Tíminn - 13.12.1964, Blaðsíða 6
6 TÍMINN
Ritsafn um
Reykjavík.
Meðal þeirra bóka, sem hafa
komið út nýlega, er fjórða bók
Árna Óla um Reykjavík. Þótt
hver bók sé að vísu safn sjálf-
stæðra ritgerða, mynda þær
eigi að síður eins konar heild,
svo að segja má, að hér sé um
ritsafn að ræða. Þessari síðustu
bók, sem ber nafnið Horft á
Reykjavík, fylgir líka nafnaskrá
fyrir allar bækurnar, er Jón
Gíslason póstfulltrúi hefur tekið
saman.
í þessari seinustu bók Áma
er að finna ekki færri en 37
sjálfstæða þætti, sem bregða
margir ágætu ljósi yfir sögu og
þróun Reykjavíkur. Alls eru rit
gerðir í bókum Áma um
Reykjavík orðnar meira en
hundrað talsins.
Það er mikið verk, sem ligg-
ur orðíð að baki þessu ritsafni
Áma. Ekki mun vera að finna
á öðrum stað öllu meiri fróð-
leik um sögu Reykjavíkur og
hér er mörgu haldið til haga,
sem annars hefði glatazt. Aug-
Ijóst er, að góður blaðamaður
hefur farið höndum um efnið,
því að víða er sundurlaust efni
tengt haglega saman og fræði-
mennskan ber frásögnina hvergi
ofurliði, svo að þættir Áma em
jafnan léttir aflestrar. Mikill
kostur er það, að auðsjáanlega
er farið samvizkusamlega með
heimildir.
Nafnaskráin, sem fylgir þess-
ari síðustu bók Áma, er hvorki
meira né minna en 50 blaðsíður.
Nafnaskráin sýnir þannig glögg-
lega, hve margir einstaklingar
og margir staðir og ömefni
koma hér við sögu. Sést bezt á
þessu, hve mikil vinna hefur
verið hér leyst af hendi og hún
mun lengi verða þökkuð af
þeim, sem vilja fræðast um
sögu Reykjavíkur og líf og bæj-
arbrag þar áður fyrr.
Skoplegasta
mynd ársins
Nýlega var Tímanum send
mynd og fylgdi henni sú um-
sögn, að hún væri tvímælalaust
skoplegasta mynd ársins 1964.
Mynd þessi birtist nýlega í Iðn-
aðarmálum og sýndi Gunnar
Thoroddsen vera að halda ræðu
„um umbætur í opinbemm
rekstri“. Spaugið liggur í því,
að flest hefur snúizt á annan
veg hjá ríkinu síðan Gunnar
tók við fjármálastjóminni.
Þó vantar ekki, að íhalds-
blöðin keppist við að auglýsa,
hve öll hagsýsla hafi aukizt hjá
ríkinu seinustu árin. Tölur rík-
isreikninga sýna hins vegar, að
flestur kostnaður hefur aukizt
miklu meira á þessum tíma en
nemur launahækkunum sam-
kvæmt launalögum.
lélegur árangur
..hagsýslu”.
Ein sú „hagsýsla" Gunnars
Thoroddsens, sem stjórnarblöð-
in hældu mjög um skeið, var
samfærsla á embættum skatt-
stjóra. Samfærsla þessi var
raunar gerð til að koma flokks-
mönnum í embætti, en var rétt-
lætt með því, að hún drægi úr
kostnaði. Athugasemd, sem
endurskoðendur Alþingis, Jón
Pálmason, Björn Jóhannesson
og Jörundur Brynjólfsson, gera
við ríkisreikninginn 1963, sýn-
ir vel, hvernig þessi hagsýsla
hefur gefizt. Hún hljóðar á
þessa leið:
„Samkvæmt 11. grein BII. hef
ur kostnaður við ríkisskatta-
nefnd og skattstofur orðið á ár-
inu kr. 18.580.133.28 og er um-
framgreiðsla frá fjárlögum á
þessum lið kr. 10.101.133.28.
Þetta virðist sanna greini-
lega, að hið nýja fyrirkomulag
á innheimtu skattanna er mxklu
dýrara en hið gamla var.
Er því rík ástæða til að þetta
mál sé tekið til rækilegrar end-
urskoðunar á ný“.
! Ferðalög og
veizlur.
Hvergi virðist hagsýslunnar
hafa gætt minna á síðast liðnu
ári en í sjálfu stjómarráðinu,
þar sem ráðherramir sjálfir
sitja.
Sá liður í kostnaði stjómar-
ráðsins, sem heitir „Annar
kostnaður ráðuneytanna“, var í
fjárlögum áætlaður 3,3 millj.
kr„ en varð samkvæmt ríkis-
reikningum 7.2 millj. kr. Hér
er um að ræða risnu o. fl. Þó
er mjög mikið af þessum kostn-
aði fært á þá grein ríkisreikn-
ingsins, er nefnist: Óviss út-
gjöld. Þar er t. d. færður kostn-
aðarliður, er nefnist „Gestir
ríkisstjórnarinnar“, og nemur
hann 1.8 millj. kr. Auk þess eru
þar greindir margir sérliðir, er
fjalla um móttökukostnað vegna
sérstakra ferðamannahópa, ráð
herrafunda, funda norrænna
nefnda o. s. frv. Er ljóst af
þessu öllu, að veizlu- og mót-
tökukostnaður ríkisstjórnarinn
ar hefur skipt fleiri millj.
króna.
Þá er á reikningi stjórnarráðs
ins sérstakur liður, sem heitir:
Kostnaður við alþjóðaráðstefn-
ur á vegum annarra en utanrík
isráðuneytisins. Þessi liður er
áætlaður 680 þús. kr. á fjár-
lögum, en hefur orðið sam-
kvæmt ríkisreikningi 1040 þús.
kr. En þetta er ekki öll sagan.
f áðurnefndri grein ríkisreikn
ingsins, Óviss útgjöld, er að
finna lið, sem heitir: Ferða-
kostnaður embættismanna á
vegum ríkisstjórnarinnar og
nemur hann 1120 þús. kr. Ferða
kostnaður á vegum einstakra
ríkisstofnana er svo vitanlega
færður sérstaklega á reikninga
þeirra.
Hagskýrslan hefur bersýni-
lega ekki náð til ferðalaga,
nefndakostnaðar og veizlu-
halda hjá ríkisstjórninni.
Fyrirfinnst ekki.
En þótt hagsýslan sjáist ekki
í rekstri stjómarráðsins né
annarra ríkisfyrirtækja, hefur
hún kostað ríkið verulegan
skilding. Endurskoðunarmenn
Alþingis vekja athygli á því, að
til svokallaðrar hagsýslu hafi
verið varið 2.7 millj. kr. á ár-
inu, en ekki sé Ijóst, hvaða
árangur hún hafi borið. Þeir
óska því upplýsinga um það.
Svör fjármálaráðherra eru
harla óljós, enda telja endur-
skoðunarmennimir þau ófull-
nægjandi. Þeir segja, að „þau
gefi frekar litlar upplýsingar
um þetta vandamál“ og verði
því að taka þessari starfsemi
fastari tökum framvegis.
Svör ráðherrans miijna hér
mjög á hina frægu setningu:
Kirkja fyrirfinnst engin.
Fyrsta beiðnin.
í umræðum, sem urðu á Al-
þingi 20. september 1946, upp
lýsti þáv. forsætisráðherra Öl-
afur Thors, að hinn 1. október
1945 hefðu Bandaríkin farið
fram á að hafa herstöð í Hval
firði til langs tíma. Ólafi fór-
ust orð á þessa leið:
„Þau (þ. e. Bandaríkin) fóru
fram á langan leigutíma,
kannske 100 ár, vegna þess, að
þau ætluðu að leggja í mikinn
kostnað. Þarna áttu að vera
voldugar herstöðvar. Við átt-
um þama engu að ráða. Við
áttum ekki svo mikið sem að
fá vitneskju um, hvað þar gerð
ist. Þarna báðu Bandaríkin um
land af okkar landi til þess að
gera það að landi af sínu landi.
Gegn þessu reis íslenzka þjóð-
in.“
Krókaleið.
Þótt öll þjóðin rísi gegn áður
nefndri beiðni 1945, voru Banda
ríkin ekki af baki dottin. Síð-
an hefur beiðni um herstöð í
Hvalfirði oft verið endurnýjuð
í mismunandi formi, en alltaf
neitað þangað til nú. Nú hef
ur ríkisstjórnin fallizt á hana,
en samkvæmt vinnuaðferð
þeirra Guðmundar í. og Bjarna
Benediktssonar, skal ekki geng
ið hreint til verks, heldur far
in krókaleið. Til að leyna hin
um raunverulega tilgangi
skulu reistir nokkrir olíugeym-
j ar undir því yfirskini, að ver-
ið sé að endurnýja olíustöð,
sem er þó vel nothæf í mörg
ár enn. Ölíugeymarnir eru líka
algert aukaatriði. Þeir eiga að
dulklæða það, sem er aðalat-
riðið, en það er bygging stórr-
ar hafskipabryggju og legu-
færa, svo að hægt sé að breyta
Hvalfirði í flotastöð með örlitl
um fyrirvara.
Guðmundur í. og Bjarni Bene
diktsson hafa nú fallizt á það,
sem enginn íslendingur vildi
1946. Ef þeir fá að fara sínar
krókaleiðir. verður Hvalfjörð-
ur orðinn „land af öðru landi“
áður en þjóðin veit af, nema
hún átti sig á krókaleið þeirra
Guðmundar í. og Bjarna Ben.
í tíma.
Gáfulpí'asta pró-
'""•ammfö”
Einar Pálsson leikari, son-
ur Páls ísólfssonar, birti ný-
lega athyglisverða grein um
Keflavíkursjónvarpið. sem for
sætisráðherra veitti sérstök
meðmæli í seinustu þjóðhátíð
arræðu sinni. Einar, sem seg-
ist hafa kynnt sér vel efni Kefla
víkursjónvarpsins, lætur þann-
ig ummælt:
SUNNUBAGUR 13. desenAer 196«
„Bandaríkjamenn hafa yfír
að ráða miklum mannafla og
geypifé. í Bandaríkjunum eru
sumar beztu hljómsveitir heims,
þar er menningarframsóknin
örust á ýmsum sviðum, þar eru
næg auðæfi til að framleiða
bezta sjónvarpsefni veraldar. Ef
slíkt sjónvarpsefni er framleitt
þar, þá nær fátt af því strönd
um íslands. Dagskrá Keflavíkur
sjónvarpsins auðkennist af
flatneskju vallanna í Texas.
Mikið er látið af einstökum
stjörnum sem prýða sumar dag
skrárnar. Danny Kay stjórnar
heilum þætti, menn eins og
Jack Parr og Ed Sullivan kynna
þekkta skemmtikrafta. Þetta er
gott svo langt sem það nær, en
dagskrá sem sett er saman á
þennan hátt er óskaplegt þunn
meti. Það má líkja þessu við
að éta brjóstsykur í allan mat.
Það sem ég get aldrei nógsam
lega undrazt, er hvers vegna í
ósköpunum stjórn Keflavíkur
sjónvarpsins sníður ekki dag-
skrána við hæfi fullorðins fólks.
Það liggur við, að gáfulegasta
prógrammið sé boxkeppnin á
föstudögum.“
Einar segir, að einstaka þætti
sé að finna sæmilega í Kefla-
víkursjónvarpinu, „en þegar við
slíka þætti bætast endalausar
lejmilögreglusögur ódýrustu teg
undar og eitthvert voðalegasta
væl, sem framleitt er úr manns
börkum, þá hlýtur að því að
reka, að menn óski eftir kjarn
betra fæði til tilbreytingar.
Og slíku fæði þarf fólk á að
halda.“
• •
„Qmurlegasia
vöntunin”.
Einar segir ennfremur:
„Það eru ekki allir íslend
ingar sem gera sér það Ijóst,
að Keflavíkursjónvarpið spegl
ar ekki ameríska menningu,
heldur einhverja ömurlegustu
vöntun í þjóðlífi Bandaríkja-
manna. Það sem hér er gagn
rýnt er þvi ekki Bandaríkin
sjálf, heldur múlbinding al-
menningsfræðslunnar í Banda-
ríkjunum við auglýsingatækni
auðvaldsþjóðfélagsins. Nú halda
sennilega einhverjir, að höf-
undur þessarar greinar sé far
inn að sjá rautt, en því fer víðs
fjarri. Langflestir. ef ekki allir,
þættir amerískra sjónvarps-
stöðva til almennings, byggjast
beinlínis og bókstaflega á aug-
Ivsingum. Hvað eftir annað
mfna þættirnir og auglýsingum
er skotið inn. hér eru eyður
bessar fylltar með tilkynning
um til hermanna eða tilmælum
um kaup á skuldabréfum rík-
isins. En þó er þetta eklci það
versta. Langsamlega mesta
hættan við þetta fvrirkomulag
er sú staðreynd. að skipulögð
fræðsla. merkir sjónvarpsþættir
og heildaráætlun í menningar-
málum situr gjörsamlega á
bakanum. Hver auglýsandi reyn
ir að hafa sem allra hæst. og
skapast við þetta sá andi hávaða
mennsku og samkeppni um
tannkrem, að óviðunandi er
undir að búa. Þannig segja aug
lýsingarnar til sín, þótt þeim
hafi verið kippt út að nafninu
til.
Þessum vágesti getur íslenzka
sjónvarpið sneytt hjá.“