ari Lárus Pálsson og kona hans og dóttir. — Hvað kemur til að þú heldur jól á. sjónum, Lárus? — Það stendur nú þannig á því, að ég fékk leyfi frá leik húsinu og þeir hjá Eimskip voru svo elskulegir að bjóða okkur í þessa ferð. Og hver getur hafnað slíku boði? Eg vil taka það fram, að það er ekkert á bak við þetta boð, ég ætla bara að slappa af og hafa það náðugt. njóta góðrar þjónustu og gómsætra rétta. Og við hlökkum öll mikið til þessarar farar. Næst urðu á vegi okkar Kristján Fjeldsted, bóndi á Ferjukoti, og kona hans. Kristj án þekkja að minnsta kosti allir laxveiðimenn og fjölmarg- ir aðrir um land allt. — Hvað kemur til að þið farið út á haf tii að halda jól? — Við þurfum að létta okkur upp, sveitafólkið, ekki síður en aðrir. sagði frúin Við höf um farið í hringferð með Gull fossi áður sagði Kristján. — Ög líkað vel. úr því þið farið aftur? — Já. afskaplega vel. Ann ars var ég að vona að við kæmum við i Harriborg, en þeir fara víst til Gautaborgar í staðinn, vegna flutning's Mér líkar vel að fá þetta tækifæri svo er nú líka viss persónuleg ástæða fyrir því að við för- um í þessa ferð Kristján Fjeldsted og frú: Sveitafólkið þarf líka að létta sér upp. (Allar myndirnar Tímam-KJ) — Og hver er hún? — Afmæli. — Merkisafmæli? — Fimmtugsafmæli. — Og hvenær er sá merkis dagur — Því skulum við riú sleppa í blaðinu! Er við gengum frá borði rákumst við á enn ein hjón, sem allir kannast við. Pétur Guðmundsson, kenndur við Málarann og Þórustaði, og frú ætluðu bersýnilega að halda heilög jól á sjónum. — Hvað kemur til að þið farið í þessa ferð? — Við höfum áður farið svona hringferð og líkaði svo vel, að við viljum halda jólin um borð. — Þið eruð hætt að búa á Þórustöðum, er það ekki? — Jú, nýir og ungir ábú- endur tóku við í júlí í sumar. Nú sem stendur búum við á Selfossi, hjá Páli sýslumanni. Að endingu óskum við svo farþegum og áhöfn gleðilegra jóla. Lárus Pálsson og fjölskylda: Þeir bnðu okkur, og hver getur neitað sliku boði? - MIKID ÚRANÍUM Á GRÆNLANDI Jólabingó Jólabingó Framsóknarfélags Reykjavíkur verður að Hótel Sögu í dag, 13. desember og hefst klukkan 20:30. Stjórn andi er Svavar Gests. Skemmt unin hefst með því að spilað verður bingó um 20 vinninga 1. Westinghouse-isskápui 2. lampi og tveir vasar, 3. Karl- mannsúr, 4. Kaffistell fyrir 12 5. Málverk, 6. Transistor ferða útvarp, 7. Evu-hárþurrka, 8. svefnpoki, 9. Matvæiakarfa frá Kjötbúðinni Borg, 10. Hræri vél, 11. Matvælakarfa frá SÍS- Austurstræti, 12. Myndavél og Taska. 13. Hcrrafrakki 14 Jóla matur frá Sláturfélagi Suður- lands, 15. Myndavél og taska, 16 gjafakort frá Rímu 17. Myndavél ásamt skjalatösku, 18 Hvfldarstóll, 19. Værðarvoð og peysa, 20. Gjafakort frá Mark aðinum, Laugavegi 89. j Þá mun Einar Ágústsson ai bingismaður flytja ávarp. Ó væntur gestur kemur i heim- sókn. Á eftir verður stiginn dans, hljómsveit Svavars Gests leikur, söngvarar Elly Vil- hjálms og Ragnar Bjarnason. Aðgöngumiðar verða seldir i Ilótel Sögu eftir klukkan 4 í dag. Aðils—Khöfn, 12. des. Úraníummagnið á Grænlandi er helmingi meira, en við var búizt, að þvi er blaðið Aktuelt skrifar, og getur þetta breytt efna hagslífi Grænlands í framtíðinni. Vísindamenn hafa komizt að raun um að langtum meira úran íum er að ffnna á Grænlandi, en hingað til hefur verið haldið. Og jafnframt hafa þeir fundið sjaldgæfa dýrmæta málma aðra. Einnig gefur þetta möguleika til þess að nota nýjar og ódýrari vinnsluaðferðir. Þessi merki fundur var gerður í Kvanefjallinu á Grænlandi, en mögulegt er að leggja þar námij- höfn, sem hægt er að nota ellefu mánuði ársins. MjRÓLFUR LÉK MED RANGERS HSím-Reykjavík, 12. des. Þórólfur Beck lék i dag sinn fyrsta leik með aðalliði síns nýja félags, Glasgow Rangers, og sam- kvæmt frásögn skozka útvarpsins lék hann mjög vel og verður mikill styrkur fyrir Rangers. Rangers vann Dundee (Jtd. með 3—1 i Dundee o? skoraði Forrest óll mö kin. Tvívegis eftir frábærai senclingar Þórólfs svo það va- arð veldasta verk fyrir hann að skora. Sjö ’ínútum fvrir ieik=tf Þórólfur einn í gegn og átti mark vörðinn aðeins eftii en nonum tókst að verja. Nánar á þriðjudag. Skipsstrand á Raufarhöfn EJ—Reykjavík. 12. des Varðskipið Þór ætiar að reyna að draga hollenzka skipið Susanna Reith á flot kl. 3—4 í dag, en skip ið strandaði í svo nefndri Kotflúð í höfninni á Raufarhöfn í gær.Hríð er nú á Raufarhöfn og dimmviðri en ekki mikill sjór. Hollenzka skipið. sem mun vera hátt á annað þúsund lestir að stærð, kom til Raufarhaínar um fjögurleytið í gær og um kl. 16 30 hélt skipstjórinn inn á höfn ina án þess að bíða eftir hafnsögu manni. Aust-norð-austan strekk- ingur var ,en ekki mjög dimmt Lenti skipið allt of innarlega í höfninni, og mun skipstjórinn hafa orðið var við það. því að hann ætiaði að beygja út, en lenti þá á fiúðinni. Öll siglingamerki voru í stakasta lagi. í nótt hvessti á Raufarhöfn og við það ýttist skipið lengra upp á flúðina Liggur það nú að ,mestu á þurru þegar fjara er Þór kom frá Akureyri kl IP i morgun og| tóku menn þegar að undirbúa björgun skipsms. Mun þór reyna að draga skipið á flot kl. 3—4 í dag, en þá er flóð. LÚSÍUHÁTÍÐ Eins og undanfarin ár neldur íslenzk-sænska félagið Lúcíuhátíð á Lúcíudaglnn 13. desember. Verð ur fagnaðurinn haldinn í Leikhús- kjallaranum a suunudagskvöld <g i Framhald á 11. síðu. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.