Tíminn - 13.12.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.12.1964, Blaðsíða 13
BÓKMENNTIR „Æ lengra, æ lengra að lindum himinbáls unz leiðist ég i sólu fegri drauma" Steingrímur Thorsteinsson. eftir Hannes Pétursson Bókaútgáfa Menningar- sjóðs. Steingrímur Thorsteinsson er eitt hið undarlegasta stórskáld, sem íslendingar hafa átt. Fá skáld hafa orðið ástsælli með þjóðinni eða nánari förunautar hennar á samferðaskeiði, en þó var hann flestum skáldum óís- lenzkari. Ljóð hans lifðu á vör- um manna um allt land og voru sungin og dáð, þó að engin taug tengdi þau við líf alþýðunnar í landinu. Fáír hafa þó ort ástar- ljóð til íslenzkrar náttúru af hjarta heitari hrifningu, kveðið fjálg- ari dýrðaroð um fegurð lands- ins, en þau ljóð túlka flest hrifn- ingu áhorfandans en ekíki reynslu njótandans. Steingrímur var svo rómantískur, að það er engu lík- ara en hann forðist að snerta hlutina eins og hann óttist að við það muni ljómi þeirra fölna. En þetta á fyrst og fremst við um náttúrulýsingar hans. Þegar hann fjallaði um stefnuj og hug- sjónir, var hann miklu raun- særrí. Þetta ástsæla skáld alþýðunn- ar á íslandi, sungið öllum stund- um í bæ og byggð, kunni ekki skil á heimi hennar og lífsbar- áttu fremur en himnavöllum, og raunar var óður hans um þenn- an heim ærið oft eins og lof- gjörð um himnaríki. Búskapur- inn var í ljóðum hans„leikið lömb í kringum lítinn smala- dreng“ og í sjósókninni sá hann aðeins „sjóinn gullnum sólskins- hjúpi sveipast fjær og nær“. Þetta er auðvitað eðlilegt, þeg- ar á málavexti er litið. Stein- grimur var sonur embættismanns. Honum var aldrei haldið að erf- iði því, sem fólkíð í landinu hef- ur fram að þessu kallað vinnu. Hann var settur til náms, sat á skólabekk og sumrum eyddi hann stundum við að lesa fyrir föður sinn, blindan. Hann gekk aldrei á fund íslenzkrar erfiðisalþýðu, og skildi því aldrei líf hennar raunhæfum skilningi. Hann sá það aðeins í töfraslæðum. Samt var reisn alþýðunnar honum heit og einlæg hugsjón. Að námi loknu varð Steingrímur virðulegur embættismaður, sem drakk af menntabrunnum heimsins eins og fært var íslendingi á þeim tíma og sat við þær lindir ævina á enda. Fólk í helsi fátæktar eða kúg- unar leitar sér oft fróunar í hillingum meðan raunhæft frelsí er hvergi á næsta leiti. Róman tískir dýrðarsöngvar Steingríms um lífið og fegurð landsins urðu fólkinu slíkar hillingar, lyftu því yfir örbírgð stundar og staðar og gáfu draumum þess um feg- urra líf nýja fyllingu. Steingrímur var aldrei djúp- viturt skáld, en markvissar og ljósar líkingar, sterk hughrif, fegurðarskyn og myndauðgi var aðall hans. Málsnilli var enginn meginás í skáldskap hans, og hann var oft að því er virtist hirðulaus um tungutak sitt og lét oftar en skyldi hallast á skáld- fáknum í því efni. Þegar við les- um kvæði Steingríms, rekumst við oftar en notalegt er á hend- ingar, sem særa málkennd okk- ar eins og herzlumunínn vanti til þess að málið verði óskabarn þess skáldlega anda, sem í ljóð- inu býr. Margt bendir til þess, að Bjarni faðir Steingríms hafi verið málspíllir, þrátt fyrir marga góða kosti, og Steingrímur gold- ið þess að nokkru. vafalítið hefði skáldmál hans orðið annað, ef hann hefði á ungum aldri verið tíður gestur í lágum kotbæ, þar sem tungutakið var hreint og fornleg fræðí þreytt. Þrátt fyrir þetta, varð Stein- grímur eitt helzta skáld sjálfstæð- isbaráttunnar, samherji Jóns Sig- urðssonar og mikill vekjandi þjóðarinnar um sjálfstæðismálin. Ættjarðarljóðin voru eins og gróðrarregn á þann jarðveg. Eig- inleg baráttuljóð hans eru þó ekki teljandí á vettvangi stjórn- ekki teljandi á vettvandi stjórn- mála né lagði gild rök á borð- ið þar, sem um rétt þjóðarinn- ar var refjað, en hann nærðí frelsisanda og föðurlandsást í brjósti þjóðarinnar, Þann þátt sigursællar baráttu er ekki rétt að vanmeta. Hann smíðaði vopn, sem fóru vel í hendi alþýðu- mannsins. Sá, sem vinnur sér með full- um rétti nafngiftina stórskáld eða þjóðskáld verður að valda tvennu. Hann verður í senn að hljóta víðurkenningu samtímans og halda hlut sínum í framtíð- inni. Steingrímur var áhrifaríkt og ástsælt skáld sinnar tíðar, en hann virðist ekki eiga sama er- indi við framtíðina. Ný kynslóð hefur reynzt gleymin á ljóð hans, sjaldan er vitnað í þau og menn sækja ekki þangað styrk í glímu við vanda nýrra tíma. Þau lifa helzt í söngvum tengd vinsælum sönglögum. Um réttmæti þeirrar gleymsku má auðvitað deila. Vera má, að harðleiknir dómar bók- menntamanna eigi þar hlut að, en hitt er þó víst, að megin- orsökin er sú, að lífsmagn þeirra dugði ekki betur. Enginn skyldi heldur ætla sér þá dul að reyna að blása í þau nýjum lífsanda eða kenna þjóðinni að meta þau að nýju. Það mun hvorki takast um ljóð Steingríms né nokkurs annars skálds. Enginn dómur er eins órækur og dómur fólksins um skáldin. Með hliðsjón af málfarinu á ljóðum Steingríms, hlýtur það að vekja nokkra umhugsun, hve mik- ill snillingur hann var í þýðing- um erlendra úrvalsskáldrita á íslenzku. Þó virðast honum ekki hafa látið ljóðaþýðingar nema í meðallagi, en þýðingar hans á óbundnu máli eru snilldarverk, sem ekki fyrnast, og þær munu lifa lengur en flest ljóð hans. Maður undrast, hve létt og blæ- fagurt mál leikur honum á tungu í þessum þýðingum. Þá er eins og málið, efnið og andinn eigi órjúfanlega samleið. Þær raddir hafa óneitanlega heyrzt á síðustu árum, að Stein- grímur Thorsteinsson fyrntist ómaklega í huga þjóðarinnar, og betur mætti kynna hann nýrri kynslóð í landinu. Ekki verður annað sagt, en Hannes Péturs- son, skáld,: hafi orðið vel við þeim tilmælum með bók þeirri, sem nú er komin út á vegum Menningarsjóðs. Hér eftir verð- ur því varla haldið fram, að Steingrímur liggí óbættur hjá garði. Ég held, að óhætt sé að fullyrða, að bók Hannesar sé bezta íslenzkt bókmenntaverk á þessu ári, og útgáfan af hendi Menningarsjóðs að sínu leyti fylli lega við hæfi. Engum blandast hugur um það, að Hannes hefur gengið að þessu verki með mík- illi kostgæfni, kannað alla sögu Steingríms sem bezt, lagt sig fram um að skilja hann, jafnt manninn sem skáldið, og 1 þeirri víðleitni allri fengið svo ríka samúð með Steingrími, að sög- unni stendur jafnvel hætta af á köflum. í formála segir Hannes: „Á hinn bóginn fer oft svo, að skáldverk, sem hitta fullkomlega í mark með samtíðinni, verða næstu kynslóðum sem lokuð bók vegna þess, hve líf skáldverksins og samtíðarinnar er nátengt. Slík hafa orðið örlög margra af ljóð- um Steingríms. Líf ljóðsins er samt við sig, líf kynslóðanna breytist. En hér er á það að líta, að listaverk, sem einhverju sinni hreif hugi manna, var ekki til einskís gert, það hefur borið sinn ávöxt, lifað, og þannig náð tilgangi sínum. Listaverk eru ým- ist langlíf eða skammlíf eins og mennirnir sjálfir, og engínn fær úr því skorið, hvort þau Ijóð, sem eru aflvaki einungis með einni eða tveimur kynslóðum, leggja minna af mörkum til menning- arlífsins en hin, sem lengur end- ast“. Þessi orð verða varla skilin á aðra lund en þá, að Hannes finni til þess hve mörg ljóð Stein- gríms hafa orðið skammlíf, en hann leitar að skýringu honum til uppreisnar. Rétt er, að það er enginn mælikvarði á menning- arhlutinn, hvort ljóð lifir í mynd sinni lengur eða skemur á vörum manna. Það getur eigí að síður lifað í kynslóð, sem ekki kann Steinunn, Axel, Þórður, Haraldur. það. Hitt hlýtur að vera mikið vafamál að segja, að listaverk sé ýmist langlíft eða skammlíft eins og mennirnir. Mundi ekki hitt sanni nær, að það skeri einmitt úr um gildi listaverks, hvort það lifir höfund sinn eða ekki? Lista verk eru sem sé ekki annað hvort skammlíf eða langlíf, heldur að eins langlíf — annars eru þau ekki listaverk. Það er varla rétt að brengla þessi hugtök Stein- gríms til vegsemdar. Hannes ját- ar það raunar, að bókin sé öðr- um þræði varnarrit fyrír Stein- grím, enda dylst það varla skyggn um lesanda. En þetta er heiðar- Steingrímur með fjölskyldu sinni. Börnin talin frá vinstri: Þórunn, Myndin er úr bókinni um Steingrím, tekin 1909. Hannes Pétursson. lega játað, og hann villir ekki á sér heimildir um þetta. Hitt er verra, þegar höfundar lýsa yf- ir, að þeir ætlí að rita hlutlæga sögu, en semja ekki aðeins vam- arrit heldur meira að segja harð- fylgið sóknarrit fyrir sögupersónu sína. Hannes hefur frásögn sína á greinargerð um ætt og æskustöðv- ar Steingríms vestur á Snæfells- nesi, segír glögg deili á ættmenn- um hans, svo að menn kynnast þeim fylgjum sem hann hafði með sér í þennan heim. Upp- vexti Steingríms er ýtarlega lýst og áhrifum amtmannsheimilisins í Reykjavík, og eru myndir af bæjarbrag dregnar upp jafnhlíða. Meginkafli bókarinnar er þó sem að líkum lætur um skáldskap Steingríms. Reynir höfundur þar bæði að birta og skýra, ekki að- eins Ijóðin, heldur öllu fremur manninn og hugsjónir hans bak víð kvæðin. Er þar margt skarp- lega greint. Segja má, að saga einkalífs Steingríms og embættisferils hverfi að nokkru í skuggann, en því betri grein er gerð fyrir lífs- viðhorfum hans og stefnumiðum. Skiptir það ef til vill ekki miklu máli, þó að sagan hefði óneitan- lega orðið svipmeiri og lífrænni við að leiða hversdagsmann Stein gríms betur fram. Höfundur styðst mjög við bréf Steingríms, og í könnun þeirra kemur fram ýmislegt nýtt, sem varpar nýju ljósi á manninn og skáldið. Aft- ast er bókaskrá Steingríms og nafnaskrá. Allt verkið ber svip- mót vísindalegrar nákvæmni, sem þó virðist hvergi ganga á hlut skáldlegrar fegurðar. Bókin er ákaflega haglega saman sett af ívitnunum og máli höfundar sjálfs, en það er mikil íþrótt svo að vel fari. Hannes ritar víða íðilfagurt mál í þessari bók, hljómríkt, nærfellt og sviptígið. Eru ýmsir kaflar hennar sannur yndisarður. Ekki kann ég allskostar vel við það, að höfundur skuli ekki geta látið sér nægja minna en formála, niðurlagsorð og eftirmála. . Það er eins og að fara í peysu utan yfir peysu. En stutti kaflinn, sem kallast niðurlagsorð, er fagur- gjörður, svo að nautn er að lesa. Honum lýkur með þessum orðum: „Veröld, þar sem ríkir sæla kyrrðarinnar og einfaldleikans og Framhald á 22. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.